Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudasíur 15 sept. 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
Vörubíll hafði nú stanzað á
torginu og maður við hliðina á
ökumanninum hljóp niður og
opnaði afturdyrnar. Þeir lögðu
hlerann niður og síðan gengu
tveir menn á stöngina og tveir
á hjólin og lyftu niður litlum
vagni, sem var málaður rauður
og gylltur. Það var nákvæm eft-
irlíking af rómverskum stríðs-
vagni, og á honum var að fram-
an og uppi yfir hvoru hjóli,
merki Malebranche-ættarinnar,
fálki með útbreidda vængi.
Jæja, það var þá satt. Þetta
vitleysislega og ótrúlega uppá-
tæki Claudio fyrsta, fyrir meir
en fimm hundruð árum átti nú
að endurtaka. Blaðsíðurnar, sem
ég hafði vitnað í af gamansemi
úr þýzku bókinni fyrir Aldo,
síðastliðinn sunnudag, sem afrek
Jehus, átti nú að verða að veru-
leika, enda þótt mér hefði aldrei
dottið það í hug, nema sem ein-
hver smámynd af afrekinu, með
kannski tveim hestum í mesta
lagi. Og hann hafði talað um
þetta sem skrúðfylkingu. Cloud-
io hertogi hafði stýrt átján hest-
um ofan af norðurhæðinni upp á
suðurhæðina. Þarna voru átján
hestar fyrir augunum á mér.
Nei, þetta gat ekki verið satt.
Það var óhugsandi. Ég reyndi
að rifja upp það, sem stóð í
bókinni: „Skríllinn réðst á hann
og elti hann, eftir að hann hafði
troðið margra til bana undir
fótum hestanna“.
Nú ók vörubíll inn á torgið,
minni en sá fyrri, og úr honum
tóku þeir aktýgi, kraga og ólar,
allt skreytt með nöglum, með
fálkahausnum á, og þetta var
borið þangað sem hestarnir
stóðu undir trjánum, og þefur-
inn af leðrinu, sætbeizkur eins
og eitthvert krydd, blandaðist
svitalyktinni af hestunum og
ilminum af trjánum.
Hestasveinarnir, sem gættu
hestanna tóku að greina sund-
ur aktýgin og annan útbúnað,
rólega og kunnáttusamlega, og
skröfuðu saman á meðan. Ein-
mitt þessar reglubundnu og
fumlausu aðfarir þeirra gerðu
□--------------□
68
□--------------□
þetta ennþá ótrúlegra í mínum
augum og eftir því, sem sólin
kom hærra á loft, greip mig vax-
andi hryllingur, sem fór um mig
allan. Hann byrjaði í maganum,
færðist svo til hjartans, — þessi
tilhugsun, sem dró úr mér allan
mátt. Heyrnin skerptist. Öll
hljóð urðu eins og margföld.
Kirkjuklukkurnar höfðu glum-
ið til fyrstu messu klukkan sex,
og svo aftur klukkan sjö og átta.
Nú fannst mér þær vera á full-
kominni ringulreið og vera að
boða eyðileggingu borgarinnar,
en þá mundi ég allt í einu eftir
því, að nú var píslarvikan og
þetta var föstudagur, sem helg-
aður var guðsmóðurinni. Þegar
við vorum litlir, fór Marta með
okkur í Cyprianusarkirkjuna,
og við höfðum lagt skúfa af
villiblómum fyrir framan litiu
styttuna, sem í sinni máluðu feg-
urð, táknaði sjö sorgir, sem
nístu hjartað. Þá fannst mér,
þegar ég kraup á kné, hálfringl-
aður, að móðirin hefði leikið
heldur óviðkunnanlegt hlutverk
í sögu sonarins, er hún neyddi
hann til að breyta vatni í vín,
og síðan standa utarlega í hópn-
um ásamt skyldmennum sínum
og kalla til hans árangurslaust,
og fá ekkert svar. Kannski var
það sjöunda sorgin, sem reið
henni að fullu, og prestarnir í
Ruffano voru nú að minnast.
Væri svo, þá væri þeim réttara
að gleyma þjáningu einnar konu
en fara heldur út á strætin og
hindra fjöldamorð.
Nú var sleginn hringur um
torgið af einkennisklæddum lög-
reglumönnum, til þess að bægja
frá árrisulum vegfarendum og
svo umferðinni. Menn skröfuðu
og gerðu að gamni sínu á þess-
um hátíðismorgni, og öðru
hverju hrópuðu menn gaman-
samar fyrirskipanir til hesta-
sveinanna, sem voru í óða önn
að leggja á hestana.
