Morgunblaðið - 25.08.1966, Page 6

Morgunblaðið - 25.08.1966, Page 6
MORGU N BLADIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 1966 Skuldabréfaviðskipti Er kaupandi að fasteigna- tryggðum veðskuldabréf- | um. Tilboð leggist á afgr. Mbl. merkt: „Viðskipti — 4839“. Til sölu Vauxhall, árg. ’55. Upp- 1 lýsingar í síma 33540, eftir 1 kl. 20. í Málmar Kaupi alla málma, nema 1 járn, hæsta verði. Stað- 1 greiðsla. Móttaka í Rauðar j árjiorti kl. 8—16. Arinco, | símar 12806 og 33821. Túnþökur til sölu, vélskornar. Sími 1 22564 og 41896. íbúð óskast Bandaríkjamaður, kvæntur íslenzkri konu, óskar eftir 3—4 herb. íbúð strax. Upp- lýsingar í sima 19911. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23. Sími 23375. Kaupið 1. flokks húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn- bekkir, sveÆnstólar. 5 ára ábyrgð. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. ] Ford Prefect ’47 til sölu, mjög ódýrt. Upp- i lýsingar í kvöld í síma 37268 milli kL 6—10. Afgreiðslustúlka óskast hálfan eða allan daginn. Til'boð merkt: „Bókaverzlun — 4047“, sendist afgr. fyrir 28. ágúst Atvinna Stúlka óskast í sölutum í Vesturbænum. Uppl. í síma 37268, milli kl. 6—10 í dag. íbúð Tveir háskólanemar óska eftir 2ja til 4ra herb. íbúð frá 1. okt. Upplýsingar í síma 37373. Taunus 17 M mjög fallegur, nýinnflutt- ur, hvítur, tveggja dyra einkabíll, ekinn 49 þús. km., til sýnis og sölu að Þvervegi 25, SkerjafirðL Sími 15023. íbúð til leiðu Tvö herb. og eldhús á 2. hæð í fjölbýlishúsL Tilboð sendist Mbl., merkt: „Háa- leitishverfi — 4965“, fyrir 26. ágúst 1966. Til kaups óskast 2ja herb. íbúð. Sérinngang ur og sérhiti æskilega. Út- borgun kr. 300 þús. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: „4966“. Hafnfirðingar Höfum opnað aftur eftir sumarfrí. Ljósmyndastofa Hafnfirðinga, Strandg. 35c 23. sálmur Davíðs DRCXTTINN er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á græn- um grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötn- um, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína. leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég firi um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum. Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fyigja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævL Davið konungur. Stork- urinn sagoi að hann hefði nú barasta sett upp regnhlíf í gærmorgun, þegar fór að drjúpa úr morgunsárinu af fúllum krafti á nýjan leik, | svona rétt til að væta hána hjá j bændunum og spara vegagerð- | inni vatnsbílana. Og enginn skyldi vanþakka vætuna, þótt yndislegt sé að vera úti 1 sól og sumri á milli lands- rnanna og landshluta, líkt og öðrum gæðum. En á einu götuhorninu hitti ég mann allan útrigndan, sem varla var nema von, og ég spurði hann almæltra tíðenda. Storkurinn: Nokkuð að frétta, lagsi? Maðurinn í vætunni: Og stór- mikið, storkur minn, bæði hér- lendis og erlendis, en skemmti- legast þó þarna frá Vestmanna- eyjum, þar sem allt er í full- um gangi, bæði Surtur og Sjón- varpið á Viet-Klifi, eins og þeir eru farnir að nefna þennan þjóð emisásteytingarstein þeirra Eyja- skeggja, og að vonum. Fyrst fóru lögmenn 1 sumar- frí, og á meðan hvíldi allt í guðs friði, síðan á víst að fara að taka þetta fyrir, og þá verð- ur beðið um fresti á fresti ofan, svo að allar líkur benda til að þetta stríð verði landlægt og j standi til jafns við Viet-Nam. Spurningin hlýtur þá að vakna, [ hver er Viet-Cong í þessu máli, Eyjarskeggjar eða Meginlending- ar? Já, víst er þetta merkilegt rannsóknarefni, maður minn, og væri ekki vanþörf á að Skipa nefnd í málið, hún gæti máski notað sama framkvæmdastjór- ann og sú með hægri aksturinn, og það er þó alténd hagræðing, sem er mjög vinsælt orð, sagði Storkur og með það flaug hann upp á sjónvarpsstöngina á Viet- j Klifi, og steinsofnaði í daganna depurð. alla virka daga kl. 3—5, nema laugardaga, en verður lokuð 25. og 26. ágúst vegna formanna- fundar. Sr. Jón Thorarensen verður fjarverandi um tíma. Félagið Heyrnarhjálp sendir fulltrúa norður til Akureyrar og verður hann til viðtals á Hótel Varðbeig frá kl. 1—6 daglega 23/8—28/8. Þeim, sem heyrnartæki nota, er gefinn kostur á að koma með þau eftirlits. Einnig verður með- ferðis síma- og útvarpsmagnari, sem gerir mönnum kleyft að heyra útvarp og síma í heyrna- tækjum. Sá, sem yrkir land sitt, mettast brauSi, en sá, sem sækist eftir hégómlegum hlutum, er óvitur (Orð sk. 14,11). I dag er fimmtudagur 25. ágúst og er þaS 237. dagur ársins 1966. Eftir lifa 128 dagar. Hlöðvir konungur. Tungl lægst á lofti. 19. vika sumars byrjar. Árdegisháflæði kl. 1:24. Síð- degisháflæði kl. 14:17. Upplýsingar um læknaþjón- nstu I borginnj gefnar í sim- svara Læknafélags Reykjavikur, Siminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki vikuna 20. — 27 Ágúst. Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 26. ágúst er Jósef Ólafs- son simi 51820. Næturlæknir í Keflavík 25/8 26/8 Jón K. Jóhannsson sími 1800, 27/8—28/8 Kjartan Ólafs- son sími 1700, 29/8 Arnbörn ólafs son sími 1840, 30/8 Guðjón Klem- enzson simi 1567, 31/8 Jón K. Jóhannsson simi 1800. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:1,»—16, helgidaga frá kl. 13—16. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka dagakl. 9—7, nema laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Framvegti verður tekið á mótl þeim, er gefa vilja blóð I Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl '—11 f.h. og 2—1 e.b. MIÐVIKUDAOA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Séritök athygll skal vakin á mlð- vikudögum, vegna kvöidtimans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrlfstofutima 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Uppiýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgötu 116, siml 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6—7. Orð lífsins svara i síma 10000. TIL ATHUGUNAB. Vegna þess hve margir menn alLstaðar frá leitast við að ná sambandi við mig, með bréfaskriftum, símtölum og heimsóknum, lýsti ég þvi hér með yfir, að ég hefi ákveðið að hætta viðleitni minni, þeirri er ég hefi kosið að nefna „hjálp í viðlögum“. Þar sem verið getur, að loforð mín um svör og sam- bönd hafi ekki verið efnd i öllum tilfellum, vegna anna og gleymsku, yrði ég þakk- látur, væri ég minntur á, helst skriflega. Slíkar misfellur eru skiljanlegar — í öllum bókum feiast prentvillur. Þegar árin færast yfir, hætta menn fyrst þeim störf- um, sem vandasömust eru og mest lífsafl þarf til að leysa. Starfsdagur minn er þegar liðinn. Með þessari yfirlýsingu, gjöri ég mitt til þess að spara fólki ómök og fyrirhafnir, sem engan árangur myndu bera og bæta úr vanefndum, ef einhverjar eru. — Ólafur Tryggvason. Minningarspjöld Minningarspjöld Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöld- um stöðum: Skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð. Eymund- senskjallaranum, verzluninni Vesturgötu 14, Þorsteinsbúð Snorrabraut 61, Vesturbæjar- apóteki, Holtsapóteki og hjá frk, Sigríði Bachmann, yfirhjúkrun- arkonu Landspítalans. GAMALT oíj GOTl Tíu ára tel ég barn, tvítugur ungdómsgjarn, þrítugur þroska- hraður, fertugur fullþroskaður, fimmtugur í stað stendur, sex- tugur elli kenndur, sjötugur hrær ist hraður, áttræður gamall mað- ur, níræður niðja náð, tíræður grafarsáð. VÍSUKORIM AUGNABLIK EÐA ÁST Gísli sagði, gleym mér ei- Gunna þagði bara. Lét svo þetta lager-grey leifa sér að fara: áifnir sagði farðu nú — flyt í annars byggðir — Efa sagði — aðeins þú — átt þó mínar trygðir“. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum. sá NÆST bezti Drengurinn: „Dýralæknirinn er kominn til þess að skoða nautið" Bóndinn: „Já, ég kem strax“. ísfirðingar leggja land undir fót 80 ára er í dag (fimmtudag) Þorlákur Benediktsson, Hraua- stíg 6, Hafnarfirði. Hann verður 11 dag staddur að Bergstaðastræti 11 í Reykjavík. FRÉTTIR Fíladelfía, Reykjavík Almenn samkoma fimmtudag kl. 8:30. Daniel Glad og fjöl- | skylda boðin velkomin til lands- ins. Frá Kvenfélagasambandi fs- lands. Leiðbeingarstöð húsmæðra, Laufásvegi 2, sími 10205 er opin UM þessar mundir er að koma hingað U1 Suðurlanas mjomsven vesian ax isanroi, sem Kana sig B.G. og Árni, en hún hefur leikið vestra við góðar undirtektir. Hún leikur á föstudag í Grundaríirði, laugardag á Hellissandi, Stapa í Njarðvíkur á sunnudag, og í Glaumbæ á þriðjudag. 1 hljórnsveitinni eru, talið frá vinstrt á myndinni: Samúel Einarsson, (Bassi), Erling Gunnars- son (rythmagítar), Baldur Geirmundsson (orgel og tenorsaxófón), og er hann hljómsveitarstjóri, Ámi Sigurðsson, söngvari, og Karl Geirmundsaon, sólógítar, og Gunnar Sumarliðason á trommur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.