Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 25
Fostudagur 16. sept. 1968 MORGU NBLAÐIÐ 25 — Horfast í augu grámyglur tvær, sagðl Loftur Loftsson á Sandlæk t. h., er við tókum mynd af honum og Jóhanni fyrrum fjallkóngi á Hamarsheiði í Skaftholtsrétt í gær. *>■ Flugskýli rís á Akur- eyri fyrir veturinn — I réttum Framih. af bls. 5 að þeir gagnamenn hefðu fundið ta'svert af dauðri gæs inni á afréttinum, fyrir innan Fjórðungssand og í Norður- leit. Þó hefði þetta verið minna en í fyrra. Valentínus sagði að þetta myndi vera ormaveiki, sem herjar á gæs- irnar af <>g til. Við snérum okkur nú að rabbi um góngurnar sjálfar. Jón kvað veður hafa verið einstaklt.ga gott í þessum göngum og hefðu gagnamenn aldrei þurft að taka vatns- galla úr föggum sínum í öll- um göngunum, en þær taka viku. A Gnúpverjaafrétti eru göngur þannig að 8 menn fara inn yfir Sand, og sagði Jón að vötn hofðu verið lítil, en þar iiefði verið óvenju mikil sandbleyta og töldu gangnamenn að hún stafaði af því, að gaddur væri enn í jörðu þar innfrá, eða hefði að minnsta kosti verið svo lengi fram eftir sumri, að af honum stafaði bleytan. Féð var nú dreift um allan af- réttinn og 170 fjár var innan við Kisu. f ' Aðfaranótt þiiðjudags snjó aði í fjöil og má því gera ráð fyrir að fé hefði farið að leita niður. Hinsvegar var snjó- laust inn til fjalla. Þann morgunn var alhvítt á Sultar- fit. Meðan við röbbuðum við þá Jón ',g Valentínus tók fólk að streyma að réttinni, en við höfðuni fengið okkur kaffi- sopa 1 réttarkofanum, þar sem Valentínus er húsbóndi og veitandi. I Við höfðum af því spurnir að 6 ungar stúikur hefðu ver- ið gagnemenn í þessu fjalla- safni og hittist svo vel á að fimm þeirra bar einmitt að í þann mund er við komum frá kaffinu. í þessum hópi voru föngulegar stúlkur og gamansamar. Þrátt fyrir þetta fór svo að menn fengu háls- bólgu og hæsi í göngunum. En nu var eki lengur tími til gamanmála. Stúlkurnar voru mættar, eins og fjall- mönnum ber, til að reka fék í almenning og þarna var Sigurgeir Runólfsson í Skálda búðum kominn og var nú tekið að reka úr safngerðinu í almenninginn í réttinni. Við náðum tali af honum þar sem hann var i óðaönn að draga úr Skeiðasafninu, en til þess hafa Hreppa-rnenn tvo tíma, áður en safnið er rekið til réttar í Skeiðarétt, sem er á föstudag, en þar er ein stærsta rétt á Suðurlands- undirlendi. Sigurgeir var léttur i máli og höfðum við orð á kvenbylli hans í göng- um. Lét hann vel af þótt hann segðist gamall orðinn, sextugur á síðasta ári. Skömmu síðp.r rákumst við á Jóhann á Hamarsheiði, fyrrum fjallkóng Gnúpverja. Hann er nú orðinn 84 ára, en brá sér samt inn í Gljúfur- leit, rétt til að vera með einu sinni enn. Það sannast á hon- um að fjöllin heilla gamla gangnamenn. Hann kvaðst hafa kunnað illa við að hlífa sér, gatnli maðurinn. Um hádegisbilið vorum við í Hrunarétt. í þann mund er við komum þangað hittum við að máli Guðbjörn Bjarna- son í Hruna, en hnn hefir verið þar á staðnum í s.l. 30 ár. Hann hefir farið í 15 eftir- söfn og margar aðrar leitir. Er harin orðinn 77 ára að aldri, en ber það með prýði. Guðbjörn sagði okkur, að á fimmtudag legðu 9 menn af stað úr Hrunamannahreppi í fjallsafn og færu allt inn í Kerlingafjöll, smöluðu suður í Kisubctna og norður að Jökulfalli meðfram Illa- hrauni, en það er vart fært nema fuglinum fljúgandi. Þessir undanreiðarmenn væru tvo daga í Kerlingafjöllum. 30 menn færu síðan í svo- nefnda Suðurleit degi síðar en hinir, allt að Heiðá. Þeir eru anr.an dag sinn í Leppirs- tungum og liggja sumir tvær nætur innra, en sumir fara að Fosslæk og hitta þar fyrir þá er koma úr Kerlingafjöllum. Eftir það smaia allir saman hinn breiða afrétt Hruna- manna. Er haldið til í Svínár- nesi næstu nótt, en loks haldið í Tungufellsdal, en þar með er komið fram úr afrétti. Á miðvikudag er svo rekið fram byggð, en réttað á fimmtudag. Jafnframt þessu smala Hrunamenn stóði, sem að þessu sinni var fremur fátt, um 80 hross. Lenti Guðbjörn í því að reka það fram, en til þess þarf knáa menn og vel ríðándi. Lét þessi 77 ára fjallmaður sig ekki muna um það. Hinsvegar er stóðinu óðum að fækka á afréttinum, enda óvinsælt að það sé rekið til fjalls. Þannig leið dagurinn í rabbi um göngur, réttir og gamanmál. Við hittum fyrir Gest Guðmundsson, gamlan fjallkóng Hrunamanna, enn- fremur Jiinn nýja, Helga Jóns son. Iætu þeir vel af fjall- ferðinni, enda ekki annað að gera í slíku égætisveðri og þeir fengu að þessu sinni. Helgi er ungur maður, hafði þó ekki nema einn kvenmann á fjalli, meðan Sigurgeir í Skáldabúðum hafði sex. Hins ber að geta, að Hrunamenn eru heldur mótfallnir kven- gagnamönnum. þar sem dæm in sýna, að fæstar fara nema einu sinni, en mikilsvert er, að ungir menn fari á fjall og læri þar að rata, til að geta orðið þvl betri liðsmenn er fram líða stundir. Við hittum marga fleiri i réttinni í Hruna, m. a 3 syni Sigmund- ar í LanghoJti, sem bæði eru fjallmenn og forystumenn Ungmennasamtaka Sunnlend inga. Fjárhóparnir voru teknir renna frá réttum Hruna- manna síðari hluta dags í gær, er við héldum upp Ytri- hrepp og yfir Hvítá hjá Brú- arhlöðum um Biskupstungur og sem leið liggur til Reykja- víkur. Réttargleðin hljómar enn fyrir eyrum ekkar. Á AKUREYRI er unnið aff bygg- ingu stórs flugskýlis, sem á aff verffa fokhelt fyrir veturinn og fullbúiff fyrir áramót. Tók Sv. P. þessar myndir á flugvellinum, þar sem flugskýliff er aff risa. Er þetta helmingurinn af fyrir-* huguðu flugskýli þarna á flug- vellinum. Og á sá hluti skálans að geta rúmað Fokker Friendship flugvél. Þar að auki má stinga DC-6 flugvél inn í það aftur fyrir vængi, ef þarf að gera við mótor. í skýlinu verður að auki bækistöð Norðurflugs. Verða þá í vetur engin vandræði með flokkunarviðgerðir á flugvélum félagsins fyrir norðan. En í fyrra vetur stóð Beechcraft-flugvél Tryggva Helgasonar úti og fékte ekki skoðun. Þegar flugskýlið verður full- gert og komin full lengd, á það að geta tekið JXJ-6 flugvélar eða Boeing 727 eða allar flugvélar íslenzka flugflotans, að undan- teknum Rolls Roys flugvélum Loftleiða. Er hæð á skýlinu mið- uð við stélhæð á þotunni e* breidd við vænghaf á DC-6 flug- vélum. Bezt aö auglýsa í MorgunbJ aðinu ■ JÖMBÖ Teiknari; J. M O R A Rótin sem skipstjórinn hefur dottiff um gctur æpt og klagaff yfir því aff á hana sé stigið. Þetta er betri veiði en skip- stjórinn hafði búizt við. Þarna liggur einn af félögum Álfs Júmbo kemur hlaupandi til þeirra: — Þaff var þá þessi þrjótur, sem þú veiddir segir Júmbó. — Já, ég hef nú veitt þenn- an þrjót, segir skipstjórinn stoitur, — en ekki mun hann nú bragðast okkur vel. Glaffur réttir hann fram bráð sína. —• Bravó, skipstjóri, bravó, hann er betri en hin dýrlegasta kvöidmáltíff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.