Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 15. sept. 1968 MORGUNBLADID 31 ! Frú Si;þrú3ur Guðjónsdóttir, formaður Hringsins tekur á móti gjöfinni úr hendi Georges J. Lándau. Konráð Axelsson og frú standa til hægri. Bornaspítala Hringsins bernst stórgjniir Handtekinn á landa- mærum Sovétríkjanna NÝLEGA afhenti director George J. Landau frá félaginu The International Life Insurance Company (U.K.) Limited, stjórn Kvenfélagsins Hringsins 1000 dollara að gíöf, sem ganga á til BarnaspítaJans. Umboðsrr.aður þessa fyrirtæk- is á íslandi er hr. Konráð Axels- son, og var það fyrir hans for- göngu að Barnaspítalanum barst Gólfteppa- happdrættið í GÆR var dregið í Gólfteppa- happdrættinu á Iðnsýningunni og kom upp númer 2346, en vinn ingur er gólfteppi eftir eigin vali að verðmæti 25 þús. kr. (Birt án ábyrgðar). — Ródesía Framhald af bls. 1 Þjóðanna. Að öðru leyti er ljóst af yfirlýsingunni, að brezka stjórnin heidur fast við þá stefnu að forðast valdbeitingu í máli þessu. Það var sérstök sjö manna nefnd, sem kom samaui tilkynn- ingunni eftir árangurslausar til- raunir Lester Pearsons, forsætis ráðherra Kanada, til málamiðl- unar milli fulltrúa aðildarríkj- anna 22, sem ráðstefnuna sitja. í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá Kanada, Bretlandi, Zambiu, Uganda, Jf.maica, Indlandi og Nýja-Sjálandi. Stjórnmálafréttaritarar segja, að svo virðist, sem eini árangur af ráðstefnunni hafi verið að koma í veg fyrir að Zambia og Sierra Leone færu úr Samveld- inu, svo sem þau höfðu hótað. Utanríkisráðherra Zambiu lýsti því yfir í Nairobi í dag, að Wilson, forsætisráðherra, væri kynþáttahatari og maður, sem engin hefði grundvallarsjónar- mið. Væri það ljóslega áhuga- mál Wilsons að halda minnihluta stjórn Smiths við völd í Rhode- siu. Ráðherrann hafði viðhaft sömu ummæli i lyjndon, er hann fór þaðan í gærkveldi og gerði Wil- son þau að umtalsefni á ráðstefn unni í dag. Var hann hinn reið- asti og sko’-aði á fundarmenn að sýna það hugrekki að segja slikt frammi fyrir sér sjálfum — væru þeir á þessari skoðun — í stað þess að iáta slík ummæli falla sér á bak. Sátu fulltrúar sneypt- ir undir ádrepunni og fjármála- ráðherra Zambiu, sem var við- staddur, reyndi að bera fram af- sakanir. þessi gjöf. Sömuleiðis afhenti frú Lilly Ásgeirsson ísl. kr. 3.000,00 til Barnaspítalnns frá The English- Speaking Sunday School í Reykjavík. — K'ma Framhald af bls. 1 verði gerður helgidagur, og verði þá sungnir söngvar um Mao hug- myndir hans boðaðar hvarvetna og lesið úr verkum hans. Loks hafa Rauðu varðliðarnir óskað eftir að Mao haldi ræðu á þjóð- hátíðardegi Kína 1. október. Við viljum heyra rödd hans“. Segja fréttamenn, að langt sé um liðið frá því Mao hélt ræðu á þeim degi. Síðustu árin hafi borgar- stjórinn í Peking, Peng Chen, haldið aðalræðuna — en hann varð eitt af fyrstu fórnarlömb- um menningarbyltingarinnar. Þá herma fregnir frá Peking, að svo virðist sem staða Chou En lais, forsætisráðherra, sé enn trygg, sem þriðja valdamanns Kína — þrátt fyrir orðróm um að hann hafi átt í vök aðverjast og jafnvel verið lækkaður í tign. Ekki er enn orðið ljóst, hverjar breytingar hafa verið gerðar á valdastöðum í Kína — en í dag a.m.k. eru stjórnmála- fréttaritarar þeirar trúar, að fyrir utan Mao og Lin Piao, landvarna ráðherra, sé Chou En lai mestur valdamaður. Frá Helsingfors berast fregnir þess efnis, að kommúnistaflokk- arnir í Finnlandi og Tékkó- slóvakíu hafi fordæmt menning- arbyltinguna. — Mihailov Framhald af bls. 1 ríkismál Júgóslavíu. Mihailov er, sem kunnugt er leiðtogi þeirra ungu rithöfunda og menntamanna, sem ætluðu að koma á laggirnar óháðu tímariti. bókmennta- og stjórnmálatíma- riti, er flytti gagnrýni á stjórn- arvöld landsins. Mihailov var handtekinn, áður en honum tæk- ist að halda formlegan stofnfund tímaritsins og varð ekki af út- gáfunni að sinni. Hann var lát- inn laus í síðustu viku ,til reynslu", eins og sagt var og hef- ur lýst því yfir, að 'hann hafi í raun og veru náð tilgangi sínum —• viðbrögð yfirvaldanna hafi sagt allt, sem segja þurfti. — Óeirðir Framhald af bls. 1 sameinist undir einni stjórn. Ekki er vitað um mannfall í óeirðunum í Djibouti nú, en ljóst Áheit vegna Helgu Jóhönnu Hrafnkelsdóttur frá foreldrum kr. 500,00, trá Guðjóni Guðjóns- syni og frú kr. 200,00. Stjórn Hringsins færir gef- endunum sínar innilegustu þakkir. Washingt-n, 14. sept. NTB. • STEFNU Lyndons B. John- sons, forseta, í Vietnam og kynþáttamálunum virðist hafa aukizt fylgi í forkosningunum, sem fram fóru i eliefu ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. Hlutu þar svokallaðir „friðar- frambjóðendur“ 10—35% at- kvæða, en fylgjendur stefnu for- setans því meira. Nokkrar undantekningar urðu, að því er kynþáttamálin varð- aði, til dæmis í Maryland, þar sem George P. Mahoney, alger fylgjandi aðskilnaði kynþátt- anna, bar sigur úr býtum, sem frambjóðandi demokrata til rík- að margir hafa meiðzt meira og minna. Lögreglan hefur beitt bæði kylfum og táragasi. Af hálfu franskra yfirvalda er staðhæft, að Sómalía stuðli að sjálfstæðiskröfunum og óeirðun- um í franska Somalilandi. Virðist hætta á, að þarna verði mikið ófriðarbál kynnt, þar sem einnig Eþiópía hefur látið í ljós óskir um að fá yfirráð yfir franska Somalilandi. — Gæsahræ Framhald af bls. 32. ir af því að gæsin hefði s*rá- drepizt inni á fjöllum. Þegar farið var að athuga þetta, kom í ljós að fyrstu fréttir voru stór- lega orðum auknar. Og þar sem alltaf drepst eitthvað af stálp- uðum ungum, var ekki gerð nein gagnskör að því að kan.na þetva, sagði Finnur. Ef nú reynist rétt að gæsin hafi drepizt í stórum stíl, pá þyrfti að rannsaka það nánar og finna orsökina. En þetta er það fyrsta sem fréttist af slíku i ár. Stöðvar NAT0 París, 14. sept. — NTB-AP. ♦ FRANSKA stjórnin tilkynnti Fastaráði Atlantshafsbanda- lagsins í dag, að frá 1. október næstkomandi muni hún ekki hafa fullgildan fulltrúa í hernað- arnefnd NATO, heldur aðeins á- heyrnarfulltrúa. Jafnframt var frá því skýrt í París í dag, að endanleg ákvörð- un hafi verið tekin um að flytja aðalstöðvar bandalagsins til Casteau í Belgíu. Moskvu, 14. september. — NTB-AP — t UNGUR Bandaríkjamað- ur, Thomas Dawson að nafni, var sl. sunnudag hand- tekinn við landamæri Sovét- ríkjanna og Irans og sakaður um að fara í heimildarleysi inn á sovézkt land. Ekkert hefur verið um mál hans sagt af sovézkri hálfu, en Banda- ríkjastjórn hefur þegar gert ráðstafanir til þess að reyna að fá hann látinn lausan. Dawson starfaði fyrjr Friðar- sveitirnar bandarísku og hafði ásamt þremur starfsfélögum sín- um verið á leið til ráðstefnu í Teheran. Þeir dvöldust yfir nótt við Kaspíahafið og um kvöldið, áður en þeir gengju til náða, fengu þeir sér gönguferð um næsta nágrenni. Dawsoft og fé- lagi hans einn komu þá að á og tók Dawson af sér skóna og óð yfir hana. í nokkurri fjarlægð þóttust þeir greina gaddavírs- isstjóraembfcttisins. Voru fjórir frambjóðendur þar um hituna. í Minnescta bar svo við, að Karl F. Rolvaag, ríkisstjóri demókrata, sem verið hefur leið- togi bænda- og verkamanna- flokksins, sem Hubert Hump- hrey, varaforseti, stofnaði fyrir um tuttugu árum var neitað um að vera í framboði fyrir flokkinn og bauð sig fram sem óháður deir.okrati — og sigraði. Þykir þetta heldur ósigur fyrir Humphrey varaforseta. í Massachusettes urðu úrslit- in nokkur ósigur fyrir Kennedy fjölskylduua þar sem Kenneth P. O’Donneil. einn af nánustu samstarfsír'.cnnum Kennedys heitins forseta, tapaði framboði til ríkisst’óraembættisins. Þar sigraði Edward McCormack. girðingu, er þei'r töldu landamær in sovézku. Þá komu þar aðvíf- andi sovézkir landarnæraverðir og handtóku piltinn, að kunn- ingi hans segir. Sem fyrr segir, hefur ekkert verið sagt um atburð þenna af sovézkri hálfu. Hinsvegar birt- ist í dag grein í Komsomolskaya Pravda, þar sem segir, að all- margir bandarískir háskólar hafi skipulagt „vísindalegar njósnir“ í Sovétríkjunum. Nafngreinir blaðið marga visindamenn, sem hafi verið sendir til Moskvu * njósnaskyni. Stjórnmálafréttaritarar I Moskvu telja grein þessari fyrst og fremst beint til sovézkra vís- indamanna í því skyni að brýna fyrir þeim aukna varkárni í sam skiptum sínum við erlenda vis- indamenn. Dæmdur fyrir njósnir Berlín, 14. sept. — NTB. t HÆSTIRÉTTUR V-Berlínar dæmði í dag fyrrverandi lög- regluþjón til fimm ára hegning- arvinnu fyrir að hafa haft sam- band við austur-þýzku leyniþjón ustuna. Lögreglumaðurinn, Hans Weiss að nafni, 61 árs að aldri, játaði fyrir réttinum að hafa haft sam- band við austur-þýzku leyni- þjónustuna í 11 ár og hafa þegið mútur fyrir að veita upplýsingar um leyndarskjöl, er vörðuðu starfsemi lögreglunnar í Vestur- Berlín. Eiginkona Weiss. Irmgard Weiss, 56 ára að aldri, hlaut einn- ig fangelsisdóm fyrir að hafa haft milligöngu milli manns síns og A-Þjóðverja. Var hún dæmd í 9 mánaða fangelsi, en dómur- inn skilorðsbundinn í fimm ár. Einnig hún játaði brot sitt. Weiss skýrði réttinum svo frá, að þrátt fyrir mútuþægnina, hefði hann ekki njósnað til þess að auðgast á því — heldur sök- um þess, að hann hefði alla tíð verið kommúnisti. Frá Búrfellsvirkjun vegna framkvæmda við Búrfell óskum vér eftir að ráða: 1. Lagermenn vana afgreiðslu á járnvörum. 2. Bílstjóra og þungavinnuvélstjnra með meiraprófsréttindi. 3. Verkstæðismenn vana viðgerðum á þunga- vinnuvélum. 4. Reyndan kranamann á P & H hílkrana. Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóranum. FOSSKRAFT Suðurlandsbraut 32. Garðahreppur Börn óskast til að bera út ÍVforgunblaðið í Garðahreppi. Upplýsingar í síma 51247. Forkosningarnar hagstæðar stefna Bandarikjastjórnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.