Morgunblaðið - 25.08.1966, Page 14

Morgunblaðið - 25.08.1966, Page 14
14 MOR.GU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 25. águst f966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaistræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HA GSMUNIR A TVINNUVEGANNA uz mm Flutti kveðjur að vestan á 3. þingum á Norðurlöndum 'C'rumskilyrði þess, að af- koma atvinnuveganna sé sæmilega tryggð, er auðvitað, að verðlag og kaupgjald í land inu sé stöðugt og að kaup- gjald hækki ekki meira en sem framleiðniaukningu nem ur. Þetta er grundvöllur þess, að atvinnuvegirnir geti mið- að uppbyggingu sína við fram tíðarþarfir og treyst því að á- ætlanir sem gerðar eru í dag, um framkvæmdir til margra ára, standist. Annað meginskilyrði er, að atvinnuvegirnir eigi kost hag- kvæmra stofnlána og eðli- legra rekstrarlána, að skatt- heimta á þeim sé ekki meiri en svo, að fyrirtækin geti safnað nokkru eigin fé, og að efnahagsástand í landinu sé gott. Að öllu þessu hefur ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins unnið ötul- lega á stjórnartímabili sínu. Staða landsins út á við hefur batnað mjög, svo að það nýt- ur nú almenns trausts meðal alþjóðlegra lánastofnana og í millilandaviðskiptum, og er það, eins og menn muna, mikil breyting frá stjórnar- tíma vinstri stjórnarinnar, "þegar lánstraust þjóðarinnar var horfið, gjaldeyrir enginn til og hrun blasti við. Þá hef- ur núverandi ríkisstjórn beitt sér fyrir stórfelldum um- bótum á skattalöggjöfinni, bæði að því er varðar ein- staklinga og félög, með þeim árangri, að varla verður því haldið fram með rökum, að skattheimta á atvinnufyrir- tækjum sé óeðlilega mikil. Ríkisstjórnin hefur ennfrem- ur haft forgöngu um veru- lega eflingu stofnlánasjóða at vinnuveganna, og hefur í þeim efnum orðið veruleg breyting til hins betra, en þó verða menn að hafa í huga þá erfiðleika sem þar er við að etja fyrir svo fjármagns- snauða þjóð sem íslendinga. Á stjórnartímabili núverandi ríkisstjórnar hefur einnig orð ið gjörbylting í allri aðstöðu atvinnufyrirtækja í landinu til uppbyggingar, og er það árangur þeirrar stefnu ríkis- stjórnarinnar að losa um þau fjárfestingarhöft, sem hér ríktu áður og auka almennt frelsi í viðskiptum manna á milli og gagnvart öðrum lönd um. Árangur þessarar umfangs- miklu viðleitni ríkisstjórnar- innar til þess að skapa at- vinnuvegunum í landinu nýj- an grundvöll hefur ekki látið á sér standa. Á sl. 6 til 7 árum hefur uppbygging í atvinnu- vegunum gengið með ótrúleg um hraða. Gjörbyiting hefur orðið í sjávarútvegi og ný og glæsileg fiskiskip komið til landsins. Verzlunarfyrirtæki og iðnaðarfyrirtæki hafa byggt ný og mikil hús yfir starfsemi sína, og fjölmörg iðnaðarfyrirtæki hafa fært verulega út kvíarnar með endurnýjuðum og fullkomn- um vélakosti. Þá hefur grund völlur verið lagður að stór- iðju í landinu með samning- um um álverksmiðju og kísil- gúrvinnslu. Eitt vandamál hefur þó reynzt sérstaklega erfitt við- ureignar en það er að tryggja stöðugt kaupgjald og verðlag í landinu. Hefur ríkisstjórnin þó beitt öllum þeim hagstjórnartækjum, sem hún hefur yfir að ráða til þess að ná þessu marki. Jafnframt var grundvöllur lagður að samvinnu ríkisstjórnarinnar, verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda með kjarasamningunum í júní 1964 um takmörkun verðbólg unnar. Þessi samvinna hefur þegar borið töluverðan árang ur, en samt sem áður hef- ur ekki tekizt nægilega vel að hefta verðbólguþróunina og hefur það skapað atvinnuveg- unum töluverða erfiðleika. En það er svo auðvitað há- mark hræsni og skinhelgi, þegar stjórnarandstöðuflokk- arnir, og þá sérstaklega Fram sóknarflokkurinn, gera nú hos ur sínar grænar fyrir þeim, sem að atvinnurekstri standa og halda því fram, að þeir beri hagsmuni atvinnuveg- anna í landinu meir fyrir brjósti en núverandi ríkis- stjórn. Einmitt þessir sömu flokkar hafa í allri stjórnar- tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins beitt öllum tiltækum ráðum til þess að auka á erfiðleika atvinnuveganna með því að ýta undir kaupgjaldskröfur verkalýðshreyfingarinnar. Til þess að sannfærast um þessar staðreyndir nægir að lesa málgögn Framsóknarmanna og kommúnista síðustu vik- urnar fyrir kjarasamningana 1964, fyrir kjarasamningana 1965, fyrir þá kjarasamninga, sem nú voru gerðir í sumar, og síðan en ekki sízt að lesa skrif þessara blaða meðan á síldveiðideilunni stóð síðast- liðið sumar. Af skrifum þessara blaða verður ljóst, að þau hafa lagt sig í líma við að koma í veg fyrir þá kjarasamninga, sem gerðir hafa verið undanfarin þrjú ár. Þeir hafa lagt áherzlu á, að verkalýðshreyfingin ætti að krefjast meiri kaup- hækkana og vonbrigði þeirra hafa orðið augljós með þá hófsamlegu kjarasamninga, sem gerðir hafa verið á síð- Rætt við próf. Próf. Richard Beck ferðað- ist í suwar ásamt konu sinni, frú Margréti, nm Norður- löndin öil og tók þátt í þrem- ur þingum í Noregi, Finn- landi og Sviþjóð. Hann kom til íslaud fvrir skömmu og mun dveljast hér í 3 vikur í einkaerindum áður en hann heldur aftur vestur um haf. Mbl. hafði í gær samband við dr. Beck og spurði hann fregna af för sinni. Fórust honum orð m .a. á þessa leið: — Við hiónin ferðuðumst um Norðurlöndin þver og endilöng og dvöldumst lengst í Noregi. Þar tók ég þátt í ársfundi Nordmans-Forbund- et, en ég er formaður þess sambands í Grand Forks í N-Dakota. Á þessum fundi flutti ég kveðjur frá Norð- mönnum þar og einnig frá há skóla mínum. — í Finnlandi dvöldum við um vikutíma og sótti ég þar norræna bindindismannamót- astliðnum þremur árum. Á öllum valdaferli sínum hefur Framsóknarflokkurinn lagt áherzlu á að veita Sam- bandi ísl. samvinnufélaga ó- eðlilega sérréttindastöðu, og gremja hans yfir því, að fjár- festingarhöft og innflutnings- höft hafa verið afnumin byggjast auðvitað á því, að meðan þau höft voru við lýði og meðan Framsóknarflokk- urinn var í stjórn gerði hann kröfu um að Samband ísl. samvinnufélaga fengi helm- ing allra innflutnings- og fjár festingaleyfa á móti einka- fyrirtækjum í landinu. Það er því vissulega kátbroslegt að fylgjast með skrifum Fram- sóknarmálgagnsins nú, þegar það gerir hosur sínar grænar fyrir atvinnurekendum í land inu og þeim sem atvinnuveg- unum stjórna, en vissulega er ástæða fyrir þá að minnast þess, að Framsóknarflokkur- inn hefur allt frá stofnun sinni og fram á þennan dag barizt gegn öllum þeim mál- um, sem til heilla hafa horft fyrir einkaatvinnureksturinn í landinu og beitt öllum til- tækum ráðum til þess að auka á erfiðleika hans og koma hon um á kné. HAGSTJÓRNAR- TÆKI RÍKIS- VALDSINS TT|eðan brezki í'haldsflokk- urinn var við völd réðst Harold Wilson, núverandi for- sætisráðherra og leiðtogi Richard Beck Próf Richard Beck ið í Tutku íAbo). Á þessu móti voru staddir nokkrir Is- lendingar, þ.á.m. Kjartan Ólafsson stórritari Stórstúku Islands, sr. Kristinn Stefáns- Verkamannaflokksins, harð- lega að ríkisstjórn íhalds- flokksins fyrir þá stefnu, sem hún rak í efnahagsmálum og byggðist m.a. á því að hafa hemil á þenslunni í efnahags- lífi Breta með beitingu þeirra hagstjórnartækja, sem ríkis- valdið hefur yfir að ráða, hækkun bankavaxta, aukinni skattheimtu o. s. frv. Nú eru Wilson og Verka- mannaflokkurinn við völd i Bretlandi og hafa orðið á síð- ustu vikum og mánuðum að grípa til nákvæmlega sömu aðgerða í efnahagsmálum og brezka íhaldsstjórnin gerði á sínum tíma, en þó er sá mun- ur á, að ríkisstjórn Wilsons gengur mun lengra og hefur gripið til harkalegustu að- gerða í efnahagsmálum Breta, sem þekkzt hafa þar í landi í 30 ár. Bankavextir hafa ver- ið hækkaðir, skattheimta auk in stórlega, kaupgjald og verðlag hefur verið fryst í 6 mánuði og verður undir ströngu eftirliti næstu 6 mán- uði og útlán bankanna tak- mörkuð. Hér á landi hefur verið leit azt við að draga úr þenslu í efnahagslífinu með nokkurri hækkun bankavaxta, eftir því sem þörf hefur verið á með takmörkun á útlánum bank- anna, en engum hefur dottið í hug að ganga eins langt og Verkamannaflokksstjórnin í Bretlandi hefur gert, en af- leiðingar þess verða ó'hja- kvæmilega verulegt atvinnu- leysi í Bretlandi. En efnahagsaðgerðir Breta og raunar annarra V-Evrópu- son og Sigurður Gunnarsson yfirkennari. Á mótinu flutti ég kveðjur frá bindindis- mönnum í Winnipeg. og frá stúkunni Noreg í Minnea- polis. — í Uppsalaháskóla dvöld- umst við dagana 12.—16. ágúst, en þar stóð yfir þing kennara í norrænum fræðum. Á þessu þingi áttu 17—18 þjóð lönd fuiitrúa. — Öll var ferðin mjög ánægjuleg og iærdómsrík og sérstakar þakkir eigum við hjónin að færa sendiráðum íslands á Ni.'rðurlöndum, sem greiddu götu okkar í hví- vetna. Sérstaklega mxnnumst við þess, er Gunnar Thoroddsen sendiherra fylgdi okkur um hýbýli Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, sem Carl Sæmunlsen gaf íslenzku þjóð inni af einstæðum rausnar- skap. f fylgd með Gunnari Thor- oddsen ambassaaor skoðuð- um við hjónin einnig mál- Framhald á bls. 21. þjóða sýna glögglega, að í nú- tímaþjóðfélagi hefur ríkis- valdið yfir að ráða vissum hagstjórnartækjum, sem beitt er með mjög svipuðum hætti í öllum þessum löndum þótt stigsmunur sé á, hvaða flokkar sem þar eru við stjórn. Það hefur líka komið greinilega í ljós, að þessi hag- stjórnartæki geta ekki leyst vanda efnahagslífsins nema að takmörkuðu leyti. Þar verður einnig að koma til sam vinna við samtök atvinnurek- enda og launþega. Ríkisstjórn Wilsons hefur lagt ríka á- herzlu á að koma slíkri sam- vinnu á, alveg á sama hátt og ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar hefur lagt megináherziu á að taka upp nána samvinnu við samtök verkalýðshreyf- ingarinnar og atvinnurekenda um aðgerðir til þess að hefta verðbólguna. Allir þessir áhrifamiklu að- ilar í þjóðfélaginu verða að gera sér grein fyrir þeirri a- byrgð, sem á þeim hvílir og haga aðgerðum sínum í sam- ræmi við það. Ábyrgð þeirra, sem valdir hafa verið til for- ustu í samtökum atvinnurek- enda og launþega, er svo mikil, að þeir mega ekki nota þá aðstöðu sem þeir þar hafa í pólitísku tækifærisskyni. Greinilegt er, að forustúmenn atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi hafa gert sér grein fyrir þess- um staðreyndum, og þess vegna er full ástæða til að ætla, að það samstarf, sem hófst með júnísamkoimi’lag- inu 1964 muni halda áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.