Þessi martröð mín varð æ meir
lifandi, og skelfilegri. Enginn
þessara manna vissi neitt né
skildi. Ég gekk að einum lög-
regluþjóninum og hnippti í
hann.
— Er ekki hægt að stöðva
þetta? sagði ég. — Er ekki hægt
að hindra það? Það er enn ekki
orðið um seinan.
Hann mældi mig með augun-
um. Þetta var stór og glaðlegur
náungi, og nú þurrkaði hann
svitann af enninu. — Ef þú hef-
ur tryggt þér sæti við einhvern
gluggann hér nærri, þá farðu
þangað, sagði hann. Eftir klukk-
an níu verða engir á götunum
nema þátttakendur.
Hann hafði ekki heyrt, hvað
ég sagði. Hafði engan áhuga á
því. Hans verk var að sjá um, að
göturnar væru auðar fyrir hest-
ana og stríðsvagninn. Hann
færði sig frá mér. Ég var grip-
inn ofsahræðslu. Ég vissi ekk-
ert, hvert ég átti að fara eða
Meira í flöskunni • aftur í glösin
KÓNGA-FLASKAN
Ný flöskustærd af Coca-Cola
er komin ó markaðinn fyrir þá sem vil|a fá meira
í flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð.
Biðjid um stóru kónga-flöskuna.
Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress-
andi, sem léttir skapið og gerirstörfin ánægjulegri
FKAMLEITT A F VERKSMIOJUNNI VÍFILFEILÍUMIOOI THE COCACOLA.EXPORT C O R P.
hvað ég átti að gera. Svona
hlaut skelfingin að vera, sem
grípur menn fyrir orustuna, og
ekkert getur bjargað þeim nema
æfingin og heraginn. En ég hafði
enga slíka æfingu eða heraga.
Löngun barnsins til að flýja og
fela sig, sjá hvorki né heyra, var
allsráðandi hjá mér. Ég fór að
hlaupa áleiðis til trjánna í bæj-
argarðinum, og hugsaði mér, að
ef ég fleygði mér niður í grasið
og runnana, mundi enginn sjá
mig. En þá, þegar ég reikaði
áfram inn í allt litskrúðið kring
um hestana og aktýgin og lit-
sterka stríðsvagninn, sá ég Alfa-
Romeobílinn koma inn á torgið.
Ekillinn hlaut líka að hafa séð
mig, því að hann snarhemlaði,
og stanzaði og ég hætti þessum
æðisgengnu hlaupum mínum og
reikaði til hans. Dyrnar opnuð-
ust og Aldo stökk út og greip
mig í fallinu.
Hann rykkti mér á fætur og
ég greip um hann, stamaði eitt-
hvað, samhengislaust. — Haltu
ekki áfram með þetta! heyrði ég
sjálfan mig segja. — Æ, hættu
við það í guðs bænum ....
Hann sló mig, og þessi
gleymska, sem ég hafði þráð,
kom. Sársaukinn færði með sér
myrkur og lausn. Þegar ég opn-
aði aftur augun, með svima og
velgju, fann ég, að ég studd-
ist upp við tré. Aldo stóð hjá
mér og var að hella sjóðheitu
kaffi úr hitabrúsa.
— Drekktu þetta, sagði hann,
— og éttu svo.
Hann rétti mér bollann og ég
drakk. Svo braut hann brauð-
bita í tvennt og tróð helmingn-
um upp í mig. Ósjálfrátt gerði
ég eins og mér var skipað.
— Þú óhlýðnaðist skipunum
mínum, sagði hann. — Þegar
skæruliði gerði það, var hann
skotinn, tafarlaust. Það er að
segja ef við fundum hann. Ann-
ars var honum lofað að rotna
uppi í fjöllunum.
Kaffið hitaði mér. Þurra
brauðið var stökkt og bragðgott.
Ég hámaði í mig annað stykki
og síðan það þriðja.
— Vanræktar skipanir gera
öðrum óþægindi, hélt hann
áfram. — Tími fer til spillis.
Áætlanir ruglast. Haltu áfram
og drekktu meira.
Undirbúningnum var haldið
áfram — hestar stöppuðu og
hringlaði í aktýgjum.
— Cesare bar mér skilboðin
frá þér, sagði hann. Þegar ég
fékk þau, hringdi ég í kaffihús-
ið í Fano og bað um að ná í
Marco í símann. Þegar hann
sagði mér, að þú hefðir ekki
komið að bátnum, gat ég mér
til, að eitthvað af þessu tagi
hefði gerzt. En mér datt sízt í
hug að þú mundir koma hingað.
Ég var orðinn laus við ofsa-
hræðsluna, hvort sem það hefur
nú stafað af högginu, sem hann
gaf mér eða matnum, sem ég
hafði fengið í tóman magan.
— Hvað hefði ég átt að fara
annað? spurði ég.
— Til lögreglunnar, hugsan-
lega, hreytti hann út úr sér, —-
til þess að losa sjálfan þig með
því að ákæra mig. En það hefði
bara aldrei gengið, skilurðu.
Þeir hefðu aldrei trúað þér.
Hann stóð upp, gekk til eins
hestasveins, og fékk hjá honum
lepp af vaskaskinni, sem harui
dýfði í fötu og kom svo til mín
aftur. — Þvoðu þér í framan
með þessu, sagði hann. — Þú ert
blóðugur í andlitinu.
Ég þvoði mér svona nokkurn-
veginn, át síðan einn brauðbita
til og drakk annan bolla af
kaffi.
— Ég veit, hversvegna þú
drapst hana Mörtu, sagði ég, —
og ég kom alls ekki aftur til að
fara til lögreglunnar, hún má
taka mig ef hún vill — heldur
bara til að segja þér, að ég skil
allt.
Ég stóð upp, fleygði blauta
skinnleppnum í hann aftur og
dustaði fötin mín. Ég hafði alveg
gleymt því, þangað til nú, hvað
ég hlaut að líta ræfislega út,
úfinn og órakaður í gallabuxun-
um, grænu skyrtunni og hárið
með nýju klippingunni, eins og
á glæpamanni. Aldo var klædd-
ur eins og ég hafði séð hann i
hertogahöllinni á miðvikudags-
kvöldið, í stutttreyju og háum
sokkum, með stutt slag á öxlun-
um, glæsilegur og skrautbrúinn,
og féll þannig inn í umhverfið,
engu síður en hestarnir, sem nú
stóðu undir styttu Carlo her-
toga.
— Það eru tvær skírnarinn-
færslur í Cyprianusarkirkjunni,
sagði ég. — Önnur á við soninn
sem dó strax eftir fæðingu, en
hin á við þig. Þessi tvífærsla var
mér óskiljanleg þegar ég las
hana fyrst, í vikunni, sem leið,
og eins var nafn skírnarvottar-
ins þíns, hans Luigi Speca, og
meira að segja skildi ég heldur
ekki bréfið, sem ég fékk þér á
miðvikudagskvöldið. Það var
ekki fyrr en í gær, niðri í fjör-
unni í Fano, að mér varð ljós
sannleikurinn í málinu. Þar var
nunna með nokkra munaðar-
lausa drengi. Hún sagði mér. að
yfirmaður munðarleysingjahæl-
isins í Ruffano hafi verið, fyrir
fjörutíu árum, maður að nafni
Luigi Speca.
Aldo starði á mig og stökk
ekki bros. En þá snerist hann
snöggt á hæli og gekk frá mér.
Hann gekk til hestanna og tóte
að gefa hestasveinunum fyrir-
skipanir. Ég horfði og beið. Nú
hófst hinn langdregni undirbún-
ingur að því að leggja á hest-
ana. Hver hestur fékk á sig
skrautlegan kraga, eldrauðan
með gylltu skrauti, og í staðinn
fyrir beizlin, sem hingað til
höfðu verið á þeim, fengu þeir
önnur, skreytt eins og aktýgja-
kragarnir, _með Fálkahaus á enn-
isólinni. Á tvo hestana voru
lagðir ofurlitlir hnakkar, rétt
framundir kraganum, og festir
með breiðum gjörðum um brjóst
ið. Síðan var stríðsvagninn dreg-
inn að þeim og festur við hnakka
með gylltum keðjum. Þessir
samantengdu hestar voru í mið-
ið, og héldu uppi vagninum,
sinn til hvorrar hliðar, en svo
sá ég tvo hesta bundna hvoru
megin við hvorn hest, svo að
þarna voru alls sex hestar hlið
við hlið og tengdir við vagninn.