Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N8LAÐIÐ Tochitfaeur 16. sept. 1966 CELUXE SJOISIVORP Viðurkennd fyrir gæði + 23” skermir ic Hnotuskápur it Framleidd fyrir bæði kerfin Einkaumboð: Fullkomin við- gerðarþjónusta ic Eins árs ábyrgð ÍC Greiðsluskil- málar T. Hðnnesson & Co hf. Brautarholti 20. — Reykjavik. Sími 15935. Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. s, iiiiTiivinv i imm bf. Grjótagötu 7. (l'ytt — l\!ýtt ítalskir kjólar Glugginn Laugavegi 49. * r kur óskast til eldhússtarfa strax. — Vaktavinna. Upplýsingar í síma 17758. (Vaust Otkeyrslu og lagerstörf Óskum eftir að ráða sem allra f.yrst, duglegan og reglusaman mann til ofangreindra starta. — Um- sóknir ásamt upplýsingum um aidur og fyrri störf sendist í pósthólf 555, merkt „Atvinna“. Enn um hrossaræktina Símoni og Boga svarað SEM svar við grein minni um Hólamótið, sem birtist í Morgun- blaðinu þann 4. ágúst sl., skrit- ar Símon Teitsson. Borgarnesi, grein sem birtist þann 18. ágúsv. og Bogi Eggertsson, Reykjavík. aðra, sem birtist h. 23. ágúst Bá'ðar þessar greinar birtust i Morgunblaðinu. Báðir telja þeir sig svo færa í sínu fagi að þeir forðast að minnast á kröfu mína um yfir- dóm, en verja gerðir sínar eftir beztu getu. Ég hefði þó hald'.ð að ef þeir væru eins öruggir uru réttdæmi sitt og þeir vilja vera láta, myndu þeir einmitt telja það kærkomið tækifæri að fá hlut- lausa dómara til þess að yfirfara sinn dóm og fá því með þeim dómi slegið föstu að þeir seu jafn ágætir og þeir vilja vexa láta. Bogi segir: „Að einróma áliti fjögurra dómnefndarmanna". Dómarar voru fimm, einn geng- ur úr en enginn kemur í stað hans. Dómurinn er þvi ekki full- skipa'ður og því ólögmætur, jatn- vel þó að Símon færi út meðan dómur um Roða var xelldur. Símon segir að hann hafi ekk. tekið neinn þátt í dómum um Roða. Hver sýndi Roða á Hólum? Er það ekki dálítið óeðlilegt að Simon, sem dómari, víkur úr dómarasæti til þess að vera sýn- andi? Dómari tekur við verð- ,aunum og dómari úthlutar verð .aunum, og þegar að er fundið skritar dómari blaðagrein til lofs um þann hest sem þanmg hlýtur ver’ðlaunin. En nú vil ég spyrja þig, Símon Telur þú að 11 vetra hestur, sem ekki er hægt að finna 4 góðhross undan, geti batnað það mikið að honum beri heiðursverðlaun 15 vetra af því að þá er hægt að finna undan honum 4 hross sem geta talist sæmileg reiðhross? Undan 15 vetra gömlum hesti ætti að vera hægt að velja úr allt að 40 hrossum. Er það nægi- xegt til að hestur hljóti heiðurs- verðlaun, ef hann skilar aðeins 10% af atkvæmum sínum jafn- góðum og hann er sjálfur? Símon segir. „Greinarhöfund ur telur að landsmótið á Þing- völlum árið 1950 beri langt ai enda var hann þá sjálfur í dóm- nefnd“. Veit Símon ekki að fram kvæmdastjórn og störf dóm- nefndar er sitt hvað og alls á- skyld. Störf framkvæmdanefnd- ar hafa aldrei verið eins skipu- lega og vel af hendi leyst eins og á fyrsta landsmótinu. H J. Hólm- járn á Vatnsleysu var þá fram- kvæmdastjóri og fórst það prýði- lega úr hendi Mér finnst að þexr sem síðan hafa tekið þau störf að sér hefðu átt að taka frammi- stöðu hans sér til fyrirmyndax. Á Skógarhólamótinu 1962 keyrði þó um þverbak. Þá skrifaði ég grein um framkvæmd mótsins og benti á ýmislegt sem betur hefði mátt fara. A Hólamótinu var sumt af því lagfært. Þanmg er sýningarskrá mótsins t.d. vel úr garði gerð. dómarnir eru nú birtir, en ekki faldir eins og a Skógarhólamotinu 1962. Þetta tel ég framför Síman telur undariegt að ég skuli leyfa mér að efast um rétt dæmi löglega skipaðrar dóm- nefndar. Eg vil benda honum a að lesa grein Sigurmons Hart mannssonar. Kolkuósi. sem birt- ist í Tímanum 22. ágúst 1964, og ber yfirskriftina, „Hestarækin gær — hugleiðingar um hana dag — og hesturinn minn“. Grein Sigurmons er hörð ádeila á stori dómnefndar 1962. Henni er ósvar að. Símon ber mér siðleysi á brýn af því að ég leyfi mér að gagnrýna dóma dómnefndarinn- ar. Er Sigurmon siðleysingi? Eru sýningargestirnir á Hólamótina, sem klöppuðu fyrir Herði (en ekki Roða) siðleysingjar? Og svo kemur langa setningm hans Símonar ég held ég verði að taka hana með: „Það skytui þó ekki vera eigandi stóðhests- ins Harðar sem þar er að verici og fordæmir allt annað en það, sem hann vill sjálfur vera láta og neitar að hlíta þeim dómi, er löglega skipuð dómnefnd hefur úthlutað honum á hest hans, vægast sagt á alldólgslegan hátt og mun að því er ég bezt veit algjört einsdæmi í sögu ræktun- armála búfjár hér á landi“. Mer finnst þú hreinskilinn. Símon, að viðurkenna að dómnefndin hafi úthlutað mér verðlaununum á dólgslegan hátt. Eða ertu svo o- ljós í framsetningu að ég eigi að taka þetta til min? Annars finnst mér að vi’ð ætt- um að geta rætt málefnin og skipzt á skoðunum þó að við sé- um ekki í öllu sammála, án þess að nota stráksleg orð eins og „sið .eysi“ og „dólgslegur”. Til þessa hef ég talið þig prúðmenni og vænti að ég geti gert það fram- vegis ,þótt skapið hafi í þetta skipti hlaupið með þig í gönur Rétt er það, að ég var dómari á fyrsta landsmótinu sem haldið var á Þingvöllum 1950. Þar mætti enginn hestur með ai- kvæmum. Hreinn frá Þverá var talinn beztur, ættlaus hestur um árum var ég eitt sinn með- dómari á hrossasýningu við Þjórsártún, þar sem deilt var um Roða frá Hrafnkelsstöðum og Skugga frá Bjarnanesi, og var Roði dæmdur betri sem bænda- hestur. Mitt atkvæði fékk hann þó ekki. Ég taldi a'ð Skuggi gæa verið eins dugandi dráttarhesi- ur og Roði. en auk þess var Skuggi góður smala- og reið- hestur. Til þess að fyrirbyggia misskilning, vil ég taka fram að ég tel ekki rétt að sameina drátt- arhest og reiðhest í sama hesti, enda nú svo komið að lítil þörf er fyrir dráttarhesta, hvorki til útflutnings eða til notkunar inn- anlands. Eftir að , hestamannafélögin fóru að hafa afskipti af ræktunar málunum, hafa þau leitazt við að rækta reiðhesta, enda hefir nú i síðari árum fengizt allgott verð fyrir reiðhesta bæði hér innan- lands og einnig erlendis. Nokkur árangur hefur náðst. sem ég ætla þó að hefði getað orðið betri ef skipulega hefði verið að unn- ið. Nú munu aðallega tvö hrossa- kyn vera efst á baugi í reiðhesta- ræktinni, b.e. Hornafjarðar- og Svaðastaðahesturinn. Bæði hata þessi hrossakyn nokkuð til síns Hörður frá Kolkuósi. enda reyndist hann svo, a'ð út ax honum er fátt góðra hrossa kom ið, þrátt fyrir það að hann fékir ágæt skilyrði til að sýna hvað í honum bjó. þar sem hann var pa keyptur að Hólabúinu. Er ástæða til að endurtaka óhöppin, eiga vitin ekki að vera til að varast þau? Á öðru landsmótinu, á Þverár- eyrum 1954. vorum við Símon báðir dómarar. Þar var gerð til- raun til þess að aðgreina þa hesta sem líklegastir þóttu í reið- hestaræktina. og sláturhúsgrip- ina, eins og Símon kallar þa hesta, sem ekki þóttu líklegir til gagnsemi í ræktuninni. Símon hreyfði þar engum mótmæluxn og virtist í öllu sammála okkur hinum, en Bogi fór í fýlu. Fljót- lega virtist Símon þó skipta um skoðun, að minnsta kosti var við horfið breytt á næsta landsmóti en þá var ég þar ekki sem dóm- ari. Báðir hneykslast þeir Símon og Bogi á undirtitlinum í grein minni í Morgunblaðinu 4. ágúst og tel ég bví rétt að ég gen nokkra grein fyrir þessum undir titli. Fyrst eftir að Búnaðarfélag fs- lands fór að skipta sér af rækt- unarmálum hrossa, var leitast við að fá hrossin stór. holdsöm og vel gerð, með tilliti til þess að þau voru þá notuð til dráttar og einnig seld úi landi, og þá betux borguð, ef þau voru stór og fal- leg. A'ð þessu marki var stefnt í nokkur ár jafnvel áratugi, enda náðist sá árangur að hrossastofn- inn stækkaði allverulega. Þetta var ákveðin stefna. Alltaf voru þó nokkrir bænd- ur og hrossarækarfélög, sem vildu viðhalda reiðhestinum, og völdu fola handa sér með tilliti til þess. Aðrir töldu að hægt væri að sameina dráttarhest og reiðhest í sama hestinum. Á þess- ágætis, en vegna þess að þau erl mjög ólík, tel ég þekkingarleysi að blanda beim mjög saman og telja ákjósanlega undaneldis- gripi þá blendinga sem þannig eru til komnir. Þannig er Svipur frá Syðra-Laugalandi. sem nú virðist í miklu dálæti hjá dóm- nefndum á landsmótum, blend-' ingur úr Hornafjarðar-, Svaða- staða- og fleiri ættum. Sjálfur líkist hann hvorki Hornafjarðar- né Svaðastaðahesti. Hvers af honum má vænta, verður alltaf óráðin gáta samkvæmt þei.n erfðalögum sem ennþá eru þekkt. Það er fljótlegt að eyðileggja tiltölulega góðan árangur í rækc- unarmálum. ef klaufalega er a haldið. Nasi frá Skarði og Brúnn frá Berghyl voru báðir góðir kya bótagripir, en sá árangur sexn náðist með þeim var skemmd ir með því að láta Skugga frá Bjarnanesi taka við at Nasa, en Kára frá Grímstungu af Brún. Þeir sem við tóku voru allt of ólíkir undanförum sínum til þess að vel gæti farið. Því miður er na enginn „Nasi“ í Gnúpverjahreppi og enginn ,Berghyklur“ í Hraun gerðishreppi. Ég vil geta þess hér til gam- ans, að á þeim tíma er Kári tók við af Berghyls-Brún, rak Bogi Eggertsson stórbú í Laugardæl- um og var virkur aðili í hrossa- ræktarmálum sveitarinnar, en þarna sleppti hann þó einu af sínum gullnu tækifærum. Rétt- ast hefði verið að nota fola út af Berghyls-Brún til framhaldsrækt unar. Það var stefnuleysi og þekkingarleysi sem þarna voru að verki. Við athugun á sýningarskránni á Hólamótinu, kemur í ljós að af 49 hryssum 6 vetra og eldrr, sem fá fyrstu og önnur verðlaun eru 17 af óþekktu kyni, 13 af óþekktu og Svaðastaðakyni, 6 af Framhald á bLs. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.