Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 12
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagi'r 16. sept. 1966
12
Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs
og önnur yandamál, sem verða
því torveldari úrlausnar sem
verðbólgan stendur lengur.
Ör hagvöxtur krefst mikilla
framkvæmda og skapar óskir um
enn meiri framkvæmdir. f kjöl-
far framkvæmdanna fylgir al-
mennur skortur á vinnuafli og
þó einkum á sérhæfðu vinnuafli.
l»etta skapar tækifæri til al-
mennra kauphækkana og að auki
sérstakra kauphækkana ein-
stakra launþegahópa, sem ekki
voru áður fyrir hendi. Á hinn
bóginn er skipulag og afstaða
samtaka launþega og vinnuveit-
enda og allar venjur í kaup-
samningum enn mótaðar at
þeim aðstæðum, sem áður voru
ríkjandi, þegar sjaldnast var
næg atvinna og hagvöxtur hæg-
ari en nú gerist. Eigi efnahags-
jafnvægi að haldast, má kaup-
gjald yfirleitt ekki hækka meira
en sem svarar almennri fram-
leiðniaukningu að viðbættum
áhrifum hugsanlegra verðhækk-
ana á útflutningsvörum lands-
ins. MeginiTándinn í stjórn efna
hagsmála á Vesturlöndum á und
anförnum árum hefur verið
fólginn í nauðsyn þess annars
ve’gar að halda uppi þeim tiltölu
lega miklu framkvæmdum, sem
tryggja næga atvinnu og öran
hagvöxt, en nauðsyn þess hins
vegar að halda kaupgjaldsþró-
uninni innan þeirra marka sem
framleiðniaukning setur. Reynsl
an hefur sýnt, að jafnvægi getur
ekki náðst, nema til komi
strangt aðhald í fjármálum og
peningamálum. En reynslan hef-
ur jafnframt sýnt, að svo fram-
arlega sem aðhaldið eigi ekki
að ganga svo langt, að megin-
markmiðunum í efnahagsmál-
um, nægri atvinnu og örum hag-
vexti, sé stefnt í tvísýnu, þurfi
til við bótar við fasta stefnu í
fjármálum og peningamálum að
móta og framkvæma heilbrigða
stefnu í launamálum.
í>au lönd, sem reynt hafa að
marka stefnu 1 launamálum á
undanförnum árum, hafa yfir-
leitt miðað þá stefnu við 3-4%
árlegar launahækkanir að með-
altali. Á grundvelli þess hag-
valttar, sem ríkjandi hefur ver-
ið, myndu slíkar launahækkanir
ekki hafa í för með sér teljandi
verðhækkanir, og aukning kaup-
máttar launa hefði þá orðið allt
að því eins mikil og launahækk-
unin. Bándaríkin og Kanada eru
einu löndin innan vébanda
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar, þar sem framkvæmd slíkr
ar stefnu hefur tekizt á undan-
förnum árum. f þessum löndum
hefur farið saman örari hagvöxt
ur en á flestum öðrum tímabil-
um og óvenju mikill stöð'igleiki
í þróun kaupgjalds og verðlags.
Á hinn bóginn var næg atvinna
ekki ríkjandi í þessum löndum í
upphafi tímabilsins og er það
varla ennþá. í löndum Evrópu
hefur kaupgjald hins vegar
haakkað miklu meira en sem
svarar almennri framleiðniaukn
ingu og þá jafnframt meira en
sem svarar því, sem allmörg
lönd hafa sett sér að marki við
mótun stefnu í kaupgjaldsmál-
um. Á undanförnum fimm ár-
um hefur kaupgjald í ellefu
Evrópulöndum hækkað að með-
altali á ári hverju um 8%. í
engu þessara landa hefur hækk-
unin verið minni en 5%, og í
einstaka þeirra hefur hún farið
allt upp í 11%. í kjölfar þessara
launahækkana hafa orðið veru-
legar verðhækkanir, eða sem
svarar um 4% á ári að meðal-
tali.
Þessi þróun kaupgjalds og
verðlags í flestum löndum Evr-
ópu stendur að nokkru í sam-
bandi við miklar framkvæmdir,
erfiðleika við að beita peninga-
legu og fjármálalegu aðhaldi af
fullri festu og við að framkvæma
ákveðna stefnu í launamálum.
Annað mjög mikilvægt atriði
hefur þó einnig komið til sög-
unnar. Framleiðni í útflutnings-
iðnaði hefur yfirleitt vaxið mjög
mikið á þessum árum og miklu
meira en í þeim greinum fram-
leiðslu, sem vinna fyrir innlend-
an markað, svo að ekki sé minnzt
á þjónustugreinar. Jafnframt
hafa utanríkisviðskipti farið
mjög vaxandi. myndun markaðs
bandalaganna og sú tollalækkun,
sem henni hefur fylgt, hefur átt
sinn þátt í þessari þróun. Verð-
lag útflutnings hefur yfirleitt
hækkað lítið, en mikil fram-
leiðniaukning, sem að nokkru
hefur stafað af stækkandi mark-
aði, hefur gert útflutningsfram-
leiðslunni kleift að bera miklar
kauphækkanir. Enda þótt tengsl
orsaka og afleiðinga séu hér
óskýr og óviss, eins og oftast
nær í þróun þjóðfélagsmála
getur þó varla leikið á því vafi
að hin mikla framleiðniaukning
í útflutningsgreinunum sé að
nokkru beinlínis orsök hinna
miklu kauphækkana, jafnframt
því sem hún hefur gert það að
verkum, að kauphækkanirnar
hafa ekki leitt til alvarlegra erf-
iðleika í greiðsluviðskiptum
landanna. f Bretlandi hefur við-
horfið hins vegar verið annað,
þar sem þar hefur ekki orðið
veruleg framleiðniaukning í út-
flutningsgreinunum, en kaup-
hækkanir hins vegar ekki öllu
minni en annars staðar. Verð-
hækkanir hafa aftur á móti verið
afleiðing þess, að framleiðni í
þeim greinum, sem framleiða
fyrir innlendan markað, og í
þjónustugreinum, hefur aukizt
minna en kauphækkunum svar-
ar. í þessum greinum hefur verð
lag hækkað mikið, og hefur sú
hækkun verið framkvæmanlee
meðal annars vegna þess að
þessar framleiðslu- og þjón-
ustugreinar njóta beinnar eða
óbeinnar verndar fyrir erlendri
samkeppni.
Hagvöxtur undanfarinna ára
hér á landi hefur átt það sam-
eiginlegt með hagvexti annarra
landa í Vestur-Evrópu, að hann
hefur að miklu leyti byggzt á
framleiðniaukningu í útflutnings
iðnaði. Á hinn bóginn mun fs-
land vera eina landið í Vest-
ur-Evrópu, sem á undanförn-
um árum hefur orðið aðnjót-
andi mikilla hækkana á út-
flutningsverðlagi. f útflutnings-
framleiðslunni hafa því síðustu
árin verið skilyrði fyrir launa-
hækkunum, sem ekki aðeins
voru í samræmi við launahækk-
anir nágrannalandanna, heldur
allmiklu meiri. Reyndin hefur
einnig orðið sú, að tímakaup
hér á landi hefur hækkað um
það bil helmingi hraðar á sl.
fimm árum en yfirleit hefur tíðk
azt í öðrum löndum Vestur-
Evrópu. Misræmi í launaþróun
hér á landi og í nágrannalönd-
unum hefur gætt lengst af árin
eftir styrjöldina. Hefur þetta
áður leitt til endurtekinna geng-
islækkana eða ráðstafana, sem
jafngilda gengislækkunum. Á
undanförnum árum hafa grund-
vallarskilyrði greiðslujafnaðar
aftur á móti yfirleitt haldizt hag-
stæð, gjaldeyrisforði farið vax-
andi og gengi krónunnar verið
tryggt, þrátt fyrir misræmið í
launaþróun.
Launahækkanir hér á landi
hafa þó ekki síður en í nágranna
löndunum verið langt umfram
framleiðniaukningu í þeim grein
um, sem framleiða fyrir innlend
an markað eða veita honum
þjónustu. Verðlag hefur því
hækkað ört, og að sama skapi
örar en í öðrum löndum sem
launahækkanir hafa verið meiri.
Engu að síður hafa raunveru-
legar tekjur launþega aukizt
mikið hér á landi á undanförn-
um árum og örar en víðast hvar
annars staðar. Sama máli gegnir
um kaupmátt tímakaups á síðast
liðnum tveimur árum. Jafnframt
hafa launahækkanir skapað vax-
andi erfileika í þeim greinum út
flutningsiðnaðar, sem ekki hafa
náð sömu aukningu í framleiðni
og aðrar greinar eða notið er-
lendra verðhækkana í sama
mæli. Sams konar erfiðleika
hefur gætt x þeim greinum fram
leiðslu fyrir innlendan markað,
sem ekki njóta mikillar verndar
fyrir erlendri samkeppni .
Miklar launa- og verðhækk-
anir undanfarinna ára eiga sér
þannig rætur í hinum hagstæðu
skilyrðum útflutningsframleiðsl-
unnar, og vaxandi erfiðleikar
margra atvinnugreina, þar á
meðal sumra útflutningsgrein-
anna, eru skuggahlið sjálfrar
velgengninnar. Reynslan bæði
hér á landi og annars staðar
sýnir, hversu erfitt er að reisa í
tæka tíð skorður við verðbólgu-
þróun af þessu tagi. Kemur það
hér til greina, hversu beinlínis
slíkar skorður snerta hag þeirra
atvinnugreina, sem við hin hag-
stæðu skilyrði búa, og eins það,
að ekki verður séð fyrir, hversu
lengi hin hagstæðu skilyrði
muni standa.
9. Viðhorftn i efnahagsmálum.
Það er nú víðast hvar talið
brýnasta verkefnið í efnahags-
málum að tryggja betra jafn-
vægi en náðst hefur að undan-
förnu. Þetta getur ekki tekizt
nema meira samræmi skapist en
verið hefur á milli almennrar
framleiðniþróunar annars vegor
og kaupgjaldsþróunar hins veg-
ar. Það samræmi getur aftur á
móti ekki náðst, nema til komi
strangt aðhald í fjármálum og
peningamálum, hófsemi í fram-
kvæmdaáætlunum og mótun og
framkvæmd heilbrigðrar stefnu
í launa- og verðlagsmálum.
Þau lönd, þar sem kaupgjald
og verðlag hafa hækkað meira
en yfirleitt gerist í öðrum lönd-
um, telja það skipta höfuðmáli.
að svo verði ekki framvegis, þar
sem ekki sé hægt að gera ráð
fyrir, að framleiðni í atvinnu-
greinum þeirra aukist, þegar til
lengar lætur, hraðar en I öðrum
löndum1). Þau lönd, þar sem
Sbr. einkum niðurstöður
hinnar ítarlegu dönsku athugun-
ar um orsakir verðbólgunnar:
„Inflationens ársager. Betænking
afgivet af det af ökonomimin-
isteren den 2. juii 1965 nedsatie
udvalg. Maj 1966“.
kaupgjald og verðlag hafa ekki
aukizt meira en almennt gerist
búast ekki við, að framleiðni í
útflutningsiðnaði þeirra haldi
áfram að aukast með sama
hraða og áður, og telja því nauð
synlegt, að kaupgjalds- og verð-
lagsþróunin færist til samræmis
við þessa breytingu. Jafnframt
gætir í vaxandi mæli uggs vegna
þess félagslega misréttis, sem
verðbólguþróun undanfarinna
ára hefur skapað, og kvíða um,
að því erfiðara verði að ráða
við vandamálin sem verðbólgu-
þróunin stendur lengur.
Sé það brýnasta verkefnið i
efnahagsmálum nágrannaland-
anna að draga úr hækkun verð-
lags og laga kaupgjaldsþróunina
að væntanlegri þróun fram-
leiðni, er það verkefni ekki síð-
ur brýnt hér á landi. Þau sér-
stöku skilyrði, er skapað hafa
grundvöll fyrir því, að mikiar
kauphækkanir ættu sér stað, án
þess að jafnvægið út á við færi
úr skorðum, hlutu að vera tíma-
bundin, og bendir allt til, að þau
séu nú ekki lengur til staðar.
Einmitt vegna þess, að þessi hag
stæðu skilyrði hafa verið notuð
eins og fremst mátti verða til
þess að auka raunverulegar tekj
ur almennings, verður vandlega
að athuga, hvort hinar nýju að-
stæður gefi að sinni svigrúm til
frekari aukningar þeirra tekna.
Kemur þá til mat á horfum á
verðlagi útflutnings og afla-
magni. Samtímis verður að hafa
það í huga, að framleiðslukostn-
aður er orðinn það hár vegna
undangenginna launa- og verð-
hækkana, að flestar greinar
framleiðslu eiga örðuga sam-
keppnisaðstöðu, jafnvel þær,
sem í beztri aðstöðu hafa verið
fram að þessu. Jafnframt standa
flestar atvinnugreinar frammi
fyrir grundvallarvandamalum í
skipulagi og rekstri, sem ekki er I
hægt að glíma við, nema jafn-
vægi skapist.
Skilyrðin til þess að ná betra
jafnvægi í þróun efnahagsmála
eru nú hagstæðari hér á landi
en þau hafa oft verið áður, þegar
svipaðir erfi'ðleikar hafa steðjað
að. Afkoma almennings er góð
og betri en nokkru sinni fyrr.
Enda þótt greiðslujöfnuður muni
snúast til hins verra á þessu
ári, eru engir meiriháttar erfið-
leikar fyrirsjáanlegir í greiðslu-
viðskiptum við önnur lönd, enda
nýtur landið trausts erlendis og
gjaldeyrisvarasjóðir eru fyrir
hendi. Áhrifa aukins aðhalds í
peningamálum á lausafjárstöðu
bankanna er mjög tekið að gæta.
samtímis því sem bundinn hef-
ur verið endi á þann halla. senr
var á ríkisbúskapnum á árunum
1964 og 1965. Enda þótt umfangs
miklar framkvæmdir séu á Jöf-
inni eru framkvæmdaþarfir og
fyrirætlanir í mörgum greinum
nú minni en verið hefur um
skeið.
Þessi skilyrði eru þó 1 sjálfu
sér ekki nægileg til að ná ár-
angri, nema til komi áframhald-
andi aðhald í fjármálum og pen-
ingamálum, raunsæi og festa 1
framkvæmdaáætlunum ríkis,
sveitarfélaga og annarra opin-
berra aðila, og samkomulag um
laun og verðlag, er setji þróun
þeirra hæfileg mörk. Þetta eru
nú brýnstu verkefni í íslenzkum
efnahagsmálum, þau verkefni,
sem verður að leysa, ef skapa á
svigrúm til nýrrar sóknar til
framfara og velmegunar.
Óskum eftir
starfsfólki, bæði körlum og konum til starfa í
verksmiðju vorri, Þverholti 22.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Hf. Ölgerðin Egill Skallagr.
Vélritunarstúlka
óskast í skrifstofu í Miðborginni hálfan eða allan
daginn. Tilboð, merkt: „Vélritun — 9090“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 20. september næstkomandi.
Af greiðslustúlka
óskast í bókaverzlun
allan daginn. — Upplýsingar um fyrri
störf sendist afgr. Mbl., merkt: „Rösk —
4696“.
Vestur-þýzk NÆLON gólfteppi.
Verð kr. 295,- per ferm.
Enn lægra verð, ef samið er með fyrirvara
á heil stigahús í einu lagi !
Komið og sjáið vöruna.
Litaver
Grensásvegi 22.
Símar 30280 og 32262.
Miðstöðvniketill óskast
Vil kaupa 8—12 ferm. miðstöðvarketil. Helzt með
tilheyrandi brennara. — Upplýsingar í sima 34202
öll kvöld eftir kl. 18.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir útsvðrum, að-
stöðugjöldum og öðrum gjöldum til sveitarsjóðs
Njarðvíkurhiepps, álögðum 1966.
Lögtak fer fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
þessa úrskurðar.
Hafnarfirði, 9. september, 1966
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.