Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID 25 FimmtudagUP 15. sept. 198§ — HagráB Framhald af bls. 12. _ íngu fjölskyldubóta, sem vísi- tala neyzluvöruverðlags tekur ekki tillit til. Öll árin 19G2-19Ó6 munar hins vegar mjög litlu, hvort miðað er við vísitölu neyzluvöruverðlags eða vísitölu framfærslukostnaðar í heild. Svo sem að er vikið hér að framan, hefur þróun atvinnu- tekna og kauptaxta hvor um sig sína þýðingu. Bilið á miili þeirra gefur einnig mikilvægar vísbendingar um ástand kjara- mála og efnahagsmála almennt. Til þess að gildi þess sé rétti- lega skilið og metið, þarf að vera hægt að greina þróun tekn anna í helztu þætti sína, og þá fyrst og fremst eftir því, hvort um verðþætti eða magnþætti er að ræða. Helztu þættir þróunar atvinnu tekna eru þessir: kauptaxtar, sem eru hreinn verðþáttur og fara eftir kjarasamningum, breytt lengd vinnutímans, sem er hreinn magnþáttur, og breytt samsetning vinnutímans, þ.e. skipting í dag-, eftir- og nætur- vinnu, sem er verðþáttur í sam- ræmi við kjarasamninga, en jafnframt háð breytingum á vinnutímalengd. Hægt er að ætlast á um gildi þessara þátta varðandi þá starfshópa, sem vinnutímaskýrslur ná til (sbr. töflu 11). En auk þeirra koma til álita breytingar á gæðasam- setningu vinnunnar eftir mennt- un, þjálfun og reynslu, ásamt tilsvarandi tilfærslum milli starfstegunda og ennfremur áhrif ákvæðislauna, sem eftir meginreglunni eiga að samsvara magn- og gæðabreytingum vinn unnar, en geta í reynd falið í sér verðbreytingar. Loks koma til greina áhrif einstaklings- bundinna samninga og beinna yfirboða, án þess að breytt gæði vinnunnar komi til. Hér er um að ræða hjð alkunna launaskrið þ.e. hækkun kaups af völdum markaðsafla án atfylgis laun- þegasamtaka. Launaskrið í hreinni mynd á sér rætur í verðbólgu, sem staf- ar af þenslu eftirspurnar. í reynd er þó örðugt að finna þess merki í hreinni mynd, þar sem mun- ur einstaklinga til vinnu getur verið verulegur og í samninga getur vantað aðgreiningu at- riða, sem valda raunverulegum mismun í verðmæti vinnunnar. Launaskrið er yfirleitt ekki mæl anlegt nema sem afgangsþátt- ur tekjuþróunarinnar, eftir að reiknað hefur verið með öllum mælanlegum áhrifum annarra or saka. Gefur það vísbendingu um launaskriðið, hvort afgangsþátt- ur þessi er mikill eða lítill hvert ár um sig, metið með hliðsjón af annarri vitneskju um eftir- spurnarástandið. Gerð hefur verið könnun á þeim mismun, sem kemur fram milli þrounar kauptaxta og at- vinnutekna (sjá töflu 11). Það er þó aðeins að því er varðar verkamenn í Reykjavík, sem hægt er að kanna samhengið nokkurn veginn til hlítar. Aðrar orsakir en hækkun kauptaxta eru öll árin 1961-1964 þyngri á metunum í Reykjavík en á öllu landinu, enda ekki ósennilegt, að áhrifa eftirspurnar gæti þar meira en annars staðar. Minnstu munar í þessu efni síðasta ár ið, sem upplýsingar liggja fyr- ir um, 1964. Árið 1961 höfðu aðrar orsak- ir en breytingar kauptaxta mest megnis neikvæð áhrif, en það var af völdum hins langa verk- falls það ár. Mest og mjög svip- uð voru þessi áhrif næstu tvö ár, 1962 og 1963. Fyrra árið mun ar miklu um, að vinnutímatjón verkfallsins árið á undan vinnst upp. Vinnutími verkamanna í Reykjavík er talinn hafa lengst um 7%. Auk þess er talið, að breytt samsetning vinnutímans valdi 2.6% hækkun að meðal- tali á allt kaup þeirra. Eru þá aðeins 0.3% aflögu, er bendi til launaskriðs og annarra óþekktra þátta. Árið 1963 er svigrúmið til vinnutímalengingar orðið lítið, svo að sá þáttur veldur aðeins 2.5% aukningu. Breytt samsetn- ing vinnutímans veldur aftur á móti 4.7%, en óskýrður mis- munur er 2.4%. Koma þessar niðurstöður heim við önnur merki um þenslu eftirspurnar á því ári. Árið 1964 kemur fram enn meiri óskýrður mismunur, 5.2%. En þá er eftir að gera ráð fyrir áhrifum bættra fram- tala. . Sé gert ráð fyrir, að þau áhrif séu 2% kem- ur það heim við beinan út- reikning hins óskýrða mismunar eftir heimildum Kjararannsókn arnefndar, en sú niðurstaða er 3.2%. Of snemmt er að gera sams konar útreikninga um árið 1965. En líkur benda til, að hinn óskýrði mismunur sé þá svipað- ur og næstu tvö ár á undan og vinnutíminn svipaður eða jafn- vel heldur styttri. Eftirspurn eftir vinnuafli, einkum til fram — Minning 1 Framhald af bls. 19 skilið opinberlega sem ágætur þegn sinnar þjóðar um veg þirggja kynslóða. Guðstrú var honum jafneigin- leg og loftið sem hann andaði að sér, sólskin hvers dags. Og hann bar ekki trú sína á torg, heldur lifði hana í kærleiksþjónustu, þegnskap og fórnarlund. Hana gaf jafnan árlega og þó í leynum krkju sinni höfðinglega jólagjöt, og var ekki hræddur við að við- urkenna og meta nýjar leiði hinnar starfandi kirkju, sem söfn uður hans hefur unnið að hin síðustu ár í safnaðarheimili sínu. Hann var alla sína löngu ævi sonur morgunsins, barn hins nýja tíma, barn eilífðarinnár og átti hugsjónir og 'hlýja þrá ungs hjarta fram að síðasta blund. Og sá blundur kom nær og mildur og bar anda hans í faðmi draums ins til lífsins fjalla. Við, sem bár- um gæfu til að kynnast þessum virðulega öldungi að vestan jþökkum fyrir samfylgdina, snitl- ina, hjálpsemi, höfðingsskap, drenglund, dáðir og birtu, sem Ibar yfir veg hans alla. Þar sann- aðist: „Elli þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum“. Árelíus Níelsson. 1 kvæmda, hefur verið mjög mik— il, en hefur aukizt smærri skref um ár frá ári. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið á þáttum þróunar atvinnutekna og lýst hefur verið hér að framan, benda þannig eindregið til þess, að um veru- legt launaskrið hafi verið að ræða á árunum 1963-1965. Er þetta í samræmi við það, sem vitað er um almennt ástand efna hagsmála á þessum árum, og bendir til verulegs þrýstings eftirspurnar. Miðað við kaup- hækkanir samkvæmt taxtabreyt ingum er þó launaskriðið ekki mjög mikið og ekki meira en verið hefur í flestum löndum Vestur-Evrópu á undanförnum árum, þar sem þess hefur gætt mikið. Á hinn bóginn getur ekki hjá því farið, að þrýstingar eft irspurnar hafi auk áhrifa sinna á launaskriðið haft mikil áhrif á samningsbundnar kauphækk- anir. Lenging vinnutíma hefur haft nokkur áhrif til aukningar at- vinnutekna á árunum 1962- 1963. Lenging 1962 stafaði þó að um það bil hálfu leyti af því, að vinnutími glataðist vegna verkfalla á árinu 1961, en ekki á árinu 1962. Þrátt fyrir áfram haldandi þrýsting eftirspurnar mun ekki hafa átt sér stað frek ari lenging vinnutíma á árinu 1964, og væntanlega ekki held- ur 1965, enda beinlínis stefnt að styttingu vinnutíma í kjara- samningum þessara ára. Meginmunurinn á þróun kaup gjalds og atvinnutekna hér á landi og í nálægum löndum undanförnum árum kemur fram í því, að samningsbundið kaup- gjald hækkar hér á landi miklu meira en í þessum löndum. Al- gengast er í nálægum löndum, að samningar feli í sér almenn- ar kauphækkanir, er nemi frá 2 til 4% á ári. Ýmiss konar sér- ákvæði samninga ásamt veru- legu launaskriði gera það síð an að verkum, að raunveruleg kauphækkun á klukkustund nær allmiklu hærra meðaltali. Hér á landi hefur hins vegar yfir- leitt ekki verið samið um al mennar kauphækkanir, er séu lægri en 6—8%, og ofan á þá tölu bætast svo áhrif sérákvæða samninga og áhrif launaskriðs. Það er aðeins júnísamkomulagið 1964, sem markar undantekn- ingu í þessu efni. MALASKOLI sími 3-7908 innritun kl. 5 — 8 næst siðasti innritunardagur siml 3-7908 VERÐLÆKKUN A WIRUplasli FASTEIGNA- OG VERÐBRÉFASALA Til sölu Samkomuhúsið Glaðheimar í Vogum. — Húsið er vel byggt timburhús, 220 ferm., stendur á stórri lóð. — Húsinu mætti hæglega breyta í tvær íbúðir. — Söluverð hagstagtt. Olaffur Þorgrfmsson nri. Austurslræti 14, 3 hæö - Símí 21785 Útvegum með stuttum fyrirvara stálbita og prófíla til nýbygginga o. fl. Járnver Auðbrekku 38 — Kópavogi. Sími 41444. Skriistofuhúsnæði 3—4 herbergi eru til leigu í Austurstræti 17, 3. hæð. (Húsi Silla og Valda). — Upplýsingar gefur Einar Sigurðsson, sími 21400 og 16661. Notið aðeins beztu og fallegustu plasthúðuðu spónaplöturnar í eldhúsinnréttingar, klæðningar, húsgögn o. fl. — WIRU-plast. ATII.: Hin smekklega eldhúsinnrétting á Iðnsýning- unni frá HAGA H.F., Akureyri, scnx mesta athygli hefir vakið, er smíðuð úr WlRU-plasti. Páll Þorgeirsson & Co. Laugavegi 22 — Sími 1-64-12. Vélritunarstúlka Óskum eftir að ráða vélritunarstúlku til starfa í söludeild. Eiginhandar umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf svo og meðmæli ef fyrir hendi eru óskast send skrifstofu okkar fyrir 25. september. — Upplýsingar ekki veittar í síma. Hagtrygging hf. Eiríksgötu 5. Skrifstofustúlka með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun óskast. Helzt vön vélritun. Upplýsingar á skrifstofu vorri í dag, fimmtudag kl. 5—6 e.h. Verzl. O. Ellingsen hf. Framkvæmdastjóra vantar fyrir frystihús og bátaútgerð á Suðurlandi. Upplýsingar gefur Karl Bjarnason, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Rvík. Innheimtumaður Okkur vantar innheimtumann sem hefur mótor- hjól eða bíl, strax. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. J. Þorláksson & IXIorðmann Bankastræti 11. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.