Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 15. sept. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. HAGRÁÐ ¥ stefnuyfirlýsingu þeirrx, sem Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra flutti, í upp hafi Alþingis sl. haust, boð- aði hann stofnun Hagráðs, sem vera skyldi vettvangur umræðna um efnahags- og at vinnumál og skipað fulltrú- um ýmissa stétta og starfs- greina. Fyrir nokkrum vikum kom svo Hagráð saman til fyrsta fundar og var þá lögð fyrir fundinn skýrsla, sem Efna- hagsstofnunin hafði t ekið saman um ástand og horfur í efnahagsmálum íslendinga. Þessi skýrsla hefur síðan ver ið rædd á nokkrum fundum Hagráðs, og fulltrúar hinna ýmsu stétta og starfsgreina skipst á skoðunum um þau atriði, sem þar hafa komið fram, svo og önnur. Enginn vafi er á því, að hér er um jákvætt spor að ræða, lið í þeirri viðleitni rík isstjórnarinnar að skapa auk- inn skilning milli stétta og starfshópa á vandamálum efnahagslífsins og atvinnu- veganna og að koma á nán- ari samvinnu milli hinna ýmsu hagsmunahópa um lausn á þessum vandamálum. <; Morgunblaðið birtir í dag fyrri hluta skýrslu þeirrar, sem Efnahagsstofnunin lagði fyrir Hagráð. í skýrslu þess- ari koma fram mjög víðtæk ar og veigamiklar upplýsing ar um ástand og horfur í efna hagsmálum þjóðarinnar, og vill Morgunblaðið eindregið hvetja sem allra flesta les- endur sína til þess að kynna sér skýrsluna rækilega, vegna þess að glögg þekking á vandamálum þjóðarinnar í dag er nauðsynleg forsenda þess að samstaða geti feng- ist um lausn þeirra. Vonandi starfsemi Hagráðs eftir xð hafa margt gott í för • með sér og auka skilning milli hinna ýmsu hagsmunahópa í þjóðfélaginu á þörfum og kröfum annarra. SKÓLA- BYGGINGAR ¥ athyglisverðu erindi, sem Torfi Ásgeirsson, skrif- stofustjóri Efnahagsstofnun- arinnar, flutti á ráðstefnu sem Samband ísl. sveitarfél- aga efndi til fyrir nokkru um skólabyggingar og varan lega gatnagerð sveitarfélaga, ræddi hann m. a. um breytt- ar vinnuaðferðir í Sambandi við skólabyggingar sveitar- félaga. í erindi þessu benti Torfi Ásgeirsson á. að her áður fyrr var mikið fé oft bundið í byrjunarframkvæmd um, sem síðan stöðvuðust vegna fjárskorts áður en nokkurt gagn gat orðið ax þeim. Á allra síðustu árum hefur orðið breyting á þessu, þann- ig að áherzla er nú lögð á fjárframlög til þess að ljúka skólabyggingum, sem vel eru á veg komnar, í stað þess, að hafizt verði handa um bygg- ingar, sem fyrirsjáanlegt er að stöðvist innan tíðar, vegna fjármagnsskorts. Torfi Ásgeirsson ræddi síð- an um vandamál sveitarfe- laga í sambandi við greiðslu á framlagi ríkisins til skóla- bygginga og sagði: „Næsta skrefið virðist mér vera það, að stofnaður verði skólabyggingarsjóður, og að framlög Alþingis, sem að sjálfsögðu verða áfram til nafngreindra sveitarfélaga eða kennsluhéraða, séu fram- lög til slíks sjóðs. Framlögin verða þá inneign sveitarfé- lagsins og greiðast því við- stöðulaust í samræmi við vel undirbúna áætlun sveitarfé- lagsins um að koma skóla- mannvirkjum upp á hófleg- um tíma, en oftast mundi þa slík áætlun verða frágengin einum til tveimur árum áður en byggingarframkvæmdir ættu að hefjast11. Hér er um mjög athyglis- verða hugmynd að ræða, og væntanlega munu réttir að- ilar kanna hana ítarlega. Efnahagsstofnunin vinnur nú mikilvægt starf í sambandi við hina hagrænu hlið mennt unar og skólakerfisins, og við áætlunargerð fram í tímann, og er sú starfsemi liður í nýj- um vinnubrögðum sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi, bæði í sambandi við skólabyggingar og mennta- mál, svo og önnur mál. MIKILL ÓSIGUR ¥',remja kommúnistablaðsins V yfir hinni miklu kjörsóka í Suður-Víetnam er greini- lega mikil og augljóst að kommúnistum sárnar mjög að ofbeldisverk skoðana- bræðra þeirra í Suður-Víet- nam báru ekki þann tilætl- aða árangur, að fólkið í Suð- ur-Víetnam þyrði ekki að neyta atkvæðisréttar síns. Staðreyndin er sú, að skæru liðar kommúnista í Suður- Víetnam lögðu megináherziu á að koma í veg fyrir kjör- sókn í kosningunum sl. sunnu dag. Þessar tilraunir þeirra mistókust, og kjörsókn varð miklu meiri en menn almennt höfðu búizt við. Þessi stað- reynd er mikill ósigur fyrir kommúnista, hver svo sem úrslit kosninganna sjálfra eru að öðru leyti Eftirmáfi pólitísks ódæöisverks f FYRRI viku hófust í Par- ís réttarhöld gegn þeim, sem þátt áttu í ráni og morði marokkanska stjórnmáli- mannsins Ben Barka í fyrra. Þar með eru hafin réttarhold í einu stærsta pólitíska gla:pa máli og hneyksli, sem gerzt hefur í Frakklandi frá stríðs lokurn. Hinir seku eru þo ekki nema sumir franskir. Hinir raunverulegu hvatamenn að ódæðisverkinu munu vera frá Marokkó. Af 13 ákærðuin voru það aðeins sex, sem mættu fyrir rétti, er réttar- Souchon og Voitot frá eitur- lyfjadeild Parísarlögreglunn- ar höfðu tekið þátt í manm- ráninu. Það jók enn á tortryggrú manna -gegn frönsku stjorn- inni í þessu máli, að það kom á daginn, að maður úr frönsku leyniþjónustunni, Finville að nafni hafði vitað um samsær- ið. Loks þótti sem þetta hneyksli hefði náð hámarki, með hinu leyndardómsfulla og óskiljanlega sjálfsmorði fyrr verandi refsifangans Figons, aðstoð njósnarans Loper — sem starfaði á Orly flugveili í París við flugumferðarstjóin en var einnig njósnari frönsku leyniþjónustunnar — leigt glæpaflokk úr París til þess að framkvæma verknaðinn, sem svo var undirbúinn með margra mánaða fyrirvam í París, Kairo og Genf. f þessum undirbúningi tóku þátt Frakkarnir Bernier, sem er einn þeirra, sem nú sitja á bekk ákærðra, Lopez og marg ir Marokkómepn. Oufkir hers höfðingi nótaði sjálfur opin- Ben Barka Lopez I , %... J ■ Finville Figon. höldin hófust. Til hinna hefur ekki náðst af frönskum yfir- völdum. Þáttaka tveggja franskra leynilögreglumanna í manns- ráninu 29. október 1965 um hábjartan dag á fjölfarinni götu í París og sú staðreynd, að franska leyniþjónustan vissi um samsærið gegn Ben Barka mörgum mánuðum fyr irfram, vörpuðu að sjálfsögðu skugga grundsemdar og tor- tryggni á frönsku ríkisstjórn- ina og lögregluna þegar upp komst. Ekki aðeins stjórnarandstað an franska heldur og almenn ingur yfirleitt grunuðu franska innanríkisráðherrann Roger Frey um að hafa veitt marokkönsku leyniþjónust- unni aðstoð með því að hafa látið franska leynilögreglu- menn taka þátt í brottnámi Ben Barka. í byrjun þessa árs komst franska stjórnin í enn krappari varnaraðstöðu í þessu máli, er upp komst, að innanríkisráðherrann hafði ekki einungis þagað opinber- lega á meðan á frönsku for- setakosningunum stóð yfir því heldur og einnig gagnvart rannsóknardómaranum í mál- inu um, að lögreglumopnirnir sem hafði raupað af bví gagn vart blöðunum, að hann hetði tekið þátt í verknaðinum og gaf nákvæmar lýsingar af því, hvernig hann hefði farið fram. Þegar ókyrrðin vegna þessa máls var sem allra mest, lýsti de Gaulle forseti svo því yfir í febrúar sl. að hvorki franska ríkisstjórnin né neinir aðrir háttsettir ambættismenn franskir hefðu átt neina hlut- deild í ódæðisverkinu. Ábyrgð in hvíldi að svo miklu leyti, sem franskir embættismenn bæru hana, algjörlega á lágt- settum og lítilgildum mönn- um, en hina raunverulegu hvatamenn og skipuleggjend- ur verksins væri að finna í Rabat í hópi ríkisstjórnar Marokkós. Þá þegar hófðu frönsk yfrivöld boðið innan- ríkisráðherra Marokkós, Mo- hamed Oufkir hershöfðingja að koma fyrir franska dóm- stóla og veita upplýsingar urn brottnám Ben Barkas. Upphaf Ben Barka málsins af marokkanskri hálfu er enn ekki fullkomlega ljóst. Allar líkur benda hins vegar tii þess, að innanríkisráðherra Hassans konungs, Mohamed Oufkir hershöfðingi lraíi með bera heimsókn sína til París- ar, sem farin hafði verið til þess að undirbúa opinbera heimsókn Hassans konungs, sem síðan var aflýst, til þess að taka á móti hinum brott- numda manni í húsi eins þeirra, sem tóku þátt í brott- náminu. Sökum þessa gat frariska stjórnin gert opinberan hinn rökstudda grun gegn innar- ríkisráðherra vinveitts ríkis og farið þess á leit við Mar- okkó, að Oufkir hershöfðingi yrði leiddur sem vitni í mál- inu frammi fyrir frönskum dómstól, en slíkt hefði verið einsdæmi. Hassan konungur hafnaði hins vegar þessum tilmælum og síðan heíur spennan ríkt í samskiptunum milli Parísar og Rabat. Þeir Frakkar, sem hlutdeild áttu í ódæðisverkinu, hafa flúið til Marokkó að undan- skildum þeim, sem nefndir voru hér í upphafi. Vegna þess er hætt við, að domsíóii þeim, sem með þetta mál fer, muni reynast erfitt að varpa ljósi á hinn franska þátt máls ins í heild. Hvort pað tekst, munu þessi eftirtektarveröu réttarhöld leiða í ljós. De Gaulle horfði ó sprenginguna Papeete, Tahiti, 12. sept. NTB • Á sunnudag sprengdu fransk- ir vísindamenn kjarnorkuhleðslu á tilraunasvæðinu í Tahitieyja- klasanum, að de Gaulle forseta ásjáandi. Sprengingin átti að verða s.l. laugardag, en var frest að vegna veðurs, um sólarhring. Það var ekki fullgerð sprengja, sem sprengd var að þessu sinni, heldur plutonium hleðsla — með sprengikrafti, er svaraði til 100.000 lesta af TNT sprengiefni. Var hún hengd neðan í loftbelg og sprengd í 500 metra hæð yfir jörðu. De Gaulle forseti var um borð í herskipinu „Grasse“ í 30 —40 km. fjarlægð. Forsetinn held ur nú heim flugleiðis. Tilraun þessi var hin fjórða, sem Frakkar gera á Kyrrahafs- svæðinu, og eru enn fyrirhugað- ar tvær tilraunir síðar í þessum mánuði. » KosiðíKombodia Pnompenh, 12. september NTB KOSIÐ VAR til þings í Kamb odsja á sunnudag og fóru kosn- ingarnar hið friðsamlegasta fram. Þetta voru fjórðu þing- kosningarnar sem fram hafa far ið í landinu síðan það hlaut sjálfstæði 1955. Úrslit eru ekki kunn enn. Síðast fóru fram kosningar í Kambodsja 1962 og þá hlaut flokkur Norodoms Sihanouks fursta öll þingsætin eins og reyndar í tveimur fyrri kosn- ingunum líka. Stjórn furstans er sósíalisk en hlynnt hlutleysi í alþjóðamálum. Sihanouk fursti varð þjóð- höfðingi í landi sínu, 1960 að föður sínum. Suramarit, látnum, en tók ekki konungstign eftir hann. Synd'LÓ 200 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.