Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 19
Flmmtudaff'i:' 15. sept. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 19 Jón B. Guðmundsson frn Bíldndnl - Minning F. 7. júlí 1870. D. 7. Sept. 1966 ÞEIR muna margt og meira en tvenna tíma, sem voru þrítugir um aldamót og hafa auk alda- mótanna lifað þrjár þjóðhátíðir sem allar marka tímamót brey'- inga og byltinga í þjóðlífi og iþjóðarsögu. Frá moldarkofum til glæsibæja breyttust hús og byggingar. Fra handknúnum. árabáti til vélknu- innar skeiðar hverfðust farkost- ir hafsins. Frá stirðum klyfja- jálki til fagurskínandi flugvirkis foreyttust farartæki á landi. En eitt breyttist ekki, en átti sitt flug ofar moldarkofa og höu árabáti og vélskipi. áburðarkap i og flugfari, það var mannssálin s.;álf, hin göfuga, trúaða manns- sál, sem skildi þetta allt, fagn- aði því öllu og fylgdist meö hraðanum, þó eiginlega án þess að bifast, en átti samt sinn þátt. sinn kraft til að móta það, skapa það og ráða því. Og þó — mikill er munurinn. og stundum gæti verið hætta á því, að huguf eða hjarta yrðu föst í tannhjóli gróttakvarnar, sem myldi þá mélinu smærra. Hugsið ykkur árið 1870. Þá er þjóðhátíðin 1874 enn ekki komin þessi fyrsti morgunroði frelsis- sólar á íslandi. Hvernig skyldi annars baðstofukrýlið á Siglu- nesi á Barðaströnd hafa litið út þar sem lítill drengur var vaf- inn innan í mjúkan ullarklút. þótt sumardagur væri og lagður eins og böggull upp í rúmshorn undir skarsúð, þar sem móðu'- inni var Hka búin hvíla, eftir að hún var tekin upp af gólfinu því að sennilega „lagðist hún á gólf“ meðan barnið fæddist. Það var fæðingarspítali eða fæðing- arheimili þátíðarinnar. Nei annars — við getum ekki hugsað okkur umhverfi og að ■ stæður, þrátt fyrir auðugt í- myndunarafl. Það er eins og ann ar heimur, þótt nú finnist fóliíi yfir mörgu að kvarta í öllum þægindunum. En eitt er víst, litli drengur- inn, sem fæddist á Siglunesi 7 júlí 1870 eða fyrir 96 árum, hann var svo innilegt gæfubarn eilífðardraums að hann gat fylg öllum breytingum og tekið þáct í nýsköpun heillar aldar á Is- landi nútímans með fögnuði og skilningi, og glataði engu af sinni sálarró og hjartafriði, virt- ist aldrei gripinn í tannhjól hrað- ans. En hann hafði líka alltaf laugað sál sína í góðvild og starfs gleði og aldrei tekið inn beizkju- pillur öfundar né andað að sér seiði hinnar taumlausu kröfu. Hann hét Jón Bjarni Guð- mundsson og er einmitt kvaddur hinztu kveðju í dag, eftir nær heillar aldar þrotlaust starf vtð að laga til, bæta og fegra í þess- um heimi. Hann var smiður af Guðs náð og gat oft horft á handaverk sín undir sjónhendingu meistarano. sem í líkingunni frægu er látinn hugsa: „Sjá, það var harla gott“ Foreldrar Jóns voru Auðbjörg Jónsdóttir og Guðmundur Gísla- son, bóndi, hjón þá á Siglunesi. Um ættir veit ég ekkert. En mest er að marka hvernig mað- ur hver sannar ætt sína um ævi- veg. En þannig sannaði Jón ætt- armót sitt, að hann hlýtur að hafa verið hinnar göfugustu ætt- ar á íslandi að handlagni, list- skyggni og prúðmennsku. Þetta sannaði hann sjálfur. hvað sem þeir segja í blöðunum, þessir spekingar, sem eiga svo bágt, ef einhverjum er hrósað. Ungur missti Jón föður. sinn, en fluttist með móður og stjúp- föður, sem Tómas hét Jónsson að Skjaldvararfossi á Barða- strönd og þar ólst hann upp hja þeim. Rúmlega tvítugur flutti hann með fjölskyldu sinni til Bíldu- dals. Og var eftir nokkur á.’ orðinn einn af helztu starfsmönn um hjá Pétri Thorsteinsson, hiu- um mikla framkvæmdamanni jg nýsköpunarfrömuði íslenzkrar framsækni, sem gat látið lítið fátækt þorp vestur á landi keppa við höfuðstaðinn í verktækm, mennt og listum. Jón var bæði skipasmiður og húsasmiður og naut sérstakrar hylli Thorsteinssons-fólksins einu og öllu. Hann var líka verk- stjóri við setningu skipa, nokkurs konar slippstjóri við flota útgerð arinnar á Bíldudal. Og þeir féliu ekki aldeilis á hliðina, fiskikútt- erarnir þar. Þar var hagsýni, reglusemi, framsýni og kraftar allt