Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 2
2 NORCU N BLADIÐ Fostudagur 16. sept. 196t> Verii að flytja vélar í nýja dælustöð við Bolholt — Búast má v/ð nokkrum truflunum á hitaveitukerfinu á meðon JÓHANNES Zöega, hitaveitu- *" stjóri Reykjavíkurborgar, boðaöi fréttamenn blaða og útvarps á sinn fund í gær og skýrði þá frá og sýndi þær helztu framkvæmd ir sem nú eru á döfinni hjá hita- veitunni. Jóhannes sagði, að þessa dag- ana væru að hefjast ýmsar teng- ingar á aðalæðum Hitaveitu Reykjavíkur og mætti því búast við truflunum á rekstri hennar í hluta dreifikerfisins við og við næstu vikunnar af þeim sökum. Nú væri verið að reisa nýja millidælustöð við Bolholt, sem kæmi til með að taka við ölla vatninu frá borholum í borgar- landinu .Stöðin væri nú í bráða- birgðaskýli á Kaupmannstóni, neðan við innsta hluta Lauga- vegs. Yrðu vélar fluttar þaðan ^og í nýja húsið i næstu viku og ”” gæti þá orðið lækka'ður þrýst- ingur á nokkrum svæðum , nokkra daga. Auk vélanna sem fyrir eru, yrði bætt við tveim nýjum og öflugum dælum og værf þegar lokið vinnu við að setja þær niður. í>á væri nýju millidælustöðinni einnig ætlað að vera dreifistöð fyrir norðan- verð Holtin. Safnæðakerfið frá borholum að millidælustöð. sem lægi ofan- jarðar um jarðhitasvæðið hefði nú verið endurnýjað vegna flutn ings stöðvarinnar og yrði nú neðanjarðar. Tenging holanna við nýju safnæðarnar væri þeg- ar hafin og færi ekki hjá því, að stundum yrðu 2—3 borholur ó- virkar á meðan tengingin fæii fram. Þá ætti ennfremur að skipta um dælur í borholunum. Hefði það verið ætlunin að gera það í júlí-ágústmánuði en það hefði dregizt úr hömlu að fá dælurnar Hestur ’ leggst áfé Bæ, Skagaíirði, 15. sept. SÁ einstæði atburður gerðist á bæ einum hér í Skagafirði, að hestur lagðist á fé, en slíkt vita menn ekki að gerazt hafi hér áður. Var hann búinn að bíta og sparka tvær kindur, og var með þá þriðju er til hans sást og var hann stöðvaður. — B.J. afgreiddar utanlands frá. Miklir erfiðleikar hefðu verið á rekstri borholudælanna undanfarin ár, þar sem erfiðlega gengi að fá dælur fyrir kalt vatn, en hinn hái hiti vatnsins leiddi það af sér, að steinflísar eða leir, sem stundum losnaði úr borholu- veggjunum, skemmdi áslegur dælanna. >að hefði vissulega ver ið æskilegra ef þessar frám- kvæmdir hefðu farið fram fyrr í sumar og segja mætti, að nú væru orðin síðustu forvöð fyrir þessar framkvæmdir. Þá hefði annar hitaveitugeym- irinn sem byggja á á Öskjuhlíg átt að vera tilbúinn 1. okt. — Verktakinn er tekið hafði að sér undirstöður hans hefði hinsveg- ar ekki getað skilað af sér verK- inu fyrr en hálfum öðrum mán- uði á eftir áætlun og mætti því búast við að það drægist í nær jafnlangan tíma að hann yrði tilbúinn, eða fram í nóvember. Með tilkomu nýja geymisins mundu miðlunarmöguleikar auK- ast a'ð miklum mun. Gömlu geymarnir væru nú orðnir alltof litlir fyrir allt dreifikerfi Hita- veitunnar, sérstaklega í snögg- um veðrabrigðum og eins ef bh- anir yrðu á dælum. Geymarnir sem hvor um sig er um 700 fei- metrar að flatarmáli og 13 metra háir koma til með að taka um 9000 rúmmetra hvor. Taka ætti seinni geymirinn í notkun á næsta ári. Geymarnir yrðu úr stáli og er það Stálsmiðjan sem sér um uppsetningu þeirra. At- hyglisvert við byggingu þeirra er það, að vatni verður dælt í þá jafnóðum og vinnupöllum og þaki þannig fleytt upp, jafnframt því sem þéttleiki þeirra er reyndur. Einnig væri nú að ljúka við- gerð á stærri katlinum í vara- stöðinni við Elliðaár og ykist þá verulega afl þeirrar stöðvar til aðstoðarhitunar. Ketill þessi hefði verið óstarfhæfur í nær tvö ár. Aðspurður sagði hitaveitu- stjóri að vatnsmagnið sem Hitaveitan hefði yfir að ráða væri nú um 540 sek lítrar. Frá Mossfellsveitunni kæmu um 300 sek. lítrar af 80 gráðu heitu vatni og frá Reykjavíkursvæð- inu kæmu um 240 sek. lítrar af 130 gráðu heitu vatni. Vatns- magn þetta annaði ekki þeirri þörf sem núverandi kerfi segði til um, og yrði því að nota kyndistöðina til upphitunar þeg ar álagið væri mest. >ví yrði ekki hægt að tengja þau hverfi sem nú væru, eða ættu að bygg- ast upp inn á hitaveitukerfið. Ekki væri hægt að spá um það hvenær framkvæmdir hæfust á Hengilssvæðinu, en talið væri að virkjun þess mundi borga sig fjárhagslega, ef það yrði tilbúið á árunum 1970—1971. Við Hengil hefðu verið gerðar til- raunir í sumar og hefði árang- ur þeirra verið mjög jákvæður Boruð hefði verið um 800 metra djúp hola og hefði fengizt 260 gráðu heitt vatn þegar komið var niður á 720 metra dýpi. Hitaveitustjóri sagði, að hin nýja dælustöð og miðlunargeym ar á Öskuhlíð kæmu til með að bæta til muna ástandið í gamla miðbænum. Á meðan unnið væri að þeim fram- kvæmdum sem ofan greinir væri ekki komizt hjá því, að nokkur truflun yrði á rekstri Hitaveit- unnar, en að sjálfsögðu yrðu menn ekki fyrir meiri óþægind- um en nauðsyn krefði. Sendinefnd íslands ú allsherjnrþingi S.Þ. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráffuneytinu: Sendinefnd íslands í upphafi 21. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna verður þannig skipuð: Emil Jónsson, utanríkisráðherra, formaður Hannes Kjartansson, sendiherra, varaformaður, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Jóhannes Elíasson, bankastjóri, Kristján Albertsson, sendiráðu- nautur, Friðjón Þórðarson, sýslu- maður, — og Haraldur Kröyer, sendiráðun. Síld í frystingu i Reykjavík f GÆR barst frystihúsi Júpíter og Mars allsæmileg síld úr hát- unum Hrafni Sveinbjarnarsyni og Þórkötlu ,og fór hún í fryst- ingu. Hér var um að ræða 400-500 tunnur, en aflan fengu bátarmr norð-austur af Garðskaga. Fyrir nokkrum dögum bárust frystihús inu nokkrar tunnur af síld af sömu bátum, og fór hún einig í frystingu. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, og kona hans, frú Ragn- heiður, heimsóttu Iðnsýriinguna í gær .Dvöldust ráðherrahjónin í rúma tvo tíma á sýningunni og skoðuðu sýningarstúkurnar, * fylgd Iðnsýningarnefndar. — Þetta er í annað sinn er iðnaðar- málaráðherra heimsótti sýninguna, en hann flutti ræðu við opnun tennar þann 30. ágúst r.l. — Á myndinni sést Jóhann Hafstein ásamt Pétri Ottesen, fyrrv. alþingismanni, fyrir framan sýningar- stúku Sláturfélags Suðurlands. Eftir að salta 50 þús t upp í gerða samninga MBL. hafði í gær samband við Síldarútvegsnefnd og spurðist fyrir um livernig gengi með sölt un á síld til þess að mögulegt væri að standa við gerða samn- inga við erlendar viðskiptaþjóð- ir á þessu sviði. Samkvæmt þeim tölum sem nefndin hafði frá því á þriðjudag sl. hafði þá verið saltaðar rúmar 316 þúsund tunnur, og þá eftir að salta um 50 þúsund tunnur til þess að staðið hefði verið alla samninga. Að því er Jón Stefánsson hjá Síldarútvegsnefnd á Siglufirði tjáði Mbl. í gær hafði þá verið saltað af hznni venjulegu salt- síld 76.400 tunnur, en í samning- um er gert ráð fyrir um 80 þús- und tunnur. Aí svokallaðri „special-síld“ höfðu verið salt- aðar um 19 þús. tunnur en til LÆGÐIN kom hratt vestan yfir Græniand i gær, var all- hvasst og rigning Vestan- lands, en búizt var við, að upp mundi stytta síðastliðna nótt og kólna við NV eða V-átt. Fjölgun sfrætisvagna- ferða í Árbæjarhverfi — eigi síðar en 1. nóv. n.k. STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur munu í næsta mánuði eða í síð- asta lagi hinn 1. nóv. n.k. hefja akstur á nýrri strætisvagnaleið í Árbæjarhverfi og mun hún fyrst um sinn liggja um Rofabæ á Seláshæð og þar snúið við, en síðar, þegar aðstæður leyfa, mun vagninn aka Rofabæ á enda. Þegar þessi nýja leið hefst munu strætisvagnaferðir í Árbæjar- hverfið verða á 30—40 mínútna fresti, en nú ekur Lögbergsvagn- inn um hverfið á einnar til tveggja klst. fresti eftir því hvort um annatíma er að ræða eða ekki. Gert er ráð fyrir, að vagn- inn á hinni nýju leið aki eina ferð á klst. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Birgis ísl. Gunnarssonar, á fundi borgarstjórnar í gær. Borgarfulltrúarnir Jón Snorri Þorleifsson (K) og Einar Ágústs son (F) lögðu mikla áherzlu á nauðsyn þess að bæta nú þegar úr strætisvagnaþjónustu vð Ár- bæjarhverfð og Smálönd, enda flyttist fólk nú óðum í Árbæjar hverfið. þess að fulnægja samningum þarf 43 þúsund tunnur. Af syk- ur- og kryddsíld höfðu verið saltaðar 240 þúsund tunnur, en þar vantar á um 24 þúsund tunn ur til þess að staðið hefði verið við samnirigana. Mbl. aflaði sér ennfremur upp lýsingar um það að allt sæti við það sama í samningagerð íslands og Rússlands varðandi sölu á saltsíld til Rússlands. Vegomólastjóri ó róðstefnu um vegamól f NÆSTU viku hefst í London ráðstefna samtakanna Inter- national Road Federation, en slíkar ráðstefnur eru haldnar fjórða hvert ár, og er á þeim rætt alls kyns mál er lúta að vegum. Af hálfu íslands munu sitja þessa ráðstefnu þeir Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri. og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri. >etta er í annað sinn, sem vegamálastjóri situr siika ráðstefnu. Vegalagning ofan Ár- bæjarhverfis langt komin AÐ undanförnu hefur verið unn ið að lagningu nýs vegar ofan Árbæjarhverfisins, sem á að taka við þeirri miklu umferð, sem nú fer um Rofabæ. Á borg- arstjórnarfundi í gær, skýrði sett ur borgarstjóri, Gunnlaugur Pél ursson frá því, að búið væri af ryðja fyrir veginum og fylla upf í mikinn hluta hans en eftir vær: að tengja hann við Suðurlands- braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.