Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 21
Föstudagtir 16. sept. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 2Í 75 ára: Sigurjóna Jakobsdóftir BÆEINN að Básum í Grímsey hefir verið talinn nyrztur byggðra bóla á landi hér og býsna langt úr alfaraleið. Þar fæddist þennan dag, 16. septem- ber, fyrir sjötíu og fimm árum meybarn, sem í skírn hlaut nafn 18 Sigurjóna, dóttir hjónanna Jakobs bónda Jónssonar og konu hans, Guðbjargar Guðmunds- dóttur, sem bæði voru af þing- eyskum ættum. Sex ára göm- ul fluttist Sigurjóna með for- eldrum sínum til Akureyrar og ólst þar upp og á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Gerðist hún brátt mikil fríðleikskona, gáf- uð og glöð, og er ekki trútt um, »ð gömlum mönnum þar nyrðra hlýni enn um hjartaræt- ur, er þeir minnast þessarar glæsilegu stúlku. Hinn 26. október 1909 giftist Sigurjóna Þorsteini M. Jóns- «yni skólastjóra og síðar bóka- útgefanda. Hefir ferill þeirra síðan legið saman í óvenju- fögru og ástríku hjónabandi nær sjö árum betur en hálfa 81d. Saga annars þeirra er saga beggja, því að svo ríkan þátt hefir Sigurjóna átt í marghátt- uðum umsvifum Þorsteins við kennslu, skólastjórn, þing- mennsku, bókaverzlun og um- fangsmikla bókaútgáfu, búskap & stórbýlinu Svalbarði á Sval- barðsströnd, stjórn bæjarmála á Akureyri og mörg önnur trún- aðarstörf, svo og störf hans að félags- og menningarmálum ýmsum, ritstjórn og ritstörf, sem alþjóð eru kunnug. Flestar meiri háttar ákvarðanir sínar mun hann hafa borið undir hana, og hefir hún verið honum holl- Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu ur ráðgjafi, fjölfróð um menn og málefni, víðsýn og velviljuð. Þau Þorsteinn reistu fyrst bú á Borgarfirði eystra, þar sem hann hafði á hendi skólastjórn og ýmis önnur störf, en 1921 fluttust þau til Akureyrar, og þar varð starfsdagur þeirra lengstur og annasamastur. En ekki hefir allur hinn langi ferill þeirra verið rósum stráð- ur. Á miðjum starfsaldri tók Þorsteinn sjúkdóm, sem bann- vænn var talinn, þótt hann sigr- aðist á honum, og reyndi þá mjög á kjark og þrek þeirra beggja. Og fjarri fór því, að Sig urjóna gengi sjálf alltaf heil til skógar, þótt lítt kvartaði hún. Átta börn þeirra hjóna náðu fullorðinsaldri, auk þess sem sonardóttir þeirra ólst upp með þeim, og afkomendurnir eru margir orðnir. Meðal þeirra er dóttur-dóttur-dóttur-dóttir, sem fæddist nú í sumar. Mun það ekki títt í ættum, að sam- tímis séu á lífi fimm liðir f beinan kvenlegg eins og hér er. Sigurjóna hefir stýrt sínu stóra heimili með þeirri hóg- væru festu, framsýni og ráð- deild, sem verða mætti til fyrir- myndar öðrum húsmæðrum. Af störfum Þorsteins hefir leitt, að þar hefir jafnan verið mjög gestkvæmt. enda gestrisni báð- um í blóð borin, þótt efnin væru litil lengi framan af. Heim ili þeirra hjóna er fagurt og að- laðandi, og þar er góður stað- ur börnum, blómum og bókum. Umhyggja þeirra beggja fyrir börnum sínum, þeirra börnum og barnabörnum hefir verið óþreytandi. Hvert það blóm, sem Sigurjóna fer höndum um, býst þegar í stað sínu fegursta skrúði. Og bókasafn þeirra hjóna, sem verið hefir eitt helzta hugðarefnið, síðan Þorsteinn lét af skólastjórn og þau fluttust hingað suður, er orðið eitt hið mesta og vandaðasta í einka- eign hér á landi. Margur mundi nú ætla, að húsmóðurstörf á slíku heimili sem þeirra hefir verið lengst af væru hverri konu ærið verk- efni, og tómstundir yrðu ódrjúgar til annarrar iðju. En sú hefir ekki orðið raunin með Sigurjónu. Hún er víðlesin og margfróð, ljóðakunnáttu hennar er við brugðið og smekkur henn ar á bókmenntir og fagrar listir traustur og hleypidómalaus. A Akureyri tók hún mikinn og góðan þátt í félagsstarfi, þar sem hinar fjölhæfu listgáfur hennar fengu að nokkru notið sín, og má þó ætla, að enn meir hefði að henni kveðið á þeim vettvangi, ef aðstæður hefðu verið aðrar og hagstæðari. Hún var meðal stofnenda Kantötu- kórs Akureyrar og starfaði í honum alla tíð, meðan hún var búsett þar, og var formaður kórsins um skeið. Á fullorðins- árum tók hún að stunda leik- starfsemi með Leikfélagi Akur- eyrar, og varð brátt ein styrk- asta stoð þess félags, átti sæti í stjórn þess um árabil og var í fremstu röð leikara. Margar þær persónur, er hún skóp á á leiksviði, eru í minnum hafð- ar af þeim, sem sáu. Starfsdagur þessarar mikil- hæfu merkiskonu er orðinn langur og hefir ekki alltaf ver- ið léttur. En ellina ber hún svo vel, að fátítt er. Hún er enn glæsileg i sjón og framkomu og yngri í anda en margur sá, sem miðaldra er kallaður. Ég tel mér það mikið lán að hafa kynnzt henni, þótt kynni okkar yrðu ekki náin fyrr en á efri árum hennar. Hún hefir verið mér eins og önnur móðir. Megi ævikvöld hennar verða bjart og fagurt. Jón Þórarinsson. Vér viljum vekja athygli heiðraðra við- skiptavina vorra á því að vöi ur, sem liggja í vörugeymslum vorum eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og hggja því á ábyrgð vörueigcnda. Hf. Eimskipafélag íslands IMÍIUIR V Lifandi tungumálakennsla ENSKA, DANSKA ÞÝZKA, FRANSKA, ÍTALSKA, SPÁNSKA, HOLLENZKA, RÚSSNESKA, NORSKA, SÆNSKA, ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. Simar 1 000 4 og 2 16 55. Innritun kl. 1—7 e.h. ARID13B5 * STOR VIDBURDIR ÞESS í MVNDUM OG MÁLI Viljið þið stcmda utan við stórviðburði vorra tima? Nei, vitaskuld ekki... tafl- iS í stjómmálum heimsins, hin stórfellda tækniþróun nútímans... allt þetta og margt, margt fleira upptekur hug nútímamannsins. AS fylgjast meS. aS kunna sldl á þvL sem er aS gerast og tengslum þess við fortíSina. það er þetta, sem við köllum almenna menntun. Þessvegna lesum viö blöð og hlustum á út- varp: á þann hátt fylgjumst við dag frá degi með því, sem er að gerast og leitumst við að 'mynda oþkur skoðanir um það. Én dagblbðin eru Bkammlíf og hið talaða orð •útvarpsins á sér enn skemmra líf. 'Og minni mannsins er valt. Það sem gerðist í gær gléymist kannskl fyrir áhrif þess, sem •gerðist f dag. Það sem gerðist f fyrra.., hvo mikið af því er okkur tiltækt, þegar við lelt- um í huga okkar? Nei, við viljum eiga tlltækt eitthvert verk, sem geymir fyrir okkur í glöggu máli, og þó einkum f mýndum, það sem markverðast gerðist f nálægri eða fjarlægri fortíð. — Bók ARID1965 er tilraun til að svara þeirri þörf. Þetta er annáll ársins i máli og myndum, sem kemur út á sjö þjóðtungum samtímis. Myitdaefni í henni er einstætt—úrvalið úr fréttamyndum heimsblaðanna, fullur fjórðungur þeirra í lit- um, og myndunum til skýringar fylgir ur og gagnorður texti. Stórviðburðir hvers árs ■mun framvegis koma út árlega og verða er írá líður ómetanlegt heimildarrit um lið- j|g| | __ in ár, því mætara sem lengra líður. 9. JAN. 196At Pill pdfi VI fór Í plla- •grlmsfðr til Jerúsatem, en tnnar megin- tilgangur fararinnar var að hiita trOsta mann grisk hapólsku kirkjunnar, patri- arkinn Athenogaras 1. ÆOstu menn róm• versk- og grlskkaþólsku kirkjunnar hðfðu þé ekki hitU siðan W9. - Fjölii hlaða- manna var stððugt é htrlum pdfa d ferð hans um land'ið helga, eins og sjd md hfr i myndinnt, en hún er tekin við dna Jór- dan, d þetm stað, þar sem sagan segir, að Jóhannes hafi skirt Jtsús. 6. JÖNÍ 1964:'j>rnnan dag voru 20 dr liðin siðan bandamenn hófu innrds sína i Frakkland, en i dðgun þann dag voru sett• ir d land / Normandl 200.000 hermenn. Dagsins var minnzt þar d strðndinni, sem harOasl var barlzt og bandamenn misstu þúsundir manna. En þrdlt fyrir mikiO mannfalt, markaOi þessi innrds timamót I styrjðldinni. Stórviðburðir ársins 1965 er mjög stór bék um 300 bls. í fjögurra blaða broti (4to) f. d. eins og símaskráin og prentuð á vandaðan myndapappír. (Jtgáfa þessa stórverks vill vekja sér- staka athygli á því, að STÖRVIÐ- BURÐIR ARSINS eru allt önnur út- gáfa en sú hin danska útgáfa, sem' hér hefur verið á boðstólum, á þvi máll, að undanfömu. 1 þeirri útgáfu eru engar litmyndir. í þessu verki er fjórði partur myndanna litmyndir, margar heilar blaðsíður eða opnur verksins. ARID1365 er ekld einungis prýði f hverjum bóka- skáp, heldur er verkið náma fróðleiks, og mun er tímar líða verða samandregin saga mannkynsins í myndum og máli. Band verksins er einstáklega fagurt, snið- ið við hæfi þess; Þessi bók veiður bæði á almennum bóka- markaði, jafnframt því að hún verður seld í áskrift með afborgunarkjörum. ■ •VKJAVlK . BIMI IVOBi . ■SlTHÓLF («7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.