Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 17
Fímmtudagrur 15. sept. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 Sfeingrimur J. Þorsfeinsson: „FUNI KVEIKIST AF FUNA“ Útvarpsóvarp, flutt í gærkvöld ó óttræðisafmæli Sigorðor Nordals I. Stirðnað fannhaf boða og bylgjur breiðir yfir dali og fjöll; eðeins hæstu hrikaklettar höfuð teygja upp úr mjöll. Þannig hefst hið fyrsta, sem Sigurður Nordal birti eftir sig a stúdentsárunum, kvæðið „Foss í fjötrum“ í Eimreiðinni 1909. Sjálfur hefur Sigurður orðið einn af tindunum fáu, sem gnæfa upp úr breiðunni — bó ekki hrikaklettur, miklu heldur í ætt við mikinn meið, sem á sér djúpar og víðar rætur og hef iur vaxið yfir allan þorra trjánna, skýlir þeim með limi sínu og eykur á tign og grósku skógar- ins. í kvæðinu fyrrnefnda er um það ort, hve mörg skáld hafi hlotið sömu ljóðalaun og fossinn í vetrarviðjum: Heilla þjóða hjartakuldi hneppti þá í klakabönd. Kunnum við alltof mörg dæmi þessa úr sögu okkar. Þeim mun meiri ástæða er til að fagna því, þá sjaldan að andlegir atgjörvis- menn okkar hafa hlotið þau þroskaskilyrði, sem þeim ’hæfa, eins og Sigurður Norda’l, sem er áttræður í dag. Vissulega hafa ýmis áföll yfir hann gengið, bæði fyrr og síð- ar, en hann verið maður til að vaxa af þeim. Og hann naut hinnar beztu menntunar. Þegar þessi Vatnsdælingur hafði lokið meistaraprófi í norrænum fræð- um við Kaupmannahafnarhá- skóla og þar síðan doktorsprófi 1916, fann hann að hann hafði í bili goldið keisaranum það sem keisarans var, eins og hann seg- ir, var orðinn „enn frjálsari en nokkur nýbakaður stúdent — átti að kunna að færa mér frels- ið betur í nyt og vita, hvað ég vildi“. Átti hann þess nú kost með atbeina góðra styrkveitinga að afla sér sjálfvalinnar mennt- unar næstu fjögur ár, sem urðu honum hin heilladrýgstu, dvald- ist við ýmsar erlendar mennta- stofnanir, lengstum við Oxford- háskóla og lagði einkum stund á sálarfræði. Hefur hann ávallt haft miklar mætur á frönskum og þó sérstaklega á brezkum menntum. Árið 1918 var hann skipaður prófessor í íslenzkri málfræði og bókmenntum við Háskóla ís- lands að ósk Björns M. Ólsens, sem lét þá af embætti vegna heilsubrests, en brátt varð starfs svið Nordals bundið við bók- menntir einar. Tóku stúdentar þá fyrst að Ijúka meistarapróf- um í íslenzkum fræðum hér við háskólann, eftir að Nordal varð prófessor, hinir fyrstu voru nú- verandi útvarpsstjóri Vilhjálm- ur Þ. Gíslason og fyrrverandi háskólaritari, prófessor Pétur Sigurðsson. Nordal gegndi síðan kennslustörfum við háskólann réttan aldarfjórðung, nema þeg- ar hann dvaldist í boði erlendra háskóla, bæði hér austan hafs og vestan við fyrirlestrarflutn- ing eða samfellda kennslu, stund um misseris- eða vetrarlangt (m. a. í Harvard). Með henni, og þó miklu meira með ritstörfum sín- um, hefur hann unnið manna mest að kynningu íslenzkra fræða erlendis og er fyrir löngu orðinn víðkunnastur og virtast- ur íslenzkra bókmenntafræðinga. Að málefnum Háskóla íslands vann hann mikið og margvis- lega, var m. a. rektor (1922-231. Þegar hann hafði verið prófess- or aldarfjórðung, fékk hann árs leyfi frá kennslustörfum og stað- gengill ráðinn fyrst í stað, en 1945 stofnaði Alþingi í heiðurs skyni honum til handa sérstakt prófessorsembætti, án kennslu- skyldu, og skipar hann það ævi- langt. Um sex ára skeið var hann sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn og vann bæði þá, fyrr og síðar mikið að lausn handritamálsins. Vakti hann mikla athygli á sér meðal sendi- herra Kaupmannahafnar sakir gáfna sinna og menntunar. En menningarlegur sendiherra okk- ar og fulltrúi íslenzkrar mennta hefur hann verið hvarvetna öll- um öðrum fremur um áratugi. Hann hefur nú verið prófessor við Háskóla fslands í hart nær hálfa öld — eða rúm 48 ár — og mik'lu lengur en nokkur maðui annar hefur nokkru sinni verið. Og einn er hann nú uppi af stofn endum Vísindafélags íslendinga. En hitt varðar þó miklu meirí, hve vítt hann spannar í heimi íslenzkra fræða og í andans veldi. Þótt nú hafi verið rifjuð upp nokkur meginatriði, verður hér ekki sögð starfssaga Sigurðar 'Nordals, til þess myndi dagskrár tíminn allur ekki endast, auk þess sem enn vantar vonandi mikið á þá sögu. En auk allra beinna kennslu- og ritstarfa sinna hefur hann vitaskuld ver- ið eða er enn í mörgum útgáfu stjórnum tímarita eða fræðilegra ritflokka, erlendra og íslenzkra, var m. a. útgáfustjóri íslenzkra fornrita fyrstu átján árin. Og hann hefur verið og er óþreyt- andi leiðbeinandi og örvandi fræðimanna og þó einkum skálda og rithöfunda. Á undanförnum áratugum hef ur fjöldi háskóla og bókmennta- Steingrímur J. Þorsteinsson og vísindafélaga víða um heim sæmt Sigurð Nordal margvísleg- um heiðri. Á áttræðisafmæli hans í dag flytur íslenzka þjóð in honum þakkir sínar. Heimspekideild Háskóla Is- lands hefur í dag sæmt Sigurð Nordal hæsta heiðri sínum fyrir afrek í íslenzkum fræðum, titl- inum doctor litterarum Island- icarum honoris causa. Verður sá titill ekki veittur nema með einróma samþykki kennaranna . islenzkum fræðum og með sam- þykki háskólaráðs. Áður hafa hlotið þann titil prófessorarmr Björn Magnússon Ólsen, Þorvald ur Thoroddsen, Finnur Jónsson, Andreas Heusler og Magnus Ol- sen. Sigurður Nordal er því sjötti maðurinn, sem kjörinn er doctor litterarum Islandicarum, og er þetta sjöunda doktorsnafn bótin, sem honum hlotnast. En svo undarlega vill til, að 7 er eftirlætistala hans, og hef ég veitt því athygli í mörgu, t. a. m. ef hann má kjósa sér tölusett eintak af bók, þá velur hann ætíð hið sjöunda. Við skulum vona, að þessi tilviljun viti á gott, bæði honum og heimspeki- dei’ld til handa. Félag íslenzkra fræða hefur gengizt fyrir því, að sleginn hef- ur verið minnispeningur með vangamynd Nordals og gefin út fullkomin ritaskrá hans, þar sem ritátalið nemur 450 töluliðum. Ríkisútvarpið hefur ekki viljað láta sinn hlut eftir liggja og ver miklum hluta af dagskrá sinni í kvöld til flutnings í verkum pft ir Sigurð Nordal í þakkar ug virðingar skyni. II. Störf Sigurðar Nordals eru margvísleg og hafa þó aðallega verið tvíþætt: kennslustörf og ritstörf. Ég hef þekkt hann í meira en þriðjung aldar.og lesið flest eftir hann. Ég hef átt þeirri gæfu að fagna að eiga hann að læriföður, og það hefur hann raunar ætíð verið mér, einnig eftir að við urðum samstarfs- menn, og verður ávallt. Og svo mjög sem ég dáði hann við upp- haf háskólanáms míns, hef ég þó metið ’hann og virt þeim mun meir sem ég kynntist honum nánar og vinátta okkar óx. Starfi mínu er þannig háttað, að ég hef kynnzt býsna mörgum kennurum, skáldum og rithöf- undum. Ef metið er eftir ströngustu kröfum um með- fædda hæfileika, eðlislægar gái- ur, þá finnst mér sem ég hafi þekkt færri menn gædda kenn- aragáfu en skáldgáfu. En einn í hópi þessara örfáu útvöldu, fæddu kennara, sem á vegi mín- um hafa orðið, er Sigurður Nor- dal. Kennsla hans fór að mestu fram í fyrirlestrum, auk ritskýr ingar og rannsóknaræfinga, svo að þarna komu auðvitað fram ýmis höfuðeinkenni rithöfund - arins. Saman fór traust og djúp tæk þekking á viðfangsefnum, séð í ljósi víðfeðmrar, alþjóð- legrar menntunar, kreddulaus viðhorf, gerhygli, skarpur og nærfærinn skilningur, skýr og skemmtileg framsetning. í hverju efni kunni hann að skilja kjarn- ann frá hisminu. Og hann gat dregið upp slíkar heildarmyndir og gefið svo víða útsýn yfir mikil þróunarskeið bókmennt- anna, að nýir heimar luktust upp. Skýrleiki og yfirsýn ein- kenndu kennslu hans mest, auK andríkis hans og lifandi og list- ræns frásagnarháttar. Hann lagði sig líka allan fram í kennsl unni, gaf þar svo mikið af sjálf um sér, að eftir tvær samfelldar stundir var hanr^ orðinxi þreyttur og taldi sér þá um megn að hefjast handa við ný verkefni þann daginn. Þess vegna valdi hann kennslustundum sín- um tíma nær miðjum aftni. En okkur stúdentunum var hann ekki aðeins frábær kenn- ari, heldur einnig föðurlegur fé- lagi, sem með góðvild sinni og ljúfmennsku veitti okkur ævin- legt veganesti. III. Af ritaskrá Sigurðar Nordals sem út kom í dag, er ljóst, að hann byrjaði á því að birta eftir sig kvæði, eins og getið var hér í upphafi, en hið nýjasta frá hendi hans eru greinar um list- málarana Kjarval og Ásgrím. Ljóð og listir lykja því um það lífsstarf Nordals, sem eftir hann liggur á áttræðisafmælinu. Þetta er ekki aðeins táknmynd, heldur veruleiki. Skáldgáfa Nordals og listanautn hafa lengstum varpað bjarma á fræðimennsku hans og ritstörf. I honum finnast mér þrjar eigindir ríkastar: skáldið, heim- spekingur og vísindamaður Stundum koma þessir þættir Sigurður Nordal fram h.ver í sínu lagi. Fyrsta bókin, sem út kom eftir pró- fessorinn, var Fornar ástir, eitt af tímamarkaritum íslenzkra skáldskaparbókmennta, listræn- ar, funheitar smásögur, ásamt lausamálsljóðum: óbundnu máli með eðli og inntaki ljóðsins Nokkur kvæði hefur hann ort, sum þeirra ljóðrænar perlur. Og leikritið Uppstigning, frá fyllstu þroskaárum, á, að ég hygg, eft- ir að hljóta enn meiri skáld- skaparviðurkenningu en orðið er. Heimspekinginn er að finna hreinræktaðastan í erindaflokk um um „einlyndi og marglyndi" (sem hefur þó aldrei verið prent aður í upprunalegri mynd) og um „líf og dauða”, auk ýmissa annarra fyrirlestra og ritgerða, hugleiðinga eða hugana. Þetta hvorttveggja, skáldskap og heimspeki, hefur fræði- og vísindamaðurinn stundað sér til afþreyingar, fróunar, stundum fullnægingar. Sum sérhæfð fræðileg rannsóknarefni hafa vitaskuld verið þess eðlis, að skáld eða heimspekingur áttu þangað lítið eða ekkert erindi. En tiltölulega sjaldan hefur Nor dal valið sér slik viðfangsefni. Fræðimennskan hefur oftast tvinnazt eða þrinnazt við heim- speki og skáldskap. Nú er það vitanlegt, að skáld- gáfa er persónuleg og skapandi, en vísindi krefjast ópersónuleg/ ar og hlutlægrar afstöðu til við- fangsefnis síns, þótt til hvors i-veggja þurfi hugkvæmni. Þegar þetta tvennt fer saman, skáld- gáfa og vísindahæfileikar, mun það eins oft verða til baga sem bóta. Skáldið getur orðið þurrt og leiðinlegt vegna fræðatinings og smámunaskapar. og niður- stöður vísindamannsins kunna að verða reistar í sandfoki hug- myndaflugsins, en ekki á bjargi vissunnar. En Nordal hefur tek- izt að samræma þessar gáfur og láta þær efla hvora aðra. Dómgreindin hefur gert ímynd- unarafl hans markvisst, en til- finningin skarað glóð sína að skynseminni, kynt undir vits- mununum? Og heimspekingur- inn, sálfræðingurinn, hefur gætt vísindin fyllra lífi, flutt fræð- in í mannheima. Hugsun hans hefur jafnan lagt leið sína gegn um hjartað. Nordal hefur varpað nýju