Morgunblaðið - 15.09.1966, Blaðsíða 21
Ffmmtudfagur 13. sept. 1939
MORGUNBLAÐIÐ
2!
Sjötug:
Morgrét Guðmunds
Eskifirði
dóttir
TÍMINN líður hratt og er mér
sízt láandi þótt ég efi að mín
ágæta vinkona sé orðin 70 ára.
Bæði er það að mér finnst er ég
lít til baka ekki svo ýkjalangt
síðan við vorum saman á Eski-
firði og hún þá í blóma lífsins
og svo hitt að útlitið segir allt
annað. Maður áttar sig ekki á
breyttum tímum. í mínum upp-
vexti þóttu þeir er náð höfðu
sextugsaldri orðnir gamlir en nú
er það bezti aldurinn. Þannig
hefir mér farið. Mér finnst nú
allir svo ungir. En tímamerkjun-
um breytir enginn. Gott skap
lengir lífið og það hefir áþreif-
anlega sannazt á Margréti, því
ekki minnist ég þess að hafa
nokkru sinni hitt hana öðruvísi
en í góðu skapi. Þar fyrir er ekki
sagt að hún hafi ekki getað skipt
skapi, en hún hefur jafnan haft
lag á að beita því þannig að
sómi var að. Ég man marga erf-
iða tíma heima þegar ég var að
komast á legg. Margrét þekkti
vel þessa tíma en lét ekki baslið
smækka sig heldur horfði fram
og sigraði.
Ég á margar góðar minningar
sem tengdar eru afmælisbarn-
inu. Mamma og hún voru miklir
vinir og því kom hún oftar til
okkar en margur annar. Var þá
oft glatt á hjalla, engin lognmolla
og drungi. Nei, það var hressandi
blær í kring um Margréti og enn
þann dag í dag heldur hún öllu
sínu, glaðværðinni og elskuleg-
heitunum. Þeir eiginleikar fylgja
henni og endast. Margrét er
fædd á Eskifirði og þar hefir
hún alla tíð átt heima. Henni
er byggðarlagið kært. Mörgum
ferðamanninum þykir þar þröngt
um sig og fjöllin of nærri og
víst er um það að þau minnka
sólskinið sem streymir um bæ-
inn, en þar eru margar fallegar
hæðir sem gaman er að horfa af
og þarf ekki langt að leita þeirra.
En hvað um þetta. Sjóndeildar-
hringur Margrétar er víður og
nær þarna langt út yfir. Hún er
af góðu bergi brotin. Foreldrar
hennar Björg Jónasdóttir, Sím-
onarsonar á Svínaskála og Guð-
mundur Ásbjarnarson fríkirkju-
prestur »settu um langan tíma
þann svip á Eskifjörð sem seint
mun gleymast. Heimilið var eitt
af öndvegisheimilum og stóð
jafnan með glæsibrag. Guðmund-
ur fór alltof fljótt og var öllum
harmdauði. Sérstaklega Margréti
sem var hans uppáhald. En þá
var sýnd stllling og styrkur. Það
er mér í minni.
Björg hóf þá gistihúsrekstur
sem ennþá er við líði og annaðist
hann af miklum dugnaði til dán-
ardægurs, en hún varð rúmlega
90 ára. Börnin hennar fylgdu þar
vel á eftir. Margrét giftist árið
1928 Auðbirni Emilssyni málara-
meistara. Hann er látinn fyrir
nokkrum árum. Þau eiga tvo
drengi sem dvelja með móður
sinni á Eskifirði. Er það hennar
lífshamingja að fylgjast með vel-
gengni þeirra.
Nú þegar ég lít yfir farinn
veg þá er margs góðs að minnast
sem of langt yrði upp að telja
enda ekki tilgangur þessara fáu
orða. En efst er þakklætið fyrir
að hafa jafnan átt svo marga
góða samferðamenn á lífsleiðinni.
Það er stærsta hamingja hvers
og eins.
Það er enginn svikinn af vin-
áttu Margrétar Guðmundsjjóttur,
því hennar ánægja felst í að geta
orðið að liði. Góðvild hennar er
alkunn.
Ég er einn þeirra mörgu sem
á þessum degi senda henni hlýj-
ar þakklætiskveðjur og óska
henni alls hins bezta í komandi
framtíð og okkur þess að eiga
hana enn um langan tíma á með-
al okkar. Árni Helgason.
IJtsölunni er lokið
Nýjar vörur komnar.
Litla Sköbúðin
Laugavegi 38.
Til sölu
Ársgamall SAAB, árgerð 1965.
Litur. grænn. - Verð kr. 165,000,-
Til sýnis í dag við SAAB umboðið,
Langholtsvegi 118, sem veitir all-
ar frekari upplýsingar.
Tónlistarskóli
Skólinn tekur til starfa 1. október — Kennslu-
greinar: píanó, fiðla, selló, orgel, Dlásturshljóðfæri,
tónfræði alls konar, tónlistarsaga. — Foreldrum
6—8 ára barna skal sérstaklega bent á músikfönd-
urdeild, sem starfar á eftirmiðdögum.
Innritun og upplýsingar hjá skólastjóra kl. 17—19
daglega. Simar 50914 og 51904.
Skólastjóri.
VERZLUNARSTARF
VILJUM RAÐA
mann til afgreiðslu i herrafataverzhm,
ennfremur afgreiðslustúlku með nckkra
málakunnáttu.
Starfsmannahald SÍS.
5TARFSMANNAHALD
i.w
Skartið yðar fegursta
LANCÖME
fegrunarvörurnar gera fagrar konur
fegurri.
Fást eingöngu hjá:
SÁPUHÚSINU
ÓCÚLUS
TÍZKUSKÓLA ANDREU
Hafnarfjarðar Apóteki.
2 ára ábyrgð
5 iafnaðargreiðslur
Olivetti skólaritvélar eru ekki dýrar, en til
þess að allir geti eignazt beztu skólaritvél-
arnar, bjóðum við kaupendum að fá þær
með 5 jöfnum afborgunum.
olivetti
Yfirburða gæði og skrifthæfni Olivetti
ferðaritvéla skipa þeim í fremsta sæti
á heimsmarkaðinum.
Við bjóðum yður þrjár gerðir Olivetti
ferðaritvéla, sem allar eru frábærar að
gæðum og styrkleika.
Fullkomin viðgerðarþjónusta á eigin
verkstæði.
G. HELGASON og MELSTEÐ HF.
Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.