Morgunblaðið - 01.10.1966, Síða 23

Morgunblaðið - 01.10.1966, Síða 23
Laugarda»ur 1 okt. 1968 MORGUNBLADIÐ 23 — Sjónvarpsviðfal i * Framhald af bls. 1 uð þá. Ég tel að samkomulagið um búvöruverðið og við sjó- rnenn og útgerðarmenn um síld- arverðið, gefi ástæðu til þess að örvænta ekki fyrirfram, svo vægt sé til orða tekið, um að mnenn reynist fáanlegir til skyn- samlegra samninga“. Forsætisráðherra var mikið spurður um ver'ðbólguvandamál- ið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í sambandi við það og vakti íhann athygli á því, að tekizt Ihefði að forða því, að verðbólg- an stöðvaði' framþróunina í at- vinnulífinu eða bættum lífskjör- um. „Ég hygg að raunveruleg fjármunamyndun í öllum at- vinnuvegum landsmanna sé um 60% meiri en hún var í árslok 1958. Raunverulegar þjóðartekj- iir á mann eru nú taldar þriðj- •ungi hærri en 1960 og þetta hef- ur jafnazt út til borgaranna í lheild“. l>á var forsætisráðherra spur'ður að því hvað hæft væri í orðrómi um það, að Alþbl. yrði brátt aðili að ríkisstjórninni og sagði hann að síðustu alþingis kosningar hefðu kveðið á um hverjir fara skyldu með stjórn landsins. „Mér mundi vera það *nikil ánægja, ef Alþbl. slæist í hópinn, auðvitað að því áskildu, oð það féllist á þá stefnu, sem kjósendur ákvá’ðu 1963 að fylgt skyldi“. Hann kvaðst hafa tak- markaða trú á þjóðstjórn nema alveg sérstaklega stæði á. Um dvöl varnarliðsins hér á landi sagði Bjarni Benediktsson að því miður teldi hann ekki hafa skapazt það ástand í heims- málum, að óhætt væri að hafa Xsland óvarið fremur en önnur þjóðlönd. „En það er fslendinga sjálfra að meta það á hverjum tíma hvort svo er. Ef við treyst- um okkur til þess að leysa varn- ormálin með okkar eigin fram- iagi er þáð fyllilega til athugun- ar, en þá verðum við að vera reiðubúnir til þess að taka á okkur þær byrðar, sem því eru samfara". Aðspurður um Keflavíkursjón varpið sagðist forsætisráðherra ekki hafa talið þær hættur sam- fara því, sem ýmsir hefðu ætlað. „Ég hef hins vegar talið, að þeg- ar íslenzkt sjónvarp kæmi, væri eðlilegast að íslendingar horfðu á sitt eigið sjónvarp og með öllu væri óeðlilegt, þegar varnarliðið af eigin hvötum hefur óskað eftir að takmarka sendingar Kefla- víkursjónvarpsins og gert grein fyrir ástæðum þess, að það væri beðið um að halda þeim áfram. Ég hef heyrt að sumir telja þessa ósk varnarliðsins komna frá ís- lenzku ríkisstjórninni, en ég get fullyrt, að það er misskilningur. I>að má vel vera að varnarliðið mundi láta undan óskum réttra a'ðila um útsendingar en ég tel •ð það sé ekki efni til þess að beina slíkum óskum til þess nú, þegar íslenzkt sjónvarp er haf- ið“. — Nazistar Framhald af bls. 10 hafa greitt honum hálfa milljón DM fyrir. ★ Eftir er þá í Spandau-fang- elsi aðeins einn þeirra manna, sem afplánað hafa faneglsis- dóma, sem þeir hlutu í stríðs- glæparéttarhöldunum í Núrn- berg 1946. Þessi maður er Rudolf Hess, einn nánasti sam starfsmaður Hitlers. Hess, sem nú er 72 ára, mun ekki vera andlega heill á geðsmunum og hefur ekki viljað taka á móti heimsóknum ættingja í fangelsið. Hann var dæmdur í æfilangt fangelsi og kann því vel svo að fara að hann fái að dúsa þar mörg ár í við bót. Yfirleitt hefur því verið harðneitað að náða hina dæmdu í Spandau, en ef þeir hafa verið orðnir heilsuveilir, þannig, að ekki var talið, að þeir ættu langt eftir, hafa þeir verið náðaðir og þeim leyft að fara þaðan burt með sérstökum skilyr«'<»~ — Nazistar Framhald af bls. 1 nú hefur verið sleppt úr haldi, höfðu eitt sinn mikið örlagavald í málefnum Evrópu og raunar