Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 21« tbl. — I september 1966 Dauöaslys við Korpúlfstaði 16 ára drengur beið bana, er dráttarvél valt DAUÐASt.YS varð síðari hluta dags í gær við Korpúlfsstaði. Þar féll dráttarvél með dráttarvagni ofan í Korpu í Korpúlfsstaða túni, með þeim afleiðingum að ökumaðurinn, 16 ára piltur úr Reykjavík, varð undir vélinni. Mun hann hafa látizt sam- stundis. Engir sjónarvottar urðu að slysinu, og er ekkert vitað um það, hvernig það orsakaðist, að því er rannsóknarlögreglan tjáði Mbl. Drengurinn var að aka mykju á túnið á Korpúlfsstöðum og var með fullan vagn af mykju aftan í dráttarvélinni. Eftir nokk urn tíma fór fólkið á Korpúlfs- stöðum að lengja eftir drengn- Drukhnoði í Buenos flires ÞAÐ slys varð í Buenos Aires að ungur íslendingur, Unnar H. Eiríksson, sem var skipverji á norska skipinu Lago, féll þar í höfnina með þeim afleiðingum að hann drukknaði. um, og var farið að huga að honum. Fannst þá vélin og vagn inn, á hvolfi ofan í Korpu við brúna, þar sem drengurinn þurfti að fara yfir, og var hann undir dráttarvélinni. Þurfti að fá kranabíl frá Reykjavík til þess að lyfta dráttarvélinni ofan af drengnum til þess að ná hon- um. Drengurinn var þá látinn en hann mun hafa dáið sam- stundis. Þar sem ekki hefur náðst til allra aðstandenda, verður ekki hægt að birta nafn drengsins Myndin sýnir hvernig dráttarvélin og vagninn lágu niðri í ánni, þegar að var komið. fyrr en síðar. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Orustuþota meö einum manni fórst á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun Flugvélin var að æfa undir flugsýninguna, og var í síðasta æfingafluginu I GÆRDAG barst Mbl. eftir- farandi tilkynning frá Upp- lýsingarþjónustu Bandaríkj- 50 þús. gestur- inn fœr sófasett BÚIZT er við því, að 50 þús- undansti gesturinn komi á Iðnsýninguna í dag, föstudag, en henni Iýkur á sunnudags- kvöld. Ákveðið hefur verið, að 50 þúsundasti gesturinn fái að gjöf sófasett frá Dúna h.f. í Kópavogi, en það hefur ein- mitt vakið mikla athygli á sýningunni. Gestir geta séð sófasettið í stúku nr. 304. Það kostar ca. 35 þús. krónur. Þá hefur Dúna h.f. afhent sýningarnefnd tvær spring- dýnur, sem framleiddar eru með nýrri aðferð. Hyggst sýn ingarnefnd gefa dýnur þess- ar 60 þús. gestinum. anna: „Orustuflugvél varnarliðs- ins úr flughernum fórst í morgun (fimmtudag) kl. 09:3 á alþjóðaflugvellinum í Keflavík meðan hún var á æfingarflugi. Flugvélin var af gerðinni F 102, en er al- mennt þekkt undir nafninu „Delta Dagger“. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli kom nær samstundis á slysstað- inn. Flugmaðurinn lézt við slysið. Rannsókn fer nú fram á or- sök slyssins og mun eins fljótt og unnt er skýrt frá niðurstöð um hennar. Ekki verður greint frá nafni flugmannsins, fyrr en nánustu ættingjum hefur verið gert við- vart um slysið“. Mbl. hafði tal af fréttaritara sínum á Keflavíkurflugvelli, Boga Þorsteinssyni og skýrði hann frá því að er slysið varð Framhald á bls. 31 Nýr skólnstjóri Tækniskólons BJARNI Kristjánsson, vélaverk- fræðingur, hefur verið settur skólastjóri við Tækniskólann til eins árs. Bjarni kom frá námi í Þýzka- landi í vélaverkfræði 1956, og hefur hann starfað hér víða að alls kynns verkfræðistörfum. Hann hefur verið fastakennarl við Tækniskólann frá 1964, eða frá því að hann var stofnaður. Heybruni oð Hróf- bergiíStrandasýslu Heyið óvátryggt — bóndinn fyrir tilfinnanlegu tjóni Fyrstu réttir voru í gær. Réttað var í Hreppum, bæði Gnúpverja og Hrunamanna. Óvenju margar konur foru á fjall að þessu sinui og hér sjáum við 5 af 6 þeirra er fóru á Gnúpverja- afrétt. Þær ern talið frá vinstri: Guðrún Ingélfsdóttir, Minna-Núpi, Kvistjana Gestsdóttir, Skaftafelli, Auður Maríusdóttii, Laxárdal, Jóhann Haraladsdóttir, Haga, Kristín Jóhannsdóttir, Hamarsheiði, en á myndina vantar hina sjöttu, Helgu Óskarsdóttur, Þjórsárholti. Grein er um Hrepparéttir á bls. 5 Hólmavík, 15. september. í GÆR kviknaði í heyi í hlöðu á bænum Hrófbérgi við Stein- grímsfjörð í Strandasýslu. Síðast var hey hirt inn í hlöðuna í fyrra dag, og voru þar heybirgðir fyrir meira en 200 fjár. Skemmdir urðu ekki á hlöðunni, en mikið af heyinu er ónýtt. Það var óvátryggt og hefur bóndinn því orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Á Hrófbergi búa hjónin Halldór Halldórsson og Svana Pétursdótt ir ásamt börnum sínum. Það var milli kl. 2 og 3 í gær dag að sonur bóndans kom í hlöðuna, og varð hann þá þess var að farið var að rjúka úr heyinu. Brá hann skjótt við, sprautaði vatni á heystæðuna, og taldi sig þar með hafa fyrirbyggt bruna. Það reyndist þó ekki vera, því að eldur gaus upp í heyinu aftur síðar um daginn. Það var fengin aðstoð frá nær- liggjandi bæjum til þess að ryðja Syngja í kvöld ó Iðnsýningunni IÐNSÝNIN GARNEFND hefur fengið Karlakór Reykjavíkur til að syngja nokkur lög á sýning- uni í kvöld. Kórinn mun syngja tvívegis fyrir gesti, kl. 8.30 og kl. 10. heyinu út og kasta því sem ónýtt var. Því verki var ekki lokuð um miðjan dag í dag. í hlöðunni var vetrarfóðrið fyrir sauðfé bóndans. — Andrés. Pálmi Jónsson flytur ávarp. Alli Rúts skemmtir. Hnustfagnaðni í Skagafirði HAUSTFAGN áÐUR ungra Sjálf stæðismanna verður haldinn í Félagsheinii linu Bjfröst á Sauð- árkróki laugardaginn 17. sept. og hefst kl. 3,30. Pálmi Jónsson, bifvélavirki, flytur ávarp. Spilað verður Bingó og að lokum er dansleik- ur. Hljómsveit Hauks Þorsteins- sonar leikur fyrir dansi, song- kona Halla Jónsdóttir. Hinn landsþekkti skemmtikraftur Alli Rúts skemmtir á samkomunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.