Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15 sept. 1968 MORGUNB LAÐIÐ 11 Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráös _- . t 11 _ or> nlriiMilarfe í nlliim Cfroímim ftff Mayen. Á þessum hafsvæðum hafa íslendingar engin sérrétt- indi til veiðanna og á sumum svæðunum ekki miklu hagfelld* ari aðstöðu en aðrar þjóðir, unr.- fram það að vera vel undir veið- arnar og vinnslu aflans búnir. Jafnframt þessu hafa veiðarnar verið stundaðar lengra fram eftir hausti og allt fram um áramót. Hefur lágur sjávarhiti valdið því, að sumarið hefur verið ódrýgri vertíð en ella, og jafnframt hindrað, að síldin gengi úti fyrir Norðurlandi. Tilflutningur síldveiðanna hef ur spillt stórlega afkomu síldar- verksmiðjanna á Norðurlandi og teflt rekstri þeirra í algjöra tví- sýnu. Hefur rekstur þeirra í vax andi mæli byggzt á síldarflutn- ingum, og er nú svo komið. að reikna má með, að megmhluti vinnslumagnsins sé fluttur langt •ð. Síldarverksmiðjur ríkisins, tem eiga verksmiðjur bæði á Norður- og Austurlandi, hafa mest bolmagn til að tryggja áframhaldandi rekstur verk- smiðja á Norðurlandi. Verk- smiðjur einkafyrirtækia og bæj- arfélaga hafa á hinn bóginn ekki siíka aðstöðu. Áframhald á rekstri síldar- verksmiðja og, ef verða má, á síldarsöltun og annarri vinnslu síldar á Norðurlandi er þýðing- armikið skilyrði fyrir viðhaldi og þróun byggðar í þeim lands- hluta. Líkur eru til, að veru- legur hluti síldveiðanna færist að nýju til Norðurlands. Eru þá örðugleikarnir tímabundnir, þannig að síldariðnaður á sér framtíð sem varanlegur þáttur í atvinnuHfi Norðurlands. Jafn- vel þótt síldveiðar á djúpmið- um út af Austurlandi séu trygg- ari, er staðsetning veiðanna svo breytileg, að jafnan má búast við mikilli flutningaþörf. Afkasta- geta síldarverksmiðja á Austur- landi er þegar orðin svo mikil, að frekari uppbygging er hæpin frá hagrænu sjónarmiði og bein- línis óæskileg frá félagslegu sjónarmiði, þar eð hún dregur úr nýtingu mannafla og tækja norð- anlands. Breytir það engu í þessu efni, þótt afkoma þeirra verksmiðja á Austurlandi, sem bezt eru staðsettar, sé framúr- skarandi góð og nýjar verksmiðj ur gætu verið arðvænleg fyrir- tæki fyrir eigendur sina. Síldar- stofninn mun nú vera nærri há- marki, og má búast við að halla muni undan um nokkurt árabil. Er þeim mun minni ástæða til nýrrar fjárfestingar í greininni. Á hinn bóginn veitir áframhali síldarvinnslu- á Norðurlandi auk ið svigrúm til að renna fleiri og traustari stoðum undir atvinnu- líf þess landshluta. Iðnaðarframleiðsla fyrir inn- lendan markað mun að mestu hafa verið í stöðnun árið I9ol vegna verkfallsins það ár. Næstu tvö árin mun þessi fram- leiðsla hafa fylgzt fyllílega að við þróun annarrar framleiðsiu. Af fyrirliggjandi upplýsingum að dæma mun hún jafnvel hafa aukizt um 9-10% hvort þessara ára. Enda þótt enn sé örðugt um nákvæmt mat á framvindu tveggja síðustu áranna, 1964 og 1965, má ætla, að iðnaðarfram- leiðslan í heild hafi tæplega auk izt svo neinu nemi á þessum ár- um. Margar greinar iðnaðarins hafa mætt aðlögunarerfiðleikum af völdum frjálsari viðskipta og harðari samkeppni erlendis frá. Allar hafa þær orðið að rísa undir kaupgjaldahækkunum, sem hafa verið mun örari en í viðskiptalöndunum. Verðlag inn fluttrar iðnaðarvöru hefur ýrnist hækkað mjög lítið eða alls ekki, þannig að samkeppnisaðstaða iðnaðarins hefur farið ört versn- andi. Einstakar