Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 31
Föstudagur 30. sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Dómstóll í Bretlandi: Ráðstafanir stfórnarinnar í launamálum ekki bindandi London, 29. september NTB-AP. ÐÓMARI í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag í dómi sínum, að fyrirtæki þar væru skuldbundin til þess að virða kjarasamninga, sem gerðir voru, áður en aðgerðir ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í kjara- og verðlagsmálum tóku gildi. Dóminum mun hins vegar vafa- laust verða áfrýjað. Maðurinn, sem að málsókn- Hóskólafyrirlest- ur um refsti- loggjoi Svm DÓMSMÁLARÁÐHERRA Svía, Herman Kling, kemur hingað í boði Háskóla íslands 2. október n.k. og mun dveljast hér nokkra daga. Dómsmálaráðherrann mun flytja fyrirlestur í I. kennslu- stofu Háskólans mánudaginn 3. okt. kl. 5.30 e.h. Efni fyrirlestrar- ins verður „Den nya straflag- stiftningen í Sverige“. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Barst 10-15 m á aurhlífinni Akureyri, 29. september. FIMM ára drengur, Kjartan Snorrason, Strandgötu 37 varð fyrir bíl á götunni fyrir framan heimili sitt um kl. 6 í kvöld. Kjartan hljóp út á götuna fyrir framan kyrrstæðan bíl, en lenti þá á vinstra framhorni fólksbíls, sem ekið var austur göt ma. I irökk Kjartan upp á aurhlíf bíl ,ins og barst þannig áfram á iionum 10-15 metra, þar til bíilinn nam staðar. Þá féll dreng urmn á götuna fyrir framan bíl- inn. Kjartan litli spratt upp og tók á rás heim til sín, en þó var hann fluttur í sjúkrahúsið í skyndi til rannsóknar. Er skjótt af að segja, að þar varð ekki fundið að hann væri meiddur hið allra minnsta, en fengið hafði hann vægt taugaáfall. Fór Kjartan því heim aftur og sofnaði brátt vært. Sv. P. Madrid 29. september NTB. Spænska stjórnin vísaði í dag á bug áskorun frá þrjátíu mennta mönnum, háskólakennurum og lögfræðingum, sem höfðu farið fram á aukið stjórnmálafrelsi í landinu. inni stóð, heitir Leonard Allen, 36 ára gamall og hafði höfðað málið með stuðningi stéttarsam- bands síns. Hann hélt því fram, að fyrirtækið, sem hann vann hjá, væri lagalega skuldbundið til þess að halda sér við sam- þykkta samninga og greiða þær launauppbætur, sem samið hafði verið um, áður en aðgerðirnar í launa- og verðlagsmálum tóku gildi. Dómarinn, Granville Smith í London sagði í dómi sínum, að hann samþykkti sjónarmið sækjandans og lagði á fyrirtækið að greiða uppbótina, sem á vant- aði og málskostnað. Málsókn þessi mun vafalaust hafa í för með sér sæg af sams konar málum. f lögunum um að tekið skuli fyrir verðlags- og kauphækkanir, eru hinsvegar á- kvæði, þar sem einmitt er gert ráð fyrir þessum möguleika og því hefur ríkisstjórnin heimild til ráðstafanna til þess að koma í veg fyrir, að þær aðgerðir, sem eiga að koma í veg fyrir kauphækkanir, fari út um þúfur, Verðskrá hótel anna óbreytt næsta sumar HÓTELIN í Reykjavík, .þe. Saga, Borg og City, hafa til- kynnt ferðaskrifstofunum að gjaldskrá fyrir þjónustu þeirra verði óbreytt næsta sumar frá því, sem var nu í sumar. Geta ferðaskrifstofurnar nú tilkynnt verðskrána erlendis til glöggvunar fyrir ferðamenn þá, sem hingað hyggjast koma. ............................................ ■ •'■•-•••■•■ ■■ Átök við kyrkislöngu — Um 30 slöngutegundir sýndar i Templarahöliinni ÞESSA dagana stendur yfir sýning á snákum, slöngum og eðlum í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Það er frú Rhodin í Stokkhólmi sem fyrir sýningunni stendur og auk hennar standa að sýningunni herra Ban og Blanka Olexová slöngufræðingar. Ætl- unin er að sýningin standi yfir í um mánaðartíma og verði opin frá kl. 2—10 daglega. Það var margt um manninn í Templarahöllinni þegar blaða- maður og ljósmyndari Morgun- blaðsins skruppu þangað í heim- sókn í gær. Frú Rhodin gekk með Atlanta, Georgia 29. sept. NTB. Hinn öfgafulli stjórnmálamað ur í kynþáttamálum, Lester Mad dox sigraði í gær í útnefningar- kosningu sem ríkisstjóraefni demókrataflokksins í Georgiu á móti fyrrverandi ríkisstjóra Ell- is Arnall. Maddox fékk 360.000 atkv. en Arnall 280.000. Sjötíu skip með 8.720 tonn síldar SÆMILEGT veður var í nótt á síldarmiðunum, en með morgn- inum fór að kalda af norðaustri og var kominn stinningskaldi með landinu. Veiðisvæðin eru í Norðfjar’ðardýpi og Reyðarfjarð- LeiÖrétting í frétt af góðaksturskeppni Bindindisfélags ökumanna í blaðinu í gær, var sagt, að Hannes Árni Wöhler væri starfs- maður íslenzk erlenda. Hannes er starfsmaður íslenzka verzlun- arfélagsins. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessu rang- .hermi. Kópavogur Blaðburðarbörn vantar í Alfhólsveg og Hlíðarveg. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi sími 40748. ardýpi, 30—50 mílur undan landi. Samtals tilkynntu 70 skip um afla, samtails 8.720 lestir. — Norburlandad. Framhald af bls. 1 húsinu í Gentofte verði mál- verkasýning. Formaður nor- rænu félaagnna, Erik Eriksen, fyrrv. forsætisráðherra tali í Herning, Willy Brandt, borgar stjóri Berlínar tali í Odense og af öðrum ræðumönnum þennan dag megi nefna rit- höfundinn Palle Lauring, sendiherra íslands Gunnar Thoroddsen, norska rithöfund inn Johan Borgen o.fl. Þá er ætlunin að nota dag- inn til að auka meðlimatölu Norrænu félaganna í löndun- um öllum og yfirleitt stuðla að aukinni norrænni sam- vinnu — Benzin Framhald af bls. 32. mun oktantala benzíns vera enn lægri en þess, sem hingað er selt, eða allt niður í 70 oktan. Að því er talsmaður olíufé- lagunn tjáði Morgunblaðinu í gær hafa kröfur íslenzkra bíla- eigenda um kraftmeira benzin orðið æ háværari með hverju árinu, enda hefur bílainnflutn- ingur stórlega vaxið og vélar orðið aflmeiri. okkur um salinn og sýndi okk- ur dýrin sem eru alls á milli 70—80. Sagði frúin að slöngurn- ar lifðu að mestu á nýju kjöti, ætu sjaldan en mikið í einu. Stærri slöngunum væri gefin fæða á 14 daga fresti, en þeim minni einu sinni í viku. Þá sagði frúin okkur frá því, að daginn eftir að þau komu með slöng- urnar til Reykjavíkur hefði fjölgað verulega í hópnum, en þá hefði skellinaðra átt 24 unga. Væru þeir allir lifandi og döfn- uðu vel. Stærsta slangan á sýningunni er kyrkislanga sem er um 7—8 metra löng og um 70 kíló að þyngd. Frú Rhodin sagði að hún væri að vísu ekki fullvaxin enn- þá, því að þær gætu náð allt að 10 metra lengd. Einnig er á sýn- ingunni Python slanga sem er um 6 metrar að lengd. Þarna er einnig sýnd skraut eðla frá Argentínu og ungar er hún átti skömmu áður en komið var með dýrin að utan. Að öðr- um slöngutegundum er þarna eru má nefna hina baneitruðu gleraugnaslöngu, Egyptalands- slöngu, vatnahöggorm, Bugarus og Hvell slöngur en allar þess- ar tegundir eru eitraðar. Þarna er svo ein hættulegasta slöngu- tegund í heiminum — Svara Mamban og er bit hennar svo banvænt að bráð hennar getur í hæsta lagi lifað í 2—3 mníútur eftir bit. Þarna er einnig til sýnis Indigo -slanga. Hún ræðst á slöngur og — Nazistaforingjar Framh. af bls. 1 leyndu, hvar þeir munu dvelja eftir að þeir hafa verið látnir lausir. Dóttir Speers, Hilde Schramm sagði í viðtali: „Við verðum fyrst að ræða við pabba og gefa honum möguleika til þess að slappa af.“ Hún sagði, að Speer hefði verið beð- inn um að ræða við blaðamenn í Vestur-Berlín, áður en hann fer með flugvél til Vestur-Þýzka- lands, en hann hefði ekki enn tekið ákvörðun um, hvort af því yrði. Speer vill fara huldu höfði í tvær vikur, áður en hann held ur til Heidelberg til þess að taka þar upp starf sitt aftur sem arkitekt. Von Schirach, sem hvatti eldri kynslóð Þjóðverja til ofstækis- fullrar hlýðni við einræði Hitlers, er nú hálfblindur og þjáist einnig af hjartasjúkdómi. Synir hans hafa selt einkarétt af sjálfsæfisögu hans vestur- þýzku vikuriti, sem mun hafa tekið flugvél á leigu til þess að flytja hann brott frá Berlín. Vestur-þýzka innanríkisráðu- neytið gaf út yfirlýsingu í dag, þar sem sagði, að hvorki Speer né von Schirach myndu hljóta nein eftirlaun. Kyrkislangan tekin úr búrinu. Um haus slöngunnar lieldur hr. Ban, en aftarlega á myndinni er Olexová slöngufræðingur. snáka og étur og er því notuð sem húsdýr sumsstaðar í austur- löndum. Að lokum tóku slöngufræðing- arnir þau herra Ban og Olexová stærstu kyrkisslönguna út úr- búrinu. Voru það átök hörð, og mikill aðgangur, þar sem margir höfðu hug á að hjálpa til. Sagði herra Ban að ekki þýddi fyrir einn mann að reyna að taka slíka slöngu þar sem hún væri honum langtum sterkari. — Umferðin Framhald af bls. 32 skólann. Og svo hefði verið lofað, að þarna kæmu upp umferðarljós, og þá myndi öryggið aukast að mun. Við hittum líka að máli unga telpu, Áslaugu, 9 ára gamla, og spurðum hana, hvernig henni fyndist það að geta með fullu öryggi komist þarna yfir, og stóð ekki á svari hennar, að þetta væri allt annað líf. Önnur frúin taldi og, að með þessu væri minni hætta á að börnin önuðu út í um- ferðina hvar sem væri, heldur lærðu smám saman að nota hinar merktu gangbrautir. Maðurinn, sem annast þessa nausynlegu vörzlu heitir Kristinn Guðvinsson. Við tók- um hann einnig tali. Hann kvað vörzlu þessa vera á tím- anum 8—5 á daginn, og aðal- lega vera hugsaða til að leið beina 7 ára börnum yfir gót- una, þótt hinsvegar hann gripi alltaf inní, ef einhver hópur barna á öðrum aldri safnaðist saman. Bílstjórarnir taka yfir- leitt alltaf tillit til mín, séð hann. Það er hröð og þung umferð eftir þessum vegi, og mér virðist bílstjórarnir taka í vaxandi mæli tillit til þess- ara merktu gangbrauta og et> það vel. Þetta er undir yfir- stjórn umferðarlögreglunnar, og hún leysir mig af í mat og kaffi. Við slógum á þráðinn til Óskars Ólasonar yfirlögreglu- þjóns, og spurðum um ált hans á þessu. Hann sagði þetta hafa gefið góða raun, og væri þettu gert samkvæmt eindreginni ósk íbúanna í hverfinu. Hins veg- ar væri þegar búið að panta umferðarljós á þetta horn og eins á mót Laugarnesvegar og Sundlaugarvegar. Hann sagði lögregluna í vaxandi mæli, reyna að vekja eftir- tekt, bæði bílstjóra og öku- manna, á þessum merktu göngubrautum. Full þörf væri á því með sívaxandi umferð í borginni. Ekki er nokkur vafj á, að þessari vörzlu við Sundlauga- veginn hefur skapazt mun meira öryggi fyrir íbúa þessa hverfis og þeir geta verið ör- uggari og óttalausari um börn sín hér eftir. Ber að þakka, hve borgaryfirvöld hafa brugð ist skjótt og vel við í máli þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 223. tölublað (30.09.1966)
https://timarit.is/issue/113264

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

223. tölublað (30.09.1966)

Aðgerðir: