Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. sept. 1968
MORCU N BLADIÐ
*
.... ... .. . ......... • • '
SJÁIjFVIRK landssímastöð. á
Selfossi var opnuð í gær kl.
15 og klukkustund síðar var
önnur sjálfvirk símstöð opnuð
á Eyrarbakka, sem einnig
veitir Stokkseyringum síma-
þjónustu. Stöðvarnar voru
opnaðar í gær í tilefni 60 ára
afmælis Landssíma íslands. 1
sama tilefni hefur Landssím-
inn fefið út bækling um starf-
semi sína og þróun símavið-
Stöðvarhúsið á Selfossi.
Sjálfvirk símstöð opnuð á Selfossi
— í tilefni 60 ára afmælis Landssíma Bslands
og margra annarra forráða-
manna pósts og síma, auk
fréttamanna blaða, útvarps
og sjónvarps.
skipta á íslandi frá upphafi.
Hin sjálfvirka símstöð á Sel
fossi var opnuð í vi'ðurvist
samgöngumálaráðherra, Ing-
ólfs Jónssonar, póst- og síma- Samgöngumálaráðherra opn
malastjora, Gunnlaugs Bnem, aði simstöðina formlega með
- ' þvi að síma til Páls Hallgríms
"'V - sonar, sýslumanns Árnes-
sýslu, og óska honum og öðr-
• -.’C ' um Selfyssingum til ham-
^ ' ingju með þennan áfanga í
' ' ‘ símaþjónustunni á SelfossL
í hádegisverðarboði póst-
' og símamálastjórnarinnar í
, | Tryggvaskála á Selfossi rakti
samgöngumálaráðherra stutt-
, £ lega sögu símamála á íslandi.
Hann sagði, að frá upphafi
hafi valizt til forystu í þess-
um málum ágætir menn, og
Landsírhinn hefði átt því láni
að fagna, að hafa gó'ðu starfs-
fólki á að skipa. í viðurkenn-
ingarskyni við störf þess
8 ~ hefði póst- og símamálastjórn-
■"'ti in ákveðið að gefa Félagi
** símamanna 100.000 kr., sem
4' Æ verja ætti til byggingu sum-
arbústaða á landi félagsins
við Apavatn. Ágúst Geirsson,
formaður félagsins, veitti
gjöfinni viðtöku og flutti
Ingólfur Jónsson, samgöngu- þakkarávarp.
málaráðherra, opnar stöðina f ræðu sinni ræddi Ingólfur
formlega með samtali við Pál Jónsson framtíðarverkefni
Hallgrímsson, sýslumann. Landssímans. Hann upplýsti,
að sennilega í næstu viku,
verður opnuð sjálfvirk sím-
stöð í Þorlákshöfn. í náinni
framtfð verða opnaðar slíkar
stöðvar í Vík, á Hvolsvelli, í
Hveragerði og Þykkvabæ.
Unnið er 'að byggingu sjálf-
virk-rar stöðvar á Snæfellsnesi
og Vestur- og AusturlandL
Alls hafa rúmlega 70 sjálf-
virkar stöðvar verið reistar
víða um land og kvað ráð-
herra þess ekki langt að bíða,
að sjálfvirkar stöðvar risu í
öllum kauptúnum og kaup-
stöðum á landinu. Hann kvað
einnig brýna nauðsyn bera
til, að sveitirnar fengju sjálf-
virkar stöðvar og kva'ðst
vænta þess að það yrði í ná-
inni framtíð.
Ráðherra upplýsti, að áir-
leg fjárfesting Landssímans
væri um 100 millj. kr. og tekj-
ur hans um 450 millj. kr. á ári.
Hann sagði að kvartað væri
um of há stofngjö'ld og af-
notagjöld, en ekki væri hægt
að gera háar kröfur um hvort
tveggja: örar framkvæmdir
og bætta þjónustu og um leið
lækkun afnotagjaldanna. í
þessu sambandi kvaðst hann
vilja bera saman afnotagjöld
fyrir sjálfvirka símstöð á ís-
landi og í nágrannalöndum
okkar. Á fslandi. væru það
3.000 kr. á ári, í Noregi 5.280
kr., í Danmörku 4.000—5.000
kr., í Svíþjóð 2.900 kr., í V-
Þýzkalandi 5.700 kr., í Frakk-
landi 7.070 kr. og í Bretlandi
kr. 4.100 á ári.
Sjálfvirka símstöin á Sel-
fossi hefur 600 númer, en 400
númer eru i notkun á staðn-
um. Á Eyrarbakka og Stokks-
eyri eru 200 númer. Á síð-
ustu árum hefur símnotenda-
fjöldi aukizt um 40%, en
langlínusamtöl hafa aukizt
um 85%.
f ræðu sinni færði Ingólfur
Jónsson þakkir þeim, sem
unnu við byggingu stöðvar-
innar og flutti starfsmönnum
Landssímans kveðjur ríkis-
stjórnarinnar.
Hið nýja símstöðvarhús á
Selfossi er vegleg bygging, að
flatarmáli 306 fermetra-r og
2.300 rúmmmetrar. Húsið var
tvö ár í byggingu og er á-
kvæðisvinna á því metin á 3
millj. kr. Húsið með vélum
og ýmsum húsgögnum er met
ið á um 6.5 millj. kr. Teikni-
stofan sf., Ármúla 6, teiknaði
húsið, en forstöðumaður henn
ar er Jósef Rey-nis, arkitekt.
Símstöðvarstjóri á Selfossi
er Kári Forberg.
SÍBS dagurinn á sunnudag
— Heitið á almenning til stuðnings
HINN árlegi S.l.R.S. dagur verð
ur haldinn næstkomandi sunnu
dag 2. okt. Verða þá, að venju,
seld merki samtakanna, svo og
blaðið Rcykjalundur sem nú
kemur út í 20. sinn. Á fundi með
fréttamönnnm í gær skýrðu for-
ráðamenn samtakanna frá því,
að merkin væru númeruð og
giltu sem happdrættismiði. Aðal
vinningurinn væri bifreið að
verðmæti 150 þús. krónur, en ef
menn vildu gætu þeir fengið
dýrari bifreið, en vrðu þá sjálfir
að borga mismuninn.
Þeir Þórður Benediktsson og
Árni Einarsson sögðu síðan frá
starfsemi sambandsins og
rekstri þeirra stofnana er það á.
Sögðu þeir, að nú væri starf-
semi sambandsins orðin önnur
en var í uppnafi. Upphaflega
hefði baráttunni venð beint ein-
göngu að berklum, en nú væri
sem betur færi, svo komið að
þeir væru að mestu úr sögunni.
Því hefði sambandið ákveðið að
taka upp víðtækara starf og
hefði í því skyni reglugerð þeirra
verið rýmkuð mjög í fyrra og
miðað væn nú að því að taka
á móti hvers konar öryrkjum.
Þannig hefðu þeir öryrkjar er
voru á hælum sambandsins í
fyrra skiptist þannig niður á
milli sjúkdóma: 19 af völdum
berkla, 46 af vefrænum tauga-
sjúkdómum, 30 af bæklunum, 26
af giktarsjúkdómum, 13 af
hjarta og æðasjúkdómum, 31 af
geðsjúkdóm. jm og 18 af ýmsum
ósundurgreindum sjúkdómum.
Þeir sögðu að samtökin væru
nú rík af fasteignum, en fátæk
af reiðufé. Lagt hefði verið í
miklar framkvæmdir og í því
skyni tekin mikil lán og færi
því megnið af tekjum sambands-
ins í vexti og afborganir. Þó að
tekjur er mt-rkjasöludagar gæfu
næmu 900 þús. — 1 millj. króna
í allt, kæmi þar margt til frá-
dráttar. M. a. dýr vinningur í
happdrætti, prentun á blaði,
sölulaun og dreiíingarkostnaður.
Nettóhagnaður væri því ekki
nema 350—500 þús. kr.
Eignir S.í B.S. næmu nú að
matsverði um 85 millj. kr.
Reykjalundur væri metinn á um
64 milljónlr og Múlalundur um
20 millj. kv. Vært af þessu hægt
að sjá, að í mikið hefði verið
ráðizt.
Mikið væri þó ógert og nú
bæðu sarntökin um traustyfir-
lýsingu á nýjan ieik sem fælist
í því að almenningur tæki vel
merkjasölu þeirra, eins og vant
værL Slík traustsyfivlýsing sem
þeir hefðu fengið roeð móttök-
um á markjasoludögum undan-
farinna ára hefði verið þeim
mjög mikils virði og til upp-
örvunar.
Eins og áður segir verða merki
samtakanna seid n.k. sunnudag
og kosta 25 kr. Einnig verður
blaðið Reykjalundur selt, en það
er mjög vandáð rit prýtt mörg-
um myndum. Af efni má nefna
grein um Reykjalund tvítugan
eftir Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, þotti úr sögu Sjálfs-
varnar, Kristnesi eftir Jórunni
Ólafsdóttur frá Sörlastöðum,
grein um endurhæfingu eftir
Odd Ólafsson yfirlækni, smásögu
eftir a. j. og kvæði eftir Egil
Jónsson og Braga Sigurjónsson.
