Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 15. sept. 1968 MOR.CU N BLAÐIÐ 23 KAUPUM ÍSLENZKA IDNAÐARVÖRU IÐNISÝNINGIN w Bjorn Jónsson: PRENTUN er elzta iðngrein á íslandi — fyrsta prentsmiðjan var sett upp um 1530 á Hólum í Hjaltadal, og vár Jón biskup Arason frumkvöðull þess. Þegar einangrun iandsins og fólksfæð er höfð í huga er það furðu snemma sem hér er farið að prenta — í Danmörku kom prentsmiðja um 1482, en Norð- menn fengu fyrstu prentsmiðju sína ekki íyrr en 1643, eða rúmri öld eftir að prentsmiðjan var sett upp á Hólum. Framan af var prentsmiðjan ekki nema ein og átti oft erfitt uppdráttar. Upp úr siðaskiptum var prentsmiðjan flytt að Breiða bólsstað í Vesturhópi, og þaðan er elzta íslenzka bókin sem enn er til, Passio eftir Antonius Cor- vinus, sem Oddur Gottskálksson hafði þýtt. Guðbrandur Þorláks- son lét fiytja prentsmiðjuna aftur að Kóium árið 1572 og þar var hún til 1685, er hún var flutt suður að Skálholti. Þaðan var hún fiutt aftur að Hólum árið 1703 og var þar til 1799. Á þessari fyrstu hálfu þriðju öld íslenzku prentsmiðjunnar var ekkert prentað annað en bókmennUr guðfræðilegs eðlis. Á þessu varð breyting þegar Hrappseyjarprentsmiðja tók til starfa 1773, en þar voru prent- aðar bækúr um hagnýtari efni: landafræði, búskap, lögfræði, en auk þess skemmtiefni svo sem rímur og sögur. Ekki stóð prent- smiðjan sig samt vel fjárhags- lega, enda dundu þá Skaftár- eldar yfir og fylgdi þeim mesta hallæri sem sögur fara af hér. 1795 var prentsmiðjan flutt úr Hrappsey að Leirárgörðum og þaðan 1819 í Viðey, þar sem hún var til 1844. Það ái var hún flutt til Reykjavíkur og nefndist Landsprentsmiðjan- fram til 1876 er Einar Þórðarson, prentari, eignaðist hana og rak áfram í 10 ár. Þegar hér er kon ið sögu fer nútiminn að halda innreið sína, a.m.k. hvað nöfnum prentsmiðju fyrirtækjanna viðvíkur. Árið 1877 stofnaði Björn Jónsson, rit- stjóri, síðar ráðherra, ísafoldar- prentsmiðju. Niu árum síðar keypti hann prentsmiðju Einars Þórðarsonar og sameinaði sinni, og má þessvegna með nokkrum rétti segja, að sú smiðja geti rakið ætt sína til hinnar fyrstu prentsmiðju á Hólum. Af prentsmiðjum sem enn starfa eru þessar elztar auk ísa- foldarprentsmið]u: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri (1879), Félagsprentsmiðjan (1890), Prentverk Odds Björns- sonar, Akureyri (1901) og Prent- smiðjan Gutenberg (1905). Ekki er staður hér til þess að rekja þessa sögu lengri. en eftir því sem afkon.’P. landsmanna hefur batnað, hafa verkefni smiðjanna aukist og hefur það orðið grund- völlur að stofnun rnargra fyrir- tækja, einkum á árunum eftir síðari heimsstvrjöld. Hafa sum þessara yngri fynrtækja sérhæft sig á þröngum og oft nýjum sviðum, en önnur haslað sér völl á breiðari grundvelli. Mikil gróska er nú í iðninni, og hafa íslenzkar prentsmiðjur getað bætt mjög tækni sina og starfs- menn þeirra kunnáttu sína, eins og hvað skýrast kemur fram hvað snertir lit- og myndprent- un, sömuleiðis hefur leturúrval og uppsetuing prentgripa yfir- ÞETTA ER RO Y AL K AK A leitt tekið roiklum framförum. Ekki verður skilizt við þetta efni án þess að geta þeirrar ein- kennilegu staðreyndar, að þessi elzta iðngrem landsmanna mun ein af fáum iðngreinum í heimi, sem una verður því, að full- unnar frainieiðsluvórur erlendra keppinauta hennar eru fluttar algerlega toiifrjálst til landsins, á sama tíma og fjárfestingar- vörur innlendra framleiðenda og hráefm bera há aðflutnings- gjöld. Að vísu segja tollskrár- lögin, að verulegur tollur eigi að vera á íslenzku máli, en und- anþágur frá því ákvæði munu auðfegnar. Vonandi kemur að því, að ís- lenzkum prentsmiðjum verði búin betri aðstaða hvað þetta misrétti snertir, svo að þeim verði gert kleift, að tileinka sér framvegis sem hingað til nýj- ustu tækr.i. Annars gæti svo farið, að þessi mikilsverði þáttur nútíma fjelrniðlunar yrði allt i ( einu ekki semkeppnisfær við er- lenda aðila eftir að hafa verið það í rúm 400 ái. Væri þá illa komið málum, jafn tengdur og hann er íslenzkri menningu. Björu Jónsson. Rafn Hafnfjörð: OFFSETPRENTUN LITHOGRAFÍ AN var fundin upp árið 1798 af Þjóðverjanum Alois Senefelder og hefur þessi frum- stæða prentaðferð verið notuð æ síðan af mörgum þekktustu list- málurum veraldar. Prentaðferð þessi byggist á því einfalda lögmáli að fita hrindir frá sér vatni og öfugt. Gömlu meistararnir teiknuðu með fitu- kenndri krít á þar til gerða steina, struku síðan votum svampi yfir, báru svo lit á mynd- flötinn og prentuðu þannig nokk ur eintök eftir hverjum steini. Offsetprentun, sem fundin var upp árið 1905 af Ameríkumann- inum W. Rubel, er í grundvallar- atriðum eins og lithografían. Þar kemur aðeins gúmmidúkur til viðbótar og svo vélin sjálf. í stað in fyrir steininn eru nú komnar álþynnur, sem mydin er yfirfærð á með sérstakri ljósmynda- tækni. Af álþynnunni sezt myndin á gúmmídúkinn og af gúmmídúknum á pappírinn. Eru þessar yfirfærslur skýring á al- þjóðaorðinu offset . Árið 1937 hefst nýr þáttur í sögu prentlistarinnar á íslandi, með því að þeir Guðmundur Jó- hannsson og Einar Þorgrímsson kaupa fyrstu offsetprentvélina til landsins og stofnuðu þar með fyrstu offsetprentsmiðjuna, Lit- hoprent. Höfðu þeir báðir dvalíð lengi í Bandaríkjunum og orðið þar varir við framgang offset- prentunar og hugðu því gott til glóðarinnar hér heima. Rak Guð mundur þá prentmyndagerð í Reykjavík og kom sú reynsla hans sér vel við undirbúnings- vinnuna. Fyrsta verkið sem þeir offset- prentuðu var vaxtareikningsbók, sem enn er í góðu gildi og tók síðan við allskonar umbúða og smáprentun. Eftir um það bil eins árs erfitt brautryðjandastarf slitnaði upp úr samstarfi þeirra og sneri Guðmundur sér þá að venjulegri prentun, en Einar hélt baslinu áfram og fékk offset- prentun löggilda sem sérstaka iðngrein 6. nóvember 1943. Verð- ur hann því talinn faðir offset- prentunar á íslandi. Rak Einar Lithoprent til dauða dags (1950) og hafði þá útskrif- að 9 offsetprentnema. Offsetprentarafélag íslands var stofnað 1951 og árið 1960 var iðninni skipt í 2 greinar, offset- mynda og plötugerð, og offset- prentun. Starfandi menn í iðn- inni eru nú 41 og þar af eru 16 nemar, en tala offsetprent- smiðja er 7 með um 15 offset- prentvélum. Verkefnin Umbúðaprentun er stærsti þátt ur offsetprentunar hér á landi. Má segja að nálega allar niður- niðursuðudósir beri offsetprent- aða vörumiða og flestar gos- drykkjaflöskur, einnig eru alls- konar pappaöskjur offsetprent- aðar, sælgætispakkar, leikfanga- kassar og síðast en ekki sízt fisk- umbúðir. Nú í seinni tíð nefur farið mjög í vöxt, að gefa út lit- prentuð auglýsinga og kynninga rit, og hefur mikill hluti þessara rita verið offsetprentaður. Einnig er stór hluti kennslubóka offset- prentaðar, sérstaklega þeirra sem mikið eru myndskreyttar, en það fer mjög í vöxt hér á landi sem anftarstaðar. Enn frem ur eru flest litprentuð símskeyti og dagatöl offsetprentuð. Megin þorri landsmanna handleikur því offsetprentun í einhverri mynd, nærri daglega. Framtíðin Það sem háð hefur offsetprent un hérlendis einna mest, er öll meiriháttar setning á letri. Hafa offsetpretsmiðjurnar þurft að leita á náðir prentsmiðjanna í þessu efni og þurfa sjálfsagt enn um sinn. Það hlýtur því að vera draumur allra offsetprentsmióju eigenda að geta verið sjálfum sér nógir í þessum efnum og geta sett allt sitt lesmál sjálfir, með þeirri allra fullkomnustu setningartækni sem boðið er uppá í dag, „foto“-setningarað- ferðinni. Að vísu hafa flestar offsetprentsmiðjur haft um ára- bil „foto“-handsetningartæki, en nú nýverið hefur Lithoprent komið sér upp mjög fullkom- inni „foto“-setningarvél og er það vel, að elzta offsetprent- smiðjan ryðji einnig brautina á þessu sviði. Hafa þegar komið á markað- inn nokkur verk úr þessari vél og má sjá eitt slíkt á iðnsýning- unni, er það sýnishorn úr bók- inni Hófadynur, sem offsetprent- smiðjan Litbrá áýnir. Hefur þessi setningaraðferð rutt sér mjög til rúms á síðari árum og ýmis stór verk verið gerð á slíkar vélar, svo sem orðabækur, símaskrár og bibliur, og einnig hafa nokk- ur vikublöð og dagblöð tekið upp þessa nýju aðferð. Svo framarlega sem íslenzkar offsetprentsmiðjur geta haldið velli, í samkeppni við tollfrjáls- an innflutning á ýmiskonar prerit verki, þá er það „foto“-setning- araðferðin sem einna mest verð- ur byggt á í framtíðinni, ásamt margvíslegri litprentun. ÞAÐ ER AUÐFUNDIÐ HUSMÆÐUR: notid Avallt BEZTU HRAEE I BAKSTURINN PRENTIÐNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.