heimsins alls. Albert Speer, sem Hitler kallaði „sjení“, var arki- tektinn sem gerði hinar stór- mennskubrjálæðiskenndu hug- myndir einræðisherrans í þeim efnum að breyta Berlín í verð- uga höfuðborg „þúsund ára ríkis ins“ að veruleika. Flestar bygg- ingar hans hrundu til grunna með „þúsund ára ríkinu". Frá 1942 bar Speer ábyrgð á því að stríðsvél Þýzkalands héldi áfram að ganga. Undir stjórn hans í embætti her- gagnamálaráðherra þrefaldast framleiðsla vopna, skotfæra og flugvéla þrátt fyrir gífurlegar loftárásir Bandamanna. Er endirinn nálgaðist ráðgerði Speer að drepa manninn, sem hann hafði svo dyggilega þjón- að, með því að leiða eiturgas inn í neðanjarðarbyrgið í Berlín, þar sem Hitler dvaldi síðustu daga ævi sinnar. Baldur von Schirach færði hundstryggð sína við Hitler yfir á heila kynslóð æskufólks sem leiðtogi Hitlersæskunnar. Þeir, sem gengu í þann skóla hans, mynduðu kjarna hers þess, sem eitt sinn réð lögum og lofum allt til Pyreneafjalla og borgarhliða Kaíró og Moskvu. í dag er Sc- hirach hálfblindur og þjáist af hjartasjúkdómi. Speer er hins- vegar mikill hæfileikamaður og forkur duglegur og er sagður óþreyjufullur að geta hafizt handa í sínu gamla starfi sem arkitekt. Er mennirnir tveir voru látnir lausir á miðnætti höfðu þeir af- plánað að fullu dóm þann, sem þeir hlutu við stríðsglæparéttar- höldin í Núrnberg. Ljóst er, að þeir Speer og von Schirach verða að vera í Berlín með leynd nokkrar í klukkustund ir, áður en þeir geta tekið sér flug far til einhver staðar í V-Þýzka- landi Blöð í A-Þýzkalandi hörmuðu í dag að þeir Speer og Schirach Norska húsið, þar sem það rís af gruniti í Mosfellssveit. Innflutt hús frá Noregi rís af grunni AÐ BJARKARHOLTI i Mos- fellssveit reis í gær hús, sem er innflutt frá Noregi. Hafizt var hanða um að reisa húsið skömmu eftir hádegi, kl. 12.30 og fjórum klukku- stundum síðar, er blaðamað- ur og ljósmyndari Mbl. komu á staðinn stóð húsið þar og átti einungis eftir að setja á það þak, svo að það yrði fok- helt. Þegar við komum upp eftir hittum við að máli feðgana Aðalstein Eiríksson, fyrrum skólastjóra í Reykjanesi við ísafjarðardjúp og son hans Þór Aðalsteinsson, verkfræð- ing. Aðalsteinn er sá, er byggir húsið og hann býst við að flytja í húsið um eða eftir miðjan október. Þeir feðgar segja okkur, að húsið hafi verið flutt upp eftir í gærmorgun. Komið hafi kranabifreið og upp úr hádeg- inu hafi verið hafizt handa um að reisa húsið. Áður hafði verið steypt plata undir það. Innflytjandi hússins er Ingv- ar Pálmason. Til landsins komu og norsk- ir trésmiðir, sem setja húsið saman og varla þarf að saga eina einustu spýtu, húsið fellur saman bg einungis þarf að negla það. Húsið er 110 fermetrar auk bílaskýlis. Allir gluggakarm- (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) ar eru úr teek að utan, en furu að innan. í húsinu eru fimm herbergi, þar af tvær samliggjandi stofur, eldhús bað, þvottahús og geymsla. Þeir feðgar áætla að húsið kosti upp komið um 850-900 þúsund krónur. Er það þá til- búið til notkunar og eru teppi á gólfum eða parkett- gólf. Samkv'æmt upplýsingum Þórs Aðalsteinssonar, verk- fræðings, er einangrun mun meiri en vanalegt er hér á landi. Húsið er einangrað með 10 cm lagi af steinull. Þá gat Aðalsteinn þess að umbúnaður um húsið á leið- inni til íslands hafi ekki ver- ið nógur. Brotnaði gler og lyftitæki hefðu skemmt ann- an gafl hússins töluvert. Þetta er fyrsta innflutta húsið, sem reist er hér sunn- anlands af þessari tegund. Áður hafa verið reist slík hús við Mývatn, fyrir starfsfólk