Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 2
2
NORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 30. sept. 1966
*
Ottast stöðvun togaranna
innan fárra vikna
TOGARAÚTGERBIN hefur átt
við sívaxandi erfiðleika að stríða
að undanförnu. Er nú svo komið,
að sumir togaraútgerðarmenn
óttast að rekstur togaranna
stöðvist innan fárra vikna verði
ekkert gert til að bæta hag og
aðstöðu þessarar útgerðar
Það sem einkum hefur háð
togaraútgerðinni er sífelld afla-
tregða og vaxandi reksturskostn-
aður, en einnig hefur útgerðin
orðið fyrir öðrum áföllum, eins
og t.d. hinum nýja tolli, sem lagð
ur hefur verið á fiskinnflutning
í Þýzkalandi.
Félag ísl. botnvörpuskipaeig-
enda hefur lengi krafizt þess, að
íslenzkir togarar fái að veiða á
sínum gömlu miðum inn að 4ra
mílna landhelginni á ákveðnum
svæðum og árstímum.
Hefur félagið nýlega skrifað
s j ávarútvegsmálar áðuney tinu
bréf, þar sem þessi krafa er
ítrekuð.
Þá má geta þess, að á fundi
útegrðarráðs Bæjarútgerðar Rvík
ur föstudaginn 23. sept. var sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
allra fulltrúa í útgerðarráði eftir-
farandi bókun:
„Rætt var um fjárhagsmál
BÚR og sívaxandi örðugleika við
að halda útgerðinni áfram vegna
mikils tapreksturs. Styður út-
gerðarráð eindregið þá kröfu
Félags ísl. botnvörpuskipaeig-
enda að togurunum verði heim-
ilað að veiða inn að landhelg-
inni eins og hún var ákveðin
með reglugerð 19. marz 1952,
þegar fjörðum og flóum var lok-
að fyrir togveiði og landhelgin
færð út í 4 milur“.
Háskólaipli'
lesirai í læknis-
fræði
PRÓFESSOR Vilhelm M0ller-
Christensen frá Kaupmannahafn
arháskóla flytur fyrirlestur í
boði Háskóla íslands n.k. mánu-
dag 3. okt. og þriðjudag 4. okt
1 I. kennslustofu Háskólans.
Prófessor Mþller-Christensen er
prófessor í sögu læknisfræðinn-
ar og er kunnur fyrir rannsókn-
ir sínar á holdsveiki í beinum,
sem fundizt hafa við uppgröft.
Á mánudagskvöld 3. okt. kl.
% 20.30 mun prófessor Mþller-
Christensen tala um: „Medi-
cinsk-historiske forsknings-
metoder og deres resultater,
specielt inden for lepraforskn-
ingen“. Fyrirlesturinn á þriðju-
dag verður einnig kl. 20.30 og
fjallar um „Facies leprosa og
Bergensyndromet og dets fore-
komst i ostearcheologiske skele-
tmaterialer, samt hos patinter
fra det fjerne 0sten og Ama-
zonlander".
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrunum.
Kosningaundirbúning-
ur hafinn í Færeyjum
MORGUNBLAÐIB átti í gær
símtal við fréttaritara sinn í
Færeyjum, Arge, útvarpsstjóra.
Hann sagði svo frá:
„Hér verða kosningar til Lög-
þingsins hinn 8. nóvember næst-
komandi og eru nú allir stjórn-
málaflokkarnir farnir að stilla
upp frambjóðendum og undirbúa
kosningar. Það eru sjálfstæðis-
flokkarnir, sem nú mynda land-
stjórn hér, þ.e.a.s. Þjóðveldis-
flokkurinn, Folkeflokkurinn,
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
búðsflokkurinn. Hinir eru svo
Jafnaðarflokkurinn og Sambands
flokkurinn.
Sjálfstæðisflokkarnir hafa 15
þingmenn á Lögþinginu, en hinir
14. Þessvegna verða kosningarn-
ar í vetur mjög spennandi.
Veiðiskapur hefir verið mjög
góður hjá færeyskum skipum
við Grænland og Nýfundnaland
og síldveiði hefir einnig verið
góð í sumar. Reknetabátarnir
höfðu fengið 75000 tunnur hinn
16. sept. og er það 7.500 tunnum
meira en á sama tíma í fyrra.
Við eigum nú 18 kraftblakkar-
báta og hafa þeir veitt vel. Þeir
skipa allir upp afla hér í Fær-
eyjum. Við höfum byggt hér
nýja síldaverksmiðju í Fugla-
firði sem afkastar 500 tonnum á
sólarhring.
Sumarið hefur verið mjög gott
hér í Færeyjum, eitt hið bezta
sem gamlir menn vita um að
segja. Er hér því góður hey-
skapur og miklar kartöflur. Nú
förum við að heimta sauði okkar
af fjalli, sagði Arge að lokum.
jorgen Balthazar Christensen.
Örfáir hafa sótt um
stóður símritara og
loftskeytamanna
AÐ ÞVÍ er Gunnlaugur Briem þessara uppsagna.
póst- og símamálastjóri, tjáði
blaðinu í gær er allt óbreytt
enn þá með launamál þeirra
rúmlega 50 símritara og loft-
skeytamanna, sem sagt hafa upp
stöðum sínum frá og með 1.
október n.k.
Gunnlaugur sagði, að fjórir
eða fimm menn hefðu sótt um
stöður þær, sem auglýstar hefðu
verið hjá stofnuninni vegna
Geysileg hrifning á sin-
- fónsutónleikum í gær
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands
hélt fyrstu tómeika sína á þessu
hausti í Háskólabtó í gærkvöldi
undir stjórn Bohdan Wodiczki».
Einleikari var Claudio Arrau.
Viðfangsefnin voru píanókon-
sert í d-mol? op. 15 nr. 1 eftir
Brahms og sinfonía nr. 7 í a-dúr
op. 97 efttr Beethoven.
Einleikaranum, Claudio Arrau,
var tekið n.eð geysilegri hrifn-
ingu og hljcmsveitinni og hljóm
sveitarstjora emnig ákctflega
fagnað.
Háskólab'ó var þéttskipað
áheyrendum og aberandi var, að
meirihluti þeirra var ungt fólk.
Má segja, að þessir hljómleikar
hafi verið mikill listaviðburður.
í hinum viða hljómleikasal ríkti
gleði og fegurð, en úti buldi
haustregnið um stræti og torg.
Hann kvað símriturum og loft
skeytamönnum yrði ekki gert
nýtt launatilboð af hálfu hins op
inbera. Það myndi ekki koma í
ljós fyrr en 1. október, hvort
þeir létu verða af því að yfir-
gefa stofnunina.
Nýr sendifulltrúi
Dana hér á landi
— tekur við í fjarveru sendiherrans,
sem er á þingi S.Þ.
UM síðustu helgi kom hing
að til lands Jörgen Balt-
hazar Christensen, en hann
— Já, þar hef ég verið í
legur ráðunautur við gerð
alþjóðasamninga. Undanfarið
ár hef ég þó dvalizt vestan
mun nu um nokkurt skeið hafs á vegum utanríkisráðu-
gegna störfum sendifull- neytisins.
trúa í danska sendiráðinu, — Þetta er fyrsta heim-
í fjarveru sendiherrans, sókn yðar hingað til lands?
Birgers Kronmann.
Mbl. ræddi stuttlega við
Christensen í gær, og innti
hann eftir því hver væri
ástæðan fyrir skyndilegri
brottför sendinherrans.
— Sendiherrann var á
Spáni, er honum bárust boð
um að halda vestur um haf
með sendinefnd Hækkerup,
utanríkisráðherra en hann
óskaði sérstaklega eftir að
hann yrði í sendinefnd þeirri,
sem nú situr hjá S.Þ. vestra.
— Hve lengi gerið þér ráð
fyrir að verða hér á íslandi?
— Það er erfitt að segja
nákvæmlega til um það, en
það verður a.m.k. í einn mán
uð.
— Þér hafið starfað í
danska utanríkisráðuneytinu?
fjögur ár, og verið lögfræði-
— Já, hingað hef ég ekki
komið áður. Hins vegar verð
ég að segja, að ég er mjög
ánægður að fá tækifæri til
að kynnast íslandi og íslend-
ingum. Móðir mín dvaldist
hér á landi, er hún var ung
stúlka, og afi minn var einn
af stofnendum Trolle og Rot-
he, Trolle skipstjóri.
— Finnst yður ekki við-
brigði að koma hingað eftir
dvölina vestra?
— Það verð ég að segja,
að ég kann betur við and-
rúmsloftið hér í Reykjavík
en í stórborgunum vestra.
Lífið hér er meira við mitt
hæfi.
Mbl. þakkar sendifulltrúan
um nýja viðtalið, og býður
hann velominn hingað til
lands.
Boeing 2707 fyrst sýnd
norrœnum ráðherrum
Samgöngumálaráðherra Danmerkur:
SAS verður að fylgjast með
Hafnarfjörður
Blaðburðarbörn vantar í nokkur hverfi.
Talið við afgreiðsluna, Arnarhrauni 14.
Sími 50374.
Seattle, 29. september — NTB
Boeingflugvélaverksmiðjurnar
sýndu í dag fulltrúum skandin-
avisku ríkisstjórnanna og flug-
umferðarstjórnanna, stjórn SAS
flugfélagsins og blaðamönnum
frá Skandinaviu fyrstu farþega-
flugvél sina, sem fer hraðar en
hljóðið. Flugvél þessi nefnist
B-2707 og er vonast til að unnt
verði að hefja afhendingar á
flugvélum af þessari gerð árið
1974. Var skandinavisku fulltrú
unum sýnd vélin mörgum dög-
um áður, en hún verður sýnd
bandarískum blaðamönnum og
fylgdu þessu tilmæli um, að
ekkert yrði frá neinu skýrt, sem
menn kæmust þarna á snoðir
Flugvélin mun geta tekið frá
260-350 farþega eftir því, hvern
ig sætunum verður komið fyrir
Hún á að geta flogið 2,7 sinn-
um hraðar en hljóðið og mun
gera það kleift að fljúga hina
5720 km. löngu leið milli New
York og London á 2 klukku-
stundum og 41 mínútu.
Eftir a'ð B-707 hafði verið sýnd
hinum skandinavísku gestum,
spurði fréttamaður NTB norska
samgöngumálaráðherrann, Hák-
on Kyllingmark, samgöngumála-
ráðherra Danmerkur, Kai Lind-
berg og Svíann Ruine Hermans-
son, ráðherra án stjórnardeildar,
um álit þeirra á farþegaflugvél-
um, sem flygju hraðar en hljóðið
og hvort þeir væru þeirrar skoð-
unar, að Skandinavía ætti að
taka þátt í kapphlaupinu um að
fara hraðar en hljóðið.
Kyllingmark svaraði m.a.:
„Við verðum að fylgjast méð
þróuninni í flugmálum, eins og
við höfum gert til þessa, en það
er engin ástæða til þess að flýta
sér um of“.
Lindberg, samgöngumálaráð-
herra Dana, svaraði, „að við
sku'lum ekki flýta okkur óf mik-
ið, en það er ljóst, að þegar önn-
ur flugfélög fljúga hraðar en
hljóðið, þá verður SAS einnig að
fylgjast me'ð“.
Hermannsson svaraði þvi til,
að hann áiiti enn of snemmt að
SAS tæki gfstöðu til þessara
flugvéla og að enn yrði að bíða
og sjá til, hvernig allt færi.
Frá Londs-
happdrættina
Landshappdrætti Sjálfstæð
isflokksins vantar stúlkur til |
þess að selja happdrættis-
miða úr vinningsbílunum í
Miðbænum. Vinsamlegast
hafið samband við skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins í Sjálf- 1
stæðishúsinu við Austurvöll
sírni 1 71 00.
Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins.