Morgunblaðið - 25.08.1966, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. ágúst 1966
10
ÁÐUR en langt um líður
kemur fyrir rétt í Berlín mál
43 ára manns, Walters Gúnt-
hers að nafni, sem í tuttugu
ár starfaði sem læknir, naut
alþjóðlegrar virðingar fyrir
færni í sérgrein sinni, elli-
sjúkdómum og stóð fyrir
smíði sjúkrahúss fyrir aldr-
aða, sem þykir til fyrirmynd-
ar um flesta hluti — án þess
að hafa nokkru sinni stigið
fæti í háskóla eða fengið
réttindi til að stunda lækn-
ingar. Slíkur virðingarmaður
var maður þessi, að hann var
kosin í borgarstjórn Berlínar
og sjúklingar leituðu til hansÁ
hvaðanæva úr heiminum, þar
Margt kunnra manna og konungborinna leitaði aðstoðar Gúnthers Iæknis við ýmsu.
mynd þessari má sjá með honum systur Iranskeisara, t.v. og prinsessu frá Thailandi
(með gleraugun).
Starfaði sem læknir í 20 ár
réttindalaus
— Naut mikillar virdingar sem sér-
fræðingur og lét byggja fyrirmyndar
sjúkrahús. Sat í borgarstjórn Berlinar
á meðal heimskunnir stjóm-
málamenn og konungborið
fólk.
í>að varð því uppi fótur og
fit þegar árið 1964 uppgötvað
ist, að Gúnther var maður
próflaus og hafði aldrei
stundað háskólanám og var
ofan á allt fyrrverandi for-
ingi í Hitlersjugend — æsku-
lýðshreyfingu nazista.
Gúnther varð til þess sjálf-
ur að koma upp um allt sam-
an er hann sótti um eftirlaun
sem fyrrverandi hermaður.
Sjálfur segist hann hafa gert
sér fyllilega ljóst, að hann
starfaði andstætt lögum, —
en kveðst ekki hafa haft sam-
vizkubit og ekki hafa enn,
því að sér vitanlega hafi
sér aldrei orðið á mistök í
starfi. Mun það einsdæmi, að
maður nái svo góðum árangri
og almennri og alþjóðlegri
viðurkenningu sem Gúnther,
undir slíkum kringumstæð-
um. Hann hefur þótt prýddur
öllum kostum góðs læknis —
nema prófinu.
Walther Gúnther segir sögu
sína á þessa leið:
„Ég óit upp í mikilli fá-
tækt og var ungur að árum,
er foreldrar mínir skildu.
Móðir mín varð að vinna fyr-
ir heimilinu en frænka mín
og amma sáu um mig. Við
bjuggum í Erzgebirge í nám-
unda við iandamæri Tékkó-
slóvakíu. Gagnfræðanám
stundaði ég í nágrenni tékkn-
eska bæjarins Bilin, þar til
1939, er Hitler gerði innrás í
Prag. Þeir fullorðu, sem ég
umgekkst voru mjög ánægðir
og mér þótti sjálfsagt að vera
það líka. Við fengum nú allt
í einu nóg að borða og gát-
um auk þess keypt okkur út-
varp. Mér fannst sjálfsagt að
ganga í Hitlersjugend og varð
þar æskulýðsforingi, áður en
langt um leið.
Árið 1941 var ég sendur
með hersveitum til Frakk-
lands og síðan til Rússlands,
þar sem ég var, þar til fætur
mína kól. Missti ég hægri fót-
inn alveg og þann vinstri
upp að kné. Mánuðum saman
lá ég á herspítala, áður en ég
gat farið að hökta um á
hækjum. Var ég þá aftur
sendur til starfa í æskulýðs-
hreyfingunni.
Um það bil er stríðinu lauk,
var ég í Karlsbad. Og þegar
Rússarnir komu, hófst æfin-
Sjúkrahúsið, sem Walther Gúnther lét reisa
Fullkomnasta sjúkrahús, sem reist hefur verið
fólk.
í Neuköln.
fyrir aldrað
Hjónin Erika Brúning og
Walther Gúnther
týramennska mín. Ég var
fangelsaður og sætti pynding-
um og misþyrmingum, eins
og samfangar mínir. En þegar
færi gafzt reyndi ég að binda
sár okkar og gera að meiðsl-
um. Síðar var ég fluttur i
aðrar fangabúðir og þá kom
æ meira í minn hlut að starfa
sem fangelsislæknir, því skki
var annars völ. Ýmislegt hafði
ég líka lært af því, sem ég
sá, meðan ég lá á hersjúkra-
húsinu.
í fangabúðunum eignaðist
ég kunningja, sem sagði við
við mig. „Þegar þú kemst
héðan skaltu snúa þér til
fjölskyldunnar Sanders í
Gohfeld í Norðvestur-Þýzka-
landi. Það gerði ég og fékk
þá — sem fyrrverandi lækn-
ir í herbúðum — starf hjá
dr. Stempel nokkrum, sem
rak fæðingarspítala í Goh-
feld. Þar var ég viðstaddur
270 fæðingar og gerði ýmsa
uppskurði og aðgerðir, fyrst
með dr. Stempel eða un^ir
hans eftirliti en síðan einn.
Síðan gekk allt eins og í
sögu. Næst fékk ég stöðu við
héraðssjúkrahúsið í Olden-
borg — en aðeins um hr>ð,
því að ég hafði engin skír-
teini. Þar lærði ég þó margt,
og notaði hverja stund, er
gafst til að lesa læknisfræði-
rit og tímarit.
Möhwald yfirlæknir varð
góður vinur minn og ég
skýrði honum frá því, að ég
hefði engin skírteini sem
læknir. Svo vildi til, að hann
hafði verið á herspítalanum
í Prag um svipað leyti og ég
lá þar og minntist þess oð
hafa hitt þar læknisfræði-
stúdent að nafni Gúnther.
Hélt hann að ég væri sá og
útvegaði mér skírteini hans.
Ég vissi auðvitað sjálfur, að
þetta var ekki rétt, en lét
sem ekkert væri. Nokkuð
þótti mér þó langt gengið
árið 1948, þegar skólalæknir-
inn í Frankfurt an der Oder
var handtekinn, af því að
hann hafði ekki lækninga-
leyfi, og ég var skipaður i
staðinn.
í nóvember 1950 flýði ég
til Vestur-Berlínar og varð
árið 1951 yfirlæknir í sjúkra-
húsinu í Neuköln“.
Þar hefur Gúnther starfað
síðan. Og ekki nóg með það.
Hann hefur látið reisa nýtt
og veglegt sjúkrahús, sem
var vígt 1. desember 1964,
skömmu áður en upp komst
um Gúnther. Þykir sjúkrahús
ið til fyrirmyndar um flesta
hluti, er lúta að meðferð og
hjúkrun aldraðs fólks.
Sem fyr segir, var Gúnt-
her kunnur maður. Er haft
eftir danska yfirlækninum
Torben Geill, sem er sér-
fræðingur í meðferð aldr-
aðra, að Gúnther sé vingjarn
legur maður og aðlaðandi og
mjög áhugasamur um starf
sitt. Geill hafði heyrt Gúnt-
her halda fyrirlestur á lækna
þingi fyrir nokkrum árum —
mjög merkilegan fyrirlestur
um endurhæfingu aldraðra.
Vakti fyrirlesturinn almenna
athygli en Geill yfirlæknir
minnist þess, að hann hafði
verið þess eðlis, að vel lærð-
ur þjálfari hefði getað samið
hann. Kvaðst Geill furðu
lostinn yfir því, að maðurinn
skyldi geta stundað lækning-
ar öll þessi ár, próflaus.
Og fleiri munu hafa orðið
undrandi en Geill. Kona
Gúnthers — söngkonan Erika
Brúning — átti sér einskis
ills von, hún hafði ekki hug-
mynd um stöðu manns síns.
Hún hefur hinsvegar staðið
við hlið hans og lýst því yfir
að hún hafi ekki gifzt
embættisprófi, heldur góð-
um manni, er hún meti mik-
ils.
Möðruvallamálið
í Morgunblaðinu frá 6. þ.m.
er birt grein undirrituð af þeim
Steini Snorrasyni og Eggert
Davíðssyni, sem ber yfirskrift-
ina: „Um lýðræði í prestkosn-
ingum og Möðruvallamál hin
nýju“. Virðist grein þessi eiga
að vera einskonar svar við
grein er ég reit í Dag 9. júlí
sl. og nokkru síðar var endur-
prentuð í Tímanum.
Þeir hefja mál sitt á því, að
enginn (og þá auðvitað ekki
þeir sjálfir) muni efast um að
mér gangi gott eit til að reyna
að bera í bætifláka fyrir séra
Ágústi Sigurðssyni. Ég þakka
þetta hrós. En úr þvi mér geng
ur gott eitt til, hvað gengur
þeim þá til? Varla það sama
og mér, svo ólík sem sjónar-
mið mín og þeirra eru í í þessu
máli. Þeir segja að mér muni
málavextir naumast svo kunn-
ir, að ég geti um þetta mál
dæmt af skynsemi og því séu
vangaveltur mínar um lýðræði
í þessu sambandi út í hött. Bæði
af þessum orðum þeirra og eins
af hinni stóru fyrirsögn grein-
ar þeirra skyldi maður ætla,
að þeir hefðu þá einhverja nýja
fræðslu um lýðræði að flytja.
Svo er þó ekki, heldur ganga
þeir framhjá því atriði í grein-
inni.
Ég er enn þeirrar skoðunar,
sem ég lét í ljós í grein minni
í Degi, að lýðræði sé það að
meirhlutinn ráði og það er ó-
mótmælanleg staðreynd, að
meirihluti greiddra atkvæða
féllu á séra Ágúst í prestskosn-
ingunum og að hann var kos-
inn löglegri kosningu. Tvimenn-
ingarnir segja að ég slái þessu
föstu í Dagsgreininni og draga
í efa að rétt sé. Ég hafði þetta
aðeins eftir blöðum og útvarpi
og þeir aðilar beint frá herra
biskupinum eða a.m.k. skrif-
stofu hans. Ég hygg að slíku
megi treysta.
Ég nenni ekki að fást við smá
vegis sparðatíning í Morgun-
blaðsgrein þeira Steins og Egg-
erts, eins og það að mér muni
finnast það ofsókn á séra Agúst
að maður sótti á móti honum.
Það er einmitt eðli lýðræðis-
ins að hver sá sem rétt hefir
til má bjóða sig fram til starfa
og kjósendur kjósa hvern fram-
bjóðanda sem þeir vilja. En róg
burður og ærumeiðingar um
frambjóðanda eru bæði óleyfileg
ur kosningaáróður og ofsóknir,
að ég nú ekki tali um þegar
baráttan gegn honum er líka
látin bitna á nánustu vanda-
mönnum hans. Það er nokkuð
margir sem telja að séra Agúst
hafi orðið fyrir ofsóknum í sam
bandi við prestkosninguna: 207
kjósendur í prestakallinu hafa
skriflega lýst yfir undrun sinni
og hryggð yfir þeim ofsóknum
sem séra Ágúst hefur orðið fyr-
ir og fjölskylda hans. Margir
þeirra sem þetta segja eru kunn
ugir málavöxtum.
Þeir Steinn og Eggert hyggj-
ast afsanna orð mín um, að
það sem ég hafi heyrt um efni
kærunnar væri hégóminn ein-
ber með því að segja: „Þar sem
saksóknari ríkisins eða fulltrúi
hans hefir nú fyrirskipað rann-
sókn í málinu, virðist hann ekki
vera eins viss um þetta og Bern
harð, annars hefði hann látið
málið niður falla.“. Þeir ættu
þó að vitað, að þó kæra sé tekin
til rannsóknar felst alls enginn
dómur um sekt eða sýknun í
því. f réttarríkjum kveða dóm
arar engan dóm upp fyrr en
rannsókn er lokið og ekki heldur
úrskurð um það hvort mál skuli
Framhald á bls. 21