Fegursti garður- inn í Garðahreppi Á ÞESSU sumri hefir Rotary- klúbburinn Görðum, en félags- svæði hans nær yfir Garðahrepp og Bessastaðahrepp, gengist fyrir því að veitt væri viðurkenning fyrir fegursta garð á félagssvæði klúbbsins. Viðurkenningu hlaut garðurinn að Faxatúni 21, Garða hreppi en eigendur hans eru hjónin Erna Konráðsdóttir og Sveinbjörn Jónsson. Á fundi klúbbsins mánudaginn 12. sept. s.l. var þeim hjónun- um aíhent viðurkenningarskjal fyrir bezt hirta og fegursta garð- inn á félagssvæði klúbbsins sum- arið 1966. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt á þessu svæði en ætlunin er að halda ljósi á forna sagnaritun fslend- inga, bókmenntalegra og skáld- skaparlegra en áður var. Hann hefur fyrstur manna greint þær í frumþætti vísinda og listar og tekið sérstöku ástfóstri við Snorra Sturluson, þar sem sam- ræmi listar og vísinda nær ein- mitt hámarki sínu og mannskiln ingur sálfræðingsins á fjöllyndi eða marglyndi Snorra fær einn- ig notið sín. Þarna hefur Nor- dal fundið vettvang fyrir alla höfuðþætti gáfna sinna og áhuga mála. Og víðast hvar hafa þeir horft til heilla og ekki sízt í rit- skýringu hans á síðari tíma bók- menntum. Bókin um Snorra Sturluson stendur á milli doktorsritsins um Ólafs sögú helga og íslenzkrar menningar, sem ég er sann- færður um að talin verður ein merkasta bók, sem út hefur ko;n ið á íslenzku á fyrra hluta 20. aldar. En ekki er Nordal síður gefið að draga upp miklar skálda myndir í fáum dráttum stuttra ritgerða. Þær eru sígilt afbragð. Aldrei þyrlar hann í kring- um sig moldviðri lærdómstil- vitnana. Hvorki hefur hann löng un til þess né heldur þarf hann að hylja neina snögga bletti á sjálfum sér í sliku rykskýi. Lær dómurinn er honum undirstaða, en ekki yfirskin. Flest það, sem hann hefur skrifað, hefur náð jafnt til kosta vöndustu sérfræðinga um víða veröld sem lestrarfúsra alþýðu- manna á íslandi. Þannig hefur hann i senn verið einhver mesti menningarboðberi íslendinga ut á við og einn ástsælasti alþýðu- fræðari þjóðar sinnar. Á sama hátt er mál hans í senn bæði auðugt og óbrotið. Slík er virðing hans fyrir vanda og vegleik tungu og stíls, að aldrei hefur hann skrifað neitt svo lítið, að hann hafi ekki gert það eins og bezt hann mátti. Sú reisn og sá alþýðleiki, er samein- ast i stíl hans, minnir á, hve vel hann kann að umgangast jafnt tigna menn sem alþýðu. Um langa ævi hefur hann ávallt fylgzt með tíma sínum, verið samtímamaður hverrar ungrar kynslóðar. Minni og hugsana- skerpa hefur ávallt verið og er enn svo frábært, að það er sem hann hafi áður gjörhugsað hvert það mál, sem á góma ber. Slík i andans atgjörvi hef ég aldrei kyTinzt. Á minnispeninginn, sem út er gefinn í dag, er letraður þessi vísuhelmingur úr Hávamálum: Brandur af brandi brennur unz brunninn er, funi kveikist af funa. Sigurður Nordal hefur hald- ið og heldur á loft þeim mennta kyndli, sem lýsir langt út i lönd — og vermir og bjarmar í hug- um íslendinga um ókomnar tíð- ir. ^ Ég leyfi mér að flytja frú Ólöfu og Sigurði Nordal, fjöl- skyldunni allri og öllum íslend- ingum farsældaróskir á þessum degi, og í nafni alls þorra ís- lendinga votta ég Sigurði Nor- dal virðingu og þakkir. „Funi kveikist af funa“. því áfram og þá jafnframt ráð- gert að veita viðurkenningu fyrir snyrtilegasta bændabýlið á félags svæðinu. Það er von forráðamanna klúbbsins að viðurkenningar sem þessar verði garðeigendum og bændum hvatning til snyrtilegr- ar umgengni við heimili sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.