Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 30. sept. 199 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: P.itstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsing.ar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 í ltusasölu kr. Hf. Árvakur, Raykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Giiðjnundsson. Árni Garðar Kiistinsson. Aðalstræti 6 Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. ÞÁ TTASKILISVIÞJOÐ WTrslit fylkis- og sveitar- ^ stjórnarkosninganna Svíþjóð, sem fram fóru 18 september sl. marka þátta skil í sænskum stjórnmálum. Jafnaðarmenn, sem hafa haft stjórnarforustu í Svíþjóð í þrjá áratugi biðu nú stór- felldan ósigur. Þeir töpuðu um 200 þúsund atkvæðum, miðað við síðustu sveitar- stjórnarkosningar fyrir fjór- um árum, og fengu rúmlega 42% atkvæða í stað rúmlega 50% atkvæða. Miðað við rík- isþingkosningar fyrir tveim- ur árum lækkaði hlutfalls- tala jafnaðarmanna um 5%. Tage Erlander, forsætisráð herra jafnaðarmannastjórnar innar sænsku lét svo um mælt eftir að úrslitin voru kunn, að jafnaðarmenn yrðu að viðurkenna að um at kvæðahrun væri að ræða hjá þeim. Verður það að teljast sannmæli, þar sem breyting- ar hafa yfirleitt orðið tiltölu lega mjög litlar í sænskum kosningum á síðustu áratug' um. Borgaraflokkarnir þrír, Þjóðarflokkurinn, Miðflokk- urinn og Hægri flokkurinn fengu nú í fyrsta skipti í þrjátíu ár hreinan meiri- ETluta atkvæða, eða rúmlega 50%. Þeir unnu meirihluta í ýmsum stærstu borgum lands ins, eins og t. d. í Stokkhólmi og Gautaborg. Telja jafnað- armenn það eina af alvarleg- ustu staðreyndum kosning- anna að fylgistap þeirra varð einna mest í stærstu borg- unum, þar sem fylgi þeirra hefur staðið traustustum fót- um. Kommúnistar unnu einnig verulega á í þessujn kosning um undir stjórn Hermanns- sons, hina nýja leiðtoga þeirra, sem lagt hefur áherzlu á að draga úr Moskvusvipn- um á flokki sínum, en líkj- ast hinsvegar meira Aksel Larsen og félögum hans í Danmörku. En hvaða áhrif mun þessi ósigur sænskra jafnaðar- manna svo hafa á sænsk stjórnmál á næstunni? Margt bendir til þess að jafnaðarmenn muni í næstu þingkosningum, sem fram eiga að fara eftir tvö ár tapa forustuaðstöðu sinni og borg araleg stjórn verði mynduð í Svíþjóð, svipuð þeirri, er nú situr í Noregi. Sænsku borgaraflokkarnir hafa lagt mikið kapp á að bæta sam- vinnu sína. Sérstaklega hafa Þjóðflokkurinn og Miðflokk- urinn reynt að treysta tengsl sín, og hefur jafnvel verið talað um að þessir flokkar sameinuðust í einn flokk. Til mála hefur komið að Erland- er forsætisráðherra legði til við konung að þing yrði rof- ið og kosningar látnar fram fara í haust til annarrar mál stofu sænska þingsins. Held- ur er þó talið ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Erlander hefur hinsvegar lýst því yfir, að stjórn hans muni verða yngd upp, þ. e. yngri menn verði skipaðir í ráðherra- stöður og þannig reynt að bæta vígstöðu jafnaðarmanna við næstu kosningar. HVER ER ORSÖKIN? U*n hver er orsök þessa mikla ósigurs sænskra jafnaðarmanna? Um hana greinir menn nokkuð á. Flestir telja að hin langa stjórnarseta Sósíal- demókrata sé meginorsökin. Þjóðin vilji gefa nýjum mönn um og flokkum tækifæri til að stjórna. Ennfremur hafi húsnæðisvandræðin ekki sízt í hinum stærri borgum haft mjög óheillavaénleg áhrif fyr ir jafnaðarmenn í kosning- unum. Loks hafi vaxandi dýr tíð og verðbólga í landinu verið stjórninni óhagstæð. Svíþjóð er eitt ríkasta land Evrópu, og þar ríkir meiri velmegun en í flestum öðrum löndum heims. Landinu hef- ur að mörgu leyti verið vel stjórnað undir forustu jafn- aðarmanna. En með bættum efnahag þjóðarinnar, aðhyll- ist hún frjálslyndari stjórnar stefnu. Hinar gömlu fræði- kenningar sósíalismans verða í hugum fólksins úreltar og úr sér gengnar. Nýir tímar koma með nýjar kröfur og ný viðhorf til lífsins. Það er þetta sem hefur gerzt í Sví- þjóð, og er raunar að gerast í fleiri lýðræðislöndum hins vestræna heims. Þeir vestur-þýíku hermenn sem verið er að þjálfa til þess að verða liðsforingjar eru uugir — flestir 18—20 ára gamlir. Um 19 70 munu verða um 510.000 manns í vestur-þýzka hernum og hann mun aðeins standa að bak i bandaríska hernum sem bezt þ jálfaði og bezt búni herinn á sviði venjulegra vopna í hinum frjálsa heimi. Vestur-þýzki herinn verðurstöðugt öflugri Nýtt herveldi er að rísa upp í Evrópu — með ungum her, velbúinna og velþjálfaðra manna sem nálgast hálfa milljón að tölu. Þetta er vestur-þýzki her- inn, sem er í nánum tengslum við Bandaríkin og önnur banda- lagsríki NATJ. Engu að síður hefur þessi staðreynd vakið ugg í hugum margra Evrópubúa sem enn er heimstyrjöldin síðari í fernsku minni. Grein sú sem hér fer á eftir, er þýdd úr banda- ríska tímaritinu „U. S. News and World Report“. Þar er sagt frá því hvernig hinn vestur-þýzki her hefur orðið til og hvers vegna han er að verða jafn sterkur og raun ber vitni. SKAMMARLEGUR DÓMUR JJómurinn yfir júgóslav- neska rithöfundinum Mi- hajlo Mihajlov er skammar- legt dæmi um það ranglæti og þá kúgun, sem ríkir í þeim löndum ,er kommúnistar ráða. Hinn 'júgóslavneski rit- höfundur er dæmdur í eins árs fangelsi fyrir það að hafa dreift röngum upplýsingum um land sitt erlendis. Aðgang að réttarhöldunum höfðu að- eins fáir útvaldir og auðsætt er af öllu að hér hefur verið um hreinan skrípaleik að ræða. Þannig er ástandið í komm- únistaríkjunum. Hið frjálsa orð er iagt í dróma. Rithöf- Árið 1970 510.000 manns. Hinar tíðu afsagnir háttsettra vestur-þýzkra herforingja og ó- rói vegna yfirstjórnar embættis- manna yfir hernum hafa dregið athyglina að þessari staðreynd: Vestur-Þýzkaland — fyrir 20 árum algjörlega vopnlaust — er nú að byrja að koma fram á sjón arsviðið sem sterkasta herveldi í Vestur Evrópu á sviði venju- legra vopna. Fyrir skömmu létu þrír hers- ’höfðingjar af gamla skólanum af störfum vegna ósamkomu- lags við stjórnina í Bonn og það hafa verið enn fleiri deilur milli hershöfðingjanna og stjórnarvald anna, sem yfir þeim eru. Slík óánægja innan hersins dregur einungis skýrar þá staðreynd fram í dagsljósið, að um 1970 mun her Vestur Þýzkalands sem fer hraðvaxandi, alls nema 510. 000 manns. Hann mun þá koma næst á eftir bandaríska hernum sem bezt búni og bezt þjálfaði herinn í hinum frjálsa heimi. Þessi staðreynd þykir mörgum 1 Evrópumönnum skelfilegri en | hættan af kommúnistum. I Enn hefur ekki verið fundin lausn varðandi hlutverk Vestur- Þýzkalands sem sjálfstæðs kjarn ' orkuveldis. En áhafnir flugvéla j og menn sem eiga að geta stjórn að flugskeytum eru þjálfaðir í j að skjóta kjarnorkuvopnum, enda þótt þessi tæki séu undir yfirstjórn bandarískra hernaðar ráðunauta, sem einungis mega beita slíkum vopnum samkvæmt skipunum frá Bandaríkjaforseta. Til þess að geta öðlazt nokkurn vegin mynd af því hvernig hið hernaðarlega valdajafnvægi í Ev rópu er að breytast hafði blaðið iþ.e. U.S. News and World Re- port) viðtal við yfir tíu sér- fræðinga Atlanzhafsbandalags- ins og heimsótti vestur þýzka herinn að æfingum. Að baki breytingunum liggja þessar á- stæður: Vestur Þýzkaland er vegna skuldbindinga sinna gagnvart NATO, sem óðast að byggja upp landher sinn sjóher og flugher en i þeim eru nú alls 452.000 manns. Útbúnaður og þjálfun eru talin ágæt en munu þó eiga eftir að verða betri. ★ Herir margra annarra Nato ríkja fara á sama tíma minnk- andi. Brottnám franskra herja undan yfirstjórn Atlantzhafs- bandalagsins — jafnvel þó að Frakkar skilji eftir fjölmennar I sveitir í Þýzkalandi — hefur ! dregið verulega úr herstyrk | bandalagsins. Þá hefur það auk I ið enn á áhyggjur manna vegna ! þess að það hefur dregið úr | | hernaðarstyrk Vestur-Evrópu á sviði venjulegra vopna, að áfram , haldandi er samdráttur franska hersins, sem nú eru í 350.000 manns eða helmingi færri en fyrir nokkrum árum. Þeir, sem vit hafa á, segja j enfremur að útbúnaður og geta franska hersins fari minnkandi vegna þess að áherzla er lögð á að byggja upp kjarnorkuher | sprengjuflugvéla og flugskeyta. j ★ Haft er eftir háttsettum I embættismönnum, að Bandaríkin þrátt fyrir neitanir, séu að yfir- vega að draga úr herstyrk sín- um í Evrópu. Reiknað er með 1 að 7. her Bandaríkjanna, sem staðsettur er í Þýzkalandi verði ef til vill minnkaður fyrir 1970 um þriðjung af því sem hann er nú, en í honum eru nú 225. 000 manns. i Sérfræðingar halda því fram að þessi samdráttur sé mögu- legur, án þess að veikja hina hernaðarlegu viðbragðsgetu j vegna nýrrar þróunnar á sviði j flutninga t.d. vegna C-5A flutn ingaþotunnar, sem flutt getur 700 hermenn. Floti þessara flug- véla, segja hernaðarsérfræðingar myndi gera Bandaríkjunum kleift að flytja loftleiðis heila herdeild eða 15000 manns frá Bandaríkjunurn til Evrópu á fáeinum klukkustundum. ★ Bretland sem á í erfið- leikum vegna fjárhagsáætlunar sinnar, vill draga úr herstyrk sínum. Sagt er að nú sé í athug un að minnka á næstu fjórum árum herstyrk Breta um 100.000 manns, en hann telur nú 440.000 manns. Her Breta við Rín hefur verið minnkaður úr um 77.000 manns niður í 53.000 og því hef ur verið spáð að í honum muni verða fækkað enn frekar um 10.000 manns að minnsta kosti. ★ í smærri ríkjum Atlantz hafsbandalagsins svo sem Dan- mörku, Noregi og Luxemborg heyrist æ oftar talað um hugsan lega fækkun í hernum. Grund- vallar hugsunin á bak við þessar fækkanir í herjum bandalags ríkjanna eru, að því er sérfræð ingar segja, að mörg NATO-ríki munu nú þeirrar skoðunar að engin hætta á rússneskri árás sé í raun og veru fyrir hendi svo lengi sem þau njóti vernd- ar kjarnorkuvopnamáttar Banaa ríkjanna. Framhald á bls. 12 undar og aðrir listamenn verða að sitja og standa eins og hinum kommúnísku vald- höfum þóknast. Ella eru þeir hnepptir í dýflissu og beittir hverskonar harðræðum. Öll- um heiminum er enn í fersku minni er rússneski rithöfund- urinn Boris Pasternak var kúgaður til þess að afsala sér bókmenntaverðlaunum Nób- els vegna þess að rússneskir kommúnistar töldu að honum hefði skrikað fótur á línunni. Þannig gerist sama sagan allsstaðar. í Kína æða rauðu varðliðarnir um öskrandi og brennandi verk þeirra lista- manna, sem þeir telja sér and stæða. Sálarlaus persónudýrk un og skriðdýrsháttur mark- ar alla framkomu þessa rauða óþjóðalýðs. En kommúnistar í Júgó- slavíu, Kína og annars staðar þar sem hinni rauðu óstjórn hefur verið ‘ komið á, mega vita það, að hið frjálsa orð verður ekki kæft til lengdar. Þeir geta dæmt einstaka rit- höfunda og aðra listamenn í tugthús. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Hin- um kommúnísku harðstjór- um verður hrint af valdastóli eins og harðstjórn allra alda hefur að lokum fallið í þá gröf sem skammsýni hennar sjálfrar hefur grafið henni. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 223. tölublað (30.09.1966)
https://timarit.is/issue/113264

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

223. tölublað (30.09.1966)

Aðgerðir: