Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 10
10
MO0C(IAr«»(.AÐfÐ
Fostudagur !•. sept. 1966
standa frammi fyrir miklum
Atvinnuvegirnir
vanda nema jafnvægi skapist
Á undanförnum fimm árum
hefur verðlag hér á landi hækk-
atí ört og miklu örar en í nálæg-
um löndum. Meðalhækkun á ári
yfir tímabilið 1960 til 1965 er 11
%, sé miðað við vísitölu fram-
færslukostnaðar, en 12,4% sé
miðað við vísitölu neyzluvöru-
verðlags. Á sama tima hefur
meðalhækkun verðlags í nálæg-
um löndum numið 5—6% á án,
þar sem hún hefur verið mest
(Danmörk og Finnland), en með
alhækkun í 11 Evrópulöndum
hefur veri'ð um 4%. *)
*) Austurríki, Belgíu, Dan-
mörku, Englandi, Finnlandi,
Frakklandi, Hollandi, Noregi
Sviss, Svíþjóð og Þýzkalandi.
Þegar slífcur samantourður er
gerður milli íslands og annarra
larrda, verður að taka tillit til
þess, að á þessu tímabili fóru
fram hér á landi mikilvægar leið
réttingar á skekkjum í verðlags-
kerfinu, sem að nokkru voru arf
leifð allt frá styrjaldarárunum
og aðrar þjóðir höfðu lokið við
að leiðrétta þegar í kringum eða
upp úr 1950. Hin mikilvægasta
þessara leiðréttinga var afnám
uppbóta- og gjaldakerfisins 1960,
er hafði veruleg áhrif á vísitölu
neyzluvöruverðlags, en hinsvegar
minni áhrif á vísitölu framfærsiu
kostnaðar vegna þeirrar hækk-
unar fjölskyldutoóta og lækkunar
beinna skatta, sem framkvæmd
var um sama leyti. Aðrar leið-
réttingar af svipuðu tagi voru
hækkun farmgjalda á sekkja-
vöru 1962—1963, afnám niður-
greiðslna á tilteknum vörum og
hlutfallsleg lækkun niðurgreiðsl
na yfirleitt á tímabilinu sem
heild.
Verðhækkanir hafa ekki geng-
ið jafnt og þétt yfir á hinu um-
ræðda tímabili, heldur komið í
lotum, sem tengdar hafa verið
ýmist meiriháttar leiðréttingum
á verðskekkjum eða meiriháttar
kauphækkunum. Sé þessum ár-
um skipt hiður í 6 mánaða tíma-
bil og mi'ðað við vísitölu neyzlu-
vöruverðlags, sést, að mestu verð
hækkunartímatoilin eru á árinu
1960, á síðari hluta áranna 196i,
1962 og 1963, á fyrri hluta árs
1964 og svo aftur á síðari hluta
árs 1965. Litlar eða engar verð-
hækkanir verða hins vegar a
fyrri hluta áranna 1961 og 1962
og síðari hluta árs 1964. Aðaí-
verðhækkanirnar verða síðan
hluta árs, sökum þess að ný'.r
launasamningar hafa yfirleitt vei:
ið gerðir á sumrin og verð land-
búnaðarafuröa er ákveðið í sept-
emtoer. Enda þótt launahækkan-
ir ársins 1965 hafi leitt til mik-
illa verðhækkana síðari hluta
þess árs og fyrri hluta árs 1966,
hefur verðlagsþróunin þó venð
hægari síðastliðin tvö ár, en hún
hafði verið næstu árin á undan.
Gætir hér fyrst og fremst áhrifa
júní-samkomulagsins 1964. Þann
ig var meðalhækkun verðlags
frá maí 1964 til maí 1966 sem
svarar 9% á ári, en hafði verið
sem svaraði rúmlega 13% fra
maí 1959 til maí 1964, og allt að
19%, ef tvö árin næstu á undan
júnisamkomulaginu eru tekin til
samanburðar, þ. e. maí 1962 til
maí 1964.
Nákvæm sundurliðun verðlags
hækkana eftir þáttum þeirra hef
ur ekki veri'ð framkvæmd fyrir
allt tímabilið 1960—1965. Hins
vegar hefur á vegum Efnahags-
stofnunarinnar nýlega verið lotc
ið sérstakri athugun á verðlags-
þróun þeirra tveggja ára, sem
liðin eru síðan júnísamkomulag-
ið 1964 var gert, þ. e. tímabilsins
maí 1964 til maí 1966. f þess-
ari athugun var ekki aðeins
stuðzt við núgildandi grundvöll
vísitölu framfærslukostnaðar,
heldur reiknaði Hagstofan einn-
ig í þessu sambandi út hækkun
verðlags á þessu sama tímabili
samkvæmt nýjum vísitölugrund-
velli, sem í undirbúningi hefur
verið undanfarið og byggður er
á neyzluvenjum eins og þær
komu fram við neyzlurannsókn
Hagstofunnar á síðastliðnu ári.
Núgildandi vísitölugrundvöllur
er hins vegar byggður á neyzlu-
rannsóknum, er framkvæmdar
voru á árunum 1953-1954.. Liggja
því fyrir mjög ítarlegar og áreið
anlegar upplýsingar um verðlags
þróun þessara síðustu tveggja
ára.
Samkvæmt hinum nýja grund
velli reiknast verðlagshækkun
frá maí 1964 til maí 1966 18,3%,
en samkvæmt núgildandi grund-
velli 18,8%, sé miðað við vísitölu
neyzluvöruverðlags, en 17,1%, sé
miðað við framfærsluvísitölum
alla. Vísitölugrundvellirnir tveir
sýna því að heita má sömu nið-
urstöðu, enda þótt hlutur ein-
stakra þátta í heildarhækkun-
inni sé allmismunandi. Skýring-
in á því, að þessir tveir grund-
vellir, sem af eðlilegum ástæð-
um eru mjög ólíkir, gefa svo
líka niðurstöðu, er fólgin í því,
að í verðhækkunum þessara
tveggja ára kveður langmest að
hækkunum landbúnaðarafurða
og fisks, annars vegar, en hækk
unum ýmiss konar þjónustu hins
vegar. í nýja grundvellinum hafa
landtoúnaðarafurðir og fiskur
miklu minni þunga en í núgild-
andi grundvelli. Hefði því mátt
búast við, að nýi grundvöllur-
inn sýndi allmiklu minni verð-
hækkanir en sá núgildandi. Þetta
verður hins vegar ekki, vegna
hins mikla þunga, er ýmiss kon-
ar þjónusta hefur í nýja grund-
vellinum.
Athugun á einstökum þáttum
verðlagsins á hinum umræddu
tveimur árum sýnir, að verð-
hækkanirnar eru svo til ein-
göngu af innlendum toga spunn-
ar. Erlendar vörur, eða vöruc
sem að miklu leyti eru af er-
lendum uppruna, hafa hækkað
lítið eða ekkert í verði, en inn-
ændar vörur og þjónusta mik-
ið. Litið yfir tímabilið í heild
hafa beinar opinberar aðgerðir, þ.
e. breytingar beinna og óbeinna
skatta, niðurgreiðslna og fjöi-
skyldubóta, haft lítil áhrif á
verðlagsþróunina.
Nokkar erlendar vörur hafa
lækkað í verði, sykur mjög mik-
ið, húskyndingarolía lítilsháttar
Aðrar erlendar vörur hafa yfir-
leitt hækkað mjög lítið. Þeir
vísitöluliðir, þar sem erlendar
vörur skipta miklu máli ellegar
erlend hráefni eða hálfunnar vör
ur eru mikill hluti innlends
framleiðslukostnaðar, hafa yfir-
leitt hækkað um minna en 15%
samkvæmt nýja grundvellinum.
Gildir þetta um sælgæti, ís og
aldinmauk (5%), kaffi og t-i
(5%), skófatnaður (7%), hús-
gögn, búsáhöld og heimilisbún-
að (11%) og föt (13%). Ekíi
er heldur að sjá, að hækkun inn
lends kostnaðar við dreifingu á
þessum vörum hafi valdið telj ■
andi verðhækkunum. Almenn
hækkun á verzlunarálagningu
var framkvæmd í marzmánuði
1964, og gætir áhrifa þeirrar
hækkunar fyrstu mánuði þar á
eftir. Síðan hafa ekki orðið teij
andi breytingar á verzlunarálagn
ingu, sem háð er verðlagsákvæð
um. Enda þótt álagning hafi
hækkað verulega á vörum með
frjálsri álagningu, er ekki víst
að verðlag þeirra hafi hækkað
að sama skapi vegna hugsan-
legrar lækkunar á innkaups-
verði.
Innlendar vörur og þjónusta
hafa hækkað mikið í verði, og
því meira, sem innlendir fram-
leiðsluþættir eru þyngri á met-
unum 1 framleiðslukostnaði
þeirra. Fiskur og fiskvörur eru
sá liður vísitölunnar, sem mest
hefur hækkað, hvort sem miðað
er við núgildandi vísitölugrund-
völl (hækkun 90%) eða nýjan
grundvöll (hækkun 60%). Af-
nám niðurgreiðslna hefur að
sjálfsögðu mikil áhrif á þennan
lið og sömuleiðis hækkun á it-
flutningsverði. Landbúnaðarvör-
ur hafa einnig hækkað mikið I
verði, en sú hækkun hefur kom-
ið mjög misjafnlega niður á
kjöti og kjötvörum annars veg-
ar (hækkun 35,5%) og mjólk,
mjólkurvörum, feitmeti og eggj-
um hins vegar (hækkun 14%).
Stendur þetta einkum í sam-
bandi við þá stefnu Framleiðslu
ráðs landbúnaðarins að breyta
verðhlutföllum kjöts og mjólk-
ur. Þjónustuliðirnir hafa yfirleitt
hækkað um 20 til 30%. Gildr.
þetta um skóviðgerðir (33%),
Síðari hluti
aðgangseyri að Sundhöll (30%),
rafmagn (28%), snyrtingu (27
%), heilsuvernd (24%), síma
(21%) og strætisvagnagjöld (19
%). Nokkur opinber þjónustu
gjöld hafa þó hækkað minna en
þetta, póstur (11%), hitaveita
(12%) og útvarpsgjöld (17%).
Stéttarfélagsgjöld hafa hækkað
um 45%. Enda þótt margar þess-
ara innlendu verðhækkana séu
miklar, eru þær þó hér um bil
undantekningarlaust minni en
hækkun tímakaups á hinu um-
rædda tímabili, en hún var 36.
5%.
Hækkun niðurgreiðslna síðari
'hluta árs 1964 hafði veruleg
áhrif til verðlaskkunar. Þau
áhrif hafa þó síðar eyðzt að
mestu eða öllu leyti vegna hæka
unar söluskatts og verðs á tó-
baki og áfengi, og vegna af-
náms niðurgreiðslna á fiski og
smjörlíki í apríl 1966. Sýnir nú-
gildandi vísitölugrundvöllur þvi
heildaráhrif beinna opinberra að
gerða, er nema aðeins 1,5% til
lækkunar vísitölu framfærslu-
kostnaðar frá maí 1964 til maí
1966. Til beinna opinberra að-
gerða eru þá taldar breytingar
skatta, beinna og óbeinna, og
breytingar niðurgreiðslna og
fjölskyldubóta. Samkvæmt nýja
grundvellinum aftur á móti leiða
opinberar aðgerðir á þessu tíma
bili til 0,6% verðhækkunar, en
í þeim grundvelli eru beimr
skattar ekki taldir me'ð.
Athyglisvert er, að hve miklu
leyti má rekja meginþunga verð
hækkunar tveggja undanfarinna
ára til tiltölulegra fárra liða. Sé
ekki tekið tillit til niðurgreiðslna
og annarra beinna opinberra að-
gerða eru landbúnaðarafurðirn-
ar hér langþyngstar á metunum.
Til þeirra má rekja um 45 %
allra verðhækkana samkvæmt
núgildandi grundvelli, en um 33
% samkvæmt nýja grundvellin-
um. Verðhækkun á fiski og fisk-
vörum hefur valdið 8% allrar
verðhækkunarinnar samkvæmt
núgildandi grundvelli, en 4%
samkvæmt þeim nýja. Opinber
þjónustugjöld eru völd að 12%
af heildarhækkuninni samkvæmt
báðum. grundvöllunum. Þjón-
ustugjöld einkaaðila, sem ekki
er hægt að sundurliða nákvæm-
lega, en aðallega standa í sam-
bandi við bifreiðaeign, heilsu-
vernd, menntun, skemmtanir og
snyrtingu, eru hins vegar mikiu
veigameiri samkvæmt nýja
grundvellinum en þeim núgild-
andi.
Þegar dregin eru saman höí-
uðatriði verðlagsþróunar undan-
farinna ára eins og þeim hefur
verið lýst hér að framan, koma
í ljós nokkrir megindrættir. f
fyrsta lagi hafa hækkanir verð-
jags verið mjög örar, enda þótt
nokkuð hafi dregið úr hraðan-
um siðastliðin tvö ár i saman-
burði við það, sem áður var. f
öðru lagi hafa hækkanir verð-
lágs verið miklu minni heldur
en hækkanir tímakaups og tekna,
þannig að mikil aukning hefur
orðið á kaupmætti. í þriðja lagi
eru 'hækkanir verðlags svo að
segja eingöngu bundnar við inn
lendar vörur og þjónustu, ef frá
eru talin áhrif gengisbreytinga
og afnáms uppbóta- og gjalda-
kerfisins 1960-1961. Einkum eru
landbúnaðarafurðir og hvers kon
ar þjónusta þungar á metunum
í þessu samfoandi.
Þeir drættir verðiagsþróunar
sem hér koma í ljós, eru í meg-
inatriðum þeir sömu og ríkjandi
hafa verið í Vestur-Evrópu yfir-
leitt á þessum árum.. Þar hafa
verðhækkanir verið tiltölulega
örar í öllum löndum, enda þótt
þær hafi verið hægari en hér
og þessar hækkanir hafa fyrst
og fremst verið tengdar innlend
um vörum og þjónustu. f Vestur-
Evrópu hefur framleiðni á und-
anförnum árunri yfirleitt aukizt
mikið í hvers konar útflutnings-
iðnaði. Jafnframt hefur utanrík-
isverzlun farið vaxandi. Verðlag
á vöru í milliríkjaviðskiptum
hefur þess vegna ekki hækkað
mikið, að sjávarafurðum undan-
teknum. Á hinn bóginn hefur
verðlag á innlendum landbúnað-
arvörum, á öðrum vörum, sem
framleiddar eru fyrir markaðinn
innanlands, og alveg sérstaklega
á þjónustu hækkað mikið. Launa
hækkanir hafa orðið mjög veru-
legar, og hafa þær í stórum drátt
um verið í samræmi við fram-
leiðniaukningu útflutningsiðnað-
arins, þannig að-sá iðnaður heí-
ur getað haldið hlut sínum í sam
keppni án teljandi verðhækk-
ana. í þeim greinum, sem fram-
leiða fyrir innlendan markað, og
I þjónustugreinum, hefur ekíi
gætt sömu framleiðniaukningar
og í útflutningsiðnaðinum. í þess
um greinum hafa launahækkan-
ir því orðið meiri en framleiðni-
aukningu nemur, og hefur þetta
komið fram í hækkandi verð-
lagi.
Meginmunurinn á þróuninni
hér á landi og í nágrannalönu-
unum stendur i beinu sambandi
við hina miklu hækkun á verð-
lagi útflutningsafurða. Þessi
hækkun, asamt verulegri fram-
leiðniaukningu í útflutningsiðn-
aðinum, hefur skapað grundvöll
fyrir meiri launahækkunum hér
á landi en annars staðar, enda
eru launahækkanir hér á landi
á undanförnum árum um það
bil tvöfalt hærri en yfirleitt tíðK
ast í Vestur-Evrópu. Þessar að-
stæður gilda þó að sjálfsögðu
ekki um framleiðslu fyrir inn-
lendan markað eða um þjónustu
greinarnar, þar sem framleiðni
vex minna og hagstæðrar verð-
lagsþróunar í utanríkisviðskipt-
um gætir ekki. f þessum grein-
um verða launahækkanir mikiu
meiri en f ramleiðniaukning í
nemur og verðlag hækkar mik-
ið og meira en í nágrannalönd-
unum. Það er einnig sennilegt,
að tilhneigingin til verðhækK-
unar í þessum greinum sé meiri
hér en annars staðar vegna mik-
illar tollaverndar og meiri fjar-
lægðarverndar en annars staðar.
7. Verðmnetaráðstöfunin og
jafnvægið út á við. 1)
Verðmætaráðstöfunin er sam-
tala allra endanlegrar ráðstöfun-
ar verðmæta í þjóðarbúinu, þ.e.
neyzlu einstaklinga, samneyzlu
á vegum opinberra aðila, fjár-
munamyndunar og birgða- og
bústofnsbreytinga. Mismunur
þjóðartekna og verðmætaráðstöf
unar samsvarar á hinn bóginn
mismuni útflutnings og innflutn-
ings á vörum og þjónustu. Ráð-
stafi þjóðin meiru en hún aflar,
fæst sá ráðstöfunarfjárauki að
sjálfsögðu aðeins með innfluttn-
ingi umfram útflutning.
Verðmætaráðstöfunin nam
meiru en þjóðartekjum öll árin
1945 — 1960, oftast frá 3% til
5% meiru, og nam halli á við-
skiptaajöfnuði ■ að sjálfsögðu
sömu upphæð. Fyrstu ár tímabils
ins var gengið á erlendar inni-
stæður, en úr því jók þjóðin skuid
ir sínar við útlönd og tók við
óafturkræfum framlögum. Eðli-
legt er, að örri fólksfjölgun og
mikilli fjárfestingarþörf fylgi
nokkur aukin skuldsetning við út
lönd á meðalárferði, en hinn stöð
ugi halli út á við á þessu langa
tímabili var mun meiri en þessu
gat svarað. Var hann meðal
helztu ummerkja misvægis í efna
hagsmálum, er leiddi af sér marg
endurtekin og torleyst vand-
kvæði í gjaldeyrismálunum, sem
og á öðrum sviðum.
Efnahagsráðstafanir ársins
1960 voru við það miðaðar að
hafa áhrif á báða meginþætti
þessa misvægis, annars vegar á
skilyrði þeirrar framleiðslu, er
keppnir við erlenda aðila, hvort
sem sú framleiðsla er til útflutn-
ings eða fyrir innlendan markað,
og hins vegar á almenna eftir-
spurn, er ræður mestu um verð-
mætaráðstöfunina. Dró mjög úr
misvæginu þegar á árinu 1960,
og jákvæður viðskiptajöfnuður
náðist árið eftir, 1961 .Hélzt hann
og varð til muna hærri árið 1962.
Næstu tvö ár varð halli, en já-
kvæður jöfnuður komst á aftur
á árinu 1965. Við nánari athugun
kemur þó í ljós, að hallinn árið
1964 skýrist af sérstökum til-
vikum, þannig að í grundvallar-
atriðum takmarkast hallinn við
árið 1963.
Vöxtur verðmætaráðstöfunar
frá 1960 til 1965 hefur verið til
muna hægari en vöxtur þjóðar-
tekna. Vöxtur neyzlu og fjár-
festingar samanlagt jókst að
meðaltali um 5,6% á ári, sem er
svo til jafnt vexti þjóðarfram-
leiðslu, 5,5% á ári, en mun minna
en vöxtur þjóðartekna, 7,6% á
ári. Þannig hafa áhrif bættra við
skiptakjara miðað við árið 1960
farið svo að segja öll til að jafna
hallann það ár, kom á nokkrum
jákvæ'ðum jöfnuði og 'auka út-
flutningsbirgðir, en neyzla og
fjárfesting hafa ekki aukizt
meira en nemur vexti framleiðsl-
unnar.
Innflutningur skipa og flugvéla
hefur verið sérstaklega mikill
síðustu tvö árin, einkum árið
1964, er hann náði 938 millj. kr.
1) Þessi kafli styðst við sömu
gögn og skýrsla fjármálaráð-
herra til Alþingis í apríl s.l.
og að verulegu leyti við sjálfa
skýrsluna.
Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs