Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 12
MORCUNBLADIÐ Fostudagur 12. ágúst 1966 12 Fundahöld um framtíð Nigeríu Lagos, Nígeríu, 11. ágúst, NTB. FULLTRÚAR frá hinum ýmsu héruðum Nígeriu luku í dag fyrsta fundi sínum af nokkrum, ■em fyrirhugaðir eru til þess að ákveða, hvemig háttað skuli stjórn Nígeríu í framtíðinni — Óeirðir í Indlandi tegna matvœlaskorts Shillong, 10. ágúst — NTB: FJÖLDI manns særðist og nokkr ir biðu bana í dag er lögreglu- menn gripu til skotvopna til að dreifa mannfjölda, sem réðist að stjórnarskrifstofunum í Shillong í fylkinu Assam. Aðför þessi kom á eftir kröfugöngu, sem stúdent- ar skipulögðu og var ætluð til andmæla gegn matvælaskortin- um í fylkinu og hækkandi verð- lagi á matvöru. Ekki er enn vit- að hvert mannfall varð í óeirð- um þessum. í bænum Sibsagar í Assam kom einnig til óe'irða í dag og herma fregnir að þar hafi tveir særzt er lögreglumenn gripu til skotvopna að dreifa mannfjölda hvort haldið skuli áfram tilraun- um Johnson Aguiyi Ironsis, hers- höfðingja, til að sameina lands- hlutana undir eina sterka mið- stjórn — eða tekið á ný upp gamla formið, þar sem landinu var skipt í ríki, er höfðu tals- verða sjálfstjórn í eigin málum. Þessi fyrsti fundur, sem hald- inn var í Lagos, var nánast að- eins til undirbúnings frekari við- ræðum um mál þetta, sem ljóst er, að verður afar erfitt viðfangs. Segja fréttamenn, að mikil tor- tryggni hafi ríkt á fundinum og andrúmsloftið þar hafi síður en svo boðað skjóta lausn málsins. Viðræður fóru fram fyrir luktum dyrum. Stjórnmálasviptingarnar í Níg- eríu að undanförnu hafa mjög orðið til þess að auka mislyndi og úlfúð milli hinna einstöku landshluta og talið er næsta ólík- legt, að haldið verði áfram til- raunum Ironsis til að sameina landshlutana undir sterkri mið- stjórn. Ekkert hefur enn verið sagt af opimberri hálfu um örlög Ir- onsis, en allt bendir til þess, að því er áreiðanlegar heimildir herma, að hinar óstaðfestu fregn- ir um að hann hafi verið drep- inn, hafi við sterk rök að styðj- ast. 1 hinu nýja iðnaðarhúsnæði. Fyrsta iðnaðarhúsnœðið i hverfi Iðngarða opnað í DAG verður fyrsta iðnaðarhús næðið í hvcrfi Iðngarða h.f. við Suðurlandshraut opnað, og er það viðgerðarverkstæði Sveins Egilssonar og Co. sem flytur alla starfsemi sína þangað. Frétta- menn Mbl. áttu leið þarna fram hjá fyrir skömmu. og notuðu þeir þá tækifærið til þess að líta á bygginguna og rabba stuttlega við Þórð Jasonarson, byggingar- meistara. Þórður tjáði okkur að bygg- ingin væri 61 metri að lengd og 20 metrar á breidd, eða um 1200 fermetrar. Hann kvað byggingu þá sem nú væri risin aðeins vera fyrsta áfangann, því að síðar ætti að rísa til viðbótar tveir sams konar skálar við hlið þessa, auk þess sem fyrir framan ætti að rísa tveggja til þriggja hæða samföst skrifstofubygging. Yrði byggingin fullgerð um 3600 fer- metrar. Það var byrjað á bygg- ingunni í fyrravor, og hefur bygg ingin því verið rúmt ár í smíð- um. Verkstæðið virðist vera mjög fullkomið við fyrstu sýn. í því eru níu bifreiðalyftur, þar af sex nýjar, fimm 1% tonns og ein 3% tonn, sem einungis er ætluð til skoðunar. Lyftur þessar hafa ver ið í notkun á nokkrum verk- stæðum hér sl. tvö ár, en þetta verkstæði mun vera hið fyrsta, sem byggt er upp á þeim. Gólfplata hússins er skorin nið ur í margar smærri plötur með sérstökum þennsluraufum á milli, sem kemur í veg fyrir að platan springi, í henni eru tvær gryfjur og djúp renna eftir endi- langri plötunni. Önnur gryfjan er við innksyrsludyrnar, og þar eru allar bifreiðir þvegnar áður en viðgerð fer fram. Hin gryfj- an er eingöngu ætluð fyrir bremsustillingar, og verður sér stökum vélum til þess komið fyr ir niður í henni. í rennunni eru allmörg loítgöt með nokkru milli bili, og er ætlunin að tengja út blástursrör bifreiða þar við, og losna þá algjöblega við gasloft. Vélaverkstæðið hefur verið af markað sérstaklega í bygging- unni með skilrúmi, og á enginn hávaði frá sjálfu verkstæðinu að berast þar inn. f norðurenda hússins hefur einnig verið inn- réttað talsvert, bæði fyrir skrif- stofur, og afgreiðslu, en allar- innréttingar í húsinu eru aðeins til bráðabirgða. Frá setningu mótsins í gærmorgun. Fimmtugasta þing Alþjóðasam- taka háskólakvenna sett í gær FIMMTUGASTA þing Alþjóða- samtaka háskólakvenna hófst kl. 9 í gærmorgun í hátíðasal Háskóla tslands. Forseti samtak- anna, dr. A. K. Hottel setti mótið. Þá tók til máls frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, form. Félags ís- lenzkra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags íslands og bauð hún erlenda gesti velkomna. Síð- an rakti hún stuttlega sögu lands ins allt frá landnámstíð. Að lok- um sagði frú Ingibjörg að það væri einlæg ósk islenzkra há- skólakvenna að dvöl hinna er- lendu gesta hér yrði sem ánægju- legust og þeir hyrfu héðan brott með bjartar minningar. Þá voru fjármál samtakanna rædd og for- menn hinna ýmsu fastanefnda gáfu skýrslur. — I gærkvöldi sátu erlendu þáttakendurnir boð íslenzkra háskólakvenna í Þjóð- leikhúskjallaranum. Alþjóðasamtök háskólakvenna voru stofnuð árið 19I20 og telja nú um 202 þúsund meðlimi 50 þjóða. Samtök þessi láta hvers kyns menningarmál til sin taka. Þau beita sér einkum fyrir auk- inni menntun kvenna og veita þeim styrki til menntunar og rannsókna. Starfa þau í nánu sambandi við Sameinuðu þjóð- irnar. Þá hafa samtökin á snær- um sínum margs kyns hjálpar- starfsemi svo sem aðstoð við flóttamenn. Félag íslenzkra háskólakvenna gerðist aðili að samtökunum ár- ið 1928, en þetta er í fyrsta skiptið sem fulltrúafundur sam- takanna er haldinn hér á landi. Alls taka þátt í mótinu 70 er- lendar háskólakonur frá 26 lönd- um, þar af 27 fulltrúar. Þá sitja þingið 36 íslenzkir áheyrnarfull- trúar. í dag sitja þátttakendur teboð 'bandaríska sendiráðsins að lokn- um fundarstörfum. Á morgun fara þeir í stutta skemmtiferð m.a. til Þingvalla í boði íslenzku háskólakvennanna og á sunnu- dagskvöld sitja þeir heimboð þeirra. Á mánudag heldur menntamálaráðherra þeim kvöld verðarboð. Þá verður farið í ferðalög að mótinu loknu. Geta þátttakendur valið á milli fimm daga ferðar um Norðurland og þriggja daga ferðar um Snæ- fellsnes. Mótinu lýkur n.k. mánu dag. — Dauðaslys Framhald af bls. 32. eldur í sinu um allan skemmti- garðinn. Fólk hópaðist saman fyrir framan rennibrautina, en stjórnendurnir höfðu áður fengið skipun um að láta ekkert uppi til þess að koma í veg fyrir að hræðsla gripi um sig. Renni- brautin var þegar tekin úr um- ferð og var ekki tekin í notkun aftur fyrr en á fimmtudag. Rann sók málsins var fengin lögregl- unni, sem hélt eftir tveimur skipsverjum af Helgafelli og nokkrum öðrum farþegum í vagn inum, svo að unnt væri að hafa þá sem vitni. Lögfræðingur 1 Kaupmanna- höfn, sem var í vagninum sagði lögreglunni, að Hilmar hefði tvisvar reynt að standa upp, en félagi hans, sem sat við hlið hans, hafi í bæði skipti reynt að hindra það — en árangurslaus. Ekki er vitað, hvort Hilmar hafði lesið aðvörunarskilti, sem hangir við rásmark brautarinnar en þar stendur bæði á dönsku, svo og á helztu tungumálunum, að bannað sé að rísa á fætur með an á ferðinni stendur. Staðfest er, að ekki hefur ver ið um tæknilegan galla í braut inni að ræða, sem hefði getað valdið álysinu. Slysið varpaði skugga yfir allt það sem fram fór í skemmti- garðinum og hætt var við venju legu flugeldasýningu um lokun- artíma garðsins. M.s. Helgafell hefur verið að losa vörur í höfninni í Kaup- mannahöfn, en þangað kom skip ið frá Árósum. í gær ríkti þar sorg og sr. Jónas Gíslason dvaldi um borð í skipinu í gær. Kista Hilmars mun verða flutt heim við fyrsta tækifæri. — Rytgaard. — Söltunarsild Framhald af bls. 2. síld af þremur bátum. Eru sílti arskipin Helga og Viðey hæst og jöfn með 229 tonn. Síldin er stór og feit en mikið slegin vegna brælu, sem var á heimleiðinnL í gærdag var saltað á einu plani 700 uppsaltaðar tunnur. Var það fyrsta söltunarsíld sum arsins. f nótt er siðan von á Báru með 80 tonn og Ögra með 130 tonn af sbltunarsíld, sem skipin fengu á miðunum 120—140 mílur suðaustur af Gerpi. — Fréttaritari DESJAMÝRI, 11. ágúst: — Fyrsta söltunarsíldin á sumr- inu barst til Borgarfjarðar eystri í dag með vélbátnum Bjarma. Var hann með 35 tonn af ágætri söltunarsíld. Síldin er þó nokk- uð slegin vegna sjógangs, sem báturinn hreppti á heimleiðinni. Vonandi verður þetta ekki einnig síðasta síldin á sumrinu, því lítið var orðið um atvinnu hér 1 héraðinu. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.