Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FBstuSagur ÍC. sept. 198* FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Hinir tólf hestarnir voru festir, fjórir og fjórir saman nokkru framar en þessir sex, og taum- arnir frá þeim lágu upp á vagn- inn að framan. Vagninn sjálfur, sem var fisléttur og á togleður- hjólum, var með hálfhringlagaða hlíf að framan og gólf, til að standa á. Á gólfinu var nægilegt rúm fyrir tvo en ekki fleiri, og að aftan var vagninn opin án grindar og þrepa. Keðjur, bæði að framan og til hliðanna bundu ökumennina við hliðarnar á vagninum. Þegar þeir höfðu fest sig þannig og voru komnir af stað, gátu þeir ekki dottið út nema því aðeins vagninum hvolfdi, en þá mundu líka hest- arnir draga allt samant á eftir sér, og ökumannanna mundi ekki bíða annað en bráður bani. Nú, þegar vagninn var kom- inn á sihh stað og hestarnir til- búnir, sföðvaðist öll hreyfing þarna. ÍHestasveinarnir, sem stóðu við höfuðið, hver á sínum hesti, steinþögðu, og það gerðu líka lögregluþjónarnir, sem umgirtu Jtorgið. I>á steig Aldo niður úr vagninum og gekk til mín. Andlitið á honum var fölt og órætt, eins og það hafði ver- ið í bílnum á miðvikudagskvöld- ið. — Ég sendi þig til Fano, af þvi að ég hélt, að það væri okk- ur báðum fyrir beztu, — en úr þvi að þú ert hérna á annað borð, er eins gott að þú leikir hlutverkið þitt. Hlutverk Fálk- ans 'stendiir þér enn til boða. Það er:að segja, ef þú hefur hug í þér til að taka við því. Höddin í honum flutti mig aft- ui? til bernskudaganna. Það var þessi sama ögrun, sett fram með þessum fyrirlitningar- kennda yndisþokka, sömu dylgj- unum um vesalmennsku mína. En svo undarlega vildi til, að nú beit þessi háðstónn ekkert á mig. — Hver hefði leikið Fálkann, ef ég hefði farið með honum Marco? spurði ég. — Ég ætlaði mér að aka einn, sagði hann. — Fyrir fimm hundr uð árum voru fararstjórar ekki til. Fálkinn var sinn eiginn vagnstjóri. — CJott og vel, þá getur þú verið minn vagnstjóri í dag. Þetta ónotasvar mitt, sem ég varð alveg eins. hissa á og hann varð kom honum að óvörum og gerði hann orðlausan sem snöggvast. Hann hafði sjálfsagt búizt við beiðni um að vera af- sakaður, rétt eins og í gamla daga, og laus við þátttöku í fyrir tektum hans. En svo brosti hann. — Skikkjan hans Claudio her- toga er í bílnum, sagði hann, — og svo hörgula parrukið. Jac- opo er þar og hann fær þér hvorttveggja. Ég var mér ekki lengur meðvit andi um neina tilfinningu, né ótta. Ég beygði mig fyrir því, sem fram átti að koma. Ákvörð- unin hafði verið tekin. Ég gekk að bílnum og þar stóð Jacdpo. Ég hafði tekið eftir honum, fyrst þegar bíllinn kom, en hann hlaut að hafa verið við hliðina á Aldo allan tímann. — Ég ætla með honum, sagði ég. — Já, herra Beo, svaraði hann. Það var einhver svipur í augnaráði hans, sem ég hafði aldrei séð áður. Það var undrun, jú víst, en jafnframt virðing eða aðdáun. — Ég á að vera Claudio her- togi og Aldo ekillinn, sagði ég. Hann svaráði þessu engu, en opnaði bíldyrnar og rétti mér skikkjuna út. Hann hjálpaði mér í hana og festi beltið um mittið á mér. Svo fékk hann mér hár- kolluna og ég setti hana upp og leit svo á sjálfan mig í spegl- inum. Ég var með skurð á vörunum, þar sem Aldo hafði slegið mig, og blóðið var storknað. Ljósa hárkollan var eins og umgerð um fölt, órakað andlitið á mér, og augu mín mættu mér, hvít- leit og starandi, rétt eins og augun í Claudio hertoga á mál- verkinu í hertogahöllinni. En þau voru líka augu Lazarusar í Cyprianusarkirkj unni. Ég sneri mér að Jacopo. — Hvernig lít ég út? sagði ég. Hann skoðaði mig með alvöru- svip og hallaði ofurlítið undir 69 flatt. — Þér lítið út alveg eins og hún móðir yður, hún frú Donati, sagði hann. Hann meinti ekkert illt með því, en þetta var hámark móðg- unarinnar. Auðmýkingin, sem ég hafði orðið fyrir árum saman, kom nú aftur tvíelleft. Bjánalegi maðurinn, sem trítlaði aftur til vagnsins og steig upp hjá Aldo, var ekki Claudio hertogi, ekki Fálkinn, sem Kann skyldi tákna, heldur fuglahræðuútgáfa að kvenmanni, sem