samtaka í verkstjórninni og skipulaginu. En Jón var meira en skipa- smiður og verkstjóri hjá útgerð- inni og framkvæmdunum á Bíldu dal. Hann var þúsundþjalasrmð- ur býggðarlagsins. Allt lék höndum hans: Heimilistæki, am boð, klukkur, úr og meira að segja leikföng. Og kannski var smiðurinn aldrei glaðari en yfir brosi frá fagnandi barni. Og a þessu heimili var líka fylgzt með tímanum, enda klukkur oft margar á veggjum, þar sem þær biðu eiganda sinna. Fyrsti grammófónninn, fyrsta útvarpstækið á Bíldudal kom á heimili Jóns, og þá þótti honum sjálfsagt að kynna sér einnig eðli og gerð þessara nýtízkr- tækja. Öllu fagnaði smiðurinn ungi. Hvort hann hafði lært og hvar. Það veit ég ekkert, fremur en um ættina. En hann var bara smiður — smiður af Guðs náð hvað sem öllum prófum leið. Kannske hefði einhver vitleysu lagagreinin nú varnað honum starfs. Guði sé lof, þæ.r voru ekki til þá slíkar reglur. Jón Guðmundsson kvæntist Sigríði Benjamínsdóttur, ættaðn úr Arnarfirði. Þau áttu sitt heim ili á Bíldudal alla tíð, vinsælt, veitult og gestrisið. Öllum var sjálfsagt að hjálpa- og stundum sendar vistir heim til allslausra. Kannske voru þau alltaf fátæK, en þar var alltaf nógur auður, ef veita þurfti. Sjálfstæði var þeim heilög hugsjón. Um laun hugsaði Jón aldrei fyrst og fremst, hela- ur starfið og gleðina yfir því. Sigrar yfir efninu voru ham- ingjulindir hans. Og þannig mótaðist heimilið o^ börn þeirra hjóna við glaðlegt öryggi. Þau eignuðust 6 börn, en misstu ungan son, fyrsta barn sitt, og síðar dóttur x Þormóðs- slysinu hörmulega. Hin fjögur eru á Iífi, þrjár systur: Auð- björg, Eva, Bergþóa og svo bróð irinn Banjamín, allt ágætasfa fólk, sem stráir um sig brosinu og lífsþrótti. Jón missti konu sína árið 1939 en nær áraiug síðar kvaddi hann sinn kæra Bíldudal og flutti tii borgarinnar og hefur átt hér heirna siðan, lengst í Nökkvavogi 4, hjá Bergþóru dóttui sinni og Sigfúsi Sigurðssyni manni henn ar. Þar átti hann friðsælt ævi- kvöld á góðu heimili við ástúð og virðingu vandamanna og vina. Elliheimili kom aldrei til greina handa honum. Og lífs- þrótti sínum, heilsu og starfsgleðí hélt hann til hins síðasta, þóa líkamskraftar væru mjög á þrot- um hin síðustu ár. Skapgerð hans var ákaflega heilsteypt og vel mótuð. Hann var fyndinn og spaugsamur, hafði næmt auga fyrir hinu broslega í tilverunni og benti gjarnan á það á jákvæð- an hátt, án þess að særa. Hann þótti því mjög skemmtilegui samstarfsmaður og góður félagi. Drenglund og prúðmennska var slík, að kunningjar segja að hon um hafi aldrei hrotið blótsyrð' af vörum né last um nokkurn mann. Hann var þrátt fyrir um- svif í verkstjórn og vinnu á fyrri árum hógvær og hlédrægur mað ur og voru aldrei sungnir neimr lofsöngvar, né gerður að honum glaumur, mundi hann þó mörg- um fremur hafa átt heiðurstölu r ramhald á bls. 25 IÐNSÝNINGIN 1966 Skyndihappdrætti Matvælaiðnaðarins Skrá yfir ósótta vinninga í Skyndihapptlrætti Mat- vælaiðnaðarins á Iðnsýningunni 1066, fostudaginn 9. september síðastliðinn: 18 27 42 43 182 463 500 778 796 797 910 914 940 979 1183 1195 1213 1219 1257 1271 1348 1389 1390 1410 1713 1859 1902 1903 2249 2261 2346 2557 2584 4194 2930 4658 3043 4724 3224 3226 3248 3300 3301 Vinninga skal vitjað í Sýningarhöllin í Laugardal daglega kl. 14 til 18 á meðan sýningin stendur. Nefndin. TODAY’S FTNEST WEATHERPROOF Austurstrætí 14 — Sími 12345 Laugavegi 95 — Sími 23862 Þakjárn Lítils háttar gallað þakjárn 10 og 11 fóta nr. 24, breiðari tegund, til soln á mjög hagstæðu verði. Verzlunarsambandið hf. AfgreiðslustúSka Stúlka óskast til afgreiðslustaría nu þegar eða 1. október nk Upplýsingar í verzluninni (ekki •' síma) milli kl. 6 og 7 e.h. í dag og á morgun. Gleraugnaverzlun Ingólfs S. Gíslasonar Skólavörðustíg 5. ATVINNA Óskum eftir að ráða kvenfólk og korlmenn til starfa í verksmiðjunni, sem fyrst. — Hálfsdags vinna Jkemur einnig til gteina. Dosaverksmiðjan hf. Borgartúni 1 — Sími 12085.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.