Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 1
32 síður
53. árgangur
181. tbl. — Föstudagur 12. ágúst 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Friöarsókn de Gaulle
í Vietnam deilunni?
Sagður œtla að leita samvinnu við
Sihanouk forseta Kambodiu
Eldur kom í gær upp í vb. Fram AK 58, er hann var staddur skammt undan Eldey. Ekiki tókst að
bjarga bátnum og sökk hann. Sjá frétt á baksiðu. (Ljósm. Finnur Guðmundsson).
París, 11. ágúst— (NTB) —
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum í París, að de
Gaulle forseti Frakklands
muni, er hann fer til Kam-
bodia síðar í þessum mánuði,
reyna að fá Norodom Sian-
houk, fursta, forseta lands-
ins, til samvinnu um tilraun-
ir til að koma á friði í Víet-
nam. Er sagt, að forsetinn
franski hafi í hyggju að hef ja
friðarsókn sína 31. ágúst, á
fjöldafundi í Phnom Penh,
höfuðborg Kambodiu, þar
Stjórnmálasamba nd tekið upp milli
Malaysíu og Indónesiu
Samkomulag, sem bindur enda
ríkjanna undirritað í Djakarta
r *
a
deilur
gær
Djakarta, 11. á^úst. NTB-AP
í DAG var undirritað í Dja-
karta samkomulag, sem bind
vr opinberlega enda á þriggja
ára deilur og nánast óyfir-
lýsta styrjöld milli Indónesíu
og Malaysíu. Hafa þau átök
orðið mörg hundruð manns
að bana. Stjórnmálasamhand
verður nú tekið upp milli
ríkjanna og samkvæmt sam-
komulaginu mun íbúum
Sarawak og Sahah innan
skamms gefinn kostur á að
ákveða með almennum lýð-
ræðislegum kosningum, hvort
heldur þeir vilja teljast til
Malaysíu eða Indónesíu.
Samkomulaginu hefur verið
fagnað víða um heim. Meðal
annars lýsti U Thant, fram-
Árásin á Truong Thanh:
„Hörmuleg mistök
ik
— segir bandarískur hernaðarráðunautur.
— Johnson forseti, krefst skýringar
Saigon, 11. ágúst. — (NTB)
TALSMAÐUR Bandaríkja-
hers í Saigon skýrði svo frá í
dag, að Lyndon B. Johnson
forseti hefði pfersónulega
krafizt skýringar á árás þeirri
er gerð var í gærkveldi á
þorpið Truong Thanh, með
þeim afleiðingum, að 26 ó-
hreyttir borgarar létu lífið og
114 særðust, þar af 73 konur
og hörn. Bandaríski hernað-
arráðunauturinn á Phong
Dinh svæðinu, Josiah Wall-
ace sagði við hlaðamenn í
dag, að árás þessi hefði ver-
ið „hörmuleg mistök, sem öll-
um hlutaðeigandi þætti mjög
fyrir.“
„Við höfum reynt að gera all-
ar hugsanlegar varúðarráðstaf-
anir til þess að hindra að slíkt
komi fyrir, en í styrjöld geta slík
ir hörmungaratiburðir alltaf
gerzt — þetta er ekki fyrsta
stríðið og ekki heldur það síð-
asta, þar sem þeir gerast.“
Wallace upplýsti, áð s væðis-
stjórinni á Can Tho svæðinu
hefði beðið um, að árásin yrði
gerð, eftir að honum bárust
fregnir um, að heil herdeild Víet
Cong skæruliða væri í þorpinu.
Hann sagði, að vopnakassi hefði
fundizt þar nokkrum dögum áð-
ur og 22. júlí sl. hafði könnunn-
arflugvél verið skotin þar niður.
Drápu skæruliðar flugmennina
og rændu öllu lauslegu úr vél
þeirra. Flugmaðurinn á könnun-
arflugvélinni, sem flaug yfir
þorpi'ð á undan sprengjuflugvél-
unum staðhæfir, að skotið hafi
verið á flugvél hans frá þorpinu.
Er hann hafði gefið merki flugu
Framhald á b's. 31
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna yfir ánægju sinni með það
og lét jafnframt að því liggja, að
Indónesía væri velkomin í sam-
tök Sameinuðu þjóðanna á ný.
Er búist við að beiðni um aðild
landsins að samtökunum, muni
lögð fyrir næsta Allsherjarþing,
sem hefst 20. sept. n.k.
Stjórn Indónesíu hefur þegar
lýst því yfir við UNESCO —
Menningar cg vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna, að hún
æski samstarfs við hana á ný.
Samkomulagið undirrituðu þeir
Adam Malik, utanríkisráðherra
Indónesíu og Tum Abdul Razak,
varaforsætisráðherra Malaysíu.
Kom hann í morgun til Dja-
karta í því skyni ásamt fjörutíu
manna sendinefnd. Samkomulag
ið tekur gildi þegar í stað; Er
það talíð mikill ósigur fyrir
Sukarno, forseta Indónesiu, sem
hóf baráttuna gegn Malaysíu
fyrir þrem og hálfu ári og hef-
ur síðan haft forystu fyrir henni.
Það ákvæði samkomulagsins, að
kosningar verði haldnar í Sara-
wak og Sabah er, að áliti stjórn-
málasérfræðinga, vísbending um
að Indónesíustjórn hafi viður-
kennt þá skoðun Malaysíu-
stjórnar, að íibúarnir hafi þegar
látið í ljós vilja um að tilheyra
Malaysiu. — Ákvæðið sé hins
vegar sett inn til þess að skera
úr um þetta endanlega og leggja
á þáð áherzlu, að hvorug þjóðin
hafi orðið að láta undan hinni.
Búizt er við kosningum á land-
svæðunum tveimur í marz eða
apríl næsta ár.
Tun Abdul Razak sagði, er
samkomulagið hafði verið undir-
ritað, að það væri sigur fyrir
bæði ríkin. Kvaðst hann vona, að
stjórn Indónésíu tæki upp sam-
vinnu v?ð stjórn Malaysíu með
Framhald á bls. 31
sem furstinn verður meðal
viðstaddra.
• Síðdegisblaðið „France Soir“
i París segir í dag, að de Gaulle
hafi ætlað að reyna að hitta Ho
Chi Minh, forseta N-Vietnam, að
máli i Kambodiu, en Peking-
stjórnin hafi komið í veg fyrir,
að svo gæti orðið. Af hálfij^
frönsku stjórnarinnar er þessi
fregn blaðsins sögð ósönn — slík
ar viðræður hafi aldrei komið
til tals. Hamborgarblaðið „Die
Welt“ segir hinsvegar í dag, að
de Gaulle hafi aliakkað boð
Ho Chi Minhs um viðræður, er
hann fékk um það vitn-
eskju, af leynilegri skýrslu frá
Hanoi, að stjórnin þar muni
ekki hvika frá afstöðu sinni í
Vietnam-málinu.
De Gaulle kemur til Kam-
bodia 31. ágúst og verður þar til
3. september. Er talið, að hann
muni áður reyna að fá Banda-
ríkjastjórn til þess að gera veru-
legar tilslakanir svo að unnt sý
að koma á friðarviðræðufi. Er
haft eftir heimildum innan
frönsku stjórnarinnar að forset-
inn sé orðinn mjög uggandi um,
að Vietnam styrjöldin verði að
Framhald á bls. 3*1
Brú hrundi
Kanada
8 fórust
'>
I
Ottawa. 11. ágúst AP-NTB:
STÓR BRÚ, sem verið var að
smíða yfir fljót í nágrenni Ott-
awa, hrundi í gærkveldi með
þeim afleiðingum, að a.m.k. átta
menn biðu bana og um 50 særð-
ust.
Um 170 manns voru að vinna
við brúna, er slysið varð og
steyptust þeir flestir með henni í
fljótið, um tólf metra fall. Var
enn nokkurra saknað, er siðast
fréttist.
Dæmd í 2ja ára fangelsi
fyrir að ræna Tinu Wiegel
í D A G var kveðinn upp
dómur í undirrétti í máli
Connie Birgit Andersen —
konunnar, sem rændi
stúlkubarninu, Tinu Wieg-
el, í desember sl. Var hún
dæmd í tveggja ára fang-
elsi, en hálfs árs vist henn-
ar í gæzluvarðhaldi kemur
til frádráttar frá þeim
tíma.
Hin ákærða var sek fund
in um brot á ákvæði hegn-
ingarlöggjafarinnar er
fjallar um „langvarandi
frelsissviptingu" en tekið
tillit til þess við dómsupp-
kvaðningu, að hún var
ekki í sálrænu jafnvægi, er
hún rændi barninu. Frú
Andersen beygði sig undir
þennan dóm réttarins.
Réttarhöldin hófust í Kaup-
mannahöfn í dag með því að
sækjandi rnálsins H. Christian
sen skýrði í stórum dráttum
frá gangi málsins, allt frá því
Tina litla var tekin úr barna-
vagni sinum 14. desember sl.
og þar til hún fannst á heim-
ili Connie Andersen 12. jan-
úar. Þá skýrði ákærða frá
ýmsum atriðum í lífi sínu frá
því hún hætti skólagöngu 14
ára að aldri og tók að stunda
ýmis störf. Húr, kvaðst hafa
orðið barnshafandi 18 ára að
aldri og þá reynt að fyrirfara
sér. Eiginmanninum núver-
andi hafði hún kynnzt í árslok
1963 og orðið barnshafandi í
febrúar 1965. Ekki skýrði hún
honum frá því fyrr en í maí.
í ágústménuði missti hún
fóstrið og var í þrjá eða fjóra
daga frá vinnu — en hún
vann þá í kaffistofu. Hún
Framh. á bls. 2