iðnaðargreinar, sem miður hafa staðizt sam- keppnina, hafa dregizt verulega saman. Hefur það vegið upp á móti vexti hinna, sem betur hef- ur vegnað. Laneflestar areinar iðnaðar- ins njóta annað hvort fjarlægð- arverndar, þ.e. fást við stað- bundna þjónustustarfsemi og framkvæmdir eða framleiða tor flytjanlegar vörur, eða njóta mjög verulegrar tollverndar. Tollverndin hefur þó ekki verið nýtt til fulls í verði varanna, bæði fyrir áhrif verðlagsákvæða og sennilega einnig til þess að auðvelda sölu. í>annig bjó iðnað- urinn yfir talsverðri getu til þess að velta kostnaðarhækkun- um yfir í verðlag framleiðsluvar anna. í því skyni, að unnt væri að ná sem mestum hagvexti sam fara sem minnstum verðhækk- unum, var það þýðingarmikið, að dregið væri úr þessu svig- rúmi, jafnframt því að fram- leiðslu væri beint inn á þá braut, að framleiðni gæti aukizt sem mest og þar með getan til að mæta kaupgjaldshækkunum. Að þessu var stefnt með lækk- uðum innflutningstollum og auknu frjálsræði í innflutningi. Siðasta tollalækkunin, sem veru lega kvað að í þessum efnum, var framkvæmd vorið 1963, en aftur á móti hefur aukning frí- lista um tvö næstliðin aramót haft verulega aukningu sam- keppni í för með sér fyrir sumar iðngreinar. Tekjuþróunin sjálf hefur svo haft hliðstæð áihrif. Sjávarútvegurinn hefur haft for ystu um tekjuþróunina og bygg- ingarstarfsemi og önnur mann- virkjagerð hefur fylgt fast á eft ir. Tekjukröfur sniðnar við hæti annarra atvinnuvega hafa þann- ig borizt iðnaðinum að höndum, en það hefur samsvarandi áhrif á hag atvinnuvegarins og minnk un tollverndar. Enda þótt þessi þróun hafi gert beina lækkun tollverndar síður aðkallandi en áður var og torveldað fram- kvæmd hennar, er allsherjar endurskoðun tollamálanna þýð- ingarmikið framtíðarverkefni. og er undirbúningsstarfi við þá endurskoðun haldið áfram. Ljóst er, að iðnaðarframleiðsl- an hlýtur að verða megin uppi- staðan í þróun atvinnulífsins hér sem í öðrum þróuðum löndum. Til þess að sá iðnaður geti svar- að þeim vaxandi tekjukröfum. sem til hans eru gerðar, verður að eiga sér stað mikil umsköpun til lífvænlegri skipulagshátta og rekstrar. Undanfarin ár hafa ver ið gerðar áthuganir á aðstöðu iðnaðarins við skilyrði vaxandi samkeppni við iðnað annarra þjóða og framkvæmt talsvert undirbúningsstarf að aðlögun til þess konar skilyrða. í þeirri að- lögun felst, að iðnaðurinn mundi starfa á opnari vettvangi sem virkari þátttakandi í alþjóðlegri verkaskiptingu, með áherzlu á útflutning jöfnum höndum við sölu á innlendum markaði. Fyr- irtækin þyrftu að verða stærri og hvert þeirra að einbeita sér að færri tegundum, svo að unnt sé að beita aðferðum fjöldafram leiðslu og hagræðingu. Jafn- framt hefðu fyrirtækin sam- vinnu um sókn inn á erlenda markaði og önnur verkefni. sem hverju þeirra fyrir sig væri um megn að valda. Ekki hefur enn gefizt ráðrúm til að hrinda aðgerðum af þessu tagi í framkvæmd nema að litlu leyti. Bæði fyrirtæki og stjórn- arvöld hafa verið of önnum kaf- in við að glíma við afleiðingar tekju- og verðlagsþróunar, jafn- harðan og þær hafa að höndum borið, til þess að geta látið verk efni af þessu tagi sitja í fyrir- rúmi. Hefur þessi þróun gengið svo nærri iðnaðinum, að mjög örðug skilyrði hafa skapazt 1i) þeirrar umskipulagningar og endurbóta, sem hér um ræðir. Til þess að iðnrekendur hafi í senn nokkra hvatningu og ger.u til þess háttar ráðstafana, þarf umfram allt að ná betra efna- hagsjafnvægi og öðlast þar með nokkra tryggingu fyrir því, að tekjuþróunin kollvarpi ekki þeim árangri, sem beztur getur orðið af slíkum endurbótum. Landbúnaðurinn hefur bund- izt innanlandsmarkaðinum í enn ríkari mæli en iðnaðurinn og er að sama skapi fjær því að bera í sér mikil tækifæri til vaxtar. Landbúnaðarframleiðslan í heild sinni hefur ekki aukizt mjög mikið á undanförnum ár- um. Er áætluð aukning hennar rúm 12% frá 1960 til 1965, eða rétt við 2.5% á ári. En þar sem vinnandi höndum í landbúnaði hefur farið fækkandi, er fram- leiðniaukningin mun meiri. Framleiðniaukningin stendur í sambandi við aukna ræktun og stækkun búanna. Talsverður hluti ræktunarinnar fer þó í reynd til þess að valda breyttum búskaparháttum, þar sem hluti af áður ræktuðu landi fellur úr notkun eða er tekinn til beitar. Þrátt fyrir mikla ræktun og aukningu áburðarnotkUnar hef- ur heyfengur aukizt tiltölulega lítið. Auk þeirrar ástæðu, sem að ofan greinir, hefur stirt ár- ferði átt þátt í þessu sum árin, einkum 1962 og 1963. Hið síðara þessara ára var sérstaklega örð- ugt, einkum sauðfjárbændum. Kjarnfóðurnotkun hefur auk- izt að miklum mun og virðist að miklu leyti hafa borið uppi aukn ingu framleiðslunnar hin síðari ár. Þótt sum árin komi til greina áhrif óhagstæðs tíðarfars, er, bæði í þessu og í aukinni áburð- arnotkun, að verki þróun til vél- væddra og vinnuléttari búnaðar hátt.a ásamt betri nýtingu fasta- fjármagns. Breyting á verðaf- stöðu afurða og rekstrarvara skiptir einnig miklu máli. Gengi erlends gjaldeyris hefur staðið óbreytt síðan 1961, en verð af- urðanna meira en tvöfaldast. Enda þótt niðurgreiðslur á áburði og fóðurvörum hafi ver- ið afnumdar og farmgjöld leið- rétt, hafa þessar vörur þó hækk- að miklu minna í verði en afurð irnar. Hefur þetta aukið á til- hneiginguna til umbreytingar áburðar og fóðurvöru í afurðir í því skyni að ná sem fyllstri nýtingu fjármagns og fénaðar. Mjólkurframleiðsla sú, sem kemur til markaðar, hefur auk- izt nokkru meira en heildar- framleiðslan, þar sem æ fleiri sveitir hafa tengzt mjólkurbú- um. Þannig hefur mjólkurmót- taka búanna aukizt um 40% frá 1960 til 1965, en áætluð heildar- framleiðsla um 22%. Framleiðsluaukningin hefur orðið viðskila við neyzluaukn- inguna. Neyzla hefðbundinna af- urða, að nokkru örvuð af mikl- um niðurgreiðslum, var orðin mjög mikil í lok síðasta áratug- ar. Aukning neyzlunnar hefur síðan ekki verið öllu meiri en sem svarar til fólksfjölgunar, sem síðustu árin hefur verið um 1.8% á ári. Er nú svo komið, að framleiðsla bæði mjólkur og sauðakjöts er um 25% meiri en neyzlan. Eftir gengisbreytinguna 1960 fór því ekki víðs fjarri, að sauð- fjárbúskapur til útflutnings stæði undir sér. En með þeirri sjálfvirkni, sem ríkt hefur í tekjuhækkun landbúnaðarins hefur það mark stöðugt þokazt undan. Jafnframt hefur umfram framleiðslan meir og meir kom- ið fram sem mjólkurafurðir, en í útflutningi skila þær ekki miklu meiru en einum tíunda grundvallarverðs til bænda á móti rúmlega einum þriðja fyrir sauðfjárafurðir. Veldur þessari þróun allt í senn, áhrif veður- fars síðustu ára, breyting búskap arhátta og verðhlutföll afurð- anna. Verðhlutfallinu hefur nú verið breytt að nokkru, og eru áhrif þess smám saman að koma fram í minnkandi umframfram- leiðslu mjólkur. Fjárfesting í landbúnaði hef- ur á undanförnum árum verið mikil og vaxandi, og notkun að- fenginnar rekstrarvöru hefur aukizt mjög. Þrátt fyrir þetta hefur framleiðslan aukizt tiltölu lega lítið, en þó nógu mikið tii þess að veruleg offramleiðsla hefur myndazt. Jafnframt hafa bændur talið, að þeim hafi ekki verið tryggð- sambærileg lífs- kjör við aðrar stétt'.r, svo að við hlítandi sé. Þróun landbúnaðar- ins á undanförnum árum sýnir ljóslega, hversu erfitt er að ná í senn hinu þýðingarmikla félags- lega markmiði, að jafna aðstöðu bænda og annarra stétta, og því hagræna markmiði, að ekki sé varið til framleiðslunnar nema hóflegu magni vinnuafls, fjár- muna og annarra framleiðslu- afla. í samræmingu þessara markmiða er vandamál landbún aðarins fólgið, og við þá sam- ræmingu hlýtur framtíðarstefn- an í landbúnaðarmálum að mið- ast hér á landi jafnt og í nálæg- um löndum. Byggingarstarfsemin hefur á undanförnum fimm árum aukið framleiðslu sína um hlutfalls- lega álíka mikið og sjávarútveg- urinn, eða um tæp 10% á ári að jafnaði. Nokkur samdráttur varð árið 1961, en mest varð aukn- ingin árið 1963, um 20%. Að sjálfsögðu getur ekki orðið áframhald á þessari stórstígu aukningu, sem borin hefur verið uppi af sérstaklega örri aukn- ingu tekna síðustu árin og örvuð af verðbólguþróun. Byggingar- starfsemin hefur sogað til sín mikið vinnuafl síðustu árin, jafn vel allt að því, er samsvarar helmingi aukningar yinnuafls- ins á árunum 1964 og 1965. Hef- ur þessi mikla vinnuaflsnctkun staðið viðgangi annarra atvmnu greina nokkuð fyrir þrifum og mundi gera það í enn ríkara mæli, ef áframhald yrði á. Greinileg ummerki eru þess, að verulega hefur gengið á fjár- festingarþarfirnar í ýmsum hefð bundnum greinum. Er því ekki ástæða til að búast við meiri vexti í byggingarstarfsemi fram- vegis en í undirstöðuatvinnuveg um eins og iðnaði, verði sæmi- legu efnahags jafnvægi viðhald- ið. Vaxandi tilhneiging er og til að létta undir með byggingar- starfseminni með framleiðslu og innflutningi byggingarhluta af ýmsu tagi, en með þvi er jafn- framt unnið að bví að jafna árs- sveiflu starfseminnar. Um aðrar greinar atvinnulífs- ins er torvelt að fjalla sökum heimildaskorts, enda síður ástæða til, þar sem flestar þeirra fylgjast að við þróun undirstöðu greinanna. Þó er þess að vænta, að hagræðing í verzlun geti á komandi árum haft mikla sjálf- stæða þýðingu. Fram til þessa hefur verzlunin vaxið með þeim hætti, að hún hefur tekið til sin mjög aukið vinnuafl. Með auknu húsrými verzlunar eru verzlun- arhættir þó teknir að breytast í afkastameira form. Verður að telja æskilegt og líklegt, að vörudreifingin fari í vaxandi mæli þá braut, sem sjávarútveg- ur, landbúnaður og iðnaður hafa áður markað með stóraukinni vinnuframleiðni, sparnaði og hagsýni í notkun vinnuafls. Þegar þeir þættir atvinnuþró- unarinnar, sem hér hafa verið raktir, eru dregnir saman í heild armynd, koma nokkrir megin- drættir glöggt í ljós. Vöxtur at- vinnulífsins á umliðnum árum hefur, eins og á flestum öðrum vaxtarskeiðum íslenzks efnahags lífs, að miklu leyti byggzt á hag- nýtingu nýrrar tækni í fáum greinum og á hagstæðum nátt- úruskilyrðum og markaðsaðstæð um. Frjálsræði i viðskiptum og athöfnum ásamt betra jafnvægi í greiðsluviðskiptum við önnur lönd en oftast nær áður hefur auðveldað hagnýtingu þeirra tækifæra, sem gefizt hafa, og aukin samkeppni bæði í útflutn ingsgreinum og iðnaðarfram- leiðslu fyrir innlendan markað hefur stuðlað að því að knyja fram umbætur. Á hinn bóginn hefur vöxturiim ekki, nema þá að mjög takmörkuðu leyti byggzt á þeirri hagnýtingu tækni og skipulags í öllum greinum og þeirri markvissu leit að tækifær um, sem einkennir atvinnulíf þróaðra iðnaðarþjóða. Það skipt ir miklu, að á þessu verði breyt- ing, því þess er ekki að vænta, að ört vaxandi verðmæti haldi áfram að skila sér á land án telj andi frumkvæðis og skapandi undirbúnings, hvorki í aukníim sjávarafla né í kjörum heimsvið skiptanna. Hin hagstæðu ytri skilyrði eru nú tekin að breyt- ast til hins verra, og hin nýja fiskveiðitækni hefur þegar skil- að mestu af þeim árangri, sem af henni er að vænta. Ef ná á viðunandi hagvexti í framtíð- inni, verður í ríkari mæli en verið hefur hingað til að marka þá stefnu í málefnum hinna ein- stöku atvinnugreina, er grípi til róta þeirra megin vandamála, sem þær standa frammi fyrir, jafnframt því, sem fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar leiti með markvissum hætti þeirra tækifæra, tækni og skipulags, sem bezt eru til hagnýtingar. Margvíslegra athugana og að- gerða er þörf, til þess að þetta megi verða. Umfram allt þarf þó jafnvægisástand að komast á, er tryggi stöðugt verðlag, hóf- stillingu í tekjuþróun, skynsam- lega ráðstöfun verðmæta og trausta viðskiptahætti, svo að at vinnufyrirtækjum gefist kostur á að starfa á grundvelli fram- sýnna áætlana. 4. Þróun atvinnu tekna launþega. 1 upphafi þess tímabils, sem í' þessari skýrslu hefur fyrst og fremst verið tekið til athugunar, þ.e. á árinu 1960, voru atvinnu- og ráðstöfunartekjur launþega hærri í hlutfalli við þjóðartekj- ur en þær höfðu nokkru sinni verið síðan 1948, er hin erfiða aðlögun að aðstæðum áranna eft ir styrjöldina hófst. Síðan hafa raunverulegar tekjur launþs^a þróazt í nánu samræmi við þró- un þjóðartekna, sé litið á tíma- bilið sem heild. Laúnþegar hafa því að fullu notið góðs af hinni miklu aukningu þjóðartekna á undanförnum árum og haldið þeirri hagstæðu hlutdeild í þjóð artekjunum, sem þeir höfðu náð á árinu 1960. Víðtækasta heimildin, sem fyr ir liggur um þróun lífskjara launþega, eru skýrslur um at- vinnutekjur kvæntra verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna, byggðar á árlegri úrtaks könnun skattframtala. Nú orðið er að vísu einnig farið að vinna skýrslur um framtaldar tekjur allra starfsstétta. En þær skýrsl- ur ná aðeins til áranna 1962-1964 og sýna brúttótekjur og nettó- tekjur í skilningi skattalaga, en ekki hreinar atvinnutekjur. Von ir standa til, að úr þessum skýrsl um megi innan tíðar vinna yfir- lit um skiptingu þjóðarteknanna í heild á starfsstéttir og atvinnu- greinar. í meðfylgjandi töflum (4-7) eru atvinnutekjurnar settar fram með ýmsum hætti. Sýndar eru meðaltekjur í Reykjavík og fyrir allt landið. Þá eru sýndar ráðstöfunartekjur, en þær eru atvinnutekjur að frádregnum beinum sköttum, en að viðbætt- um fjölskyldubótum. Hafa þær verið reiknaðar út þannig, að áætluð hefur verið' álag-i,- ing tekjuskatts, tskiuút- svars og nefskatta í hverj- um tekjuflokki í Reykja- vík miðað við tekjur hverr- ar starfsstéttar undanfarið ár og frá henni dregnar fjölskyldubætur miðað við fjölskyldustærð þá, sem miðað er við í vísitölu framfærslu- kostnaðar. Síðan hefur verið gert ráð fyrir, að ráðstöfunar- tekjur hverrar stéttar á öllu land inu stæðu í sama hlutfalli við atvinnutekjur stéttarinnar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.