ég hafði af- neitað og fyrirlitið í tuttugu ár. Ég stóð hreyfingarlaus og lof- aði Aldo að binda mig við vagn- inn með öryggiskeðjum. Svo batt hann sjálfan sig. Taumarnir VERZLUNARSKÓLANEMAR VERZLUNARSKÓLANEMAR síslenzku og erlendu kennslubækurnar fáið þér hjá okkur. Ennfremur: LAUSBLAÐAMÖPPUR STÍLABÆKUR 1 GLÓSUBÆKUR PENNA OG ÖNNUR RITFÖNG Bókaverzl. Sigfúsar Eymundss. - : - i Austurstræti 18 — Sími 13135. á hestunum í miðjunni og þeiir, sem fremstir fóru voru réttir að honum frá hestasveinum, sem stóðu fremst við vagninn. Svo slepptu hinir takinu af beizlun- um, um leið og Aldo tók taurn- ana. Fjarlæg klukkan í klukkna- turninum sló tíu, og hestarnir, sem fundu takið í taumana, lögðu af stað. Klukkurnar í hin- um kirkjunum komu á eftir að vanda. Fálkaflugið var hafið. 23. kafli. Við ókum fyrst hringinn kring um torgið, stoltir og stilli- legir, og eftirlíktum innreið Trajanusar keisara í Rómaborg. Hestarnir tólf, sem á undan fóru, beygðu til hægri undan taumnum og svo beygðu hinir í miðjunni á sama hátt og snún- ingurinn á þeim var eins og þeg- ar risavaxinn blævængur breið- ist út, dragandi stríðsvagninn okkar á eftir sér. Vegirnir voru gjörsamlega manntómir, eins og lögreglan hafði sagt, að þeir mundu verða, en hver gluggi stóð upp á gátt, allir svartir af áhorfendum og þegar við ókum framhjá, varð kliðurinn að einu samanhang- andi ópi. Þetta óp steig upp í loftið frá þúsundum barka, fyrst sem undrun, síðan sem fögnuður og svo hófst lófatakið, sem var til að sjá rétt eins og ótölulegir vængir blökuðu upp í loftið. Hestarnir átján voru alls ónæm- ir fyrir þessum hávaða, fóru í hring og héldu áfram, og gljá- andi málmurinn á aktýgjunum glitraði í sólinni, og hringlið í þeim keppti þrjózkulega við há- vaða áhorfendanna. Ekkert hófa- tak heyrðist, því að hestarnir voru með sérstakan fótabúnað, svo að ekki heyrðist nema ofur- lítil suða, svipað og frá vagn- hjólunum. Tvisvar fórum við kring um torgið og tvisvar beygðu hestarn ir átján og ekill þeirra sem svar við fagnaðarlátum fólksins, en þá gengu hestasveinarnir að og tóku í beizlin á þeim og teymdu þá að fjarlægasta enda torgsins, þar sem það var breiðast. Þar snerum við alveg við og nú stóðum við andsPænis Carlo hertoga vegi, sem lá beint niður brekkuna og til borgarinnar. Nú voru taumar og gjarðir lagaðar til, og hestasveinarnir athuguðu hvern hest vandlega og sögða síðan Aldo til. Þetta tók um það bil fjórar mínútur, en mér fannst á þessari stuttu stund, þegar Aldo tók aftur taumana og hestasveinarnir forðuðu sér til beggja hliða, að nú hefði hræðsla mín náð hámarki, og ekkert — hvorki brenna, né lokaslysið gæti farið fram úr þessari stundu. Ég leit á Aldo. Hann var föl- ur að vanda, en nú var í honum einhver hörkuleg spenna sem ég hafði aldrei séð áður, og brosið við munnvikin var ekki annað en gretta. Ég sagði við hann: — Á ég að biðjast fyrir? — Ef það getur dregið eitt- hvað úr skjálftanum í þér, skaltu gera það, svaraði hann. Eina leyfilega bænin er bæn- in um hugrekki. Engin bernskubæn mín átti nú við, hvorki faðirvorið né Maríubænin. Ég hugsaði til allra þeirra milljóna, sem höfðu beðið, en látið lífið, engu að síður — jafnvel sjálfur Kristur á krossinum. — Það er orðið um seinan, sagði ég. — Ég hef hvort sem er aldrei haft neitt hugrekki til að bera. Ég verð að treysta á þitt hugrekki. Hann hló og æpti á hestana sína. Þeir fóru á brokk og síðan á stökk, og hertu stöðugt á sér en deyfð hófaslögin heyrðust dauft er þeir stigu til jarðar. — Þýzki hershöfðinginn þinn hefði átt að kenna þér þessa glefsu úr Nietzche, sagði hann: „Sá, sem finnur ekki lengflr það sem mikið er hjá guði, mun hvergi finna það — hann verður annaðhvort að deyja eða skapa það sjálfur". Itálningarverksmiöjan Harpa hefur þá ánægja að tilkynna viðskiptavinum sínum, að ftomnir eru á markaðinn alveg framúrskarandi fallegir litir til innanhússmálnignar Urímhvítt ■ Ljómaguit • Horgult • Hunangsgult - Sefgrsnt - Dökkgrænt • Eultokkur • Dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.