Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. sept. 196» iP LOFTPRESSUR gjörnýta véla- og vinuuafl. L,eitið upplýsinga Tryggvagötu 10. — Símar: 15815 og 23185 Aígreiðslustúlka óskost Viljum ráða röska stúlku til afgreiðslu- starfa í verzlun vora. M.R, búðin Laugavegi 164. Hádegisverður Það er fljótlegt, ódýrt og þægilegt að fá sér heita PRIMA pylsu í hádeginu — og raunar hvenær sem er. Það kostar það sama hvort sem þær eru soðnar eða steiktar og með 7 tegundum af kryddi eftir vali. 2 PRIMA pylsur og mjólk er ódýr, ljúffeng- ur og hollur hádegisverður. PRIMA Austurstvæti 22 — Laugavegi 86. Afgreiðslustarf Stúlka og karlmaður óskast til afgreiðslustarfa. Kjöfbúð Vesturbæjar Bræðraborgarstíg 43. larry Sataines LINOLEUM Parket gólfflísar Parkei goiiuukur — GLæsileair litir Tvíburar átftræðir: Guðmundíno og Jón Árnu- börn í Hlíðurhúsum GRENSÁSVEG 22 24(HÖRNI MIKLUBRAUTAR) SIMAR 30280 & 32262 TVIBURARNIR Guðmundína Árnadóttir og Jón Árnason eru áttræð í dag. Fædd þann 15. sept. 1886 í Hlíðarhúsum í Reykja vík. Foreldrar þeirra voru hjónin Jakobína Jónsdóttir og Árni Kristjánsson, sonur Kristjáns á Borg í Arnarfirði og er sú ætt alkunn. Jakobína ólst upp hjá Ófeigi „ríka“ á Fjalli á Skeiðum, og var því uppeldissystir Ófeigs yngra, föður Tryggva Ófeigsson- ar útgerðarmanns og þeirra systkina og var alia tíð mjög kært með þeim. Svo mikla tryggð hafði hún bundið við æskustöðv- ar sínar og innrætt börnum sín- um, að þau fóru þangað ásamt börnum og barnabörnum til að minnast aldarafmælis móður sinnar. Ævi Jakobínu var sann- kölluð hetjusaga. Árni maður hennar var mesti dugnaðarmað- ur eins og hann átti kyn til, stundaði bæði búskap og útgerð £ Hlíðarhúsum, en þegar þau höfðu eignast átta börn, þar af þrenna tvíbura, veiktist hann af lömunarveiki og lá í rúminu í þrjú ár máttlaus í fótum. Nú var óhjákvæmilegt að sundra heim- ilinu og þau fluttu til Arnar- fjarðar. I>ó að það væri bót í máli að börnin komust öll á góð heimili hjá frændum og vin- um, má nærri geta hvað sárt það var fyrir móðurina að slíta þau frá sér, þá voru þau Jón og Guðmundína ársgömul. En þegar farið var fram á það að Jakobína sliti í bráð samvist- um við mann sinn, sagði hún þvert nei. Hún trúði engum til að hjúkra honum nema sjálfri sér. Um læknishjálp var ekki að ræða, en öll gömul húsráð reyndi hún, og kærleikurinn vísaði henni veginn. Þegar sól- skin var, bar hún, þessi smá- vaxna kona, hann út og lét sólina skína á fætur hans á með an hún nuddaði þá með feiti af öllum kröftum. Þetta bar þann árangur, að eftir þrjú ár komst hann til heilsu. Nú vænk aðist hagur þeirra aftur, og þeg- ar þau höfðu komið sér upp húsi, komu öll börnin heim aftur. Þá voru þau orðin það stálpuð að þau gátu farið að létta undir með foreldrum, dreng irnir fóru til sjós og telpurnar í fiskvinnu. Systurnar giftust flestar ung- ar, en á meðan þær voru heima borgaði faðir þeirra þeim 40 kr. í árskaup og gaf þeim þess utan 4 kr. á Sumardaginn fyrsta og jólum. Mun það hafa verið frem ur sjaldgæft á þeim tímum. Guðmundína giftist 15. sept. 1905 Kristjáni Magnússyni skip stjóra á Bíldudal, mesta myndar- og dugnaðarmanni. Þau eignuð- ust 9 börn, sem öll náðu fullorð- insaldri. Barnabörn þeirra eru orðin 30 og barnabarnabörnin 42. Er það fríður og mannvæn- legur hópur. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1926 og var Kristján stýri- maður á togurum á meðan heils- an leyfði. Hann lézt árið 1949. Guðmundínu hefur auðnast að gera nokkuð, sem ég hygg vera einsdæmi, en það er að halda langömmúbörnum sínum undir skírn í öllum kirkjum Reykja- víkurborgar. meira að segja líka í Landakotskirkju, því að ein dótturdóttir hennar er gift ka- þólskum manni í Ameríku. Eins og flestir drengir á Vest- fjörðum, fór Jón Árnason snemma að stunda sjóinn. Hann mun ekki hafa verið nema 12 ára þegar hann fyrst fór á skútu, enda varð sjómennskan ævistarf hans. Nítján ára fór hann á Sjó- mannaskólann og að loknu námi varð hann stýrimaður og seinna skipstjóri á skipum Ágústar Flygenring í Hafnarfirði. Nokkur ár var Jón á brezkum togur- um og sigldi þá m.a. á Ný- fundnalandsmið. Árið 1916 flutt- ist Jón til Seyðisfjarðar. Stund- aði þar útgerð og kenndi segla- saum og fleira er að sjómennsku laut. Á Seyðisfirði kynntist Jón Þau Jón og Guðbjörg eignuð- ust sex börn, sem öll eru á lífi, mesta myndarfólk. Barnabörnin eru orðin sautján og eitt barna- barnabarn. Alis munu afkomend- ur þeirra Jakobínu og Árna nú losa þrjú hundruð. Ég sendi þeim systkinum og konu sinni Guðbjörgu Guðmunds dóttur, ættaðri af Suðurlandi. Þau giftust 2. nóv. 1918. Guð- björg er mesta myndarkona, sem hefur búið manni sínum indælt heimili. Seinustu 20 árin hafa þau búið hér í Reykjavík, en um það leyti sem þau fluttu minnkuðu atvinnumöguleikarnir á Seyðisfirði, og einnig var auð veldara að koma börnum til mennta hér syðra. fjölskyldum þeirra innilegar af- mæliskveðjur með þökk fyrir gamalt og gott og vona að þeim farnist áfram vel í glímunni við Elli kerlingu, en bæði vinna þau enn fullan vinnudag. Systkinin taka á móti gestum í kvöld kl. 8 í félagsheimili Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Sigríður J. Magnússon. Afgreiðslustarf — Söluturn 1—2 stúlkur eða ungiingspillar óskast til af- greiðslustarfa og einnig 2 stúlkur i söluturn í nágrenni Reykjavíkur. — Upplysingar i síma 22060 í kvöld og næstu kvöid milli kl. 6 og C e.h. Kaupfélag Kjalarnesþings, Brúarlandi, Mosfellssveit. SI4:»4«>i:h óley Laugavegi 33. UttWWlM Ný sending Hjúkrunarkonusioppar Einnig bláir sloppar fyrir liúsmæðra- skólana. Hafnarfförður Föndurnámskeið fyrir börn 5 og G ára tekur aftur til starfa 26. sept. — Uppl. í sirna 51020. Ragnhildur G. Gaðmundsdóttir. Bíla otj Búvélasalan v^Miklatorg - Sími 23136 Tilboð óskast í Mercedes Benz ’58, 190. — Bíllinn er í topp standi. Einnig í Moskwitch ’57. — Bílamir eru til sýnis á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.