Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 31
Föstudagur 16. sepl. 1966 MORGU N BLADIÐ sr' Eggert Laxdal synlr málverk ■ Kópavogi Tekur þátt í sýningum á Norðurlöndum EGGEAT Laxdal opnar mál- verkasýningu í Félagsheimili Kópavogs kl. 2 á laugardag. Þar sýnir hann 20 olíumálverk, sem öll eru máluð á sl. ári í Kópa- vogi og sýna börn, blóm og landslag. Verður ssýningin opin í 10 daga kl. 14-22 e.h. Er þetta 7. sjálfstæða sýningin, sem Egg- ert heldur á íslandi. Eggert tjáði fréttamanni Mbl. að í ágústmánuði hefði hann sýnt grafikmyndir í Holstedbro- hallen í Holstebro í Danmörku ásamt 5 öðrum listamönnum, dönskum, finnskum, tékknesk- um, norskum og sænskum. Og nú stendur yfir sýning í Gall- erie Kristine í Gautaborg, sem hann tekur þátt í ásamt 8 Dön- um. Á Eggert 4 upplímdar myndir á sýningunni, sem er opin 4.-17. september. Nýlega kvaðst Eggert hafa fengið tilkynningu um að selzt hefði í Danmörku fyrir 1000 kr. — Gemini Framhald af bls. 1 að Gordon gat ekki unnið svo lengi úti í rúminu, en áformað hafði verið, að hann varð að fara inn í geimfarið strax eftir stundarfjórðung, en átti að vera fyrir utan það í tvo klukkutíma. Arangur geimferðarinnar er eikum fólginn í eftirfarandi: a. Framkvæmd stefnumótsins og tengingin við agenaeldflaug- ina í fyrstu hringferðinni tókst mjög vel. b. Þeir félagar komust lengra frá jörðu en nokkru geimfari hefur tekizt til þessa eða 1.360 km út í geiminn alveg að ytra jaðri svokallaðra Allenbelta. c. Þeir féiagar voru lengur úti f geimnum með geimfarið opið en nokkrir geimfarar hafa áður gert, en það sýnir, að unnt er þrátt fyrir þá erfiðleika, sem þessu er samhliða, að þola slíka dvöl og að það er hægt að fram- kvæma vandasöm verkefni í þyngdarlausu ástandi. d. Notuð var ný aðferð við samflugið, eftir að Gordon hafði tengt santar> Gemini 11 og agenaeldflaugina. danskar upplímingamynd eftir hann, sem heitir Bygging og var sýnd í Bogasalnum í fyrra. Loks hefur honum borizt boð frá Kaupmannahöfn um að senda myndir á sýningu „Ud- laansbibloteket for origjnal kunst“ í Nikolaikirken í Káup- mannahöfn. En þessi samtök hafa ýmiskonar skipulag á dreifingu og kynningu á list, lánar m.a. út myndir, sem greitt er fyrir, og fólk getur eignast með góðum skilmálum eða borgað leigu fyrir. Kvaðst Egg- ert ætla að senda á sýninguna tvær stórar myndir. Stoínuð launamólodeild innon fjórmálaróðuneytisins Höskuldur Jónsson skipaður deildarstjóri A1 Bishop. Negrasöngvari skemmtir á Hótel Borg AL BISHOP, góðkunnur bassa- söngvari, sem lengi var einn af „Deep River Boys“ er væntan- legur til Islands í dag og mun hann skemmta gestum á Hótel Borg næsta mánuð. „Deep River Boys“ voru hér á ferðinni fyrir þrem árum og var þá A1 Bishop á meðal þeirra. Þeir sungu þá í Austurbæjar- bíói við góðar undirtektir áhorf enda. Bishop syngur negrasálma og dægurlög. STOFNUÐ hefur verið sérstök launamáladeild í fjármálaráðu- neytinu. Launamáladeildin sér um framkvæmd Kjaradóms fyrir hönd ráðuneytisins, hefur um- sjón með launagreiðslum ríkis- sjóðs og tilhögun þeirra og ann- ast fyrir hönd ráðuneytisins önnur þau mál, er varða laun og kjör ríkisstarfsmanna. Deildar stjóri launamáladeildar er jafn- framt ritari samninganefndar rík isins í Iaunamálum. Höskuldur Jónsson hefur verið skipaður deildarstjóri launamála- deildar frá 15. sept. 1966 að telja. Bræla á síldar- miðunum í gær BRÆLA var á síldarmiðunum í fyrradag og fram á kvöld, en í fyrrinótt fór veður batnandi og í morgun var komið sæmilegt veður. Samtals tilkynntu 17 skip um afla, samtals 567 lestir. — í gærdag var rbæla á miðunum og engin veiði. Drætti í happ- drætti frestað Drætti í happdrætti knatt- spyrnudeildar U.M.F. Breiða- bliks er frestað þar til 1. október vegna tafa á afhendingu miða. Þessi mynd er af „Delta Dagger“ orustuþotu, en af þeirri gerð var flugvélin sem fórst. — Orustuþofa Framhald af bls. 32. hafi þrjár þotur af gerðinni Delta Dagger verið að æfing- um fyrir flugdaginn, sem ætlun- in er að halda á Keflavíkur- flugvelli n.k. sunnudag. Flugvél- arnar hefðu verið að fljúga yfir flugbrautunum og höfðu nýlega mætzt, er slysið varð. Flugu þær lágt og er þær höfðu nýlokið atriðinu steyptist ein þeirra á fullri ferð niður £ jörðina og varð við það mikil sprenging. Gaus eldstrókur 50—60 metra í loft upp. Flugmaðurinn lézt samstundis. Flugvélin lenti rétt fyrir utan brautina í urð, skammt frá gömlu flugskýli, sem kallað er Geck. Þar sem flugvélin skall 1 jörðina myndaðist gígur mik- ill um 2 metra að dýpt. Strax og slysið varð var svæð- ið girt og engir nema menn úr hernum fengu að koma nálægt slysstaðnum. Hins vegar var maður að nafni Ólafur Gunnars- son úr Njarðvíkum að sniala við flugvöllinn. Varð slysið aðeins í 200—500 m. fjarlægð frá hon- om og varð hann meðal þeirra fyrstu á slysstað. Mbl. náði í gærkvöldi tali af Ólafi og skýr- ir hann svo frá því er fyrir augu hans bar: „Ég var að smala þarna með- fram girðingunni, og hafði fylgzt með flugvélunum þremur nokkra stund. Slysið varð litlu eftir að flugvélarnar höfðu allar mætzt á einum stað yfir veUin- um. Tvær flugvélanna hækkuðu flugið strax eftir að þær höfðu mætzt, en þessi beygði til norð- vesturs. Virtist mér hún heldur lækka flugið heldur en hitt. Ekki gat ég séð neitt athuga- vert við flugvélina, en hins veg- ar vakti það athygli mína að flugmaðurinn setti ekki aftur- brennarann á, eins og þær gera venjulega, né að hann reyndi að hækka flugið. Svo sá ég skyndilega og heyrði mikla sprengingu, um leið og flugvélin skall í flugbrautina, og að mikið eldhaf breiddist út. Á hinn bóginn sá ég ekki þegar flugvélin snerti flugbraut, þar sem bragga bar á milli þaðan sem ég stóð. Mikill þrýstingur varð vegna sprengingarinnar. Ég var meðal þeirra fyrstu sem komu á slysstaðinn, og var aðkoman mjög ljót. Ég frétti síð- ar, að þetta hefði verið síðasta æfingin hjá þeim, en síðan áttu þeir að fljúga með ströndinni og koma inn aftur til lending- ai)“. Höskuldur Jónsson er fæddur 9. ágúst 1937. Hann lauk kandi- datsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1963 og stundaði framhaldsnám í þjóðfélagsfræð- um við Institute of Social Studies í Haag að kandidatsprófi loknu. Höskuldur hefur verið fulltrúi í fjármálaráðuneytinu frá 1. júní 1965. — Samveldislöndin Framhald af bls. 1 mesta athygli veki hin beina og ákveðna gagnrýni, sem Frakk land og kínverska alþýðulýð- veldið hljóta vegna kjarnorku- tilrauna þeirra í andrúmsloftinu. Gagnrýni þessi er harðari en búizt hafði verið við og henni fylgir óvænt áskorun til þessara tveggja ríkja um að hætta að virða að vettugi alþjóðaráðstefn- una um afvopnunarmál, sem fram fer í Genf og þar sem 17 ríki eiga fulltrúa. Frakkland hefur ekki tekið þátt í þessari ráðstefnu, sem hófst fyrir 4 árum, en Peking- stjórnin á ekki fulltrúa hjá Sam- einuðu þ.jóðunum og hefur ekki verið boðið að senda fulltrúa til Genf. Hvað stríðið í Vietnam snertir, segir í yfirlýsingunni, að hætta sé, á, að styrjöldin breiðist út. Áherzla er lögð á, að þjóðin í Vietnam fái að lifa í friði og geti sjálf fengið að ráða örlög um sínum innan þeirra breiðu takmarka, sem Genfarsamningur inn frá 1954 segir fyrir um. I yfirlýsingu samveldisráðstefn unnar er apartheid-stefna Suður- Afríkustjórnar gagnrýnd harð- lega, en aðeins tveir dagar eru frá því að Johannes Vorster var skipaður þar forsætisráðherra í stað Verwoerds. Þá eru látnar í Ijós áhyggjur, vegna þess að Portúgal er ekki reiðubúið til þess að veita ibúunum á þeim svæðum, sem það ræður yfir í Afríku, sjálfsákvörðunarrétt. Einnig var skorað á U Thant að taka aftur ákvörðun sína um að egfa ekki kost á sér sem fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna næsta kjörtímabil. Brezka samveldið aldrei sama og áður. Brezka samveldið hefur staðizt verstu þolraun, sem unnt er að hugsa sér. Samveldið verður aldrei hið sama, en ýmislegt má þó gera til þess að styrkja það. Mjög mikið er undir því komið, hvernig atburðarásin í Rhódesíu verður. Þannig komst Wilson for sætisráðherra Bretlands að orði á blaðamannafundi, er samveldis 1 gær varð það slys við Fossá skammt frá Kiðafelli í Kjós að bifreið rakst á brú- arstólpan með þeim afleið- ingum að farþegi sem í bif- reiðinni var slasaðist. Ekki er vitað hve meiðsli hans voru alvarleg en hann var fluttur i Slysavarðstofuna. Bifreiðin var á leið til Reykjavíkur að norðan, og mun ökumaður- inn hafa misst vald á bifreið- inni með fyrrgreindum afleið- ingum. ráðstefnunni var lokið. Wilson sagði einnig, að hann áliti ekki, að margir þeirra, sem setið höfðu ráðstefnuna, væru þeirrar skoðunar, að Rhódesía myndi geta þraukar til frambúð- ar. Við verðum að hafa leyst Rhódesiumálið, áður en árið er liðið, sagði ráðherrann. Stjórnin í Rhódesíu kom saman til sérstaks fundar í kvöld, eftir að yfirlýsing samveldisríkjanna hafði verið kunngerð. Ian Smith kvaðst aðspurður ekki vilja segja neitt um yfirlýsinguna, fyrr en hann hefði tekið við tillögum þeim, sem hún hefur að geyma. frá Wilson forsætisráðherra. — 20 fórust Framhald af bls. 1 síðan náð á flot aftur og hann tekinn í notkun af vestur-þýzka sjóhernum 1956-57, eftir að hann hafði verið umsmíðaður í Kiel ásamt systurskipinu „Hecht“. Hafa bátarnir síðan verið sem skólaskip, en hin venjulega áhöfn þeirra er 16 menn. Hinn sokkni kaf bátur var ásamt þremur öðrum kafbátum og leiðsöguskipi á leið til Aber- deen í Skotlandi. Þegar hann sökk geisaði mikill stormur á Norðursjó. Þessi skipstapi eykur enn við þau tíðu slys, sem orðið hafa í vestur-þýzka hernum á síðustu árum, en herinn hefur m.a. misst 61 flugvél af gerðinni Star fighter og um 30 flugmenn, sem með þeim fórust. Samkv. síð- ustu fréttum eru þegar uppi ráðagerðir að reyna að ná hin- um sokkna kafbáti upp, ef hann finnst, en talið er að hann muni hafa sokkið á um 180 feta dýpi. — Lltan úr heimi Framh. af bls. 16 er skipt í átta hópa, en sér- hvert ár kýs einn þeirra full- trúa sína í fyrstu deild þings ins fyrir næstu átta ár. Þetta hefur í för með sér, að í 84 af 151 þingsæti í fyrstu deildinni verður kos- ið á fjögurra ára tímabilinu fram til næstu kosninga. Af þessum 84 þingsætum hafa sósíaldemókratar og komm- únistar nú samanlagt 45 en borgaraflokkarnir 39 til sam- ans. ,t, Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi ÞORLÁKUR V. KRISTJÁNSSON frá Álfsnesi, verður jarðsunginn laugardaginn 17. sept. fi á Lága- feilskirkju kl. 1.30. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.