Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 30. sept. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 Hin nýju starfsmannahús að Arnarholti. Forstöðumaðurinn Gísli Jónsson, stendur fyrir fram an hinn skemmtilega húsagarð. Ný álma fyrir s tarfsfólk tekin í not að Arnarholti NÝ ÁLMA fyrir starfsfólk Vistheimilisins að Arnarholti var formlega tekinn í notkun í gær. Borgarlæknir og sjúkra- húsnefnd Reykjavíkurborgar buðu blaðamönnum og öðrum gestum að vera við opnunina. Borgarlæknir lýsti hinni nýju álmu, og þeim möguleikum, sem opnuðust til þess, að hægt verði að fá sérhæft starfsfólk til starfa við stofnunina þegar hægt væri að bjóða fólki upp á góðan að- búnað eftir vinnudag. Borgarstjóri flutti þvínæst ávarp, og lýsti ánægju sinni og borgarstjórnar með þessar fram kvæmdir. Álma sú, sem nú bætist við starfsmannahúsið, sem þegar var tekið í notkun, er hin smekk legasta að allri gerð. Allt mjög vandað, en ekkert óhóf í neinu. Framan við álmurnar er garð- ur, sem ætlaður er starfsfólk- inu. Jón Sigurðsson borgarlæknir sagði vistheimilið að Arnarholti tekið í notkun árið 1945, en borgin hefði keyp jörðina 2 ár- um áður. Bjó fyrst starfsfólk- ið í sama húsi og vistmenn, og hafa alltaf stafað af því. alls kyns vandræði. Aðeins forstöðu- maður hælisins hafði sérhús- næði. | Hælinu var ætlað að taka við ; því fólki, sem átti samleið með venjulegum borgurum. Fvrst hefði verið rúm fyrir 42 vist- menn, en nú væri pláss fyrir , 54 vistmenn. Fyrst hefði fram- I færslunefnd haft umsjón með I hælinu, en nú væri það undir stjórn sjúkrahúsnefndar. Yfir- læknir hælisins væri Kristján Þorvarðsson, forstöðumaður I Gísli Jónsson og hjúkrunarmað ur Óskar Jónsson. Með þessari nýju viðbót mætti segja að vel væri búið ' að starfsfólkinu, en alis vinna | við hælið 16 manns. Búrekst- I ur hefði alltaf verið rekinn með hælinu, bæði kýr, sem mjóik fengist úr fyrir hælið, einnig væri þar stórt hænsnabú, sem sæi hælinu og öðrum borgar- spítölum fyrir eggjum. Kúarekst , urinn væri þó ekki hagkvæmur og hefði komið til orða að leggja hann niður, og myndi vera hægt að nota hús þau, sem þá losn- uðu, sem vinnustofur fyrir vist- menn, svo sem til að steypa gangastéttarhellur og íleira. Nauðsynlegt væri að byggja við bótarhúsnæði fyrit vistmenn í næstu framtíð, því að þörfin væri brýn. Einar Sveinsson teiknaði starfs mannahúsinn, en verkfræðingur var Vífill Oddsson. Verktakar voru Reynir Hjörleifsson og Ragnar Þorleifsson. Byggingaframkvæmdir hófust í júní 1964 og seinni áfanga var lokið í apríl 1966. Samtals eru starfsmannahúsin 769 fermetrar að stærð 2500 rúmmetrar. Heildarkostnnaður varð rúmar 9,2 milljónir króna. Gestum var sýnt vistheimilið og hin nýju starfsmannahús, og fannst þeim mikið til um ný- byggingarnar. Alls eru 5 íbúð- ir og 14 einstaklingsherbergi í húsunum, og allt afar vel frá gengið. 100 ára mínning Margrétor Svcinsdóttur MARGRÉT Sveinsdóttir, prests- dóttirin frá Staðarbakka i Mið- firði á aldarafmæli í dag. For- eldar hennar voru sæmdarhjón- in Guðný Einarsdóttir og séra Sveinn Skúlason, ritstjóri Norðra á Akureyri og lengst af prestur á Staðarbakka í Miðfirði. Syst- kini hennar voru tvö: Guðrún fædd 29. desember 1864, dáin 31. desember 1898, fyrri kona Ögmundar Sigyrðssonar skóla- stjóra og Helgi fæddur 25. okt. 1868, bankastjóri á ísafirði. Margrét er ógleymanleg öllum er kynntust henni. Bar þar margt til, víður sjónhringur og óvenjulegt starfsþrek, óbilandi kjarkur og leikandi glaðværð og góðvild er aldrei brást. Tvívegis fór hún til Vesturheims og vann þar nokkur ár í senn. En heim- þráin var sterk og reynsian mikil, því að í bæði skipti, við heimkomuna, varð hún íyrir þungum raunum, í fyrra sinn er einkasystir hennar andaðist, og tók hún þá þann er þetta ritar í fóstur um sinn með sinni heitu lund og hlýja hjárta; í seinna skipti er mágkona hennar, Kristjana Jónsdóttir frá Gaut- löndum andaðist 6. desember 1908 frá 8 börnum og tók hún þá við húshaldi og uppfóstri barna þeirra Helga og reyndist hin bezta móðir. Ef lýsa skyldi ævistörfum Möggu systur, en svo var hún alltaf nefnd af nánustu vinum, yrði það of langt mál og skal ekki frekar rakið. En minmg hennar er enn svo lifandi í hug- um allra, þjónslundin óbrigðu). geislandi bros og öryggi þess hugar, er vill æ hið rétta og stækkar við hverja þraut. Hinn Ijúfi blær, hinn djúpi skilningur hennar á þörfum bæði ungra og hinna eldri, fyllir hug vorn heitri þökk og fyrirbæn um vegferð hennar á löndum eilifðarinnar, en heitast frá börnunum er hún reyndist sem bezta móðir, tengda fólki þeirra og barnabörnum ásamt mér og systur minni Ingi- björgu og öllum þeim mörgu, er nutu góðvildar hennar Möggu systur í Garðastræti 13. Góð kona er geymd hjá Guði. Sveinn Ögmundsson. Vitni vantar I NÓTT var stolið vélhjólinu R-980, sem er rautt að lit og af Hondagerð, þar sem það stóð við Sóleyjargötu 13. Biður rann sóknarlögreglan það sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um stuldinn að snúa sér til sín sem fyrst. Tvú Afríkuríki hljóta sjálfstæði NÚ stendur yfir mikil tog- streita í Afríku svartra manna milli þjóðflokkanna og einingarstefnunnar (samfélags stefnunnar) og er varla hægt að spá hvor stefnan fer með sigur af hólmi. Nýjar þjó’ðir sjálfstæð ríki, koma æ fram á sjónarsviðið, frjálsar loks undan oki nýlenduveldanna í Evrópu en ekki færar um að stjórna sjálfum sér: þær ráða ekki við stjórnmálaleg, þjóð- félagsleg vandamál sem þjá hvert það ríki sem er ungt og hefur nýlega losnað úr fjötr- um. Nigeria er slíkt riki dæmi gert. En þrátt fyrir þau óhugn- anlegu vandamál sem blasa við. þessum þjóðum er þau fá frelsi sitt, er engan bilbug að finna á þeim, sem vilja spreyta sig í skjóli sjálfsstjórn ar og frjálsræðis. Bechuana- land, þurrt land og ófrjósamt, tuttugu sinnum stærra en ís- land, nær sjálfstæði sínu í dag og tekur upp nafnið Lýðveldið Botswana. Innan þriggja daga mun annað ríki bætast í hóp- inn: Lesotho, fyrrum verndar svæði Breta, undir nafninu Basutoland. Hið nýja lýðveldi Botswana og Lýðveldi Suður-Afríku eiga landamæri saman. Því fyrr- nefnda er stjórnað af þeldökk- um mönnum, hið síðarnefnda er höfuðból „apartheid“ þeirr ar stefnu sem vinnur að al- gerum skilnaði hvítra manna og svartra. Þannig standa í dag andspænis hvort öðru tvö lönd, tvær stefnur, algjörlega andstæðar. En forsætisráð- herra Botswana, Seretse M. Khama, er maður sem horfir á vandamál raunhæfum aug- um. Fyrir nokkrum mánuðum lét hann eftir sér hafa, að til þess að þjóð hans gæti haldið frelsi sínu, yrði fólkið að láta karp Suður-Afríku sem vind um eyru þjóta Khama er 45 ára gamall, sonur Sekoma, fyrrum leiðtoga Bamangwato þjóðflokksins. Hann hlaut menntun sína víða í Afríku, þar á meðal í Jóhannesar- borg. Hann stundaði fram- haldsnám í Oxford, og lauk þaðan lögfræðiprófi. f Eng- landi kvæntist hann enskri stúlku, og var hún í för með honum er hann sneri aftur til lands síns og tók þar við yfirstjórn þjóðflokksins. Þótt á ýmsu hafi gengið síðustu tíu árin í stjórnmálalegu lífi Seretse, er hann vel virtur og vinsæll af flestum íbúum hins nýja lýðveldis. íbúatala Botswana er um 550 þúsund. Aðalútflutnings- vara landsins er nautakjöt, en þó féll um þriðjungur hjarða ‘landsmanna í miklum þurrk- um í fyrravetur. Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna sendir reglulega matvælabirgð ir til landsins og heldur lífinu í um hundrað þúsund manns. Landsmenn hafa hingað til leitað á náðir Breta með öll sín vandamál, og áhrif Breta á þjóðlífið eru geysimikil. Á ökrunum syngja enn gamlar konur þjóðsöng Englands við störf sín. Það er vart ástæða til að halda, að sjálfstæði og nafnsskipti muni breyta mjög þeim anda. f ANGOIA |ZAA16/A \SOUJH \w EST *a fricat* —' RHODfSIAj®^ BICHUANA /|\ LAND^— ^' r í south\~ QíWAZIIAND Atf?ICA \^yliU£'gA~uroiAND Basutoland, eða Lesotho eins og það mun heita á mánu dag, er lítið fjalllent ríki, um kringt á alla vegu Lýðveldi Suður-Afríku. Það hefur stundum verið kallað brezka eylandið í hafsjó apartheid- stefnu Suður-Afríku. Framtíð in fyrir hina 694 þúsund íbúa þessa lands er lítt glæstari em fyrir Batswanabúa. Landið er fyrirtaks stökkpallur fyrir byltingarsinna, sem hefðu í hyggju að steypa stjórn Suð- ur-Afríku. Landslagið er vel fallið til skæruhernaðar, stað setning landsins býður heim flóttamönnum frá apartheid Suður-Arfíku. En samt heldur „Manchester Guardian" því fram, að landið verði í raun og veru aðeins leiksoppur Suður-Afríkustjórnarinnar. Ein aðalástæðan fyrir þess- ari skoðun „The Guardian" er sú, að Basutoland hefur alltaf orðið að treysta á Suður- Afríku sem aðalkaupanda út- flutningsvara sinna (sem eru einkum nauta- og fjárafurðir). Suður-Afríka gæti því beitt efnahagslegum þvingunum við hið nýja lýðveldi, ef forsvars- menn apartheid-stefnunnar sæu fram á verulega mót- spyrnu í landinu Basutoland hefur notið verndar Breta síðan 1868. Und angengna fimm áratugi hafði þjóðin orðið að verjast á- gengni villimanna, sem voru að flytjast norðan að, og einn ig áleitni Búa, sem steymdu til fjallendis Basutolands á meðan á ófriði stóð sunnar í Suður-Afríku. Sá maður, sem dvelur í minni allra Basuto- landsbúa sem þeirra mesta hetja er Moshesh, fæddur fá- tækur drengur þar í landi um 1790. Það er Moshesh fremur en öllum öðrum að þakka að Basuto þjóðflokknum tókst að halda einingu sinni og landi sínu þrátt fyrir árásir ann- arra þjóðflokka, t.d. Zulu og Matabele þjóðflokkanna. Mos- hesh sá, að fólk hans yrði að njóta aðstoðar Breta til að geta haldið hinum áleitnu nágrönnum í skefjum. Basuto þjóðflokkurinn fékk loks að lifa í friði árið 1868, er brezka heimsveldið tók landsvæðið undir sinn vendarvæng. — Tveim árum síðar dó Mos- hesh, vígþreyttur maður, en hamingjusamur yfir lengi þráðum friði. Þessi tvö nýju ríki munu horfast í augu við sömu vanda mál og systurríki þeirra í Afríku. Stjórnir rísa og falla, blóðsúthellingar eru algengar. Fátækt, ómenntað fólk, sem fyrir svo stuttu tróð veiði- stíga, flykkist nú um stræti borganna vitandi það eitt að það er frjálst. Við nýlendu- stefnu fjarsettra ríkja bjó frelsið í brjósti þessa fólks. Nú lifir það í gerðum þeirra. Halldór Laxness leggur þau orð í munn Árna bókasafnara í íslandsklukkunni, að lúbar- inn þræll sé mikill maður, því hann eigi frelsið í brjósti sér. Nú eru flestir hinir „lú- börðu“ íbúar Afríku loks að- njótendur frelsisins. Það býr þeim ekki lengur aðeins í brjósti. - En kunna þeir að fara með dýrgrip sinn, frelsið? Kannske gefur Blaine Littell, fyrrum blaðamaður í Afríku, beztu skýringuna á því, sem nú er að gerast í ýmsum ríkjum Afríku: „Hvítir nýlendusinn- ar mergsugu þetta fólk, menntuðu það ekki. Þeir litu á það sem óæðra fólk, óhæft til framfara Þegar þessi hvítu valdamenn eru farnir, kastar fólkið af sér oki minnimáttar- kenndarinnar. Það vill sýna heiminum ögrun með því að þurrka út öll áhrif hvítrar menningar í landi sínu. Það sem er að gerast núna, er að fjöldinn er að snúa aftur — til runnanna og þurrar stepp- unnar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 223. tölublað (30.09.1966)
https://timarit.is/issue/113264

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

223. tölublað (30.09.1966)

Aðgerðir: