Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. Sgfist 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
Árangursrík starfsemi
Laxeldisstöðvar ríkisins
Rætt við veiðimálastjóra Þór
Guðjónsson um starfsemina
hrogntökuna með aliseiðum.
Hafa veiðieigendur við árnar
sýnt eldisstöðinni velvilja og
áhuga með því að leyfa
hrogntökuna Aliseiði hafa
verið seld frá stöðinni til
sleppingar víðsvegar um land
ið og gönguseiðum af laxi
sleppt í frárennslið frá stöð-
inni og hafa þau gengið aftur
upp í tjarnir stöðvarinnar
sem fullvaxnir laxar eftir
firði, til þess að taka á móti
laxi, sem gengur upp í stöð-
ina úr sjó. í sumar er unnið
við byggingu eldishúss fyrir
40 eldisker og á það að vera
komið upp í haust. í eldis-
stöðinni eru nú 56 eldiskass-
ar úr tré, 46 eldistjarnir þar
af 12 steinsteyptar, auk 40
eldiskerja úr plasti, sem áður
er getið.
Veiðimálastofnunin bauð í
gærdag landbúnaðarmálaráð-
herra, Ingólfi Jónssyni,
stjórn Laxeldisstöðvarinnar
og fréttamönnum blaða og
útvarps.
Gestirnir skoðuðu stöðina,
þar sem hinar gagnmerku til-
raunir eru framkvæmdar og
lónið, sem nú eru í komnir
500 laxar. Fréttamaður Mbl.
hafði til af Veiðimálastjóra
>ór Guðjónssyni, sem skýrði
nánar frá starfsemi stöðvar-
innar. >ór sagði m.a.:
— Tilgangurinn með starf-
rækslu Laxeldisstöðvar er að
efla fiskrækt og fiskeldi í
landinu, en án slíkrar stöðv-
ar eru verulegar framfarir
á nefndum sviðum vart hugs
anlegar. Aðalverkefni Lax-
eldisstöðvarinnar eru að gera
tilraunir með klak og eldi
laxfiska í fersku vatni, sjó-
blöndu og sjó, reyna nýjar
fiskræktaraðferðir, kenna
hirðingu og fóðrun eldisfisks,
framkvæma kynbætur á laxi
og silungi, útvega og ala upp
lax og silung af heppilegum
stofnum til fiskræktar og
handa öðrum eldisstöðvum
og framleiða neyzlufisk til
sölu á erlendum markaði.
Þegar haustið 1961 hófst
klak í stöðinni, en gengið var
þá strax frá klakbúnaði fyrir
eina milljón hrogna. Eldi var
þá og hafið með aðkeyptum
seiðum í 20 eldiskössum og 4
seiðskurðum. Laxa- og sil-
ungshrogn hafa verið fengin
til stöðvarinnar úr fiski úr
mörgum ám víðsvegar um
landið gegn því, að fiskstofn-
um ánna verði bætt fyrir
Ingólfur Jónsson landbúnaðarmálaráðherra fékk fyrstur manna gefinn lax af Kollafjarðar-
stofni. Sá sem réttir honum laxinn er Þór Guðjónsson veiðimálaetjóri. (Ljósm. Sv. Þorm.).
Guðjón Guðjónsson stöðvarstjóri háfar og telur laxinn upp
úr kistunni.
veruna í sjónum. Sumarið
1964 gengu 4 laxar upp í
stöðina, 1965 57 og nú á þessu
sumri verið taldir 500 laxar
upp í tjarnir stöðvarinnar og
er von um að fleiri gangi á
næstunni.
Mjög mikilvæg reynsla er
þegar fengin af rekstri stöðv-
arinnar. Mun hún koma að
góðu gagni með tilliti til
reksturs stöðvarinnar í fram-
tíðinni og jafnframt muni
aðrir, sem fást við fiskeldi,
geta notið þar góðs af. Stöð-
in var reist með sem ódýr-
ustum hætti og hefur komið
í ljós, að bæta þarf umbúnað
um smáseiðin til þess að auka
öryggið í uppeldinu. Miðar
bygging hins nýja eldishúss,
sem nú er í smíðum, að því
að leysa þann vanda.
Arangurinn af sleppingu
gönguseiða úr stöðinni í þrjú
sumur, sem komið hafur
fram m.a. í því, að nú þegar
eru komnir upp í eldisstöð-
ina um 500 laxar, sannar á
ótvíræðan hátt, að þau göngu
seiði, sem sleppt er í ár, skili
sér aftur í ána, sem þau
Framhald á bls 25
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
UM þessar mundir eru liðin
fimm ár síðan ríkisstjórnin
keypti ' jörðina Kollafjörð í
Kjalarneshreppi í Kjósar-
sýslu til þess að reisa á henni
tilraunaeldisstöð fyrir lax og
silung. Notast var við húsa-
kynni á jörðinni fyrir starf-
semi stöðvarinnar og unnið
var á árunum 1961—1963 við
frágang á vatnsveitum, klak-
húsi og eldistjörnum. Vorið
1964 var gengið frá tjörnum
ofan við flæðarmálið í Kolla-
I einu lóni stöðvarinnar var stór og falleg bleikja. Hér sézt hún ráðast til atlögu við hakk-
aða loðnu, sem einn starfsmaður stöðvarinnar gaf henni.
A NÆSTUNNI ferma skip
vor til íslands, sem hér segir:
ANTWERPEN:
Skógafoss 16. ágúst*
Tungufoss 26. ágúst*
Reykjafoss 5. sept.
Fjallfoss 14. sept.
HAMBORG:
Goðafoss 19. ágúst
Askja 24. ágúst**
Reykjafoss 3. sept.
Goðafoss 16. sept.
ROTTERDAM:
Skógafoss 16. ágúst
Askja 22. ágúst**
Reykjafoss 30. ágúst
L-EITH:
Gullfoss 22. ágúst
Gullfoss 5. seipt.
Goðafoss 12. sept.
LONDON:
Skógafoss 12. ágúst
Tungufoss 31. ágúst
Fjallfoss 12. sept.
HULL:
Askja 26. ágúst**
Tungufoss 2. sept.
Fjallfoss 16. sept.
GAUTABORG:
Dettifoss um 24. ágúst
Mánafoss 1. sept.**
KAUPMANNAHÖFN:
Lagarfoss 19. ágúst
Gullfoss 20. ágúst
Mánafoss 30. ágúst**
Gullfoss 3. sept.
NEW YORK:
Brúarfoss 13. sept.
Selfoss 26. sept.
KRISTIAN S AND
Dettifoss um 26. ágúst
Mánafoss 3. sept. *•
KOTKA:
Lagarfoss 13. ágúst
Rannö 20. ágúst
VENTSPILS:
Lagarfoss 16. ágúst
Fjallfoss 25. ágúst
GDYNIA:
Lagarfoss 17. ágúst
Fjallfoss 22. ágúst
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum, Reykjavík, ísa-
firði, Akureyri og Reyðar-
firði.
** Skipið losar á öllum aðal-
höfnum og auk þess í
Vestmannaeyjum, Siglu
firði, Húsavík, Seyðisfirði
og Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu, losa í Reykja-
vík.
VINSAMLEGAST athugið, að
vér áskiljum oss rétt til breyt-
inga á áætluh þessari, ef
aauðöyn krefur.
HF. EIMSKIPAFÉLAG
ÍSLANDS