Morgunblaðið - 11.10.1966, Síða 21
Þriðjudagur 11. oM. 1986
MORCUNBLAÐIÐ
21
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
Tónabíó
Djöflaveiran
Bandarisk mynd
Framleiöandi og leikstjóri:
John Sturges
Aðalleikendur
George Maharis
Richart Basehart
Anne Francis
Ef „djöflaveiran" slyppi laus
I Bandaríkjunum, þá mundi hún
eyða öllum þarlendum mönnum
é vikutíma. Á tveimur mánuð-
um mundi hún drepa hvert
mannsbarn á jörðinni. Eitthvað
seinvirkari að vísu en vetnis-
sprengjur, en kannski jafnvel
enn vissari með að skilja hvergi
eftir nokkra mannlega veru með
lífi.
Bandarískum vísindamönnum
hefur tekizt a'ð framleiða slíka
veiru eftir margbrotnar tilraun
ir í tilraunastöð einni á afskekkt
um stað, sem er vel afgirtur og
vandlega gætt af varðmönnum.
Þarna eru ýmsar fleiri veirur
samankomnar, kyrfilega innilok-
aðar í glösum þó að sjálfsögðu.
Þar er meðal annars lömunar-
veikisveira svo hraðvirk, að hún
drepur menn á örskammri
stund. Hins vegar er hún að því
leyti hætturr.inni en djöflaveir-
an, að hún þolir ekki hreint loft
til lengdar og gefur því sjálf
upp andann innan tíðar, sé
henni sleppt út. Djöflaveirunni
er hins vegar fyrirhugað eilíft
líf.
Nú gerist það, að brotizt er
inn í vísindastöð þessa, tveir
menn myrtir þar og það, sem
var ískyggilegast af öllu: djöfla-
veirunni stolið, ásamt öðrum
veirum meinlausari.
Eftir allmiklar eftirgrennslanir
kemur í ljós, að það er einn
snarbrjálaður, en þó hugmynda-
ríkur milljóneri, sem hefur stað
ið að baki veirustuldinum. Hann
hefur í fyrstu að yfirskini, að
hann vilji með því forða mann-
kyninu frá vígbúnaðarkapp-
hlaupinu og yfirvofandi heims-
styrjöld og ætli hann að þvinga
Bandaríkjastjórn til að hætta
við ákveðnar vígbúnaðarráð-
stafanir, ella sleppi hann djöfla-
veirunni lausri á Los Angeles.
En skjótlega kemur þó í ljós,
að þrjóturinn hefur öllu skugga
legra markmið. Heimsyfirráð.
Dugir ekki minna.
Nú hefst barátta mikil. Banda
riska leyniþjónustunni er ljóst,
að hér vertSur hún að beita ýtr-
ustu varfærni og þó fullu kappi,
til að ná hinu banvæna vopni
úr höndum hins valdagráðuga
manns.
Það kemur mest í hluta ungra
hjóna — leikin af George Mahar
is og Önnu Francis — að elt-
ast við glæpamanninn og hand-
langara hans, og verður sú saga
ekki rakin hér. Aðeins má geta
þess, að sú barátta er öll mjög
spennandi og lengi vandséð,
hvorir munu fara með sigur af
hólmi. En hafi glæpamanninum
heppnast áform sitt, þá ættu
afleiðingar þess sem sagt fljót-
lega að koma í Ijós, eða ekki
síðar en í endaðan nóvember.
Vegna hinnar miklu spennu,
sem mynd þessi býr yfir, þá
mun aðsókn að henni hafa ver-
ið mjög gó'ð undanfarið. I pró-
grammi myndarinnar heldur
leikstjórinn, John Sturgess, því
fram, að efniviðurinn eða hug-
myndin, sem myndin er byggð
utan um, sé ekki eins fjarstæðu
kennd og sumum kunni að virð-
ast. Hann segir, að það sé vitað,
að helztu stórveldi heims vinni
að framleiðslu sýkilvopna, til að
grípa til, ef annað þryti í hugs-
anlegri styrjöld. Síðan segir
hann orðrétt:
„Og þegar þessar staðreyndir
eru athuga'ðar — því skyldi þá
ekki geta gerzt, þrátt fyrir all-
ar hugsanlegar varúðarráðstaf-
amr, að valdafíknir, kennski
hálfbrjálaðir, en snjallir sam-
særismenn, kæmust yfir slík
vopn — og hvað þá?“
Við þetta mætti svo kannski
bæta, að ekki hafa sýklar á-
vallt þurft á mikilli hvatningu
að halda, til að herja lönd og
skilja eftir „sviðna jörð“ að
baki sér. Og er það útilokað, að
upprísi af sjálfsdáðum sýklar
eða veirur, sem gefi ekkert eft-
ir þeim sóttkveikjum, sem vís-
indamenn kunna að vera að
magna á mannkynfð?
Hvað sem því líður, þá er
það óhugnanleg staðreynd, að
milljónir manna víðsyegar um
heim skuli vinna að því beint
eða óbeint að smíða sem full-
komnust tortímingartæki — að
sjálfsögðu þó alltaf í varnar-
skyni. Allar styrjaldir á þessari
öld hafa víst verið háðar í varn
arskyni í orði kveðnu af öllum
aðilum.
Og tækist einhverjum hálf-
brjáluðum „snillingi,, að eyða
mannkyninu, að sjálfum sér
frádregnum, þá mundi hann
vafalaust hugga sig við það í
einmanaleik sínum, að hann
hafi aðeins verið að frmkvæma
óhjákvæmilegar varnarráðstaf-
anir.
^ClϚnmg Uj.
AUGLYSIR
te §p| itmZrnMm aac ?
Merkipennarnir heimsfrægu
skrifa « hvaða flöt sem er:
gler, m?im stein. plast, tré,
alumimum, vaxpappír o. s.
frv. Biekið pornai strax á
fletinun.
De Luxe merkipennarnir
skrifa Iwort heldur sem er
fínar, b"e’ðar eða meðal-
breiðar bnur. Það fer að-
eins ef.n því, hvernig þér
beitið pr nnanum
:i «*•»«
D«Lux«
s**,tfes.**!*k Niw.Kft
'Ú'-X- <• v **))*¥»:«<* ?
ÞriArtbiE meikipennarmr
eru t.ieð mjoum oddi.
bieaic 1 SANuoríD penn-
unun. þoin klor og suðu.
Klæðning hf.
rugavegi r46 — S. 21444.
James Resfan
Framh. af bls. 16
anna, Andrei Gromyko, á Wald
orf hótelinu í vikunni er leið.
Sendiherrar Kina og Banda- j
rikjanna í Fóllandi hafa
velt vöngum yfir málinu
í Varsjá í fleiri mánuði
og vafalaust munu yfir 100
sendimenn margra landa hafa
eitthvað til málanna að leggja
í New York næstu vikurnar.
Það get * meira en verið,
að eitthvao komi út úr allri
þessari flækju þegar fulltru-
arnir á AHsherjarþinginu taka
til meðferðar aðalmál þings-
ins. Þetta mál er hvort jafn-
væginu í Suð-A'ustur Asiu eigi
að verða breytt með herat'li
eður eigi. Viðræð'urnar í Alls-
herjarþinginu munu gefa
Bandaríkjunum tækifæri til
þess að gera heiminum það
ljóst, að þau eru hvorki reiðu-
búin til að leyfa Moskvu, Pek-
ing eða Hanoi að raska
jafnvæginu þar né viljug til að
viðurkenna, að Bandaríkja-
menn séu að reyna að raska
því með hersetu sinni þar.
Fulltrúarnir á Allsherjar-
þinginu, svo framarlega sem
þeir fylgja einu grundvallar-
atriði sáttmála Sameinuðu
þjóðanna — að með hernaði
skal ei leysa stjórnmálaleg
vandamál — ættu að geta kom
izt að samkomulagi sem styðst
við þessa reglu.
Grundvallarvandamálið í
þessum deilum er það, að
Moskva, Peking og Hanoi trúa
ekki Bandaríkjastjórn þegar
hún segist ekki vilja halda sín
um herafla og herstöðvum í
Víetnam. Þeir geta bersýnilega j
ekki enn gert sér grein fyrir i
því að Bandaríkjamenn skuli
verja 2 milljörðum dollara á
mánuði til að berjast í Víet-
nam og verða siðan fúsir til
þess að draga sig í hlé þegar
ófriðnum lýkur og láta lands
búa um að ákveða sína eigin
stjórnmálaframtið.
