Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 11
II fFöstu3agur r16t. sept. -',1966 M O R G U N B L A Ð l Ð Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs I>essi innflutningur hefur jafnan tekið miklum sveiflum, en af því leiðir, að viðskiptajöfnuður hvers árs sýnir oft brenglaða mynd af niðurstöðu utanríkisviðskiptanna í grundvallaratriðum. Til þess að útiloka áhrif þessara sveiflna en taka þó tillit til innflutnings skipa og flugvéla í viðskiptajöfn uðinum, er einfaldast að setja jafnan meðaltal nokkurra síð- ustu ára í stað þessa innflutnings á hverju ári inn sig. Sé það gert og reiknað jafnan með hreyfan- legu meðaltali, síðustu f jögurra ára, hefur viðskiptajöfnuðiu-inn verið jákvæður öll árin 1061— 1965 nema eitt, árið 1963. Sé leitað þess jaínaðar, er sýni bezt. grundvallarskiiyrði utanrík isyiðskiptanna, er einnig ástæða tií að íeiðrétta hann fyrir breyt- ínguni útflutningsbirgða, þannig öð verðmæti útflutningsfram- íeiðslunnar sé sett í stað útflutn- ingsins sjálfs. Sá jöfnuður, einnig með fyrrgreindri leiðréttingu, að því er varðar skip og flugvélar, eýnir athyglisverðan feril. állt frá árinu 1960. Reiknað á núgildandi gengi sýndi grundvallarjöfnuðúr inn það ár 277 millj. kr. halla, en áhrif versnandi viðskiptakjara það ár, sökum verðfalls á mjöli t>g lýsi, námu um helmingi þeirr- ar upphæðar. Síðan heflir .iöfh- uðurinn verið hagstæður öll ár- in nema 1963: árið 1961 um 223 millj. kr., 1962 um 128 millj. kr. 1963 344 millj. kr. halli, 1964 aft- tir jákvæður jöfnuður um 189 millj. kr. og loks 1965 um 595 xnillj; kr. Þannig' hefúr grundvallarjáfh- vaegið út á við áðeins farið úr ékorðum éitt ár frá áririu 1960, árið 1963, én þá Voru gerðar sér- Stakar ráðstafanir til 'þess að stðmrtia stigu Við þeirri þróuh. Langhagstæðastur er jöfnuður- irttt á síðasta ári, 1965,’en breyt- irigin' í jákvæða átt er þó nokkru ftiéiri árið 1964, 533 millj. kr.‘á móti 386 millj. kr. árið 1965. Viðskiptajöfnuðurinn hefur snúizt á jákvæða hlið frá árittu 1963 mestmegnis vegna þess, að tekizt hefur að halda aukningu verðmætaráðstöfunar til neyzlu og fjárfestingar innan hóflegra marka. Þróun einkaneyzlunnar hefur átt talsverðan hlut að þess um breytingum. Jókst hún sér- staklega ört árin 1962 og 1963, en aðeins um 3—4% hvort ár- anna 1964 og 1965 samkvæmt bráðabirgðaáætlun. Kaup fólks- bifreiða og jeppa til einkanota eru þýðingarmikið atriði í þessu sambandi. Bifreiðakaupin jukust mjög ört fram til ársins 1963, er þau námu um 520 millj. kr. á útsöluverði, og höfðu þá meira en fjórfaldast að föstu verðmæti frá árinu 1960. En síðan 1963 hafa bifreiðakaupin haldizt stöðug, minnkuðu lítils háttar 1964 og jukust síðan aftur 1965. Yfir allt tímmabilið frá 1960 til 1965 hef- ur einkaneyzlan aukizt um 5.1% á ári að jafnaði, sem er mjög svipað og meðaltal 11 Evrópu- landa, 4,8%. Sem stendur er unnið að sér- stakri rannsókn á einkaneyzlu áranna 1962 — 1965 í framhaldi af fyrri rannsóknum þess efnis. Standa því tölur um einkaneyzlu þessara ára til endurskoðunar innan tíðar. Samneyzlan, þ.e. rekstrarút- gjöld vegna þjónustu hins opin- bera við borgarana, en ekki út- gjöld vegna fjárfestingar eða hvers kyns styrkja, hefur verið tiltölulega stöðugt vaxandi þátt- ur í verðmætaráðstöfuninni. Milli áranna 1960 og 1965 hefur sam- neyzlan aukist jafnt að magni og einkaneyzlan, eða um 5,1% á ári að jafnaði. Meðalvöxt.ur samneyzlu í 11 Evrópulöndum á sama tíma var svo að segja hinn sami, 5,2%. En frá 1962 til 1965 hefur hún aukizt svo til jafn- mikið og gert var ráð fyrir í þjóðhags- og framkvæmdaáætl- uninni, um 5.5% á ári á móti 6.7% í áætluninni. Fjármunamyndunin hefur ver ið hinn mikli breytiþáttur í verð- inætaráðstöfuninni og þar með valdið mestu um þróun viðskipta jafnaðar og vinnuaflajafnvægis. Hún jókst frá 1960 til 1965 um mun meira en neyzlan, um 7% á ári. Er það nokkuð örari vöxt- ur en að meðaltali £ 11 Evrópu- löndum, þar sem hann var 6,5% og er ísland í hópi þeirra landa, þar sem fjármunamyndun á þessu tímabili hefur aukizt lil- tölulega mest í samanburði við vöxt þjóðarframleiðslu. Fjár- munamyndunin hefur einnig verið miklúm breytingum háð frá ári til árs. Árið 1963 jókst hún um 30,7%, og árið 1964 Um 17.6%, en hélzt svo að tteita má óbreytt árið 1965. Heildarupphæð fjármunamyrtdunarinnar á sið- asta ári nain um 5.600' millj. kr. á verðlagi þess árs, er svarar tál 27,6% állrar þjóðarfratnleiðslunn ar. Þetta hlutfail ernokkru lægra en næstu tvö árin á undan, er það var á millí 28 og 29%, eri hins vegár nokkru hættra en það mark, 26%,í er sett var í þjóð- hags- ög framkvæirtdaáætlúninni. Vergur spárháðúr þjóðarbús- ins, þle. fjármunamýttdún áð við bættiim éða frádregnum breyt- ingum bústofns og útflutnings- vörubirgðá og viðskiptajöfnuði út á við, narii á síðasta ári um 6.150 mUlj. kri eða 30% af þjóð- arframleiðslu. Þetta er til muná hæsfa sparriaðarhlutfáll yfir það tímabil, sem skýrslur ná til, þ.e. frá sfríðslokum, og að öllum lik- indum frá upphafi vega. Hæst hefur þetta hlutfall áður veríð þar á úndan, 1961 — 1964, og þá á bilinu 25 — 27,5%. Þessi mikli spárnaður stendur að sjálf- sögðu í sambandi við hina öru aukningu þjóðarteknanna og er ekki hægt að gera ráð fyrir, að hið háa hlutfalí ársins 1965 muni haldást. íiögð hefur verið áherzla á að efla skilyrði hins frjálsa sparnaðar, jafnframt því sem kerfisbundinn sparnaður í ýmsu forini hefur verið aukinn. Þátf- taka í sparnaðarframlagi þjóðar- innar er mjog almenn. Sparifjár aukningin er þýðingarmikill þáttur þess, og sömuleiðis sjóð- myndun lífeyrissjóðanna, trygg- ingakerfisins og sparnaðar á veg um ríkis og sveitafélaga. Hin mikla aukning fjármuna- myndunar síðustu árin hefur dreifzt tiltölulega jafnt yfir all- ar helztu greinar atvinnulífsins, opinberar framkvæmdir og íbúð arhúsabyggingar. Þó hefur fjár- festing í hvers konar vélum og tækjum verið sérstaklega mikil og aukning fjárfestingar því orð ið mest í þeim atvinnugreinum, sem byggjast mest á notkun slíkra véla og tækja, en það eru einkum fiskveiðar, flutningastarf semi og byggingarstarfsemi. Mest varð aukningin í svo til öllum greinum árið 1963, þegar fjármunamyndunin í heild jókst mest. Síðan hefur dregið úr aulcn ingunni frá ári til árs, og gildir það einnig um svo til allar grein ar framkvæmda, enda var fjár- munamyndunin, eins og áður seg ir, orðin mjög há í hlutfalli við þjóðarframleiðslu á árunum 1963 og 1964. Á s.l. ári varð ekki aukn ing á fjármunamynduninni sem heild, vegna þess að skipa- og flugvélakaup minnkuðu. A hinn bóginn jukust byggingar og önn- ur manrtvirkjagerð enn um 9%, Árið 1962 markar nokkur þálta skil í fjármunamynduninni, þar sem tímabil þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunarinnar hefst með árinu eftir, 1963. f áætluninni var lögð sérstök áherzla á eílngu opinberra framkvæmda, jafn- framt því að atvinnuvegirnir héldu uppbyggingu sinni áfram jafnt og þétt. Hin mikla aukning, sem orðið hefur á ráðstöfunarfé þjóðarinnar umfram það, sem áætlunin gerði ráð fyrir, hefur valdið mikilli aukningu fjármuna myndunar, einkum á vegum einkaaðila og sveitarfélaga. Atvinnuvegirnir hafa haft for- ustuna í þeirri þróun, sem hefur átt sér stað síðan 1962. Árið 1965 var fjármunamyndun á þeirra vegum 61 % meiri að magni en árið 1962. Sama ár var fjármuna myndurtin í íbúða-byggingum 52% rgeiri en 1962 og í opinber- um framkvæmdum 43% meiri. Þó var fjármunamyndun atvmnu veganna enn meiri árið 1964 held ur en 1965. Á því ári voru gerð meiri kaup fiskiskipa en nokkurt ár síðan 1960 og langhæstu ltaup flutningatækja, sem nokkru sinni hafa verið gerð, eða um 60% meiri en árið 1947, er þau voru mest áður. Fjárinunamyndún í fiskiðnaði hefúr verið mjög svipuð frá og með árinu 1962, er miklar fram- kvæmdir ■ hófust ' 'í síldariðnaðt, en þá var fjármunamyndun í fiskiðnaði alls úm 57% meiri en áð meðáltali fimm síðustu ária á undan, 1957—1961. Fjármuna- myndun í öðrúm iðnaði ert vinrtslu sjávarafurða hefur aukizt mjög milcið. Var hún um 75% hafði nærfellt tvöfaldazt frá 1960. Meginhluti þeirrar aukn- ingar féll á árið 1963. Fjármuna mynduii í landbúnaði hefur auk- izt jöfnum skrefum, en einnig mjög ört, var á-rið 1965 um 50 % meiri en 1962, en um 78% meiri en 1960. Aukningin er hvað fyrirferðarminnst í byggmgu verzlunar-, skrifstofu- og gisti- húsa, sem árið 1965 var 45% meiri en 1962 og 65% meiri en 1960. Sé hins vegar farið lengra aftur í tímann til . samanburðar. er aukningin mun meiri, þar sem þessum byggingum hafði verið haldið niðri- alveg sérstak- æga: með beitingu fjárfestingar- hafta. Rétt er að benda á, að auk húsnæðis fyrir verzlun, veit ingar og gistihúsarekstur, er hér meðtalið húsnæði fyrir skrifstof- ur annarra atvinnugreina og að auki leiguhúsnæði opinberra stofnana, og enn fremur húsnæði fyrir ýmsa þjónustu- starfsemi, þ. á m. allt hús- næði bankanna. Þessi fjárfesting hefur oft sætt gagnrýni, en eðli- leg þróuri hennar er í raun réttri þýðingarmikið skilyriði aukinna framleiðsluafkasta og bættrar þjónustu við almenning. íbúðarbyggingar drógust tals- vert saman árið 1961, en hafa auk aukizt mjög frá árinu 1962, eða alls 52% til 1965. Langmest var aukningin 1963, 28%. íbúða'- byggingarnar hafa farið talsvert fram úr því, sem þjóðhags- og framkvæmdaáætlunin gerði ráð fyrir, þannig að þær munu sam- svara um 1600 íbúðum á án 1964—1966 í stað 1500 samkvæmt áætluninni. Auk þess hefur með- alstærð íbúða aukizt. Svo sem alkunna er, voru auknar íbúða- byggingar og bætt lánskjör þeirra eitt af meginatriðum sam komulag um launamál bæði ár- in, 1964 og 1965. Er nú unnið að áætlun um byggingu 250 íbúða á ári með sérstökum kjörum við hæfi láglaunafólks í samræmi við samkomulagið 1965. Fjármunamyndun í mannvirkj um og byggingum hins opinbera var árið 1965 43% meiri en 1962, en um 58% meiri en 1960. Mest varð aukningin 1963, 17%, en hefur farið minnkandi síðan. Fjármunamyndun opinberra aðila var sá þáttur hinnar upp- haflegu þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunar, er hvað helzt fól í sér ákveðnar fyrirætlan- ir um framkvæmdir. Hafa þess- ar framkvæmdir haldizt í til- tölulega náinni samsvörun við áætlunina. Sökum hinnar ai- mennu þenslu í efnahagslífinu hefur ríkisvaldið orðið að beita ströngu aðhaldi að eigin fram- kvæmdum og þeim öðrum fram kvæmdum, er það hefur mest áhrif á. Þrátt fyrir þetta hefur aukning opinberra framkvæmda orðið mikil á þessum árum, enda ráð fyrir því gert í þjóðhagsr og framkvæmdaáætluninni frá 1963. Mest hefur orðið aukning þeirra framkvæmda, sem sveitarfélög- in ein standa að, en þær jukust um 95% frá 1962 til 1965. Sam- eiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga jukust um 49%, en framkvæmdir ríkisins sjálfs um aðeins 15%. Stafar þessi mis- munur á þróun þessara tegunda framkvæmda að nokkru af mjóg •bættum fjárhag sveitarfélaga, en að nokkru af því, að sveitarfél- ögin hafa ekki talið sér skylt að taka sama tillit til almennra aðstæðna í efnahagsmálum og ríkið gerir. Á yfirstándandi ári bénda all- ar líkur til þess, að hlutfall verð mætaráðstöfunar og þjóðartekna verði ekki eins hagstætt og ver- ið hefur síðustu árin og jafn- vægið út á við ekki eins traust í grundvallaratriðum. Hin mikla aukning tekna á síðasta ári mun hafa veruleg áhrif til aukinnar einkaneyzlu og fjárfestingar til einkanota . á yfirstandandi árL Auk þess er líklegt, að verulega aukinn innflutningur verði á byggingarhlutum, innréttingum og jafnvel á tiibúnum húsum, en sá inftflutningur hefur nú ver ið gefinn frjáls. Léttir það álagi af vinnumarkaðnum, en veikir stöðu viðskiptanna út á við að sama skapL Aukning innflutn- ings, annars en skipa og flug- véla, á fyrra helmingi þessa árs er 26,5% frá sama tíma í fyrra. Margt bendir til þess, að á vinnumarkaðnum ríki sízt meiri spenna í ár en verið hefur árin 1963—1965. Áætlun, sem gecð var um vinnuaflsjafnvægið i marz s. 1., benti til sömu nið-. urstöðu. Hins vegar leiddu sömu athuganir í ljós, að á næsta ári muni örðugra að ná jafnvægi. Við samningu þjóðhags- og fram kvæmdaáætlunar, sem unnið verður að á næstunni, og taka mun til næstu fjögurra ára, verð ur að taka fullt tillit til tak- markaðs framboðs vinnuafls til framkvæmdastarfa, Fjárlög ríkiS ins, fjárhagsáætlanir sveitarféi- aga og útlánastefna peninga- stofnana verða að samhæfast sömu meginstefnu. Stefnan í efnahagsmálum. Þau meginmarkmið, sem stefnt er að í efnahagsmálum hér á landi, eru þau sömu og í ná- grannalöndunum næg atvinna og ör hagvöxtur samafara jafn- vægi í greiðsluviðskiptum við önnur lönd og í verðlagsþróun innanlands. Þær leiðir, sem farn ar hafa verið hér á landi til þess að ná þessum markmiðum, hafa einnig á undanförnum árum verið þær sömu og tíðkast í ná- grannalöndunum: frjálsræði í framkvæmdum og utanrikisvið- skiptum samfara ákveðinni stjórn fjármála og peningamála og vaxandi notkun áætlunargerð ar um opinberar framkvæmdir og rekstur og um stefnuna í mál- um einstakra atvinnugreina. Sú stefna í efnahagsmálum, sem fylgt hefur verið á Vestur- löndum lengst af undanfarna tvo áratugi, er sprottin af reynslu kreppu og styrjaldar. Atvinnu- leysi kreppuáranna skapaði ai- mennan skilning á nauðsyn þes3, að næg atvinna væri tryggð, og stöðnun þessara ára skilning á nauðsyn hagvaxtar. Verðbólga styrjaldaráranna og greiðsluerf- iðleikar fyrstu áranna á eftir styrjöldina sköpuðu aftur á móti skilning á gildi þess, að sem mest jafnvægi héldist í verðlags- þróun og í greiðsluviðskiptum við önnur lönd. Tækin til þess að ná markmiðunum hafa síðan þróazt og mótazt hvað af hverju eftir því, sem reynslan hefur kennt. Árangur þessarar stefnu í efnahagsmálum hefur verið mik ill og sízt minni en náðst hefur í öðrum hlutum heims, þar sem aðrar leiðir hafa verið farnar til þess að ná svipuðum markmið- um. Undanfarnir tveir áratugir hafa verið skeið meiri framfara og velmegunar en dæmi eru til áður, samfara því að félagslegt öryggi hefur verið betur tryggt en nokkru sinni fyrr. í þessari þróun hafa Islendingar tekið þátt í vaxandi mæli, þannig að þeir standa nú ekki að baki ná- grannaþjóðum sínum í velmeg- un, efnahagsframförum né fe- lagslegu öryggi. En þessi árang- ur felur það ekki í sér, að vandi efnahagsmálanna sé leystur í eitt skipti fyrir öll. Efnahagsmál in þarfnast stöðugrar aðgæzlu og stjórnar. Sjálf framþróunin skapar ný viðhorf. Sjálfur ár- angurin leiðir af sér ný vanda- mál, sem krefjast nýrra aðferða til úrlausnar. í upphafi þess áratugs, sem nú er rúml. hálfnaður, var búizt við, að erfitt myndi að ná á Vestur- löndum jafnörum hagvexti og náðst hafði áratuginn á undan. Talið var sennilegt, að eitthvað mundi draga úr hagvexti þeirra landa á meginlandi Evrópu, þar - sem áhrifa styrj aldarinnar hafði gætt mest og þar sein vöxturinn eftir styrjöldina jafnframt hafði verið örastur. Einnig hafði dregið mjög úr hagvexti í Bandaríkjun- um og Kanada á árunum 1955— 1960. Innan vébanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar fóru fram umræður um það, hve miklum vexti myndi kleift að ná og hvaða leiðir mætti fara í því skyni. Var árangur þeirra um- ræðna meðal annars sá, að að- ildarríki stofnunarinnar settu sér það markmið að ná á ára- tugnum 1960 til 1970 hagvexti, er syaraði til um 4% meðalvaxt- ar á ári. Kom þetta sama mark- mið fram í þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun íslenzku rikiv stjórnarinnar fyrir árin 1963r 1966. Að því er hagvöxtinn varðar hefur reynsla fyrri helmings ára tugsins orðið betri en flestir gerðu sér vonir um. Bandarikin og Kanada hafa á þessum árum náð mun örari hagvexti en á ára tugnum 1950—1960. Enda þótt nokkuð hafi dregið' úr vextl þéirra landa á meginlandi Evr- ópu, sem örastan vöxt höfðu áð- ur, hafa þessi lönd eigi að síður náð góðum árangri. Jafnframt hefur hagvöxtur örvazt veru- lega í flestum hínna smærrl lartda Evrópu, og þá ekki sízt á Norðurlöndum. Bretland er eina landið innan Efnahags- og framafarstofnunarinnar, sem ekki hefur á þessum árum ilað hinu setta marki. Hér á landi hafa þessi ár einn- ig verið ár mikils hagvaxtar. Hefur sá vöxtur verið meiri en á flestum öðrum sambærilegum skeiðum og öllú meiri en vöxt- urinn hefur verið á sama tíma I flestum löndum öðrum. Á þetta einkum við um síðastliðin fjög- ur ár, 1962-1965. í viðbót við öran hagvöxt hefur það svo kom ið til hér á landi á allra síðustu árum, að verð á útflutningsaf- urðum hefur hækkað mikið, án þess að innfluttar vörur hafi hækkað teljandi í verði. Þau tvö meginmarkmið í efna- hagsmálum að tryggja næga at- vinnu og öran hagvöxt, hafa þvi víðast hvar náðst ágæta vel á ufti anförnum árum. Samtímis hefur það hins vegar reynzt öllu meiri vandkvæðum bundið en áður að ná eðlilegu jafnvægi í verðlags- þróun og greiðsluviðskiptum. í Bandaríkjunum og Kanada hef- ur verðlag á þessum árum að vísu hækkað mjög lítið og minna en á flestum öðrum tímabilum. í Evrópulöndunum hefur verð- lag hins vegar hækkað allmiklu örar á undanförnum fimm árum en á næstu fimm árum þar á undan. Jafnframt hafa öðru hverju skapazt erfiðleikar í greiðsluviðskiptum einstakra landa, þegar kaupgjald og verð- lag hafa þróazt þar með öðrum hætti en í öðrum löndum. *í stjórn efnahagsmála hefur því athyglin á undanförnum árum I vaxandi mæli beinzt að leit að leiðum til tryggingar jafnvægis í efnahagsmálum. í þeirri áherzlu, sem á þetta hefur verið lögð, hefur komið fram skiln- ingur á því hvoru tveggja, að næg atvinna og ör hagvöxtur verða ekki tryggð til lengiar, nema þolanlegt jafnvægi íefna- hagsmálum komi til, og að verð- bólga skapar félagslegt misrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.