Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUN» f Amo FSstudagur 30. sept. 1966 BIFREID^kLEICAN 33924 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 1 siH11-44-44 \minm a. Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. *■■■■BiLALEIGAN rALUR P éM RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 LITLA biloleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Slmi 14970 Bifreiðaleigan Vegferð SÍMI - 23900 BILALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BOSCH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 12 VOLT 24 VOLT Brceöurnir Ormsson Lagmúla 9. Sími 3-88-20. Velvakandi .............. 222 ÍT Sjónvarpað í kvöld Nú ætla þeir að byrja að sjónvarpa í kvöld. í>essi dagur er í rauninni mjög merkur í tækni- og framfarasögu lands- ins og ef að líkum lætur á sjón varpið eftir að verða veiga- mikill þáttur í íslenzku þjóð- lífi. Við vonum að það fari vel af stað — og, að það „haldi dampinum", eins og þeir gömlu orða það. Vafalaust verður við marga byrjunarörðuleika að stríða. íslenzkir flytjendur fræðslu og skemmtiefnis stökkva ekki full- skapaðir upp á sjónvarpsskerm inn. I>eir verða líka að læra — rétt eins og aðrir, sem byrja að fást við ný verkefni og alls ekki auðveld. ■En ég hef trú á að okkar fólk geti lært þetta eins og aðrir, jafnvel á skemmri tíma en við er búizt. En ekki mun dóm- hörku áhorfenda vanta —• og sjálfsagt verða margir til þess að dæma íslenzkt sjónvarp úr leik sjái þeir einhverja mis- fellu fyrsta kvöldið. Á slíku er ekkert mark takandi og ég geri ekki ráð fyrir að tækni íslenzka útvarpsins hafi verið upp á marga fiska fyrsta kvöldið, sem það hóf útsendingu. Það, sem sjónvarpseigendur sjá í kvöld er fyrsta skrefið í sjónvarpsmálum okkar — og við vonum að framhaldið verði gott. Já, það er sennilega betra að fara að hugsa fyrir því að kaupa sjónvarp! En Velvakandi verður sennilega ekki sá eini, sem drepur á dyr hjá kunn- ingja, sem búinn er að fá sér sjónvarp. ★ Alltístíl Menntaskólinn nýi við Hamrahlíð hefur nú verið sett ur og við það tækifæri var frá því greint, að ríkið mundi láta gera mosaikmyndir fyrir skól- ann, nemendúm ög kennurum til augnayndis. Velvakanda hef ur borizt bréf þar sem fjallað er um þetta nýja átak á lista- sviðinu: „Kæri Velvakandi, Víð, unneridur fágurra lista, urðum snortnir og. fullir þakk- lætis, er'við heýrðum, að prýða ætti Hamrahlíðarskóla mosaik- myndum, sem hæfa mundu þeirri göfugu starfsemi; sem þar er nú að hefjast: Ég fór að hugleiða hvaða „motiv“ mundu falla bezt inn í þann ramma, sem skólanum hefur verið sniðinn. Með tilliti til þess hve kennaraliðið virðist samvalið finnst mér, að mosaik- ' myndirnar verði líka að „har- monera“. Ég trúi því, að yrðu þær t.d. af þeim félögum Stalín, Krúsjeff, Mao Tse Tung og Hó Sí Mín — mundú kénhárarnir fyllast meiri vinnugleði en dæmi eru um í öðrum skólum og legg ég því til, að enginn Staða aðstoðarborgarlæknis er laus til umsóknar. Launakjör samkvæmt samn- ingi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. nóvember nk til undirritaðs, sem veitir nánari upplýsingar. Reykjavík, 28. september 1966. BORGARI ÆKNIR. Bifrelðasmiðir Bifreiðasmiðir eða menn vanir bifreiðaréttingum óskast. Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar, Dugguvogi 23. Ensk bréf Ensk stúlka vön bréfaskriftum, hraðritun og vél- ritun, óskar eftir vinnu við þau störf. — Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín inn til afgr. MbL, merkt: „Ensk bréf — 4386“. Bifreiðaréttingar Menn vanir bifreiðaréttingum óskast. Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar, Dugguvogi 23. VMMM Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. fyrrnefndra „félaga“ verði skilinn-útundan, enda eru þeir allir tengdir menningarbylting- um, hver á sína vísu. — Listavinur" Reykingar og bófar Frá Dalvík barst okkur eftirfarandi bréf: „Fyrir nokkru var reynt að skera upp herör gegn reyking- um og ávannst nokkuð í bili. Nú virðist það gleymt, því að stórar og kröftugar tóbaksaug- lýsingar tróna í blöðunum í dag og víðfrægja tóbakið. Er þá nikotínið hætt að vera seig- drepandi- eitur? Er ekki hægt að auglýsa eitthvað þarfara? Skorað er á dagblöðin að gefa þessu gaum. Sá er þetta ritar hefur athugað bíó auglýsingar blaðanna undan farið. Það hef- ur komið fyrir að svo að segja allar bíómyndir auglýstar í víðkomandi blaði hafa verið um glæpi allskonar morð, undir heimastarfsemi og saurlífi. Og jafnvel útvarp hneigist í sömu átt, samanber framhaldsleikrit, sem nú er verið að flytja. Sorp- ritin flæða yfir landið., íslenzk skemmtirit láta sitt ekki eftir liggja. . . Það stendur skrifað. „Af gnægð hjartans mælir munn- urinn.“ Aftur á móti lesi maður t.d. ljóð gömlu góðu skáldanna þá birtist annar heimur hreinni og fegurri. Þar er göfugur hugs unarháttur og hugsjónir megin stoð. Má nefna listaskáldíð góða Jónas Hallgrímsson, Stephan G., Þorstein Erlingsson, Hallgrím Pétursson og fl. og fl. Það er mikill munur. Nú s ís það hæst sem neikvæðast er. Getur þessi sífeldi glæpaáróður nútímans ekki orðið að hugsjón á sinn hátt? Fátt- mun vera óhollara á- hrifagjörnum börnum eða ungl- ingum en að drekka í sig þenn an óþverra, og kem ég aftur að því, sem fyrr var minnst á. í bók bókanna, biblíunni, stend- ur skrifað er Kristur mælti „af gnægð hjartans mælir munnurinn". Það sem rís hæst í menningu hverrar þjóðar eru áhrif hennar þ.e. biblíunnar og kallast kristni, en ég fæ ekki betur séð en kröftugur af- kristnis hugsunar háttur sé ríkjandi, nú á dögum. Að neita þessu er að stinga höfðinu i sandinn. Þessi morð áróður má að skaðlausu minnka og sá mannlegur hugur er gín yfir hverju, tækifæri að svelgja slíka fæðu, má vissulega endur- skoða afstöðu sína. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þetta sé það sem koma skal? Á að taka á móti kom- andi kynslóð á þennan hátt? Er þetta hugsjón nútíðarinn- ar? Jónas kvað: „Úr Huldu- ljóðum". Faðir og vinur alls, sem er annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Einn spyrjandi.“ Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir skrifstofuhúsnæði, tveimur til þremur herbergjum, sem næst Miðbænum. — I.ysthafend- ur vinsamlegast hringi í síma 41238, Skúla Skúlason. Prófessor dr. med. Möller Christensen frá danska Rauða krossinum heldur erindi heldur erindi sem hann nefnir „Röde Kors læge og hospitalsforhold i USSR“ í 1. kennslustofu Háskólans 1. okt. kl. 4 e.h. Öllum er frjáls aðgangur. Stjórn Rauða kross íslands. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Þingholtsstræti Skólavörðustígur Miðbær Hverfísg. frá 4—62 Karlagata Skiphoiti II Tómasarhagi Túngata Seltjamarnes (Melabraut) Sörlaskjól Meðalholt Fossvogsblettur Laugaveg 1—32 Tjarnargötu Vesturgata 2—44 Lynghagi Ægissiða Hringbraut 92— 121 Hávallagata Fálkagata Lambastaðahverfi Kjartansgata Hvassaleiti II Háteigsvegur Talið við afgreiðsluna siini 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 223. tölublað (30.09.1966)
https://timarit.is/issue/113264

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

223. tölublað (30.09.1966)

Aðgerðir: