Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 30. sept. 1966 Bandaríkin ógna enskri knattsp. Líklegt að tugir enskra leikmanna flytji vestur StJ HÆTTA vofir nú yfir enskri knattspyrnu að missa stóran hóp af beztu leikmönu- um sínum til Bandaríkjanna. Vestan hafs er hafin lokasókn að því marki að skapa knatt- j spyrnu fastan sess og stofna til umfangsmikillar keppni margra liða — í líkingu við það sem tíðk ast í Englandi. Þegar hafa verið stofnaðar tvær deildir í Bandaríkjunum. Önnur þeirra hefur hlotið við- urkenningu alþjóða knattspyrnu sambandsins, en hin ekk\ Há- værar raddir eru uppi um það að sameina þessar deildir undir eina yfirstjórn. Svo virðist, sem meira fjár- magn sé að baki þeirrar, sem ekki hefur hlotið viðurkenningu og forráðamenn þeirrar deildar sett allt á annan endan á dög- unum og þeir pöntuðu 25 her- bergi á hóteli í London. Að aflokinni dvöl þeirra þar er vitað að minnsta kosti 50 leikmenn enskir spurðust fyrir um tekju- og afkomumöguleika í Bandaríkjunum. Og talið er liklegt að margir úr þessum hópi fari fyrr eða seinna til Bandaríkjanna til að stunda at- vinnu sína — knattspyrnu. 4. FLOKKUR A. Talið frá vinstri: Vilhjálmur Kjartansson, frirliði, Þorsteinn Helgason, Árni Geirssou, Jón Geirsson, Tryggvi Tryggvason, Ingi B. Albertsson, Hörður Hilmarsson, Þórir Jónsson, Jón Gíslason, Sigurður Jónsson, Bergur Benediktsson, Stefán Franklin. Danir fá Evröpumeistarann til að aðstoða tugþrautarmennina Evröpu- bikararnir í GÆRKVÖLD fóru fram þrír leikir í baráttunni um Evrópu- bikarana í knattspyrnu. I kepgninni um bikar meistara liða varð jafntefli í Mílanó milíi inter og Torpedo, Moskvu 0—0. í Flórens léku í Evrópukeppni bikarmeistara Fiorentina og ung verska liðið Vasas Györ. ítalarn- ir unnu 1—0. í Bilbao léku í „borgakeppn- inni“ Atletico Bilbao og Rauða stjarnan frá Belgrad. Heima- menn unnu 2—0. í sömu keppni vann Antwerp- en — Luxemborg 1—0 og var leikurinn í Antwerpen. íslondsmót í stangarköstum HIÐ árlega fslandsmót í stang- arköstum á vegum Landssam- bands íslenzkra stangveiðimanna fer að þessu sinni fram n.k. laugardag og sunnudag, 1. og 2. október. Keppt verður eftir reglum Al- þjóðakastsambandsins. Mótið ’.ief.-t kl 2 e.h. á laug- ardag og verður þá keppt í þess- um greinuin við Rauðavatn: Kastgrein nr. 3; Flugu-lengd- arköst, eir.htndis. Kastgrein nr. 4; Flugu-lengd- arköst, tvíhendis. Kastgrein nr. 5; Nákvæmnis- köst með kasthjóli. Kastgrein nr. 6; Nákvæmnis- köst með s;.innnió]i. Seinni hluti mótsins fer fram á sunnudarsmorgun á túni við Gunnarshólma. Hefst það kl. 9 árdegis og verður keppt í eftir- farandi lengdarköstum: Kastgrein nr. 1: Lengdarköst með kasti-.jóli og 17 82 gr. lóði. Kastgrein nr. 8; Lengdarköst með spini'hjóli og 10.5 gr. lóði. Kastgrein nr. 10; Lengdarköst með spinnhjóli og 30 gr. lóði. Yfirdómari verður Halldór Er- lendsson, en móísstjóri Hákon Jóhannsson. SIGUR danska tugþrautar- mannsins Sten Smith Jensen á þriggja landa keppninni í Oluf- ström á dögunum hefur vakið athygli í Danmörku og orðið til lyftingar frjálsum íþróttum þar í landi. Telja Danir að Smith Jensen, sem sigraði með 7112 stig, sé á hraðri leið til að kom- ast í hóp beztu tugþrautarmanna Evrópu — skortir „aðeins“ 439 stig í Norðurlandamet Finnans Seppo. Er mikið veður gert út af afreki Smith Jensen. Þeir sem rólegar fara benda þó á að 20 Þjóðverjar hafi í ár náð 7000 stigum eða meir og Rússar eigi 15 í sama flokki. En Danir virðast hafa vilja til að gera eitthvað fyrir sína beztu íþróttamenn. Þannig hefur nú tekizt hjá þeim að fá Evrópu- meistarann í tugþraut, Werner von Moltke, til að koma til Danmerkur í nóvemberbyrjun og þjálfa beztu menn Dana í tugþraut — tignustu grein heims íþróttanna, eins og þeir orða það. Werner von Moltke varð Evr- ópumeistari með 7740 stig en á bezt 7961 — 8 stigum lakar en Evrópumet Rússans Kutenkos. Von Moltke hefur 28 sinnum keppt í tugþraut — og næst reynir hann sig í 2200 m hæð í Mexico á tilraunaleikunum þar. Þá er hann setti met sitt voru einstök afrek hans: 10,7, — 7,31 — 15.11 — 1.81. — 50.6 — 14.9 — 50.97 — 4.30 — 64.23 — 4:45.4. Vænta Danir mikils af komu hans og því að Smith Jensen og fleiri fái að kynnast reynglu hans. Smith Jensen á skemmti- legan feril að baki sem tug- þrautarmaður — bætir sig veru- lega í hvert skipti og hefur nú lagt mjög að sér til að bæta sínar slöku greinar. Hann æfir á hverju kvöldi — og gerir í allan vetur þar af tvö kvöld í almennri Olympíuþjálfun. Sigursælir Valsdrengir FJÓRÐI aldursflokkur knatt* spyrnumar.na í Val hefur á liðnu sumri náð einstaklega góðum ár- angri. A-lið félagsins í þessum flokki vann alla sína leiki og þau þrjú mót sem háð voru 1 þessum aldursflokki. Reykja- víkurmeistararnir skoruðu 21 mark gegn 2 í leikjum sínum. íslandsmeisfararnir skoruðu 40 mörk gegn 9 x mótinu og Haust- meistararnir skoruðu 15 mörlfi gegn engu í sínu móti. Þjálfarar þessara sigursælu liða Vals eru Róbert Jónsson og Stefán Sar.dholt. Bezt að auglýsa í Morguiiblaðinu Hvolsvöllur Morgunblaðið óskar eftír umboðsmanni til að annast dreifingu og innheimtu blaðsins á Hvolsvelli. — Upplýsingar gefn- ar á skrifstofu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 223. tölublað (30.09.1966)
https://timarit.is/issue/113264

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

223. tölublað (30.09.1966)

Aðgerðir: