Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 12. ágúst 1968 MORGU N BLAÐIÐ 17 TUNGUMAL ERU HANS TÖFRANDI HEIMUR Rætt v/ð Dr. George Lane, heimsþekktan máltræbing UPPÁ Landsbókasafni situr löngum þessa dagana maður og gluggar í gömul íslenzk rit og þá einkum Grammm- Iatica Islandica, íslenzka mál fræði, sem sennilega var skrifuð af Magnúsi Ketilssyni sýslumanni, og gefin út á latínu á/ið 1770. Hann heitir George Lane og er prófessor í indo-evrópskri samanburðar málfræði við ríkisháskólann í Norður-Karolínu í Banda- ríkjunum. George Lané hefur í sumar notið styrks frá Full- bright stofnuninni til rann- sókna á forn-íslenzku mál- fari og málfræði. Hann stundaði nám í sér- Igrein sinni við ríkisháskólann í Iowa árin 1922—1926, en lékk þá styrk frá „The Am- erican-Scandinavian Founda- tion“ til að stunda norrænu við Háskóla Islands. Hingað til lands kom hann um haust ið 1927 og stundaði norrænu hjá Sigurði Nordal. Lane var í fæði og húsnæði hjá Álf- heiði Briem, Tjarnargötu 24, sem að hans sögn var einn bezti kokkur sem hann hefur kynnzt. Matreiddi Álfheiður fisk og aðra íslenzka rétti af þvílíkri snilld, að prófessor- inn Lane sagðist aldrei hafa étið eins góðan mat eins og hjá henni, og er hann þó maður víðförull. Veturinn 1927 til 1928 voru aðeins þrír erlendir nem- endur við Háskóla fslands, allir í norrænu. Voru þeir Olav Vidding, sem seinna varð ritstjóri Dönsk-íslenzku orðabókarinnar, ungfrú Kirch gaard, sem nú er nunna í Karmelsystra Klaustrinu í Hafnarfirði, og George Lane nýbakaður frá Iowa í Banda- ríkjunum, þar sem menn vissu lítið um ísland og minna um þá sem bjuggu þar. Sagði eitt smábæjarblaðið í fylkinu frá för Georges til íslands og bætti við, að hann hefði farið þangað til að kenna, siða og trúfræða eskimóana þar. >ótt kaldur vindurinn blási jafnt um Seltjarnarnesið, kunni Georg vel við sig á Islandi — annars hefði ég ekki komið aftur sagði hann. Hann fullyrðir, að á íslandi búi bezta fólk heims, og jafnframt eitt það duglegasta Hvað um það, George Lane er ekki ólatur maður sjálfur Um vorið 1928 fylgdi hann ásamt Vidding strönd Reykja nesskagans og alla leið til Ölfusár þaðan á Selfoss, og síðan yfir Hellisheiði til Reykjavíkur, alltaf á fæti. Reisan tók um viku, og fengu þeir félagar svo vont veður, að þeir urðu að biðjast gist- ingar í Krísuvík, hraktir og þjáðir. Sváfu þeir þar í bað stofu sér til sérstakrar á- nægju. — Það eru ekki allir sem hafa sofið í baðstofu, sagði Lane og brosti. Um haustið 1928 fór hann til Parísar og nam þar saman burðarmálfræði við Parísar- háskóla. Þar næst fór hann til Chicagoháskóla, og lauk það- an doktorsprófi skömmu seinna. Frá 1936 he'íar hann starfað sem prófessor í saman burðarmálfræði við ríkishá- skólann í Norður-Karólínu, þar sem hann hefur kennt meðal annars norrænu, san- skrít, sögulega gríska og lat- neska málfræði, og indo-ev- ropska málfræðisögu. Hann er lesfær á öll ger- mönsk, rómönsk tungumál og talar þar að auki frönsku, þýzku, rússnesku og allsæmi- lega íslenzku. En það er ekki nóð með það. Tókaníska heitir tungu- mál sem talað var í norður- hluta Turkistan, þá undir stjórn Kínverja, nokkrum öldum eftir fæðingu Krists. Mál þetta, sem flokkað er undir indo-evrópska málflokk inn, er hvergi lengur talað en hefur þó bæði málfræði- lega og sögulega þýðingu þar sem hægt er að sýna samb- and milli málþróunarinnar og fræðikenninga þeirra forn- leifafræðinga, sem eru að reyna að rekja sögu þjóð- flutninga í Asíu á þessu tíma bili. Dr. Lane hefur gert þetta mál að sérgrein sinni og skrifað og ritstýrt Tóka- nísku fræðiriti auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina í fræðirit um málið sögu þess ag skyldleika við önnur tungumál af indo- evrópskum stofni. Meðal ann George Lane og Coilette kona hans. ars skrifaði hann grein um Tókanísku fyrir nýjustu út- gáfu Encyclopedia Britann- ica. Samt sem áður hefur pró- fessorinn mikinn áhuga á ís- lenzkri málfræði og sögu. Sagðist hann una sér vel á Landsbókasafninu, þar sem er að hans sögn, óþrjótandi verk efni fyrir stúdenta hins ísl- enzka máls. Sagðist hann undrast hve fáir málfræði- nemendur hefðu notað Lands bókasafnið en sneru sér þess í stað til Árnasafns. Prófess- orinn hefur í hyggju að gefa út Grammatica Island ica eins fljótt og kostur gefst. Kona George Lane, Collette hefur einnig dvalizt á íslandi í sumar. Það sem mest vakti athygli hennar á íslandi auk þess náttúrulega, hvað vegirn ir eru lélegir, voru íslenzku eldhúsin. Hún sagði, að út- búnaðurinn í þeim væri eins og sá sem hin bandaríska húsmóðir dreymir um að eignast alla sína æfi. Lane sagðist viðurkenna að hann væri lélegur efnahagsfræð- ingur, og það væri sennilega af þeirri ástæðu að hann botnaði ekkert í íslenzka efnahagslífinu. Hann sagðist ekki skilja hvernig velmegun hér á landi gæti verið svona almenn og mikil, þar sem framfærzlukostnaður er óhóf lega mikill. En íslendingar fara ein- hvern veginn að þessu sagði hann kátlega. Aðspurður um lesti fslend- inga, svaraði hann á íslenzku: — Ekkert slæmt um íslend inga. Þeir eru bezta þjóð í heimi. Svo yppti doktor George Lane hattbarðinu og hélt til Landbókasafns, til nýs fundar við Grammatica Is- landica. Þau hjónin fara af landi brott að kvöldi 13. þ. m. 219 sýningar Leikfélags Reykjavíkur á sl. ári Æfintýri á gönguför sýnt oftast eða 63 sinnum Gareia Lorca. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 18 sýning ar. -8. Orð og leikur. Ég er kom inn til að fá upplýsingar eftir Jean Tardieu, leik- stjóri: Sveinn Einarsson; Leikur án orða eftir Samuel Beckett, leikstjóri Gisli Halldórsson; Slcemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal, leikstjóri Bjarni Steingrímsson. Sið degissýningar. 8 sýningar. 9. Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo. Leikstjóri: Christian Lund. Tekið upp frá fyrra leikári, 27 sýningar á leikárinu. 10. Dúfnaveizlan eftir Hall- dór Laxness. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22 sýning ar á leikárinu. Félag hestamanna stcfnað í Stuttgart AÐALFUNDUR Leikfélags Reykjavíkur var haldinn 18 f,m. Formaðurinn, Steindór Hjörleifs son, setti fundinn og minntist i upphafi Kristínar Thorberg, tem var heiðursfélagi L.R. og lézt á árlnu, en fundarmenn risu úr sætum og heiðruðu minningu hinnar látnu. 41 þúsund leikhúsgestir Leikhússtjórinn, Sveinn Ein- arsson, flutti síðan skýrslu um leikhúsrekstur félagsins á liðnu leikári. Sýnd voru á leikárinu 10 leikrit, en á fyrra leikári 9. Þrjú af þessum leikritum voru sýningar, sem teknar voru upp frá fyrra leikári, Þjófar, lík og falar konur, Ævintýri á göngu- för og sú gamla kemur í heim- sókn. Þrjú leikritanna voru ein- þáttungar, sem sýndir voru sam an síðdegis á laugardögum undir samheitinu Orð og leikur. Þess ar síðdegissýningar eru nýlunda sem tekið var uppá í fyrra, en aðsókn hefur reynzt minni en skyldi. Þrjú leikritanna voru frumsamin ný íslenzk verk, Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson, Grámann eftir Stefán Jónsson og Dúfnaveizlan etfir Halldór Laxness. Þá er ótal ið eitt verkefnanna, Hús Bern- örðu Alba, en á því leikriti var haldin hátíðasýning 19. marz og þess minnzt að þá voru liðin þrjátíu ár, síðan Regína Þórðar- dóttir lék fyrst í Iðnó. Gestur Pálsson hlaut leiklistarverðlaun Skálholtssveininn fyrir leik sinn í Sú gamla kemur í heimsókn og Þorsteinn Ö. Stephensen Silf urlampann, verðlaun Félags isL leikdómara fyrir bezta leik árs- ins. Þetta er í annað skipti að hann fær þessa viðurkenningu, en þriðja árið í röð, sem þessi verðlaun eru veitt fyrir leikaf- rek, sem unnið er á sviðinu í Iðnó. Alls voru leikhúsgestir rúm- lega 41.000.00 eða svipað og í fyrra og sætanýting var hin sama, 80%. Samtals 37 leikarar fóru með hlutverk hjá félaginu á leikárinu, en aukaleikarar voru 22 svo að samtals komu um 60 fram á sviðinu í Iðnó í vetur. Er það nokkru fleira en undanfarin ár. Sýningar urðu alls 219, en voru 218 í fyrra og var það þá langstærsta sýning- artala á einu leikári. 189 sýn- ingar voru í Iðnó, 26 í Tjarn- arbæ og 4 á Akureyri í leikför með Þjófa, lík og falar konur. Farið er með Sjóleiðina til Bag- dad í leikför um landið í sumar og stendur sú leikför yfir. Leikhússtjóri ræddi síðan um húsbyggingamál félagsins, 70 ára afmæli félagsins, sem verð- ur á næsta vetri og önnur mál leikhússins. Tvö leikrit eru nú í æfingu, Fjalla-Eyvindur Jó- hanns Sigurjónssonar, leikstjóri Gísli Halldórsson, og Tveggja þjónn eftir Goldoni, leikstjóri Christian Lund. Auk þess er í ráði að taka aftur upp sýningar á Þjófum, líkum og fölum kon- um, sem nú hefur verið sýnt ná lega aui.ttu sinnum, og Dúfna- veizlunni, en bæði þessi leikrit voru sýnd 22 sinnum og var upp selt á allar sýningarnar. 1 lok fundarins var Brynjólf- ur Jóhannesson einróma kos- inn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, en ekki var skýrt frá kosningunni fyrr en 3. ágúst á sjötugsafmæli þessa mikilhæfa og vinsæla listamanns. Verkefnaskrá vetrarins var sem hér segir: 1. Ævintýri á gönguför eft- ir Hostrup. Leikstjóri: Ragnhildur Steingríms- dóttir. Tekið upp frá fyrra leikári; 63 sýningar, þá samtals 186 sýningar. 2. Sú gamla kemur í heim- sókn eftir Fr. Dúrrenmatt. Leikstjóri: Helgi Skúla- son. Tekið upp frá fyrra leikári; 15 sýningar, þá samtals 25 sýningar. 3. Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leik- stjóri: Sveinn Einarsson. 40 sýningar. 4. Grámann, barnaleikrit eft ir Stefán Jónsson. Leik- stjóri: Helga Bachmann. Sýnt í Tjarnarbæ, 26 sýn- ingar. 5. Hús Bernörðu Alba eftir í BORGINNI Stuttgart, sem nefnd hefur verið „Stóðgarð- ur“ á íslenzku, í Vestur- Þýzkalandi, Baden-Wiirtem- berg, var hinn 13. júní sl. end anlega gengið frá stofnun fé- lags hestamanna, sem eiga íslenzka hesta þar. Það var í nóvember sl., að nokkrir eigendur íslenzkra hesta í Stuttgart og nágrenni komu saman til að ræða og undirbúa stofnun félagsins, sem þeir nefna „Die Reiter- gemeinschaft Hestar, Stutt- gart“. Formaður félagsins, Manfred Bonz, verkfræðingur, gat þess í viðtali við Mbl., að áhugi Þjóð- verja á íslenzkum hestum færi ört vaxandi, enda eru þeir miklu meðfærilegri og nægjusamari en stóru, þýzku hestarnir. Auk þess hafa þeir annað fram yfir þá til að bera, sem allir hestamenn prísa íslenzku hestana fyrir, en það er töltið; þýzkir hestamenn, sem eiga íslenzka hesta, nota þetta íslenzka orð nær óbreytt, en laga það að sjálfsögðu eftir þýzkum beygingarreglum; sagn- orði’ð, sem þeir nota, er „tölten“, og nafnorðið er „der Tölt“. Formaðurinn gat þess einnig, að hinir tíu félagar félagsins ættu alls níu hesta, sem þeir geymdu víðs vegar í borginni eða í næsta nágrenni. Tilgangur og markmið félagsins eru svipuð og sams konar félaga íslenzkra; að riða út saman, halda uppi fræðslu um hestamennsku, halda sambandi við önnur hesta- mannafélög í Þýzkalandi og ut- an þess o. fl. Hans Volz, verkfræðingur, var í för með M. Bonz til íslands. Hann er einnig meðlimur félags- ins „Hestar" í Stuttgart. Um næstsíðustu helgi var hann við- staddur hestamannamótið á Hól- um. Aðspurður sagði hann, að það hefði verið ævintýri líkast að fylgjast með mótinu. ,ik, 23. 7. 1966 ÓHÓ. Mir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.