Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 1
32 siOur 53. árgangur 210. tbl . — {(p, feptember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gemini 11 lenti vel Fyrsta fullkomna sjálfstýrða lendingin hjá geimfari Cape Kennedy, 15. september NTB—AP. BANDARÍSKU geimfararnir Pet-e Conrad og Richard Gordon framkvæmdu í dag fyrstu full- komlega stjálfstýrðu lendinguna í sögu geimferðanna, er þeir lentu á Atlantsbafinu heilir á húfi rétt fyrir austan Kennedy- höfða, aðeins 2,4 km frá flug- móðurskipinu Quam eftir þriggja daga mjög vel heppnað ferðalag um geiminn. Gemini-11 tilraunin er talin vera ein bezt heppnaða til þess og áform Bandaríkjamaima til þess að senda mannað geimfar til tungis ins hefur ineð Gemini 11 tekið stór skref fram á við á mörg- um sviðum. Conrad og Gordon höfðu verið 71 klst. og 15 mín. úti í geimn- um, frá þvi að þeim var skotið á loft frá Kennedy höfða s.L mánudag. Lendingin í dag fór fram að öllu leyti undir stjórn reikniheila um borð í geimfar- inu og hún var nákvæmari en lending nokkurs geimfars til þessa. Sást vel til geimfarsins frá Quam, er geimfarið lenti um 700 sjómilur frá strönd Florida. Fyrra nákvæmnismet varðandi lendingu hafði áður verið sett af áhöfn Geinini 9, en hún hafði lent 5,6 km frá sínum fyrirfram ákveðna lendingarstað. Hið einn, sem ekki tókst sam- kv. áætlun í þessari geimferð, var s.l. þrlðiudag, er í ljós kom, Framhald á bls. 31 7i EINS cg frá hefur verið skýrt, voru í fyrradag undir-| ritaðir í Washington láns-, samningar milli Alþjóða- bankans og Landsvirkjunar-1 innar. Samkvæmt þeim samn-l ingum lánai Alþjóðabankinn| Landsvirkjun fjárhæð er svar, ar til 18 millj. Bandaríkja- dollara, til virkjunarfram- kvæmda við Búrfell. Lánið er veitt gegn sjálfskuldarábyrgð, ríkissj óos og var samtímis undirritaður sérstakur ríkis- ábyrgðarsamningur þar af lútandi milli ríkissjóðs og Al- þjóðabankans. Myndin ei tekin við undir- ritun samninganna og sjást á henni sitjandi frá vinstri: Pétur Thorsteinsson sendi- herra, er ritaði undir af hálfu ríkissjóðs, J. Burke Knapp bankastjóri, er undirritaði af hálfu Alþjóðabankans og dr. Jóhannes Nordal er ritaði undir af hálfu Landsvirkjun- ar. Standandi eru tveir af 4 bankastjórum Alþjóðabank-Í ans þeir Vilhjálmur Þór og/ Odd Hckedal. J De Gaulle: Frokkland mun eignost vetnissprengju París, 15. sept. NTB. DE GAULLE forseti hrósaði í dag mjög þeim framförum, sem franskir vísindamenn hafa náð í því skyni að búa til vetnis- sprengju. Sagði hann, að þetta myndi hafa mikla þýðingu fyrir Frakkland og heimsfriðinn. Sá dagur nálgast, sagði forsetinn, að Frakkland mun ráða yfir vetnisvopni og þar með sá dagur, að enginn mun þora að ráðast á okkur. De Gaulle forseti sagði þetta, er hann gerði frönsku stjórninni grein fyrir hinni þriggja vikna löngu ferð sinni til Franska Sómalilands, Eþiopíu, Kambodiu °g ýmsra eyja í Suður-Kyrrahafi. Fyrr í þessari viku kom hann til tilraunasvæðis þess á Kyrra- hafi, þar sem á að sprengja fyrstu vetnissprengj u Frakka sennilega einhvern tímann á árinu 1966. Ráðstefnu brezku samveld- islandanna lokiö Frakkland og Kína harðlega gagnrýnd fyrir kjarnorku- vopnatilraunir London, 15. ágúst. NTB-AP RÁÐSTEFNU brezku samveldis- landanna lauk í dag. í lok henn- ar birtu leiðtogar 22 samveldis- ríkja sámeiginlega yfirlýsingu, þar sem Frakkland og kínverska alþýðulýðveldið eru gagnrýnd harðlega fyrir að framkvæma til raunir í andrúmsloftinu með kjarnorkusprengingar. í Rhóde- síumálinu, sem verið hefur eitt helzta verkefni ráðstefnunnar, var vísað til sérstakrar yfirlýs- ingar, sem birt var s.l. miðviku- dag, og þar sem gerð var grein fyrir harðari stefnu Breta gagn- vart rikisstjórn Ian Smiths. 1 yfirlýsingunni skoruðu leið- togarnir, sem eru fulltrúar 750 milljón manna víðs vegar úr heiminum eða um 25% allra jarðarbúa, á öll ríki heims að banna tilraunir með kjarnorku- vopn. Ennfremur er skorað á Frakkland og kínverska alþýðu- lýðveldið að taka þátt í hinni alþjóðlegu afvopnunarráðstefnu. I yfirlýsingunni segir ennfrem ur, að samveldislöndin mu halda áfram að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að friður komist á í Vietnam. Þá kemur það fram, að flest sam- veldislöndin eru þeirrar skoðun- ar, að Sameinpðu þjóðirnar eigi að afnema umboð Suður-Afríku yfir Suðvestur-Afríku, en síðan eigi Sameinuðu þjóðirnar að fara með stjórn landsins unz það verður sjálfstætt. í fréttum frá London segir, að Framhald á bls. 31 Nýi húskóli í Danmörku Óðinsvéum, 15. sept. — NTB ÞRIÐJI háskóli Danmerkur var í dag vígður í Óðinsvéum. 1 byrjun verða þar 180 stúdent- ar, en á komandi árum á há- skólinn að stækka til þess að létta á hinum tveimur yfirfullu háskólum í Kaupmannahöfn og Árósum. K.B. Andersen, kennslu málaráðherra, lagði samt áherzlu á það í vígsluræðu sinni, að Óðinsvéa-háskóli ætti að starfa eins sjálfstætt og unnt væri. Elzti háskóli Danmerkur er^ Kaupmannahafnarháskóli, sem stofaður var árið 1479. Það var ekki fyrr en 1929, að annar há- skóli, Árósaháskóli, var stofnað- ur. Við vígslu háskólans í Óðins véum í dag voru m.a. viðstödd dönsku konungshjónin og Bene- dikte, prinsessa. 20 manns fórust á Norðursjó er Vestur-Þýzkur kafbátur sökk þar í fyrradag Haag, 15. september — NTB-AP LÍTILL vestur-þýzkur kafbátur sökk í Norðursjó í gær og að- eins einn maður af 21 manns áhöfn virðist hafa komizt lífs af. Ekki varð kunnugt um skips- tapann fyrr en í morgun, er Aðgerðir vesfurþýzku stjórnarinnar gegn verðbólguþróun: Dregið skal úr opinberum gjöldum og eftirlit aukið með verðhækkunum Bonn, 15. sept. — NTB-AP LUDWIG Erhard, kanzlari Vestur-Þýzkalands, lagði í gær fyrir Sambandsþingið til lögur stjórnarinnar, sem miða að því að treysta efna hagslíf landsins. Dregið skal úr opinberum gjöldum, eft.ir lit verður aukið með verð- lagshækkunum og hvatt verð ur til fjárfestingar í arðbær- um framleiðslugreinum. Erhard beindi þeim tilmæl- um til þingmanna að afgreiða frumvarpið íljótlega, svo að ekki þyrfti að koma til ástands svipað því, sem orð- ið hefði í öðrum löndum — „ég þarf ekki að nefna nein nöfn í því sambandi“, sagði hann, en hélt áfram, að stjórn in óskaði ekki eftir að g'rípa þyrfti til þess ráðs að binda kaup og verðlag eða herða eftirlit með gjaldeyri. Kristilegi demókrataflokk- urinn hefur þegar sámþykkt ráðstafanir Erhards, en til þess að frumvarpið verði að lögum, þarf meiri hluta % þingmanna, þvi að frumvarp- ið felur í sér stjórnarskrár- breytingu. Vegna þessa geta jafnaðarmenn stöðvað fram- gang frumvarpsins, ef þeir eru því mótfallnir. Að undanförnu hafa stjórn ir margra sambandsríkjanna’ verið gagnrýndar harðlega fyrir of mikla eyðslusemi, og vék Erhard að þeim í ræðu sinni og sagði þar: „Við get- um ekki eytt meiru en við vinnum fyrir.“ Sagði kanzlar inn ennfremur, að frumvarp- inu væri ætlað að miða að meiri stöðugleika í efnahags málum, en ekki aðeins að leysa þau vandamál sem brýn ast bæri að leysa. brezki togarinn „St. Martin" frá Lowestoft tilkynnti, að hann hefði bjargað einum manni af kafbátnum „Hai“, en samkv. upplýsingum mannsins hafði bát urinn sokkið um kl. 18 í gærw Maðurinn, sem bjargað var, heit ir Silberhaben og var bátsmað- ur. Sagðist honum svo frá, að skyndilega hefði sjór tekið að streyma inn í vélarrúm kafbáts ins, er þeir voru í nágrenni við Doggerbank. Átta menn, sem voru á þilfari, björguðu sér í fyrstu með því að stökkva fyrir borð. Skipverj- ar á St. Martin töldu sig hafa séð fjóra menn í sjónum, en ekki hefur verið greint frá því, að þeir hafi náð fleiri mönnum um borð, né önnur skip orðið mann- anna vör. Varnarmálaráðuneytið í Bonn staðfesti í morgun, að kafbátsins væri saknað. Hefði hann sokkið.^ eftir að leki kom að honum. ' Hefði þegar í stað verið hafin þátttöku skipa og þyrlna frá V- umfangsmikil leit að honum með Þýzkalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku og stýrði tundur- spillirinn Bayern leitinni. Kafbáturinn sem sökk, var smíðaður í síðari heimsstyrjöld- inni en var sökkt í Eystrasaiti rétt fyrir stríðslok. Honum var Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.