Morgunblaðið - 12.08.1966, Blaðsíða 31
FBstudagur 18. ágfist 1§00
MORCU NBLAÐIÐ
31
— Malaysla
Framhald af bls. 1
það fyrir augum að sporna við
framgangi kommúnismans, m.a.
með því að einangra þau öfl í
nágrenni landamæra Borneo,
sem reyndu að efna til illinda
með ríkjunum. Áður en sam-
komulagið var undirritað fór
Tun Abdul Razak í kurteisis-
heimsókn til Sukarnos, forseta,
en ekki fylgir fregninni, hvað
NÝIÆGA kom til Reykjavíkur
vestur-þýzka hafrannsóknar
skipi'ð Meteor, en það er á
leið til rannsóknarstarfa við
SA-strönd Grænlands. Meteor
er eitt fullkomnasta rann-
sóknarsklp Þjóðverja. —
Myndina tók I.jósm. Mbl.:
Sv. Þ. af Meteor í Rvikur-
höfn í gær.
Marijan Batinic handtekin
og Mihajlov áfram í haldi
— Undirbúningi að útgáfu tímaritsins
„Frjáls rödd" þó haldið áfram
— De Gaulle
Framhald af bls. 1
þriðju heimstyrjöldinni, áður
en langt um líður, verði ekki
gripið í taumana nú þegar. Seg-
ir, að hann muni í ræðu sinni í
Kambodia beina orðum sínum
sérstaklega til stjórnanna í
Hanoi og Peking, — leggja
áherzlu á þá hættu, sem mann-
kyninu stafar af styrjöldinni í
Vietnam og lýsa það skyldu
stjórnanna að setjast að samn-
ingaborði, komi Bandaríkja-
stjórn til móts við þær með til-
slökunum. Þær tilslakanir, sem
de Gaulle er sagður hafa í huga,
fyrst og fremst, eru þær, að loft
árásum á N-Vietnam verði hætt;
að Viet Cong verði viðurkennd-
ur samningsaðili og herlið
Bandaríkjamanna verði flutt frá
S-Vietnam, þegar, er friðarsamn
ingar hafa verið undirritaðir.
Ekki þykir líklegt að sögn
NTB, að Bandaríkjastjórn fall-
ist á slíkar tilslakanir.
XXX
í fyrrgrendri fregn „France
Soir“ segir, að ýmsir leiðtogar
kommúnistaríkjanna í A-Evrópu
hafi gengizt fyrir því, að de
Gaulle hitti H Chi Minh, en Pek
ingstjórnin hafi eindregið lagzt
gegn því, m.a. sökum þess að
hún geti hreint ekki fallizt á,
að kommúnisk ríki setjist að
samningaborði með Bandaríkja-
mönnum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
það, hversu mikil áhrif Peking-
stjórnin hefur á stjórn N-Viet-
nam. Benda sumir á, að Norður-
Vietnam viðurkennir ennþá
Genfarsáttmálann frá 1954 um
Indó-Kína, en Peking-stjórnin
hefur lýst því yfir, að sáttmáli
þessi hafi ekki lengur neitt gildi
— og sýni þetta, að Peking-
stjórnin hafi ekki eins sterkt
hald á Hanoi-stjórninni og marg
ir vilji vera láta.
— Sildin
Framhald af bls. 32
Bjarni EA 35
Jörundur III RE 30
Dalatangi.
Björg NK 150
Guðrún Guðleifsdóttir IS 220
Helgi Flóventsson ÞH 160
Sig. Bjarnason EA 140
Viðey RE 220
Sæhrímnir KE 100
Oddgeir ÞH 180
Guðbjörg IS 115
Jón Garðar GK 270
Helga Björg HU 110
Helga RE 220
Elliði GK H0
Krossanes SU 230
Auðunn GK 120
Barði NK 190
Ásþór RE 170
Hafþór RE 110
Sólrún IS 210
Heimir SU 200
Gullberg NS 100
Fákur GK 120
Bergur VE 120
Gullfaxi NK 140
Jón á Stapa SH 120
Zadar, 11. ágúst. — (NTB)
AF hálfu júgóslavneskra yf-
irvalda var tilkynnt í dag, að
óskað hafi verið eftir því, að
rithöfundinum Mihajlo
Mihajlov verði haldið í varð-
haldi enn um sinn meðan mál
hans sé betur rannsakað. —
Hann var, eins og fyrr hefur
verið skýrt, handtekinn sl.
mánudag og gefið að sök að
hafa farið með rangt mál, í
ræðu og riti um land sitt og
þjóð og rægt þjóð sína á er-
lendum vettvangi. í gær-
kveldi var handtekinn vin-
kona hans. Marijan Batinic,
sem er 28 ára að aldri og á
að verða annar tveggja rit-
stjóra tímarits þess, sem
Mihajlov og vinir hans hafa
gert sér vonir um að koma á
laggirnar.
Eftir að Marijan Batinic var
handtekinn í gær, var hætt við
fundinn, sem Mihajlov og vinir
hans höfðu ráðgert í Zadar til
þess að leggja drög að útgáfu
tímaritsins. Höfðu þeir fengið
heimild yfirvaldanna til að halda
fundinn, en af þeirra hálfu
hafði hinsvegar verið tekið skýrt
fram, að þáu bæru enga ábyrgð
á afleiðingum hans. Hinsvegar
var í dag haldið áfram undir-
búningi að útkomu tímaritsins.
Sóttu vinir Mihajlovs um opin-
bera skráningu þess og til-
kynntu, að nafn þess yrði
„Slobodni glas“, sem þýðir
„Frjáls rödd“.
Tímariti þessu er síður en svo
ætlað að vera málgagn kapi-
talisma, því að allir, sem að
því standa, eru sósialistar og að-
dáendur Titos forseta. Hinsveg-
ar telja þeir núverandi stjórn
kommúnistaflokksins einræðis-
stjórn, sem ekki samrýmist hags
munum landsins og lami lýð-
ræðislegan hugsunarhátt þjóðar
innar. Aðalritstjóri tímaritsins
verður Franjo Zenko. Hann og
formaður undirbúningsnefndar
ritsins, Dr. Daniel Jivin, 34 ára
sagnfræðingur, sem sæti á í
Zadar-deild kommúnistaflokks-
ins, skýrðu blaðamönnum svo
frá í dag, að þeir hefðu sent
stjórninni öll gögn varðandi
blaðið og vonuðust til, að það
gæti komið út með haustinu.
Búast þeir við, að útkoma þess
verði óregluleg framan af, þar
sem væntanlega verði erfitt að
fá það prentað — en í framtíð-
inni gera þeir sér vonir um, að
það geti komið út einu sinni í
mánuði.
Tímarit Mihajlovs og vina
hans verður ekki eina „and-
kommúniska" tímaritið í Júgó-
slavíu, því að bæði rómversk
kaþólskir og grísk kaþólskir eiga
eigið tímarit, en þau eru að
— Mistök
Framhald af bls. 1
tvær F-100 Super Sabre
sprengjuflugvélar yfir þorpið og
vörpuðu þar niður sprengjum,
m.a. napalksprengjum.
Þorpsbúar, sem slösuðust í árás
inni, sögðu fréttamönnum, að
engir skæruliðar hefðu verið í
þorpinu þegar árásin var gerð —
hinsvegar hefðu þeir verið þar
skömmu áður. Nokkrir skærulið-
ar voru meðal hinna föllnu í
þorpinu.
Af bandarískri hálfu segir, að
skæruliðar hafi hindrað flótta
þorpsbúa en því hafa sumir
þeirra neitað — segja að vís\i
hafi verið vopnaðir menn í þorp
inu, en þeir hafi ekki beitt vopn
um sínum til þess að koma í veg
fyrir flótta. Hinsvegar segir
bandarískur talsmaður, að byssu
kúlur, sem fundizt hafi í líkum
nokkurra þorpsbúa, bendi til
hins gagnstæða.
