Morgunblaðið - 30.09.1966, Side 6

Morgunblaðið - 30.09.1966, Side 6
6 MORGUNBi AOfÐ Fostudagur 30. sept. 1969 Starfsstúlka óskast nú þegar. Upplýsingar í síma um Brúarland, Mos- fellssveit_ Barnaheimilið Tjaldanesi. Píanó til sölu. Verð 17000 kr. Upplýsingar í síma 40473 Atvinna óskast Maður utan af landi ný- fluttur í bæinn óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt „Atvinna 4367“. Suðurnes óska eftir 3ja herb. íbúð strax, helzt í Njarðvíkun- um. Uppl. í síma 2211 eftir 4 á daginn. Lítið fyrirtæki til sölu Þeir, sem hafa áhuga, leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „Lítið fyrirtæ^i 4388“. Rafsuðumaður Vanur rafsuðumaður óskar eftir vel launuðu starfi. Tilb. óskast sent Mbl. fyrir 11. október merkt: „Raf- suðumaður". Stúlkur óskast á hótel út á land. Upplýs- ingar í síma 15496. Herbergi til leigu í Hafnarfirði. Uppl. í síma 35668. íbúð óskast Tveggja herbergja íbúð óskast á leigu sem fyrst. Tvennt reglusamt í heimili. Upplýsingar í síma 33667. Stúlka óskast á gott heimili í Englandi. Ekki yngri en 18 ára_ Uppl. í síma 12104 eftir kl. 18. Ung barnlaus hjón sem bæði vinna úti óska eftir 1 til 2 herbergja íbúð sem fyrst, helzt í gamla bænum. Uppl. í síma 37226. Til sölu Til sölu góður barnavagn. Upplýsingar í síma 51444. Húsnæði Ungur reglusamur maður óskar að taka á leigu rúm- gott herbergi eða litla íbúð. Uppl. í prentsmiðjunni Við- ey, Túngötu 5. Sími 13384. Afgreiðslustúlka vön allri almennri afgr. óskar eftir vinnu nú þegar. Uppl. í síma 3-12-18 eftir kl. 3. Til sölu 4ra herb. íbúð í Hlíðunum. Félagsmenn hafa forkaups- rétt lögum samkvæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavikur. Slgurðnr sýnir í Bognsol Sigurður K. Árnason hefur að undanförnu sýnt málverk sín í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Sýnir hann þar 17 olíu- málverk, flest stór. Það blasir við manni mikil litadýrð, þeg- ar inn er komið. Við litum þangað snöggvast í gær, og höfðum ánægju af. Góð að- sókn hefur verið að sýning- unni og nokkrar myndir hafa selzt. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld kl. 10, en hún er opin daglega frá kl. 2—10. Storlurinn óacj k að þetta væri nú meiri blessuð rekjan, dag eftir dag, svei mér ef það eru bara ekki komnar haustrigningar strax, og það í meira lagi, allavegana er það regnhlífaveður, og nú má mað- ur einu sinni enn fara að vara sig, þegar maður spígsporar um göturnar að fá ekki regnhlífar- teina upp í augun. Annars eru garðar borgarinn- ar fallegir um þessar mundir, og rauðu reyniberin eru eins og rúbínar á greinunum, og nú kem ég að því, sem ég hef lengi ætl- að að minnast á, og það er þetta stórmerka atriði með þessi ber, sem ekki eru æt manninum nema með vínútiláti, og þá eru þau ekki fyrir templara, og ekki er það gott, því að ekki hafa þeir of mikið fyrir sig að leggja. En þessi ber eru ágætis fugl.a- matur, og nú stendur semsagt yfir haustvertíð fuglanna i görð- um borgarinnar. Þrestirmr eru auðvitað iðnastir á vertíðinni, en berin lokka einnig til sín ýmsa flækingsfugla, sem gaman er að skoða. Og þessi ber kosta ekkert. Það er engin sexmannanefnd sem ákveður verð þeirra til fuglanna. Nei, þetta er þeirra ómæld slátur tíð, og liggur við að sé bíðröð í berjum eins og slátrinu hjá hús- mæðrunum í Reykjavík. En mér dettur eitt í hug enn í sambandi við þessi ber; hvort ekki mætti tína eitthvað af þeim, setja í poka, geyma á köldum og þurrum stað, og gefa síðan bless- uðum snjótittlingunum eitthvað af sælgætinu, þegar þeir gera innrás sína í borgina? Þessu er skotið inní til athugunar. Annars ætlaði ég að segja miklu meira, en ég fékk svo langt bréf frá Húsöndinni, vin- konu minni, að ég ætla fyrst að reyna að komast til botns í þvi. Verið þið sæl að sinni, "N 70 ára er í dag föstudag, 30. sept. frú Ingibjörg Jörundsdóttir, Skipasundi 61. Nýlega voru gefin saman í kirkju óháða safnaðarins af séra Emil Björnssyni, ungfrú Þórunn Friðriksdóttir og Kristján Ólafs- son, iðnnemi. Heimili þeirra er á Njálsgötu 38. (Ljósm. Studio Gests, Laufásvegi 18 sími 24028). Það verður þér að tjóni, ísrael, að 1700, 1/10. þú ert á móti mér, hjálpara þínum (Hós. 13, 9). í dag er föstudagur 30. september og er það 273. dagur ársins 1966. Eftir iifa 92 dagar. Árdegisháflæði kl. 16:49. Síðdegisiháflæði kl. 19:00. Upplýsingar um læknaþjón- ustu i borginnj gefnar í sim- svara Læknafélags Reykjavíkur, Síminn er 18888. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Vikuna 24. sept. — 1. okt. er kvöldvarzla í Ingólfsapóteki og Laugarnesapótekf. 2/10. Arnbjörn Ólafsson sími 1840, 3/10. — 4/10. Guðjón Klemenzson sími 1567, 5/10. — 6/10. Kjartan Ólafsson sími 1700. Hafnarfjarðarapótek og Kópa- vogsapótek eru opin alla daga frá kl. 9 — 7 nema laugardaga frá kl. 9 — 2, helga daga frá kl. 2 — 4. Framvegls verðnr tekið á mðti þelm, er gefa vilia bióð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánndaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl *—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGa fri kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtimans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Reykja- viknr á skrifstofutima 18222. Nætur- og helgidagavaTzla 18230. Næturlæknir í Hafnarfirðí að- faranótt 1. okt .er Ársæll Jónsson sími 50745 og 50245. Næturlæknir í Keflavík 20/9. — 30/9. Kjartan Ólafsson sími Reykjavíkurdeild A.A.-samtakanna Fundir alla miðvikudaga kl. 21 Óð- insgötu 7, efstu hæð. Orð llfslns svara 1 sima 10000. □ Gimli 59661037 — Fjhst. FrL I.O.O.F. 1 = 1489308% = Rk. >f- Gengið >f- Reykjavík 22. september 1966. Kaup Sala 1 Sterlingspund 119,88 120,18 1 Bandar. dollar 42,95 43,06 1 Kanadadollar 39,92 40,03 100 Danskar krónur 621,65 623,25 100 Norskar krónur 600,64 602.18 100 Sænskar krónur 831,30 833,45 100 Finsk mörk 100 Fr. frankar 100 Belg. frankar 100 Svissn. frankar 100 Gyllini...... 100 Tékkn kr. 100 v-þýzk mörk 100 Austurr. sch. 100 Pesetar 1.335.30 1.338.72 871,70 873,94 86,22 86,44 992,95 9995.50 1.186,44 1.186,50 596.40 598,00 1.076,44 1.079,20 166,18 166,60 71,60 71,80 MENN 06 ^ mLEFNI= Nýlega útskrifaðist frá Wisconsin háskóla, Óttar Pét- ur Halldórsson, með doktars- gráðu í byggingaverkfræði. Óttar er fæddur á ísafirði árið 1937. Hann er sonur hjónanna frú Liv Ellingsen og Halldórs heitins Halldórsson- ar bankastjóra á ísafirði. Ótt- ar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956. Bachelorsgráðu lauk hann árið 1962 við Wisconsin háskóla og masters- gráðu árið "1963 frá sams skóla. Doktorsritgerð Óttars ber heitið „Stability of Rigid Frameworks Under Axial- loads“. Óttar er kvæntur Nínu Gísladóttur, Sigurbjörnssonar og eiga þau tvö börn Gísla Sigurbjörn og Helgu Liv. sá KÆST bezti Maður nokkur, sem var óánægður með tekjuskatt sinn og úlsvar kærði til ríkisskattanefndar. í kærunni segir han nmeðal annars: „Ég geri mig ánægðan með, að skattanefndin hirði tekjur .u„.ar en leyfi mér að halda skatti og útsvari." St’arlúLnr- ÞAÐ LÍTUR ÚT FVRIR AÐ ÞAt) SÉ BARA MIKXÐ í BLAÐiNU í DAG GÓÐI MINN! ! !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.