Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 30
30 MORCU N BLAÐIÐ FSstudagur 16. sept. 19B6 Fullvíst talið að lið Túnis leiki í Svíþjdð Lengi var reiknað með að isiand fengi sæti Túnismanna ÞAÐ hefur lengi Ieikið á því vafi, hvort landslið Túnis í hand- knattleik myndi koma til loka- keppni um heimsmeistaratitil í handknattleik í Svíþjóð í janúar. Fréttir í vor hermdu að svo yrði ekki og islendingar fengju sæti þeirra í lokakeppninni. Túnis er í riðli með Tékkóslóvakíu, Dan- mörku og Frakklandi í upphafi lokakeppninnar. En síðustu fréttir herma að Túnismenn maeti örugglega í Biknrkeppni í körfuknnttleik BIKARKEPPNI Körfuknattleiks sambandsins steridur nú yfir og fara leikir Reykjavíkurriðilsins fram í Valsheimilinu á sunnu- daginn kl. 2 síðdegis. Reykjavík- urfélögin Ármann, ÍR og KR hafa rétt til að senda 1. flokks lið sín í bikarkeppnina og gera það öll. FrarrJ.ald á bls. 23 Svíþjóð. Og sagt er að það verði ekki auðsótt mál að sigra liðið. Samkv. fréttum frá Danmörku óttast Danir þá Túnismenn að minnsta kosti og segja að það verði ekki auðsótt fyrir hið „limlesta" lið Dana að vinna þá (ef hinir dæmdu dönsku hand knattleiksmenn hafa þá ekki verið saklausir fundnir af kær- unum frægu). Túnismenn léku s.l. sunnudag landsleik við Frakka í París og var leikurinn jafnari en menn höfðu ætiað. Frakkar unnu 14 —11. En sagt er að Túnismenn vandi vel undirbúninginn fyrir loka- keppnina. Þeir eru nýkomnir úr langri keppnis- og æfingaferð um Balkanlönd, þar sem þeir hafa leikið við og æft með rúmensku heimsmeisturunum. Berlingske Tidende tekur svo til orða að lið Túnis geti komið á óvart í lokakeppninni og segir að aðeins Tékkar geti verið ör- uggir með að sigra þá, en bæði Frakkar og Danir megi vara sig á þeim. Miidenhergar sækir að Clay í leiknum s.l. laugardag. Kvikmynd gerð af starfsemi ÍSI ISI eru fjolmennustu æskulýðssamtök landsins Á ÍÞRÓTTAÞINGINU á ísafirði á dögunum var samþykkt eftir- farandi tillaga: „íþróttaþing ÍSÍ 1966 heimilar framkvæmdastjórn ÍSÍ að gera ráðstafanir til þess að tekin verði kvikmynd, er sýni heildarstarl þróttasambands íslands. Að drepa niður móralinn Hugleiðingar um starfsað- ferðir landsliðsnefndar EINS og vikið hefur verið að fyrr eru menn nú ekki, í fyrsta sinn í langan tíma, sammála um val knattspyrnu landsliðsins. Ætla mætti að slíkt bæri vott um aukr.a grósku í knattspyrnunni, og ef svo reynist, er það sann- arlega þess virði að leggja enn nokkur orð í belg, og stuðla að almennari umræð- um um málin — ekki sízt ef hægt væri að fá einhverja af þeim sem teljast mega ábyrgir menn í sambandi við val landsliðs til að miðla al- menningi einhverju af sínum nægtabrunni vizku og þekk- ingar á þessu sviði. Ég hef aldrei skilið af hverju t.d. landsliðsnefnd vill ekki upp- lýsa knattspyrnuunnendur um störf sín — um valaðfeið ir, hvort fyrir hendi sé ein- hver skipuleg einkunnagjöf fyrir leiki einstakra manna. sem ráði því hvort þeir kom- ast í landslið, eða hvort allt sé undir hælinn lagt og til- viljun ein ráði því hvernig endanlegt landslið verður og hvort knattspyrnumenn eiga það aðeins undir heppni kom ið, hve skeleggur málfylgju- maður sá landsliðsnefndar- manna er, sem stingur upp á þeim í væntanlegt landslið? / Hér fyrr á árum var það svo, að æðsti draumur sér- hvers ungs íþróttamanns var að ná svo langt að komast í landsiiðið í hvaða grein sem var. Menn lögðu á sig marg- faldar æfingar og málin Og möguleikarnir voru ræddir fram og til baka, og fylgzt var nékvæmlega með framför um og getu allra þeirra, er til greina komu. Þessu er nokkuð öðru vísi farið á síðari árum. Að vísu er „gamla lagið“ enn við lýði í mörgum greinum og ætla má að langflestir íþrótía- menn fylgi þeim eðliíega hætti. En að þessu er vikið hér af því að landsliðsnefnd KSÍ hefur svo undarlega oft haft tilhneigingu til að brjóta slík an móral niður. Frá henni koma á stundum tillögur, sem ENGUM öðrum dettur í hug. Og þá er líklega ekki nema tvennt til; annuð hvort er landsliðsnefr.din langt á undan sinni samtíð, eða að verið er að bræða sam an ólík sjónarmið, sem erfitt er að samræma og afieiðingin er að varamenn félagsli'ða verða landsliðsmenn, fram- verðir framherjar, mönnum skipað í vinstri og hægri stöð ur, án tillits til þess hvort þeir þekki þær stöður, eða hafi getu til að sparka með „viðeigandi" fæti. Og ef slíkt er ekki til þess failið að brjóta niður móral þeira knattspyrnumanna sem vilja þjálfa sig — vilja ein- beita sér af öllum mætti til að ná því háa takmarki ,.