Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. sept. 1966 MORGUNBLADID 3 Iðnsýningarnefnd ákvað á sínum tínia að veiðlauna þrjár beztu stúkurnar á Iðn- sýningunni 1966. Ætlunin var að ákveðinn fjöldi gesta greiddi atkvæði um beztu STtJKUNA, en þátttaka í atkvæðagreiðsiunni var það dræm, að ekki þótti rétt að byggja úrslitin á henni. Iðnsýningarnefnd valdi þrjá menn til að fella úrskurð um þrjár beztu stúlkurnar, þá Skarphéðinn Jóhannsson, arki tekt, Kristján Davíðsson, list- málara, og Gísla Sigurðsson, ritstjóra. Þeir hafa nú skilað álits- gerð sinni og verða viðkom- andi fyrirtækjum veitt viður- STAKSTtlMAR Stúka steinsmiðju Magnúsar G. Guðnasonar, sem hlaut 3 beztu sýningarstúkurn- ar á linsýningunni 1966 kenningarskírteini síðar. Álitsgerð þeirra félaga er svohljóðandi: „Dómnefndin hefur í mati sínu einkum lagt áherzlu á fjögur atriði: Kynningu vör- unnar eða auglýsingagildi, einfalda og sterka fram- kvæmd hugmyndar, fagur- fræðiiega lausn viðfangsefnis- ins og í fjórða lagi nýtingu sýningarrýmisins. Samkvæmt þessu hefur dómnefndin orðið sammála um, að sýningarstúkur þriggja eftirtalina fyrirtækja beri af: 1. Magnús G. Guðnason, steinsmiðja 2. Elgur h.f. fataverksmiðja 3. Skeifan, húsgagnafram- leiðandi. Þess má geta, að innbyrðis munur á þessum þrem sýn- ingarstúkum er fremur lítill. Þeim hefur öllum tekizt að gera sýningar sínar eftir- minnilegar og með einfaldri lausn náð að framkvæma á- hrifamikla sýningu á vörun- um, sem um leið er góð aug- lýsing. I sýningarstúkum þessara fyrirtækja er forðazt of- hleðslu, þannig að hvert smá- atriði dragi athyglina frá öðru og stundum jafnvel því sem þýðingarmest er. Þvert á móti hafa þessi fyrirtæki leitast við að takmarka sig við aðalatr- iði og um leið hefur þess ver- ið gætt að vanda uppbygg- ingu (komposition) og lita- valið er vel leyst. Auk ofangreindra þriggja fyrirtækja, varð dómnefndin sammála um, að sýningar- stúkur Sælgætisgerðarinnar Nóa, Afgreiðslu Smjörlíkis- gerðanna, Offsetprentsmiðj- verðlaun. unnar Litbrá og Runtal-ofna, séu eftirtektaverðar. Skarphéðinn Jóhannesson, arkitekt, Kristján Davíðsson, listmálari, Gísli Sigurðsson, ritstjóri. Þeir, sem stilltu út fyrir þau fyrirtæki, sem verðlaun hlutu eru: Magnús G. Guðnason: Man- freð Vilhjálmsson, arkitekt. Elgur h.f.: Lovísa Christ- iansen, Húsgagnverzlun Skeifan: Gunnar Magnússon, húsgagna arkitekt". Stúka fataverksmiðjunnar Elgs h.f., sem blaut 2. verðlaun. Stúka húsgagnaverksmiðjn Skelfunnar h.f., sem hlaut 3. verð laun Framkvæmdir borgarinnar og kosningar ^ Það er gamall og margþvæld- ur áróður að saka borgarstjórn- armeirihluta Sjálfstæöismanna um sérstakan hraða í fram- kvæmdum rétt fyrir kosningar. Ölium borgarbúum er það vel kunnugt að á síðustu árum hala staðið yfir mjög umí'angsmikl- ar framkvæmdir á vegum borg- arinnar sérstaklega við gatna- gerð og hitaveitulögn en einn- ig á ýmsum öðrum sviðum. Keykjavíkurborg hefur á stutt- um tíma breytt um svip. Borg- arbúar hafa einnig getað fylgzt með því að hraði í framkvæmd- um hefur ekki verið aukinn sér- staklega fyrir kosningar eins og Þjóðviljinn heldur fram í gær. Það er aðeins gömul lumma. En öllum er kunnugt að síðustu ; skrefin við að fullbúa bygging-" ar eða ganga endanlega frá öðr- um framkvæmdum eru oft furðu drjúg og þess vegna getur það oft verið fremur til sparnaðar en eyðslu að leggja áherzlu á að ljúka ákveðnum framkvæmd um, þegar þær eru komnar á það stig, svo að hægt sé að taka þær í notkun. Slíkt á ekk- ert skylt við áróður heldur er það skynsamleg stjórn fram- kvæmda og fjármála. Fjáimál sveitaríélaga Fyrir nokkru var vikið að fjármálum sveitarfélaga í Reykja víkurbréfi Mbl. og athygli vak- in á erfiðleikum sveitarfélaga vegna þess, hve tekjur þeirra koma ójafnt inn yfir árið, t. d. munu aðeins um 20% af útsvör- um Reykvíkinga greiðast fyrstu sex mánuði ársins, en um 20% greiðast ekki fyrr en síðustn tvær vikurnar í desember. Það gefur auga leið að þetta hlýt- ur að valda sveitarfélögunum og þá sérstaklega hinum stærri verulegum erfiðleikum, þar se«n framkvæmdir þeirra hljóta að dreifast yfir allt árið. Lánasjóð ur sveitarfélaga á að bæta hér nokkuð úr, en Ijóst er að hann muni ekki geta leyst öll þau vandamál, sem hér er um að ræða. Þessi mál þarf að leysa á þann veg, að framkvæmdir sveitarfélaga skv. fjárhagsáætl- un geti gengið snuðrulaust fyrir sig, þótt tekjur þeirra komi mjög ójafnt inn og að meiri hluta til siðustu mánuði ársins. Hitaveitan Hitaveitan hefur þegar sparað mikium hluta borgarbúa stórfé í lækkuðum hitunarkostnaði. Á undanförnum fimm árum hafa staðið yfir á vegum Hitaveitunn- ar víðtækar framkvæmdir og er takmark þeirra að öll borgin verði hituð upp með heitu vatni og hitaveita verði lögð í ný hús um leið og flutt er inn í þau. Svo umfangsmiklar framkvæmd- ir sem nú standa yfir hljóta að hafa í för með sér nokkur óþæg- indi, en borgarbúar munu vafa- laust taka þeim með skilningi og gera sér grein fyrir því hversu mikilvægar þessar framkvæmd- ir eru þeim sjálfum og þjóðfé- J laginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.