Sem fyrr segir óskaði John-
son forseti persónulega eftir skýr
ingu á þessum atburði. Spurðist
hann fyrir um það, hvort skæru
liðar hefðu verið í þorpinu, er
árásin var gerð, hvort skotið
hefði verið á könnunarvélina og
hvort skæruliðar hefðu hindrað
flótta þorpsbúa. Öllum spurning
unum var svarað játandi.
Þá hefur bandaríska herstjórn
in í S-Vietnam tekið til rann-
sóknar annað slys, er varð í
nótt — er bandarísk þota gerði
skotárás á bandarískan strand-
gæzlubát, varð tveimur mönn-
um að bana og særði fjóra af
þrettán manna áhöfn bátsins.
Einn hinna særðu var brezkur
fréttamaður, 23 ára að aldri.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
oft bjargaði vel. Bakverðir liðs
ins voru aftur á móti ákaflega
óöruggir.
Akurnesingar hafa oft verið
frískari en í þessum leik. Uppi-
staða liðsins, sem nú sem fyrr
ungu mennirnir í framlínunni,
ásamt þeirn Benedikt og Jóni
framvörðum, en aftasta vörnin
er ákaflega opin og óörugg, og
mega þeir þakka Einari mark-
verði að mörkin urði ekki fleiri
og eins klaufaskap Þróttara.
miklu leyti bundin trúmálum.
Þetta er hinsvegar í fyrsta sinn,
sem Júgóslavar leggja út í út-
gáfu tímarits er flytja á beina
pólitíska gagnrýni á stjórnar-
völd landsins.
Þeir, sem að þessari tin»arits-
útgáfu standa, eru ungfr rit-
höfundar og menntamenn. Miha
jlov sjálfur er 32 ára, af rúss-
nesku bergi brotinn. Hann ferð-
aðist um Sovétríkin fyrir u.þ.b.
tveimur árum og birti eftir þá
ferð harða gagnrýni á stjórnar-
farið þar. Var hann sóttur til
saka fyrir þau skrif og dæmd-
ur í fimm mánaða fangelsi, en
dómurinn var skilorðsbundinn,
svo að hann hefur ekki enn
tekið hann út. Verði hann hins-
vegar sekur fundinn nú um það,
sem á hann er borið, kann svo
að fara, að hann hljóti
í 1—2 ára fangelsi. í fregnum
frá Moskvu segir, að Izvestija
hafi skýrt frá handtöku Mihaj-
lovs undir fyrirsögninni „Slef-
beri handtekinn" og sagt að rit-
höfundurinn, er hafi orðið sér til
skammar með fjandsamlegum
skrifum um Sovétríkin hafi ný-
lega aukið andkommúniska
starfsemi sína. Hvergi er minnzt
einu orði á fyrirætlanir um tíma
ritið. Af nánustu vinum Mihaj-
lovs eru þrír Króatar, tveir Ser-
bar og einn Gyðingur. Allir eru
þeir rétt'innan við eða yfir þrí-
tugsaldri, Mirijan Batinic, sem
fyrr var frá sagt, er 28 ára, pró-
fessor í bókmenntum við há-
skólann í Zagreb, Daniel Ivin,
starfar við sagnfræðiháskólann
í Zagreb og Franjo Zenko er
fyrirlesari við háskólann í Zad-
ar.
NTB hefur eftir John Earle,
fréttamanni Reuters, að Miha-
jlov og vinir hans séu kunnari
erlendis en heima fyrir. Þau
hafi litla stjórnmálareynslu og
skorti skýra og afmarkaða
stefnu og geti það ef til vill
orðið þeim fjötur um fót.
þeim fór á milli. Á morgun fer I
Tun Tun Abdul Razak aftur til
Kuala Lumpur og Adam Malik
með hónum til þess að hitta að
máli ýmsa ráðherra Malaysíu-
stjórnar.
Brezka stjórnin hefur látið í
ljós ánægju yfir samkomulaginu.
í tilkynningu frá brezka varn-
armálaráðuneytinu segir, að 114
Bretar hafi veri'ð drepnir í átök-
um ríkjanna, 36 óbreyttir borg-
arar hafi fallið í átökunum, 590
Indónesar hafi týnt lífi, 222
særzt og 771 verið teknir til
fanga.
Meðal þeirra sem lýst hafa
yfir ánægju með samkomulag
Indónesíu og Malaysíu er sem"
fyrr segir, U Thant, fram-
kvæmdastjóri SÞ. í skriflegri
yfirlýsingu, sem talsmaður U
Thants las fyrir fréttamönnum í
dag, segir m.a., að honum hafi
verið ánægja að frétta, að Indó-
nesar hafi á ný hafið virka þátt-
töku í UNESCO — og aðildar-
riki Sameinuðu þjóðanna muni
án efa fagna hverju nýju skrefi
í þá átt.
Ástæðan til þess, að Indónesía
sagði sig úr samtökum SÞ árið
1964, var sú, áð Malaysía hafði
fengið sæti í Öryggisráðinu, en
það gat Sukarno forseti ekki
sætt sig við. Hugðist hann koma
á fót nýjum alþjóðasamtökum
— með þátttöku ríkja, er ekki
teldu vænlegt að halda áfram
starfi innan SÞ.
— Bátur sekkur
Framhald af bls. 32.
kom á staðinn og tók okkur upp.
Þá hafði verið haft samband við
Þór og var hann á leið til okkar
til þess að gera tilraun til þess
að slökkva eldinn.
Fréttamaður Mbl. náði einnig
tali af Jóni Jónssyni skipherra á
Þór, og bað hann lýsa nokkuð
slökkvistarfinu. Honum fórust
svo orð:
— Við vorum við gæzlustörf á
Selvogi. þegar Vestmannaeyja-
radió náði sambandi við okkur
um kl. 6.57, og tjáði okkur að
eldur væri um borð í v.b. Fram,
sem þá var staddur 2.5 sjm. vest
ur af Eldey, og héldum við þá
strax í átt til bátsins. Kl. 7.45
náðum við sambandi við Sigur-
borgu og var okkur þá sagt að
komnir þar um borð, en að mik-
ill eldur væri í Fram.
—Við komum að Fram kl. 9.25,
og var þá mikill eldur í stýris-
húsi, og það fallið öðru megin.
Við lögðumst upp að stjórnborðs-
hlið bátsins, og slökkvistarf
hafið. Dældum við sjó á eldinn
með fjórum slöngum, en notuðum
auk þess kolsýrutæki. Um kl. 11
komu svo skipsverjarnir sex á
Fram yfir í gúmmbát til okkar
úr Sigurbjörgu.
— Um tima leit út eins og
tekizt hefði að ráða niðurlögum
eldsins, en rétt um 12 gaus mikill
eldur upp aftur, og var þá aug
sýnilegt að ekki þýddi að dæla
meiri sjó í bátinn, þar
sem sjór var farinn að
flæða upp á þilfar. Voru þá slöng
umar og önnur áhöld tekin úr
bátnum, og honum sleppt laus-
um.
— Báturinn varð strax aftur
alelda, en við létum reka hjá
honum í nokkurn tíma. Báturinn
sökk svo kl. 14.22, en við héld-
um þá strax til Reykjavíkur með
skipverjana á Fram.
Lokoð til kl. 2 í dug
vegna jarðarfarar Einars B.
Kristj ánssonar
Breiðflrðingabúð
Lokað á laugardag
vegna jarðarfarar
Blóm & ávextir