í sinni stöðu“ að komast í iands liðið, þá hafa þeir meiri sál- arró en venjulegu fóiki er gefin. Tilefni þessarar greinar er hugleiðin í Tímanum : gær um valið — annan daginn í röð enda greinarhöfundar tveir. í síðari greininni eru hugir landsliðsnefndarmanna krufnir og sagt hvað nefndar "menn „hafi haft í huganum" með valinu. Þar er t.d. sagt eitthvað á þá leið, að Sig. Albertsson miðframvörður, sem valinn er sem v. framv. komi til með að leika 3 miðj unni „í sinni“ stöðu, því hug- myndin sé að leika eftir 4—2—4 kerfinu. Með þessu er auðvitað gefið í skyn. að fyrri greinarhöfundur sama blaðs, sem gagnrýndi liðið, sé hálfgerður auli að vita ekki hvað landsliðsnefndar- menn hugsi sér. En málið er ekki svona einfaldlega afgreitt. Keflavík urliðið leikur 4—2—4 kerfið eins og öll hin félögin reyna að gera — loksins, um það bil sem fremstu þjálfarar er- lendis eru að leggja það kerfi á hiliuna. En í sínu liði er hlutverk Sigurðar ekki að vera afturliggjandi hliðar- framvörður, heldur að skipa stöðu miðvarðar. Eftir frammistöðu sumarsins í mið varðarstöðunni, á Sigurður rétt á landsliðsstöðunni — ef nokkur „á rélt“ á landsiiðs- stöðu. í knattspyrnu sem öðr um greinum verður að láta þá, sem greinilegá bezt standa sig, fá viðeigandi við- urkenningu — en það er við- urkenning með vali í sömu stöðu í landsliði. Fyrir u.þ.D. 20 árum síðan var leikmaður í Fram sem Sæmundur Gíslason hét. Hann stóð sig svo vel í sinni stöðu í Framliðinu að flesc- um þótti sjálfsagt að hann skipaði þá stöðu í landsliði. Hefði landsliðsnefnd þeirra tíma ekki valið hann í þá stöðu, heldur allt aðra, hefði allur almenningur talið að nefndur Sæmundur hefði ekki hlotið þá viðurkenningu fyrir leik sinn serii honum bar. Slík saga er að gerast í dag hjá landsliðsnefnd — og þar situr Sæmundur Gísla son í forsæti. Það skal skýrt tekið fram að grein þessi er ekki rituð einungis út af því landsliðs- vali er nú hefur átt sér stað. þó nöfn leikmanna úr því iiði séu tilfærð. Ég hef leitast við að sýna fram á þá skoðun mína, að landsliðsnefnd geri rangt í því að vera með þess- ar eilífu stöðubreytingar í iandsliðum. Slíkar tilraunir verður að prófa í alvöru- minni leikjum — eða hjá félögunum. Og hvernig á nefndin að geta verið viss um að hún sé að gera rétt í vali sínu, þegar hún hefur ekki séð viðkomandi menn leika í viðkomandi stöðum — nerna þá kanski í næsta landsleik á undan. Nei, sorglega oP byggir nefndin val sitt á björtum vonum um að íltæk ið blessist — og því kannski fer sem fer. Tilviljun ræður miklu í knattspyrnu, er; er það ekki nokkuð langt geng- ið að gera „tilviljunina"' að einhverju altari þar sem mór- al meðal leikmanna er fórn- að og uppbyggingarstarfi félaga sýnd lítilsvirðing? A. St. Greinargerð Á undanförnum árum hafa ver,. ið gerðar kvikmyndir af ýmsumi íþróttamótum, og í nokkrum tii- fellum hafa slíkar myndir verið feldar saman, síðan sýndar við góðar undirtektir. Hins vegar hefur engin kvikmynd verið til er sýnir starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar í heild og er slíkt eigi vansalaust fyrir jafn fjölmenn samtök, sem íþróttasambandið er orðið. íþróttasamband íslands er í dag fjölmennustu æskulýðs- samtök þessa lands og flestir við urkenna nú gildi þess að auka í- þróttastarfið í landinu. vegna þess hversu það hefur mikla og góða þýðingu fyrir uppeldi æskunnar. Það er því tímabært að tekin verði kvikmynd af þessu starfi og þeim samtökum, sem eru að-al uppistaðan í íþróttalífi lands- manna . Fyrir íþróttasambandið hefur slik kvikmynd tvíþætt gildi. — Annars vegar sem áróðurstæki í baráttunni fyrir því að auKa íþróttaiðkanir, og hins vegar, sem söguleg heimild um þann tíma, sem kvikmyndunin nær yfir. Evrópc- bikarar NOKKRIR leikir um Evrópubik- arana fóru fram á miðvikudag- inn. f Helsingfors léku finnsku meistararnir Haka gegn Belgiu- meisturunum, Anderlecht. Belgiu mennirnir sigruðu með 10-1. í Norður-írlandi fór fram leik- ur milli írska liðsins Linfield jg Aris frá Luxemburg. Var þetta síðari leikur liðanna og unnu írarnir með 6-1. Þetta Var keppni um Evrópubikar bikarmeistara. Linfield verður í næstu umferð með samanlögð úrslit 9-4. í Sofía kepptu Júgóslavíumeist ararnir við meistarana frá Möltu í keppni um E-bikar meistarliða. Júgóslavar unnu 4-0 og halda áfram með samaniagða tölu 6-1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.