Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. sent. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
ÁRIÐ 1747 kom J. S. Bach,
sem þá var við aldur til
Potsdam. f þann mund, er
hann kom til borgarinnar,
sat Friðrik mikli og lék á
flautu stofutónlist ásamt
nokkrum tónlistarmönnum.
Hinum mikla einvaldi var
tjáð, að Bach væri kominn,
og sagði hann þá: „Herrar
mínir, Bach er kominn!“
Síðan skipaði hann gamla
manninum að koma til við-
tals við sig, án þess, að hon-
um gæfist tími til þess að
skipta um föt; fara úr ferða-
fötunum. Svo mikill við-
burður var koma þessa mikla
meistara til Potsdam í þann
tíð, og Friðrik lýsti yfir því,
að Bach yrði að reyna öll
konungleg hljóðfæri Evrópu,
enda lét hann gamla mannirvn
leika fyrir sig.
Að mínum dómi er eneu
minni viðburður í Reykja-
Claudio Arrau á æfingu m'ð sinféníiih!ióms»æitinni í gær
morgun. Hljómsv'-itarstjóri Bohdan Wodiczku.
konu minnar. Oft ferðast hún
þó með mér. Við eigum þrjú
börn og tvö barnabörn. Þegar
ég kynntist konu minni, var
hún þekkt mezzosopransöng -
kona, Ruth Schneider. Við
búum nú í New York.
— Hvað kom til að þér
komuð til íslands?
— Við þessa spurningu
brosir Arrau yptir öxlum og
segir:
— Nú — ég var beðinn um
það. Ég hef verið á tónleika-
ferðalagi á Norðurlöndum og
átti þrjá daga lausa, svo að
ég ákvað að koma til íslands.
Ég hafði lesið mikið um ís-
land og alltaf langað til að
koma hingað. Mér leiðast ekki
eins og svo mörgum ferða-
lög, því að ég hef ánægju af
að kyr.nast framandi þjóð-
um.
— Hvað finnst yður um sin
fóníuhliómsveitina hér?
— Þaff er góður andi innan
hennar og einnig agi, en hann
er nauðsynlegur. Hljómsveit-
in gerir sitt bezta. Og þið
megið vera ánægðir með
hljúmsveitarsljórann, Bodhan
Wodiczko. Hann er frábær
stjórnandi.
— En hvað um hljóðfærið?
— Hljððfærið í Háskólabíó
er mjög nýtt. Þegar ég reyndi
það i gær, var það bæði hljóm
laust og þungt. en eftir að
hafa barið það í gærdag
vona ég, að það verði gott
í kvöld. Það þarf að temja
það ems og hest. Hljóðfærið
Arrau í Reykjavík
SamteJ við listí»n,í*p*',',iii' »"•»» dvölina í Reylijavík
vík, en það var forðum í
Potsdam, er einn hinna
gömlu meistara í tónlistar-
túlkun nútímans, Claudio
Arrau, gistir Reykjavíkur-
borg og Reykvíkingum gefst
kostur á að hlýða á hann leika
á píanó, sem að vísu er ekki
konunglegt, en snilldar-
hæfileikar hans munu án efa
hrífa gagnrýnustu áheyrend-
ur.
Claudio Arrau fæddist í
Chile árið 1903. Fjögurra ára
hóf hann nám í píanóleik og
fimm ára gamall hélt hann
fyrstu tónleika sína. Hann
hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir leik sinn víðs
vegar um heim, m.a. Liszt-
verðlaunin tvisvar sinnum,
svo og Genfar-verðlaunin.
Hann hefur leikið inn á fiölda
hljómplatna. f gærdag hitti
ég Claudio Arrau á Hótel
Sögu, þar sem hann býr, og
sagði hann mér þá:
— Ég var sjö ára þegar ég
fékk styrk frá ríkisstjórninni
í Chíle til náms í Berlín.
Styrkurinn var til tíu ára og
á þeim árum ferðaðist ég
mikið um Evrópu og hélt
hljómleika. Nokkrum árum
síðar hætti ég svo að leika
opinberlega og gerði það ekki
í nokkur ár. Ég var þá á eins
konar gelgjuskeiði, sem lista-
Gamlir kunningjar hlttast. Claudio Atrau heilsar Innu
Weile Jónsson á æfingunni í gær.
maður.
Tuttugu og eins árs hef ég
svo feril minn nr. tvö sem
píanóleikari. í Perlín hafði ég
notið kennsiu Martin Crause,
sem var frábær kennari, nem
andi Liszt, sem var nemandi
Czerny, en C7“>’ny var hins
vegar nemandi Beethoven.
Martin Crause lét sér ekki
einungis annt um mig sem
píanóleikara. Ég hafði vegna
námsins að sjálfsögðu mjög
lítinn tíma til annars náms,
en Crause kenndi mér allt
Hann kenndi mér almenna
tónlistarsögu og veitti mér
almenna menntun. Hann
jafnvel lét sér mjög annt um
heilsu mína. Hann vár dásam-
legur kennari, en þannig eiga
kennarar einmitt að vera, og
Claudio Arrau brosir um leið
og hann baðar út höndunum
til áherzlu orðum sínum.
— Tuttugu og eins árs far-
ið þér svo að halda tónleika
um víða veröld?
— Já, og ég get ekki sagt,
að mér finnist skemmtilegra
að leika fyrir eina þjóð öðr-
um fremur. Einna helzt finnst
mér Englendingar lifa sig
bezt inn í tónlistina. Þá eru
Þjóðverjar.ekki síðri og sum-
ar Suður-Ameríkuþjóðirnar.
Mexikanar og Argentínu-
menn eru t.d. mjög tilfinnina-
næmir og ýmsar hinna slav-
nesku þjóða eins og t.d. Tékk-
ar og Pólverjar. Nú, ekki má
ég gleyma Japönum, sem
þótt undarlegt megi virðast
hafa ákaflega næma tilfinn-
ingu fyrir vestrænni tónlist.
Það kemur fólki ef til vill
undarlega fyrir sjónir, því að
tónlist Japana er ákaflega
ólík hinni vestrænu.
— Eruff þér ekki fjöl-
skyldurnaður, og finnst yður
ekki er.fitt að dvelja lang-
dvölum frá konu yðar og
börnurn?
— Ég hefi mikla ánægju aí
því að ferðast um og kynnast
hinum óh'ku þjóðum, en á
hinn hóginn sakna ég oft
er í sjálfu sér ágætt, en það
þarf að leika meira á það. Ég
myndi áb'ta að það þyrfti að
fá einhvern ungan píanóleik-
ara til þess að æfa sig á það
á hverjum degi. Hljóðfæri
sem þet1 a þarf daglega notk-
un.
— Hvert faríð þér svo héð-
an?
— Héðan fer ég til Þýzka-
lands. Ég á að leika í Stutt-
gart á iaugardag.
— Hvert er eftirlætistón-
skáld yðar?
— Ekkert sérstakt. Ég held
mjög upo - á Beethoven,
Mozart, Brahms, Schubert,
Debussy . . . . Ég á ekkert
eftirlætistönverk, heldur elska
ég það verk, sem ég leik í
það og það skipti.
— Haf ð þér hitt frú Irmu
Weile Jónsson.
— Já, ég hxtti hana í morg-
un. Hun kom og hlustaði á
mig æfa. Við vorum saman í
skóia sem krakkar, og hef ég
ekki séð hana í ein 30 ár. Hún
var góð iistakona hér áður
fyrr.
— Hvað æfið þér yður lengi
á dag?
— Þegar ég er á ferðalög-
um æfi ég mig að meðaltali
tvær fcii’.kkustundir á dag.
Til Chiie fer ég þriðja • til
fjórða hvert ár og leik þá
fyrir lanJa mína.
— Vilduð þér segja eitt-
hvað að lokum?
— Ég hef þá hugmynd,
eftir þessa stuttu dvöl mína,
að fslendingar séu ákaflega
dugiegt fólk. Það, sem þið
hafið byggt hér upp, sinfónían
og svo nú staðreynd, að það
skuli vera uppselt á tónleik-
ana í kvöld meðal þjóðar.
sem er ekki stærri, en raun
ber vitni, finnst mér stór-
kostlegt. Þá verð ég að segja,
að allt skipulag í sambandi
við tónleikana er til fyrir-
myndar, sagði Claudio Arrau
um leið og eg kvaddi hann.
— mf.
ALLTMEÐ
EIMSKIP
A NÆSTUNNI ferma skip
vor til íslands, sem hér segir:
Brottfara-dagar:
ANTWERPEN:
Bakkafoss 5. okt.
Agrotai 10. okt.
Mánafoss 18. okt.*
Skógafoss 27. okt.
Tungufoss 5. nóv.
HAMBORG:
Skógafoss 4. okt.
Goð'-foss 13. okt.
Askia 19. okt. •*
Skip 22. okt.
Skógafoss 1. nóv.
Goðafoss 10. nóv.
ROTTERDAM:
Skógafdss ■30. sept.
Goðafoss 10. okt.
Skip 18. okt.
Askja 21. okt. **
Skógafoss 28. okt.
Goðafoss 7. nóv.
IEITH:
Gullfoss 14. okt.
Gullfoss 4. nóv.
Gullfoss 25. nóv.
LONDON:
Bakkafoss 7. okt.
Agrotai 12. okt.
Mánafoss 21. okt.*
Agrotai 31. okt.
Tungufoss 8. nóv.
HULL:
Bakkafoss 11. okt.
Agrotai 17. okt.
Askja 24. okt. **
Agrotai 3. nóv.
Tungufoss 11. nóv.
GAUTABORG:
Reykjafoss 12. okt.
Skip 26. okt.
Bakkafoss 10. nóv.**
K AUPM ANNAHÖFN:
Gullfoss 12. okt.
Skip 24. okt.
Gullfoss 2. nóv.
Bakkafoss 8. nóv.**
Gullfoss 23. nóv.
NEW YORK:
Selfoss 30. sept.
Peder Rinde 6. okt.
Fjallfoss 13. okt. *
Brúarfoss 31. okt.
Selfoss 11. nóv.
KRISTIANSAND:
Mánafoss 1. okt. **
Reykjafoss 13. okt.
Skip 27. okt.
Bakkafoss 12. nóv.**
OSLO:
Dettifoss 30. sept.
BERGEN:
Rannö 3. okt.
KOTKA:
Rannö 1. okt.
Reykjafoss 6. okt.
Lagarfoss 28. okt.
VENTSPILS:
Lagarfoss 30. okt.
GDYNIA:
Reykjafoss 8. okt.
Lagarfoss 1. nóv.
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum, Reykjavík, • ísa-
firði, Akureyri og Reyðar-
firði.
** Skipið losar á öllum aðal-
höfnum og auk þess í
Vestmannaeyjum, Siglu-
firði, Húsavík, Seyðisfirðj
og Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu, losa í Reykja-
vík.
IMSKIP