SIáKSTilMAB
Samningsréttur
enskra
verkalýðsfélaga
NOKKRIR ráðherrar í brezko
ríkisstjórninni hafa að undan-
förnu rætt um breytingar á
samningum verkalýðsfélaga í *
Bretlandi um kaup og kjör, og
hafa hugmyndir þeirra vakið
mikið umtal í Bretlandi, enda
miða þær að því að afnema
frjálsan samningsrétt verkalýðs-
félaganna í Bretlandi. Eins og
menn muna var allt kaupgjald
og verðlag í Bretlandi bundið i
sex mánuði frá 20. júlí síðast-
liðnum, og i næstu sex mánuði
þar á eftir hafa launþegar mjög
takmarkaðan rétt til þess að
semja um liærra kaupgjald.
llmmæli hinna brezku ráðherra
nú þykja benda til þess, að þeil
hafi í huga að nota það tæki-
færi, sem þar með hefur skap-
azt til þess að afnema frjálsan
samningsrétt verkalýðsfélag-
anna þar í landi og taka upp aÞ
veg nýtt kerfi. *
Ummæli ráðherranna
Verkalýðsmálaráðherra Bret-
lands, Ray Gunter, hefur látið
svo um mælt, að taumlausar
kröfur í launamálum væru
„leiðin til þjóðargjaldþrots og
almenns atvinnuleysis“. Og hann
bætti því við, að „sósíalískar
skoðanir okkar eiga ekkert
skylt við lögmál frumskógarins,
þ.e. að hvert verkalýðsfélag eigt
að heyja sína eigin kjarabar-
áttu“. Samgöngumálaráðherr-
ann Barbara Castle, hefur látið
í það skína, að hún telji að nú
sé tækífæri fyrir hendi til þess
að takar upp nýtt launakerfi, þar
sem áfjaraarmningar haldist S
hendfr við athuganir á því hve
miklar launahækkanir efnahags-
kerfii^þoli. Þessi ráðherra sagði,
að If^n tryði ekki á framgang
sósjalismans án þess að miklar
brfSRÍngar í þessum málum
kj^u til. Orkumálaráðherra
rikísstjórnarinnar í Bretlandi
var einn þeirra, sem um þetta
hafa fjallað á undanförnum
vikum og hann hefur sagt, að
frjáls samningaréttur verkalyðs-
félaganna „eigi ekkert skylt vM
grundvallarkenningar sósíalis
mans“.
Blikur hyrjar strand-
teröir í októb&r
AÐ ÞVl er Guðjón Teitsson, kaupa Blikur fyrir tiltekið verð
forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, ef það reynist vel og útgerðin
hefur tjáð Morgunblaðinu var í
gær undirritaður samningur
milli Skipaútgerðar ríkisins og
Skipafélags Færeyja um á mán-
aða leigu á skipinu Blikur til
strandferða hér við land.
Sagði Guðjón, að gert væri
ráð fyrir að skipið komi í þjón-
ustu um eða upp úr miðjum
októbermánuði n.k.
Blikur er aðeins árs gamalt
skip, byggt í Noregi. Það hefur
50 þúsund rúmfeta lestarrúm og
700-800 farmburðarþol. Lyfti-
getan er upp í 20 tonn í ein-
stöku stykkjum.
Blikur er talið 12 farþega skip
en hefur þó svefnrúm til vara
um það bil tvöfalda.þá tölu.
Guðjón sagði, að í leigusamn-
ingi væri gert ráð fyrir, að inn og siðann vísað úr landi.
Skipaútgerðin hafi rétt til að Hann var sakaður um njósnir.
óski eftir því að kaupin fari
fram.
Samningin undirrituðu þeir
Guðjón Teitsson og Oddur Mic-
lasen fyrir hönd Skipafélags
Færeyja.
ISTUITU VIÁLI
Bangkok, 29. september NTB.
j Stjórnin í Thailandi vísaði í
gær úr landi sendiráðsmanni við
sovézka sendiráðið, Aleksej Ob-
ukov og bað hann um að yfir-
gefa landið strax. Á mánudag
var starfsmaður sovézku verzl-
unarsendinefndarinnar handtek
Launahækkun
ákveðin með
lagasetningu
Enn eru þessar hugmyndir
hinna brezku ráðherra harla
óljósar og ómótaðar, en eia
þeirra er sú, að meðallauna- ’
hækkun á ári verði ákveðin með
lagasetningu og miðuð við það,
sem efnahagslífið þolir hverju
sinni, en þeir atvinnurekendur,
sem óski eftir að greiða hærri
laun, verði að sækja um sér-
staka heimild til þess. Forsætis-
ráðherrann, Harold Wilson, hef-
ur enga opinbera afstöðu tekið
til málsins og ekkert hefur kom-
ið fram um það, hver hugur hans
sé til þess. Ljóst er hinsvegar, að
hinir brezku ráðherrar hafi lagt
mál þetta fyrir á þann veg, að
verkamannaflokksstjórnin hygg-
ist koma á sósíalisma í Bretlandi
og frjáls samningsréttur verka-
lýðsfélaga, sem tíðkast í vest-
rænum löndum eigi ekkert skylt
við sósíalisma. Fróðlegt verður
a® fylgjast með framvindu
þessara mála í Bretlandi, og
óneitanlega mundi mörgum finn-
ast það gegna nokkurri furðu, ef
ríkisstjórn verkamannaflokksins
í Bretlandi yrði til þess að af-
nema frjálsan samningsrétt
verkalýðsfélaga þar í landi, sem
hingað til heí'ur verið talinn
sjálfsagður réttur þeirra, bæði
þar og annars staðar.