Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLADIÐ ' Fimmtudagur 15. sept. 1966 BjLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM ið SÍM' 1-44-44 mUfíÐIR Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 , LITLA bílaleigon Iagólfsstræti 11. Volkáwagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bifreiialeigan Vegferð SÍMI - 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BO SC H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmula 9. — Sími 36820. ’Ar Kinks KINKS fengu hálsbólgu og komu ekki. Þrjú þúsund manns keyptu sér aðgöngumiða fyrir 250 krónur til þess að sjá þá og heyra syngja — háls- bólgulausa. Ég hef heyrt, að þeir syngi samt miklu betur með háls- bólgu. En af því að aðgöngu- miðarnir hefðu þurft að vera helmingi dýrari á hljómleika með hálsbólgu — létu þeir ekki sjá sig. Þeir verða ekki svipur hjá sjón, þegar þeir koma loks- ins — fílhraustir. Illa farið með þrjú þúsund manns. Erum við tilbúnir? Þegar malbikun Reykjanes- brautar átti að hefjast var til- kynnt, að henni yrði að fresta til næsta dags — af tæknileg- um ástæðum. Þetta minnti mjög á tilkynn- ingar um frestun geimskota, sem stundum er skotið á frest á siðustu stundu — líka af tæknilegum ástæðum. Ýmsir fóru að velta því fyrir sér, hvort súrefnistækin hjá malbikunarliðinu okkar hefðu bilað — eða, hvort skamm- hlaup hefði orðið í því. Loks var upplýst, að ekki hefðu ver- ið til nógu mörg umferðar- merki til þess að beina um- ferðinni inn á aðrar götur, og urðu menn rólegri. En geim- ferðir hafa enn ekki tafizt vegna skorts á umferðarmerkjum. — Hafi einhver látið sig dreyma um íslenzkar geim- ferðir ætti að vera ljóst, að við erum enn ekki tilbúnir. Hundakúnstir Húsmóðir skrifar: „Rjómaokrið er mörgum undrunarefni. Samkvæmt upp- lýsingum Framleiðsluráðs land búnaðarins þarf þrjá lítra af 30% rjóma í eitt kíló af smjöri. Nú er smjörið selt á kr. 95 kg. en ef smjörið er í rjómalíki kostar kg. kr. 300.00. Það er verið að kveina og hvarta yfir smjörfjallinu, hvers vegna ekki að lækka það með því að hafa hóflegt vérð á rjómanum? Væri rjóminn seld- ur á 50 kr líterinn fengist fyrir það smjör sem svarar kr. 150 f. kg. Margir vilja gjarnan nota meira af rjóma en vegna þessa okurs er takmarkið hvað fólk getur keypl. Getur Framleiðsluráð kennt okkur að breyta smjöri í rjóma? Hvað segir landbúnaðarráð- herrann ökkar um þessar hundakúnstir í verðlaginu? Svar óskast sent til „Velvak- anda“. Húsmóðir. ^ Komið til höíuðborgar Ferðalangur skrifar: „Kæ,ri Velvakandi! Síðastliðinn fimmtudag kom ég með „Gullfossi" til Reykja- víkur. Þrátt fyrir mjög góða fyrirgreiðslu umboðsmanna Eimskips og ágæta þjónustu á leiðinni get ég ekki látið hjá líða að biðja þig fyrir nokkr- ar athugasemdir um heimkom- una til höfuðborgarinnar, eink um vegna þess að mér virtist, að auðveldlega megi og án kostnaðar skipuleggja land- göngu farþega og flutning far- angurs í land á þann hátt að hægt sé að spara öllum aðilum tíma og óþægindi. Þegar skipið var lagzt að hafnarbakkanum og ég hafði fullvissað mig um að farang- urinn yrði bor\r.r. upp í toll- skýli, fórum við hjónin í land með lítinn hluta af farangrin- um. Síðan biðum við í tollskýl- inu ásamt mörgum öðrum. Tösk ur og pinklar fóru að berast inn í skýlið, en fáir virtust finna sitt dót þar á meðal. Á meðan biðu tollþjónarnir og höfðu lítið sem ekkert að gera, því að meiri hluti farþeganna sem í land voru komnir, áttú eitthvað af farangri sínum um borð. Mér fór að leiðast biðin og datt þá í hug, að ég gæti flýtt fyrir með því að sækja eitthvað af okkar dóti. þegar ég kom um borð. sá ég hvernig málum var háttað. Þar voru verðir við landgangana, sem bönnuðu farþegum að fara í land, þar sem tollskýlið væri þegar fullt, svo ekki þýddi ann- að en bíða þar til rýmkaðist þar aftur, eins og satt var. Hinsvegar kallaði fólkið, sem beið um borð í hvern þann burðarmann, sem það sá, og bað hann í öllum bænum að bera sitf dót í land næst, og engum lái ég það. En afleið- ingin varð sú, að fólk sá far- angurinn sinn fara í land, en komst ekki á eftir honum, enda voru það ekki eintómar fyrir- bænir, sem heyrðust þarna í þrönginni. Inni í skýli biðu menn svo eftir farangri, sem sat á hak- anum þegar borið var í land. Mér virðist, að það ætti að vera auðvelt að skipuleggja landgönguna þannig, að farþeg- ar fylgi farangri sínum nokk- urn veginn. Mætti vafalaust gera það á ýmsan hátt. Ein leiðin væri sú að tilkynna áður en komið er í höfn hverjir eigi að fara fyrst í land og aðrir beðnir að vera ekki fyrir á leið þeirra. Annaðhvort mætti þá tiltaka vissann fjölda her- bergja eða skipta farangrinum á annan hátt niður og segja í hvaða röð farþegar frá ýmsum stöðum í skipinu ættu að fara í land. Burðarmenn vissu þá líka hvar þeir ættu að byrja og hvar þeir ættu að enda. Eftir að hafa beðið lengi um borð, komst ég í land aftur með hluta af farangrinum og gat einnig beðið burðarmenn að sækja það, sem eftir var. Ég sá þá koma niður landgang- inn með töskurnar, en þegar ég ætlaði að taka þær í skýlinu rétt á eftir fann ég þær hvergi. Hélt ég fyrst í stað, að mér hefði sézt yfir þær þar sem allt var fullt af fólki og far- angri. Fór ég margar Ferðir um skýlið þótt ógreitt væri. Að lokum varð mér gengið út og sá þá að burðarmennirnir voru hættir að troða farangri inn í yfirfullt skýlið, en skildu hann eftir fyrir utan. Þetta kom mér til að hugsa um hvernig farið hefði með farangurinn, ef það hefði verið helliri^ning. Einnig varð mér hugsað til þeirrar að- stöðu sem tollverðirnir hafa þarna í alltof litlu og ófull- komnu skýli við aðalhöfn lands Það tók okkur tvær klst. að komast í land, en margir haía án efa evtt miklu lengri tíma. Þá var hluti af farangri mín- um ekki enn kominn í tollskýl- ið og fleiri munu hafa sömu sögu að segja. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir fólk utan af landi. Ég vona svo að viðkomandi aðilar taki þessar athugasemdir mínar til vinsamlegrar athug- unar. . Aðalsteinn Sigurðsson' f Seljum næstu daga Nokkrar gerðir af plastmodelum með allt að 50% afslætti SKILTAGERÐIIM Skólavörðustíg 21. Sendisveinn óskast fyrir hádegi eða allan daginn. Slippfélagið í Rvík hf. Mýrargötu. — Sími 10123. ATVINNA Dugleg stúlka eða kona, sem er vön af- greiðslustörfum óskast í tízkuverzlun í Miðborginni hálfan daginn, kl. 9—13. — Uppl. um aldur og fyrri störf vinsamleg- ast sendist til afgr. Mbl. fyiir 17. sept. nk. merkt: „Vön — 4693“. vantar í eftirtalin Meistaravelli Laugarásveg Tjarnargötu Laugaveg frá 1—32 Barónsstígur Grettisgata I Fálkagata Laugaveg 33—80 Bergstaðastræti Aðalstræti Kleppsvegur I Blesugróf Snorrabraut hverfi: Ránargata Laufásveg 2—57 Grettisgata II frá 36—98 Lynghagi Grettisgata 36—98 Túngata Þingholtsstræíl Hverfisgata I Flókagata neðrí Freyjugata Vesturgata 2—44 Háteigsvegur Talið við afínreiðsluna sími 22480. Blaðburðarfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.