Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 12. 5gúst 1966 UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA UM síðustu helgi voru hald- in þrjú héraðsmót Sjálfstæðis flokksins á Vestfjörðum. Á ísa- firði var byrjað á föstudags- kvöldið, næsta kvöld var mót í Bolungarvík og á sunnudags- kvöldið, næsta kvöld var mót - héraðsmót sönnuðu það helzt að samkomuhúsin á þessum stöðum eru of lítil þegar um héraðsmót Sjálfstæðisflokksins er að ræða. Þetta voru fjöl- sóttustu skemmtanir, sem haldn ar hafa verið á Vestf jörðum og mikil og almenn ánægja hjá samkomufólki. ÍSAFJÖRÐUR Héraðsmótið á fsafirði hófst i Alþýðuhúsinu kl. 21. sl. föstu- dag og var ákaflega fjölsótt. dag og var ákaflega fjölsótt. Stjórnaði því Aðalbjörn Tryggvason, formaður Sjálfstæð isfélags ísfirðinga. Hefur aldrei verið haldið jafn fjölsótt skemmtun þar í húsi. Ræðu- menn flokksins vorn þeir Þor- valdur Garðar Kristjánsson, al- þingsmaður, Úlfar Ágústsson, verzlunarmaður, og dómsmála- ráðherra, Jóhann Hafstein. Hljómsveit Magnúsar Ingimars- sonar ásamt söngvarunum Önnu Vilhjálms og Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, komu öllum í gott skap og sama er að segja um hina þjóðkunnu leikara Gunnar Flateyri myndir til Reykjavíkur í prent- myndagerðir, en nú í vor keypt um við vél frá Akureyri, og er- um rétt búnir að prófa hana, gerðum það fyrir afmæli kaup- staðarins, og vonumst tii að það gangi vel. — Myndamótagerð á staðnum hlýtur að verða til mikilla bóta ef einhver blaðaútgáfa helzt að marki. Fram að þessu höfum við fengið ágæta og liðlega fyrir- greiðslu syðra, en samgöngu- erfiðleikarnir hafa valdið vand- kvæðum í útgáfustarfseminni, sem við vonum að leysist með tilkomu þessarar nýju vélar. — Það má segja, að mynda- mótavélin sé þriðja byltingin i prentsögu Vestfjarða. Önnur í röðinni var tilkoma setjaravélar. Við höfum lagt áherzlu á að bæta okkar vélakost og vera fær ir um að sinna sívaxandi þörf- um hinna vestfirzku byggðar- laga fyrir prentverk. Á héraðsmótinu í Alþýðuhús inu tökum við tali Birgi Valdi- marsson, sem við hér vestra köll um nú yfirleitt flugvallarstjóra á ísafirði, en þar annast hann flugumferðarstjórn og daglegan rekstur flugvallarins undir yfir- umsjón Flugmálastjórnarirnar. Við spyrjum Birgi um fram- kvæmdir við flugvöllinn. — Flugvöllurinn hér er 1400 metra langur og frá 45 upp í 85 Samkomuhúsin reyndust of lítil á isafirði, Bolungarvík og á Flateyri Eyjólfsson og Bessa Bjarnason. Á ísafirði er yfileitt stutt á milli staða og frá Alþýðuhús- inu er ekki langt út í Prent- stofuna ísrún hf. Við náum tali af Sigurði Jónssyni prentsmiðju stjóra, og röbbum við hann í prentstofunni, því að gleði og glaumur er orðinn á héraðsmót- inu. Magnús Ingimarsson hljóm- sveitarstjóri, og hans fólk sér um fjörið og það er betra að skreppa yfir götuna og rabba saman í næði í prentstofunni, þar sem prentvélarnar bíða eft- ir því að starfsmennirnir komi úr sumarleyfi og hefji á nýjan leik að veita þeim líf og mál. Sigurður Jónsson er reyndar miklu þekktari sem gamall skíðakappi, og var hann lengi vel einn fremsti göngumaður okkar íslendinga og úthalds- betri en flestir aðrir, því að enn tekur hann þátt í mótum, þótt Jcominn sé nokkuð á fimmtugs aldur. Annars er það einkenm- legt, hve margir íþróttamenn vinna við prentverk. í Reykja- vík er alþekkt að prentararnir í Víkingsprenti og Steindórs- prenti eru gamlar knattspyrnu- hetjur. Hér í Prentstofunni á ísafirði er mest um skíðamenn, og látum við nægja að nefna auk Sigurðar, Hauk Sigurðsson, sem ásamt Jóni Karli bróður sín um gerði garðinn frægan fyrir áratug eða svo, en af yngn mönnunum nefnum við son Sig- urðar, Árna, sem er landsfrægur svigmaður, og félaga hans, Samúel Gústafsson. Við Sigurður byrjum á því að rifja upp, að hér á ísafirði hafa starfað 4 prentsmiðjur, og nú í haust, nánar tiltekið 30. okt., eru liðin 80 ár frá því að Prentfélag ísfirðinga hóf starf- semi sína með útgáfu á Þjóð- viljanum, en fyrsti ábyrgðarmað ur hans var sr. Þorvaldur Jóns- son. Ýmsir þjóðkunnir menn hafa starfað hér við prentverk og má þar til nefna Friðfinn Guðjóns- son, síðar leikara, Jón Baldvins son, síðar forseta ASÍ, Arngrím Sigurður Jónsson, prentsm.stjóri Fr. Bjarnason, ritstjóra og Magnús Ástmarsson. En sú saga verður ekki skráð hér, heldur skulum við forvitnast um starf- semina í Prentstófu Isrúnu, og Sigurði falla svörin greitt. — Ég byrjaði að starfa við ís- rún vorið 1937, fyrst sem send- ill, en hóf síðan nám og er nú búinn að vera nærfellt þrjátíu ár í prentverki. Minn lærimeist ari var Magnús Ólafsson prent- smiðjustjóri, sem er orðinn há- aldraður maður, kominn á tí- ræðisaldur, og það var ánægju- legt að vinna hjá honum. Hann hefur allra manna lengst starfað hér við prentverk, því að hann lærði prentiðn í prentsmiðju Þjóðviljans unga og tók við for- stöðu hennar 1896. — Það var 1948, sem ég tók við stjórn prentsmiðjunnar. Þá var Jónas Tómasson tónskáld og bóksali, einn aðalhluthafinn í prentsmiðjunni, og vildi gjarnan losna við þetta og selja sinn hlut. Þá varð að ráði að ég tæki við bókhaldi fyrirtækisins tyrst og fremst, en þá fannst Magnúsi fara eins vel á því, að ég heíð’ sömuleiðis verkstjórn á hendi. — Jú, það má segja að fyrir- tækið hafi farið vaxandi ár frá ári. Ég skal að vísu játa það, að fyrirtækið dróst saman fyrst þeg ar ég tók við. Þá hafði verið starfandi í sambandi við það bókbandsvinnustofa, sem Bárð- ur Guðmundsson stóð fyrir og þá unnu 9 manns við fyrirtækið. Sú starfsemi lagðist niður árið 1953 og sömuleiðis bókaútgáfa, sem hér hafði verið starfandi fram yfir stríðslok, sem átti í tals verðum erfiðleikum, enda hálf- gerð atvinnubótavinna. — Eftir að útgáfu bóka var hætt, hafa verkefni prentsmiðj- unnar verið fyrst og fremst alls konar eyðublaðaprentun og svo blaðaprentun. Hér eru gefin út fjögur blöð, sem stjórnmála- flokkarnir standa að. Þetta hafa verið kölluð vikublöð, en út- gáfan hefur einatt verið stopul, en kannske mest fyrir kosning- ar. Elztu blöðin eru Skutull og Vesturland, en hin eru ísfirðing ur og Vestfirðingur. — Jú, það er kannski ofrausn, fyrir ekki stærra bæjarfélag en ísafjörð, að halda úti fjórum blöðum, en ekki væri gott við það að eiga að gefa út, sem æski legast væri, eitt myndarlegt blað. Þó að samkomulag sé nú gott og batnandi í þessum bæ, bæði í blaðamennsku og öðru, þá held ég að nokkur bið geti orðið á því, að pólitísku flokk- arnir komi sér saman um eitt blað, að minnsta kosti ekki svona rétt fyrir kosningar. Blaðaútgáfan er mest fyrir kosn ingar, en þar að auki hafa þeir gefið oft út myndarleg jólablöð. — Prentstofan fær verkefni frá öllum Vestfjörðum, allt frá Patreksfirði til Bolungarvíkur, og verkefnin fara sífellt vax- andi Vélakostur okkar er vel sæmilegur. Við erum með eina setjaravél, eina stóra Heidelberg pressu, sem er tveggja ára, Grafo-dígulvél og fáum í sumar nýja Heidelberg, sem á að leysa af hólmi gamla handílagða díg- ulvél, sem á að fá hvíldina I haust. — Hjá fyrirtækinu starfa sex menn og svo er stundum íhlaupa vinna við frágang á eyðublöð- um, heftingu og slíkt. Ég vil minnast á eitt athyglisvert ný- mæli hjá okkur, en það er prant myndagerð. Fram að þessu höf- um við orðið að senda allar Birgir Valdimarsson metra breiður. Flugvöllurinn er gerður á svonefndri Skipeyri, þar sem áður var sjúkraflugvöll ur ,en síðan var gerð mikil upp fylling og völlurinn stækkaðvr úr 350 metrum upp í 1400 metra. Þessi völlur getur tekið við flestum flugvélum, sem nú eru í eigu íslendinga, og mest eru nú notaður Fokker-vélar Flugfélagsins, sem annast innan- landsflugið. — Eftir að sjálfri flugvallar- gerðinni lauk, varð nokkur kyrr staða í framkvæmdum, en á und anförnum árum hefur verið lögð áherzla á að vinna að því að gera flugvöllinn og aðstöðu til Frentsmiðja isafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.