Kísiliðjunnar þar. skyldu látnir lausir. Stærsta mál- . lands, í því skyni að reyna að kommúnista, I semía um frið að Þvi er sagt er’ gagn a-þýzkra Neues- Deutchland, taldi í að dómarnir yfir Speer og von Schirach hafi verið of vægir. Hess, sem 1941 flaug til Skot- ATVINNA Vélainnflytjandi oskar að ráða duglegan, reglusam- an mann með áhuga fyrir vélum til sölu- og skrif- stofustarfa. Reglusemi áskilin. Tilboð, merkt: „Vélar — 4438“ sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Sérstokt tækiiæri , j og Hitler lýsti geðveikan, er enn ag , ráðgáta. Lögfræðingur hans, Al- fred Seidl, segir að Hess sé sál- rænt séð óhæfur til þéss að taka út allan dóminn, sem er lífstíðar fangelsi, en fulltrúar Banda- manna segja að hann sé andlega heilbrigður. Embættismenn Vest urveldanna telja að ástæðan til þess, að Sovétríkin krefjast þess að Hess afpláni allan dóminn sé sú, að meðan hann' situr í SPANDAU, geta Sovétríkin eftir sem áður „haft annan fót- inn“ innan borgarmarka V- Berlínar. Að auki er talið, að Sovétríkin vilji halda Hess í fang elsinu sem lifandi tákni um sök Þýzklands á styrjöldinni. Getum útvegað nokkra japaitska 6-manna PMC bíla með mjög hagstæðu verði. Bílar þessir eru í framleiðslu hjá verk- smiðjunni og verða með ýmsum endur- bótum frá því sem áður var, svo sem auknu rými, betri sætum o. fl. til þæginda. Bílarnir eru með sterkri grind og háir frá vegi og því sérstaklega hentugir fyrir ís- lenzka staðhætti. Nánari upplýsingar í síma 12650. Rergur Lárussonhf. Ármúla 14. — Falklandseyjar Framh. af bls. 1 sem með flugvélinni voru, og áhöfn hennar. í London er upplýst að Bretar hafi samþykkt þá tillögu Argen tínumanna að umrætt skip, „Bahia Buen Suceso" ,sem er 3100 smálestir að stærð, skyldi taka alla Argentínumennina um borð og sigla með þá heim. Skip- ið á að leggjast fyrir akkeri utan landhelgi, og síðan á að flytja fólkið til þess í smábátum. Þjóðernissinnarnir, 19 karl- menn og ein kona, geta búizt við því að þeim verði misjafn- lega tekið er heim kemur. Ann- ars vegar hafa ákveðnir stjorn- málaflokkar og ýmis blöð lýst þeim sem hetjum fyrir að hafa á svo eftirminnilegan hátt árétt- að kröfur Argentínu um yfirráð yfir eyjunum. Hins vegar hefur Juan Carlos Ongania, forseti verði dregnir fyrir dómstóla og geti búizt við þyngstu refsingu, sem lög leyfa. Argentína hefur opinberlega harmað árás þessa á brezkt landssvæði og janframt sagt að allt verði gert til þess að trýggja öryggi hertogans af Edinborg, sem nú er staddur í Buenos Aires. Á miðvikudagskvöld var skotið að brezka sendiráðinu þar í borg. Spurzt hefur, að her- toginn sé mjög gramur vegna mótmælaaðgerða ýmissa afla i Argentínu gegn Bretum. Strangur vörður var um her- togann er hann horfði á veðreið- ar í dag, og er hann var stadd- ur í hádegisverðarboði í brezka verzlunarráðinu í Buenos Aires, leitaði óeinkennisklædd- ur lögreglumaður að vopnum á sérhverjum þjóni sem kom inn í salinn. Vutnslögn til Eyjn gengur vel Vestmannaeyjum, 30. september LAGNING vatnsveituröra frá vatnsbólinu í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum sækist mjög vel, að sögn Magnúsar Magnússonar, bæjarstjóra. Er búið að leggja 18 km. af 22,3 km. og er þess að vænta að verkinu verði lok- ið á tilsectum tíma í október- mánuði. Þá er eftir að virkja sjálfa uppsprettulindina, en ekki er vitað hve langan tíma það tekur. Hárgreiðsludömur Hárgreiðslusvein vantar strax. Góð vinnuskilyrði Gott kaup. Þær. sem kynnu að hafa áhuga, vin- samlegast hringi í síma 40098, eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.