Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 19
Fðstudagur 16. eept. 1966
MORCUNBLASklÐ
19
— Hrossarækt
Framhald af bls. 14
Svaðastaðakyni, — þær fá allar
1. verðlaun, — 6 af óþekktu ug
Hornafjarðarkyni, 4 af Horna
fjarðarkyni — af þeim fengu 2
fyrstu verðlaun og 2 önnur verð-
iaun, og 3 af Hornafjarðar- og
Svaðastaðakyni — 2 af þeim
fengu fyrstu verðlaun, en 1 önn-
ur verðlaun. Þessi dómur sannar
bezt álit dómnefndarinnar a
Svaðastaðahestinum.
Þessi skýrsla er mjög athyglis-
verð. Hún sýnir að Svaðastaða-
hryssurnar eru mjög ráðandi
meðal góðhyrssanna. en hún sýn-
ir einnig að þvi hreinræktaðri
sem þær eru, því hærri einkunn-
ir fá þær hjá dómnefndinni
(Símoni og Boga). Með skýrsi-
unni hefur þeim þannig gefizt
tækifæri til að tala við sjálfa
sig.
Báðir verja þeir miklu rúmi í
greinum sínum til þess að
hnekkja umsögn minni um Blesa
frá Skáney. Ég stend við það
sem ég hef um hann sagt, hann
vantar reisn og skörungsskap. í
umsögn minni um hann hefi:
orðið prentvilla í blaðinu. Þat
sem stendur ganghægur, á að
vera ganghagur. Þessi prentvilla
leiðréttist hér me'ð. í grein Boga
hefur einnig eitthvað ruglazt
prentuninni. um það mun ég
ekki fást. En þegar hann segir
að hægt sé að sjá beinagerð, efm
við vöðva, stífan eða slakan
bandvef o. s. frv., þá auglýsir
hann bezt fákænsku sína og
þekkingarleysi. Færustu læknar
veraldar hafa ekki talið sig um-
komna þess að slá neinu föstu
um þessi atriði, hvorki hjá mönn
um né dýrum. En Bogi getur
það!!
Bogi segir að hross af Svaða-
staðakyni séu mörg grófbyggð.
lunlstirð og klessuleg. í stofnin-
um séu pó til „góðir eiginleik-
ar“, sbr. hross Sveins á Sauðár
króki. Með öðrum orðum, Svaða
staðahross Sveins eru góð, en
Jóns (mín) lundstirð, kjötmikil.
gófgerð, kassabyggð. Ég spyr,
nálgast þetta ekki hlutdrægni?
Ekki veit ég hvort Bogi getur
varið það gagnvart sjálfum sér
eða öðrum. að hafa samþykkt
það að Hörður fengi fyrst verð-
»aun, eftir þeirri lýsingu sern
hann birtir á honum í grein
sinni. Hitt er annað mál a'ð Hörð
ur er óyenju glæsilegur hestur
að allri gerð, en auk þess með
beztu og fjölhæfustu gæðingun
landsins. Þetta veit Bogi þó hann
reyni nú að klóra í bakkann, tii
þess að reyna að verja þann dóm
sem hann hefur fellt gegn betri
vitund.
Ég tel nú að ég hafi skýrt und-
irtitilinn í grein minni, en ann-
ars sanna þeir Bogi og Símon
réttmæti hans með blaðagrein-
um sínum sem báðar benda a
stefnuleysi, þekkingarleysi og
hlutdrægni.
Við Boga Eggertsson frá Laug-
ardælum þarf ég sérstaklega að
tala nokkur orð, og hefði þó kos-
ið að það hefði getað orðið und
ir fjögur augu, en til þess gefur
hann ekkert tækifæri. en er með
ónot og ögranir í minn garð
Fyrst þú ert að skrifa á annað
borð, Bogi, hversvegna svarar
þú því þá ekki þegar ég segi
fyrri grein minni að þú hafrr
lent í útistöðum við Hörð? Hja
mér liggur undirskrifað brét
sem ég hef leyfi til að birtav og
er bréfið svohljóðandi: „Árið
1962 var ég undirritaður hesta-
vörður og gæzluma'ðui á lands-
móti hestamanna í Skógarhól
um, og var starf mitt að gæta og
fóðra kynbótahestana. Aðstoðar-
maður minn var Grímur Markús
son, Borgareyrum. Að kvöldi
fimmtudagsins bar það við að
einn aðaldómari mótsins, Bogi
Eggertsson úr Reykjavík, rudd-
ist inn í hestthúsið með keyri i
hendi og gekk þar að, sem stóð-
hesturinn Hörður frá Kolkuósi
stóð bundinn á bás, og barðr
hestinn með keyri. Hesturinn
reyndi a'ð verja sig og braut
töluvert af básnum og efra jötu-
borðið. Daginn eftir var það lag-
fært. Áður en þetta óhaop I
vildi til taldi ég þennan hest [
með öruggustu hestunum í allri
umgengni. Ég taldi Hörð lang
glæsilegasta hestinn sem í húa
inu var, auk þess heyrði ég að
fjöldinn allur af þeim, er í hest
húsið komu töldu hann óvenju
glæsilegan hest“.
Bréfið er undirritað af Mar-
mundi Kristjánssyni.
Hvers má vænta af manni sem
ræðst á hest sem er örugglega
bundinn á bás, lemur hann með
keyri og misþyrmir honum.
Og það er dómarinn Bogi Egg-
ertsson, sem fremur þetta ó-
dæði. Af hverju? Ég held, til
þess síðar að geta dæmt han.i
skapvondan. eða með öðrum orð
um, til þess að geta blekkt með-
dómendur sína og fengið þá með
sér til þess að kveða upp rangan
dóm. Hvernig er svo hægt að
fela þessum manni trúnaðar-
störf?
Hvað segir gæzlumaðurinn
Hörð taldi hann áður en óhappið
vildi til, með öruggustu hestun-
um í húsinu í allri umgengni, og
jafnvel eftir óhappið gekk hon-
um vel að umgangast hann.
Hesturinn er vitur og finnur
fljótt hvað a'ð honum snýr. Oð
ennþá lemur Bogi höfðinu við
steininn og telur hann skapvond-
an og slægan, og segist svo ekki
vera hlutdrægur.
Aðfarirnar í hesthúsinu höfðu
fleiri óheilla-afleiðingar. Foli a
næsta bás við Hörð, Leistur frá
Sólheimagerði, várð svo trylltur,
að sýnandinn,. Jón Hallsson r
Silfrastöðum. treysti sér ekki til
að sýna hann daginn eftir.
Því miður er nú svo komið að
álit á störfum dómnefnda kyo-
bótahrossa á landsmótum fer nú
þverrandi og er það vissulega
illa farið.
Tillögur Boga í kynbótamál-
um mun ég ekki ræða a'ð þessu
sinni. Þar er um svo yfirgrips-
mikið og þýðingarmikið nauð-
synjamál að ræða, að ég tel ekki
rétt að )rað sé rætt á þessum vecr
vangi. Ég mun síðar. vonandi nú
í vetur, skrifa um það mál, og
þá með tilliti til þess að sú rit
smíð gæti birzt í „Hestinum okk
ar“ — ritstjóri þess blaðs hefur
óskað eftir umræðum um það
mál. Vfð þeim óskum vil eg
verða.
Með þessari grein ætlaði ég að
fá birtar mykndir at Herði og
heiðursverðlauna!! hestinum
Roða, og skrifaði því Símom
Teitssyní og bað um mynd, en
fékk það svar að af Roða fyrir-
finndist engin mynd.
Selfossi í ágúst 1966,
Jón Pálsson,
dýralæknir.
Ég renndi augunum lauslega
yfir grein Jóns Pálssonar og sá
lítið í henni af viti. Eitthvað er
Jón þar að hrósa mér, þar sem
hann segir, að prófessorar sjái
ekki það sem ég sé. Barsmíða-
vitleysuna hans Jóns hirti ég
ekki um að svara í grein minni.
En tildrög munu vera þau, að
eitt sinn er ég gekk um hest-
húsin í Skógarhólum, er kallað
til mín: „Varaðu þig“. Skipti það
engum togum að hestur, sem er
á bás rétt þar hjá, sem ég stend,
slær aftur fyrir sig hvað eftir
annað. Hestar þeir, sem nærri
voru, urðu hræddir við lætin í
hestinum og var Hörður Jóns
einn af þeim. Mér var sagt að
hestur þessi hefði orðið hræddur
á bíl á leið til Þingvalla. Jón
minn Pálsson: Þó þú ætlir að
gera mig að hestasadista, þá
held ég að þér gangi það illa.
Bogi Eggertsson.
Mál þetta er útrætt hér í
blaðinu. — Ritstj.
Sveinbjörn Dagfinnsson. hrl.
og Einar Viðar. hrl.
Hafnarstræti 11 — Símj 19406
ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON
hæstaréttarlögmaður
Skólavörðustíg 30.
Simi 14600.
SNYRTISÉRFRÆÐINGUR
frá hinum þekkta snyrtivóruframleiðanda
INIVIOXA
verður til leiðbeininga viðskiptavinum
okkar í verzluninni í dag.
Verzlunin Cji^jan
Laugavegi 25.
Afgreiðslustúlku
vantar í veitingastofuna Baukastræti 12.
Upplýsingar á staðnum frá kl. 9—5 í dag.
Garðahreppur
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið
í Garðahreppi.
Upplýsingar í síma 51247.
Vutnsþéttui krossviður
fyrirliggjandi.
Byggingavöruverzlunin
Valfell sf.
Símar 30720 og 51690.
Trésmiðir
Viljum ráða góðan trésmið.
Ákvæðisvinna.
Timburverzlunin Völundur hf.
Sendisveinn
Sendisveinn óskast sti ax á Rannsoknarstoíu Háskól
ans hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar í Rannsóknarstofu Káskólans við Bar-
ónsstíg.
Innritun allan daginn
Síðusti innritunurdugur
sími 3-7908