Morgunblaðið - 16.09.1966, Síða 8
MORGU N BLAÐIÐ
Fostuciagur 16. sept. 1966
9
Tilmœli borgarstjórnar til Frœðsluyfirvalda:
Kennsla 6 ára barna tekin
til athugunar
— við endurskoðun
fræðslukerfisins
Á FUNDl borgarstjórnar í gær
var samþykkt tillaga frá borgar-
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
þar sem þeim tilmælum er beint
EINS og skýrt hefur veri'ð frá
sigraði franska sveitin í opna
flokknum á Evrópumótinu, sem
fram fór í Varsjá. Evrópumeist-
ararnir eru þessir: J. M. Boul-
anger, H. C. Swarc, J. M. Rudin-
esoo, J. Pariente, L. Tinter og J.
Stetten.
Með sigri þessum vann franska
sveitin rétt til þátttöku í næstu
heimsmeistarakeppni, sem fram
fer í Bandaríkjunum 1967. Frakk
Land hlaut síðast Evróputitilinn
árið 1962 er mótið var haldið í
Líbanon.
Lokastaðan í opna flokknum
varð þessi:
1. Frakkland 118 st.
1. Holland 113 —
3. Noregur 109—
4. England 107 —
5. Portúgal 100 —
6. Svíþjóð 98 —
7. Belgía 96 —
8. ftalía 91 —
9. ísrael 90 —
10. Pólland 87 —
11. Spánn 76 —
12. írland 75 —
13. Danmörk 74 —
14. Líbanon 70 —
15. Finnland 70 —
16. Tékkóslóvakía 65 —
17. Austurríki 54 —
í kvennaflokki sigraði enska
sveitin, sem var þannig skipuð:
Rixi Markus, P. Shanahan, J.
Durren, J. Juan, F. Gordon og
B. Trevor-Harris. Þetta er í sjö-
unda sinn, sem England sigrar í
kvennaflokki.
Lokastaðan í kvennaflokki
varð þessi:
1. England 90 st.
2. Frakkland 84 —
3. Ítalía 76 —
4. Pólland 75 —
5. Svíþjóð 72 —
6. Noregur 65 —
7. írland 57 —
8. Tékkóslóvakía 50 —
9. Spánn 48 —-
10. Belgía 48 —
11. Finnland 39 —
Evrópumót þetta var óvenju-
■'iegt að mörgu leyti. Fyrst og
fremst vakti -það mikla athygli
hve ítölsku sveitinni í opna
flokknum, með 2 af heimsmeist-
urunum, gekk illa. Einnig vakti
mikla athygli a'ð Spánn var lengi
í efsta sæti, síðan Noregur og að
lokum Frakkland, því að út-
haldið brást hjá spilurunum frá
Spáni og Noregi.
Mótið fór í alla staði vel fram
®g var pólska sambandinu til
sóma.
til fræðslumálastjórnar að við
endurskoðun fræðslulaganna,
sem nú er unnið að verði það
tekið sérstaklega til athugunar
að taka kennslu 6 ára barna inn í
barnafræðslustigið. Jafnframt
felur borgarstjórn barnaheimila-
og leikvallanefnd að kanna á
hvern hátt bezt verði unnt að
leysa úr þörf fyrir dagvistun 6
ára barna og leggja niðurstöður
þeirrar athugunar fyrir borgar-
stjórn.
Auður Auðuns (S) mælti fyrir
tillögu þessari, sem var breyt-
ingartillaga við tillögu Sigurjóns
Björnssonar (K). Hún kvað eðli-
»egt að hér væri um ærið verk-
efni að ræða í þéttbýli nútíma-
þjóðfélags. Nú væri aðeins einn
skóli í Reykjavík, sem tæki börn
yngri en 7 ára en svo væri einnig
HEILDARÁSTAND í skólamál
um borgarinnar er mjög svipað
og var sl. vetur, sagði Birgir Isl.
Gunnarsson, borgarfullrúi, á
borgarstjórnarfundi í gær, er
hann ræddi skólabyggingar
Á sl. vetri var þrísett í 16 stofur
barnastigs en nú er þrísett í 18
stofur. Hins vegar var einsett í 7
stofur sl. vetur, en nú verður
einsett í 9 stofur. Hér koma
fram vandamál í sambandi við
fækkun barna í eldri hverfum
og mikla fjölgun þeirra í nýrri
hverfum.
Borgarfulltrúinn sagði að unn-
ið hefði verið að mestu leyti skv.
framkvæmdaáætluninni að skóla
byggingum á vegum borgarinnar
að undanskildum Árbæjarskól-
anum en útboðslýsing er tilbúin
og verður verkið sennilega boð-
ið út í næstu viku. Barnafjöldi I
Árbæjarhverfinu hefur reynzt
minni en búizt var við þótt inn-
ritun í skólann hafi farið fram
tvisvar og verður þrísett í tvær
kennslustofur og _ tvísett í tvær
kennslustofur Árbæjarskólans.
Eru allar bekkjadeildir þó ekki
fullsetnar.
Þá skýrði Birgir ísl. Gurtnars-
son frá því að leikskóli við Safa-
mýri yrði byggður skv. strengja-
steypjuaðferð og hefði efnið í
hann þegar verið pantað og
framkvæmdir væntanlega hefj-
ast innan skamms. Leikskólar
við Safamýri og Brekkugerði
voru boðnir út á sl. vetri en til-
boð reyndust svo há, að allir
voru sammála um að hafna
þeim. Var síðan samþykkt að
byggja leikskólann við Safa-
mýri eftir reikningi.
Guðmundur Vigfússon (K)
mælti fyrir tillögu frá borgar-
fulltrúum Alþbl. þar sem átal-
inn er seinagangur í skólabygg-
ingum og við framkvæmd fyrr-
nefndra tveggja leikskóla. Benti
hann á, að fulltrúar minnihluta-
flokkanna 'hefðu lagt til vi'ð af-
greiðslu fjárhagsáætlunar að
fjárframlög til skólabykgginga
yrðu aukin mjög.
Kennslustofum mun fjölga um
aðeins 14 á þessu ári en þeim
þarf að fjölga um 25 ef vel á að
vera. Þá gagnrýndi ræðumaður
drátt á framkvæmdum við Ár-
bæjarskóla. Borgarfulltrúinn
um einkakennslu áð ræða. Fyrir
nokkrum árum var byrjað í til-
raunaskyni með vornámskeið fyr
ir börn, sem hefja áttu skóla-
göngu haustið eftir og hefur
sú starfsemi gefizt vel. í iiúgild-
andi barnafræðslulögum er heim
ild fyrir sveitarfélög að hefja
kennslu 5 og 6 ára barna og
greiði rikissjóður þá laun kenn-
ara ef námsskrá og húsnæði
hlýtur viðurkenningu fræðslu-
málastjórnar. Hér er um stórt
mál að ræða og fjölmennan ald-
ursflokk en í okkar nágrannalönd
um er tilhneiging til þess að
hefja kennslu yngri barna en 7
ára. Fræðslukerfið er nú í end-
urskoðun og sýnist nærtækt að
vi'ð þá endurskoðun verði at-
hugað hvort ekki sé rétt að fella
kennslu 6 ára barna inn í skóla-
kerfið annað hvort sem skyldu-
nám eða skv. ósk foreldra.
Sigurjón Björnsson (K) ræddi
almennt um vandkvæði á vistun
og kennslu 6 ára barna og kvaðst
ekki hafa gert upp hug sinn um
það hvort taka ætti upp skyldu-
kennslu fyrir þau eða frjálst val
um kennslu.
sagði að ekkert bólaði á fram-
kvæmdum við leikskóla við Safa
mýri sem þó hefði verið talað
um í 3 ár og sagði að óforsvar-
anlegur dráttur værf á þessum
framkvæmdum.
Einar Ágústsson (F) sagði að
það væri lágmarkskrafa þegar
fjárveitingar væru naumar, að
þeim væri eytt. Hann kvað borg-
arstjóra hafa boðað útboð Ár-
bæjarskóla alveg næstu daga á
borgarstjórnarfundi 7. júlí, en
enn bólaði ekki á því.
Óskar Hallgrímsson (A) kvaðst
telja að meiri herzlu hefði átt
áð leggja á framkvæmdir við
Vogaskóla á þessu ári en Árbæj-
arskóla, þar sem fyrirsjáanlegt
hefði verið að framkvæmdir við
Árbæjarskóla gætu ekki hafizt
Sigurjón Björnsson (K) dró í
efa að tölur um innritun væru
raunhæfar, þar sem foreldrar
mundu vart innrita börn sín i
skóla, sem raunverulega væri
ekki til.
Tillögu borgarfulltrúa Alþbl.
var síðan vísað frá.
Peningurinn
koslnr 575 kr.
til dskrifendn
f SAMBANDI við útgáfu Félags
íslenzkra fræða á minnispeningi
um Sigurð Nordal áttræðan, sem
gefinn er út í 275 bronseintök-
um og einu gulleintaki til handa
afmælisbarninu sjálfu, spurðist
Mbl. fyrir um það, hve mikið
peningurinn ætti að kosta.
Ólafur Halldórsson, cand. mag.
tjáði blaðinu, að peningurinn
yrði einungis seldur áskrifendum
og kostaði hann til þeirra 575
kr. með fylgiriti. Send voru út
boðsbréf um áskriftaþátttöku til
félaga í Félagi íslenzkra fræða
svo og til nokkurra vina og
samstarfsmanna Sigurðar Nor-
dals. Fylgiritið með peningnum
er ritaskrá Sigurðar og verður
hún fáanleg öllum sem vilja.
Ástand í skólamálum
svipað og verið hefur
Arbæjarskóli boðinn út innan skamms
til sölu
5 berb. ibúÖ
i sambýlishúsi
llátúni 4 A, Nóatúnshúsið
Sími 2-18-70
v/ð Álfbeima
Ólafur
Þopgrfmsson
HÆSTARÉTTABUÖGMAOUII
Fasteígna- og verðbréfav.iðskiffi
AusíurstrSti 14. Sími 21785
Laugavegi 27. — Sími 15135.
Tauser sokkar
Champagner liturinn kominn.
Við Ljósbeima
Falleg 2ja herb. 68 ferm. íbúð.
3ja herb. íbúð við Bugðulæk.
3ja herb. jarðhæð við Stóra-
gerði.
4ra herb. 114 ferm. íbúð við
við Safamýri.
4ra herb. ný íbúð við Kleppsv.
4ra herb. góð endaíbúð við
Ljósheima, sérþvottahús á
hæð.
5 herb. efri hæð við Sporða-
grunn. Skipti á góðri 3ja
herb. íbúð æskileg.
6 herb. íbúð við Hvassaleiti.
Herbergi fylgir í kjallara.
Einbýlishús ásamt bílskúr við
Samtún.
Hilmar Valdimarsson
Fasteignaviðskipti.
Jón Bjarnason
hæstaréttarlögmaður.
IIMNISKÓR
Kvenninniskór
Karlmannainniskór
Telpu-, drengja- og barnainniskór.
SKÖVFRZLUN
Laugavcgi 17 — Framnesvcgi 2.
Laust starf
Kennari eða maður með hliðstæða menntun í upp-
eldisfræðum óskast í rannsóknariógregluna í Reykja
vík, til starfa við mál barna og unglinga.
Umsóknir sendist skrifstofu sakadóms Reykjavík-
ur í Borgartúni 7, fyrir 25. september nk.
Yfirsakadómari.
Iðnaðarhús
Vöruskemma
Til sölu 250 ferm. til 1000 ferm. iðnaðarhús á tveim
ur hæðum með góðum innkeyrslum á báðum hæð-
um. — Teikningar liggja fyrir á skrifstofunni.
Sími 14120, heimasími 35259
(skipadeild).