Samt viðurkenna ailir gagn-
rýnendur Johnsons í Banda-
rikjunum nú, að sá sé ein-
mitt vilji forsetans. Hann er
að reyna að binda enda á ófrið
inn og komast á brott, og hann
þarfnast hjálpar Sameinuðu
þjóðanna til að geta gert það.
Eins og málin standa núna,
getur hann ekki komið' Hanoi,
Peking og Moskvu i skilning
um að þetta sé einmitt stefna
hans, en kannski getur hann
sannað fyrir þeim vilja sinn
með þvi að gefa Sameinuðu
þjóðunum vald til þess að hafa
yfirumsjón með striðslokum og |
skipulögðum brottflutningi
allra herja úr landinu og
ásamt afnámi allra herbæki-
stöðva þar.
Ófriðurinn í Víetam hefur
ekki staðið vegna þess að sam
búð austurs og vesturs hafi
versnað svo mjög, eða vegna
þess að stórveldin hafi ckki
umræður sin á milli, heldur
vegna þess, að báðar hliðar
halda að hvor um sig sé að
reyna að raska jafnvægi lands
svæðisins með herafli.
Bandaríkjastjórn er reiðubú
in að koma á friði og flytja á
brott herafla sinn samkvæmt
ákveðnum tíma, og hún rnuu
Yylgjast af miklum áhuga
hvort Sameiuðu þjóðirnar eru
tilbúnar að reyna það, hjáipa
við friðarsamninga, og setja
hinum aðilanum sömu kosii.
Ef svo verður, þá hefur Alls-
herjarþingið að minnsta kosti
ávaxta þær „þýðingarmiklu
viðræður", sem eru ósk U
Thants framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 16
tæki, en hinr fyrir tæki, sem
ekki þarf að líta stöðugt eftir,
og eru fjarstvrð.
í náirini framtíð munu vís-
indastoínanir okkar ráða yfir j
nýjum tækjum. Þegar hefur
verið afráðið um smíði nokk
urra slíkra.
(Sovézka Rossija,
'23 iúni 1&>8).
FACIT sjálfvirki
kafkúlatorinn
er bezti þjónninn á skrifstofunni enda
í notkun á miklum fjölda af skrifstofum
í landinu.
ALGJÖRLEGA SJÁLFVIRKUR.
MJÖG EINFALDUR í NOTKUN.
LEGGUR SAMAN, DREGUR FRÁ,
MARGFALDAR OG DEILIR MEÐ
AÐEINS 10 LYKLUM.
SÆNSKT TÆKNI OG SÆNSKT STÁL
TRYGGIR ÁRALANGA ÖRUGGA
NOTKUN.
Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss.
Vesturgötu 45 — Símar 12747 og 16647.
SÖLUMADUR
Duglegur og áreiðanlegur sölumaður óskast til starfa
við fasteignaskrifstofu, sem fyrst. — Æskilegt að
viðkomandi hafi bifreið til afnota. — Þeir, sem á
huga hafa á starfi þessu, sendi nöfn sín og heimilis-
fang, ásamt upplýsingum um fyrri störf, í lokuðu um
slagi, merktu: „Duglegur — 4240‘ til afgr. Mbl.
fyrir 14. þ. m.
L . ■ ; ;.
Rafveitur —
Rafvirkfar
Iföfum fyrirliggjandi plast-einangraðan jarðstreng
NYCY lx!6-f-I6 og 2xl0-|-10 qmm.
Útvegum alla gildlcika á hagstæðu verði. yfirleitt
nieð mjög stultum afgreiðslufresti. — Talið við
okkur, sem fyrst, ef yður vanlar jarðstreng.
G. Hfarleins«»on hf.
Heildverzlun. — Bankastræii 10.
Símar 12852 og 21039.
SÖNGFÓLK
Kirkjukór Laugarnessóknar óskai- 'ftir söngfólki.
í ráði er að veita ókeypis söngkennslu. —
Upplýsingar gefa Magnús Einarsson, sími 30911 og
Gústaf Jóhannesson, sími 11978 miiii kl. 7 og 8.
Húseign til leigu
Húseignin Lindargata 39 er til leigu. — Til sýnis
næstu daga milli kl. 5 og 7 e.h.
Leigutilboðum sé skilað á sama stað.