Morgunblaðið - 30.09.1966, Side 28

Morgunblaðið - 30.09.1966, Side 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 30. sept. 196C Bob Thomas: HVER LIGGUR IGRÖF MINNI — Við umgangumst lítið og liöfum alls ekki sízt síðan ég .giftist hr. de Lorca. — Systir yðar lét ef*ir sig bréf, stílað til ,,Mat??ie“. Það er vænt- anlega nafn yðar? — Já. — Lögreglumaðurinn rétti henni bréfið. Edith starði á letrið, rétt eins og hún væri að lesa það. Jim ræskti sig. — Væri yður sama .... ef það er ekki of per- sónulegt .... sagði hann. — Já, alveg sjálfsagt......... Hún rétti honum bréfið. Hann las bréfið og sumpart upphátt, eins og hann væri að velta fyrir sér orðunum: „Fyrir- gefðu mér, Maggie. Þakka þér fyrir að bjóða mér hjálp, en einhvernveginn er það ekki ómaksins vert héðan af. Ekki framar, Eriie .... Ekki ómaks- ins vert framar. — Hversvegna mundi hún komast svona að orði, frú de Lorca? spurði Johnson. — Ég veit ekki. Hún bað mig að koma til sín í gærkvöldi, og ekki veit ég til hvers. Kannski vildi hún bara sjá mig í síðasta sinn. Hún talaði um fjárhags- vandræði sín og ég bauðst til að hjálpa henni, en hún afbakkaði. — Hversvegna skyldi Edith hafa farið í jarðarförina manns- ins yðar, frú? spurði Jim. Edith hikaði. — Af því að hún elskaði hann líka .... einu sinni .... endur fyrir löngu. — Haldið þér. að dauði hans hafi fengið svo á hana. að hún hafi þessve<?na framið sjálfs- morð? spurði Johnson. — Það veit ég ekkl. Johnson sá, að það var til- gangslaust að lengja þessa yfir- heyrslu. — Já, hver veit slíkt, begar svona stendur á? sagði hann. — Þakka yður fyrir, frú de Lorca. Ég held við getum sagt að þessu máli sé lokið. Hann tók blöðin og lagði þau í körf- una, þar sem afgreidd mál voru geymd. Johnson sagði við Garcia: — Þér sögðuð henni, að það yrði að þekkia líkið. Garcia kinkaði kolb o<? Johnson sa<»ði við Er,ith: — Það er nú ekki annað en formsatriði. Jim stóð upn um leið og hún, og sagði: — Ég skal fara með henni, höfuðsmaður. Hún vildi helzt afþakka þetta og losna við Jim, en sá ekkert ráð. Hún lét það gott heita, er hann tók mjúklega í handlegg- inn á henni. Jim fylgdi henni niður í lyft- unni, og tók tillit til augljósarar óskar hennar að mega vera þög- ul í sorg sinni. Þau gengu eftir hvítum gangi, að hurð, sem á stóð: LfKaKOÐUNAT?c A t tth ENGINN AÐGANGUR ÁN LEYFIS Þau komu inn í lítinn, hálf- dimman sal og stóðu við stóran glugga út að húsagarðinum, sem var einnig dimmur. Edith stóð þarna í lamaðri eftirvæntingu og langaði mest til að halda sér í Jim, en vissi að það mátti hún ekki. Umsjónarmaður kom og kveikti. Herbergið varð snögglega skjannabjart. Birtan skein á bör ur, þar sem lík Margaret lá. Hvít- ur dúkur huldi allt nema and- litið, sem nú var hreint og flekklaust og hárið greitt eins og Edith hafði greitt sér. Fyrst greip Edith andann á lofti, er hún horfði á sjálfa sig dauða. En svo áttaði hún sig á því, að þetta var Margaret, sem þarna lá, og henni fannst ekki nærri eins óþæsilegt að horfa á andvana lík, og hún hafði búizt við. — Er þetta sys+ir yðar, E'bth Philips? spurði umsjónarmaður- inn. Edith leit ekki af líkbörunum. — Já, þetta er systir mín, svar- aði hún. Umsjónarmaðurinn slökkti ljós- ið, og lauk þannig síðustu fund- um þeirra tvíburasystranna. Þar sem Edith stóð í myrkrinu, fann hún, að Jim greip arm hennar sterku taki. — Komið þér, ég skal útvega yður bolla af kaffi, sagði hann. Hún fann enn til einhverrnr upplyftingar, er hann leiddi hana eftir ganginum, til kompunnar, 9 Ný sending: Vefrarkápur og næEonpeísar með loðkrögum í glæsilegu úrvali. Kápu og Dömubúðin Laugavegi 46. InnflutiLngsfyiirfæki óskor nð róðo nú þegar mann til verðútreiknings. gjaldkerastarfa og annarra skyldra starfa. Góð laun og framtíðarmöguleikar Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 3. október nk., merkt: „Framtíð — 4389“. - O, við fáum örugglega Ioft í dekkið — þótt pumpan hafi gleymzt heima. — En hversvegna? Hvers- vegna? Við, sem hefðum getað veiið svo hamingjusöm saman! — Elskuðuð þér hana? Jim varð eitthvað vandræða- legur við þessa spurningu. — Ég vildi ganga að eiga hana. — Sögðuð þér henni það? — Ég held hún hafi vitað það. Hlýtur að hafa vitað það. Við töluðum um hænsnabúið, sem I ég ætlaði að koma mér upp, pftir að ég væri kominn á eftirlaun. Og hún vissi, að mig langaði til að láta hana eiga það með mér. — Ég held, að bað hefði engu geta breytt, liðþjálfi. — Hversvegna segið þér það? — Af því að ég þekkti systur mína. Jafnvel þótt ég hefði ekki séð hana árum saman, þá veit ég alveg, hvernig henni hefur 6 vikna námskeið snyrtinámskeið megrun aðeins 5 i flolclci kennsla hefst 5. okt innritun daglega ¥í:':W TIZKUSKOLI ANDREU SKÓLAVÖR-ÐUSTÍG 23 SÍMI 19395 þar sem Hkhúsvö,'ðurinn hvíldi sig milli verka. Jim skildi hana eftir við borð þar inni og kom síðan aftur að vörmu SDOri með tvo riúkandi kaffib',lla. H’in kveikti í vindlingnum hjá henni. Edith gerði sér það ljóst, næstu mínúturnar, að nú var ör- lagastundin upprunninn. Henni var jafn áríðandi að afklæðast hlutverki Edith eins og að íklæð aðst hlutv°rki 1'Targaret. Og eng- in gat athugað hana vandlegar en Jim. — Hversvegna starið þér svona á mig? spurði hún. Það kom fát á Jim. — Afsak- ið .... ég meinti ekkert með því, sagði hann. — Það er bara þetta .... að þér eruð alveg eins og Edith. — Við vorum líka tvíburar. Hún reyndi að vera eins hlédræg og hún gat. Svo fór hann að tala, eins og máttlaust, og eins og eitthvað ræki hann til þess. — í gær .... það er ekki lengra síðan í gær- kvöldi .... var hún að tala við mig um, hvert ég ætlaði að fara, þegar ég fengi frídaginn minn .... Hún var eitthvað óróleg, af því að ég hafði fengið á mig aukavakt, svo að ég gat ekki boðið henni út . .. það var af- mælisdagurinn hennar í þokka- bót. Ég áttaði mig ekki á því þá, en ég skil það nú, að hana hefur langað að fara eitthvað út með mér í gærkvöldi. Hún sagðist vilja fara hvað sem væri .... á bíó .... eitthvað. Ég býst við, að hún hafi bara viljað vera með einhverjum. Það hefur lík- lega allt verið að fara í hundana hjá henni .... hún var í þann veginn að missa veitingastofuna .... Æ, ég get ekki hugsað til þess .... en hvernig hefði þetta getað farið, ef hún hefði farið út með mér í gærkvöldi? Þá væri hún hér líklega enn. — Það er engin ástæða til neinna sjálfsásakana, liðþjálfi, svaraði Edith. Ef ekki í gær- kvöldi, þá hefði hún bara gripið næsta tækifæri til að fyrirfara sér. Geymsluhólfaleigan er fallin ■ gjaíddaga Ef ekki verða gerð skil fyrir 5. okt. nk., verða liólfin leigð öðrum. SÆNSK-ÍSI/ENZKA FRYSTIHÚSIÐ H.F. 1 LJOSAFEKUK SIMIMO EGGERT KRISUANSSON 0 C0.HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.