Morgunblaðið - 11.10.1966, Síða 28
28
MORGUNBLADID
ÞriSjudagiu 11. okt. 1966
Bob Thomas:
— Mér er alvara, Tony, ég fer
ekki neitt.
— Æ, þú getur stundum verið
svo leiðinleg, Maggie — eða
Edie .... ég man aldrei hvor er.
Jú, það hlýtur að vera Edith.
Þessi elskulega Edith. Það gæti
ekki verið hin skemmtanafúsa
Maggie, hún mundi vera alveg
æst í að fara. Nei, það hlýtur að
vera þessi músgráa Edith, sem
er hrifnust af gömlum mönn-
um.
— Hættu þessu! æpti hún.
— Hvað gengur að, elskan?
Viltu ekki heyra sannleikann
um sjálfa þig? Sama er mér, þó
ég heyri hann um mig. Ég veit
alveg, hvað ég er — svo oft hef
ég verið fræddur á því. Ég er
skítmenni. Það eina, sem ég svík
ekki á, er golf, og það stafar
ekki af neinum siðareglum. Ég
er bara hræddur um, að það
komist upp. Víst- er ég skepna.
En hitt verð ég að segja, að ég
er elskuleg skepna. Jæja, nú
hvað þig snertir Edith ....
— Ég kæri mig ekki um að
heyra meira. Skilurðu það?
— Taktu ekki fram í fyrir
mér. Ég er að tala um þig. Já,
ég veit meira en þú heldur.
Edith ætlaði að fara út, en
Tony þreif í hana og dró hana til
baka og sneri henni að sér.
— Finnst þér þetta ekki for-
vitnilegt, Edie? Mér finnst það.
Ég er viss um, að þú hefur aldrei
vitað, að ég er frístunda-sál-
fræðingur. En það er ég nú. Ég
finn, að ég hef gagn af því í
starfi mínu, bæði á golfvellin-
um og annarsstaðar.
— Þegiðu, þegiðu! Ég þoli
ekki meira. Ég treysti mér ekki
til þess. Ég ætla að fara til lög-
reglunnar. Mér er orðið sama um
allt!
Háðshreimurinn hvarf úr
rödd Tonys. — Hlustaðu nú á
mig, tvíburasystir, og hlustaðu
vel, sagði hann ógnandi. —
Reyndu nú að komast yfir þetta
taugaáfall þitt. Þú hættir þess-
um uppþotum og hlustar á það
sem málið varðar. Við förum til
Evrópu og skemmtum okkur vel.
Þú verður síbrosandi, af því að
ég skipa þér það. Þú ert komin
í gildru, sem þú sleppur ekki ur
— nema þig langi í gasklefann?
Edith grét ákaft. — Mér er
bara orðið alveg sama um þetta
allt! sagði hún.
Hann greip hana og hristi
hana: — Ef þú sleppir þér svona
fer allt í háaloft. Þig kann að
langa í gasklefann, en það lang-
ar mig bara ekki.
— Mér er sama! stundi hún. —
Sama um allt!
— Þér skal hætta að standa á
sama, sagði hann og gaf henni
löðrung svo að hún var næstum
rokin um koll.
— Þér skal ekki vera sama,
Maggie!
Hann sló hana á hina kinnina.
— Þér skal ekki vera sama,
hvað sem þú heitir!
Hönd hans lenti nú á munnin-
um á henni, svo að hún hörfaði
aftur á bak og rakst á hurðina
að svefnherbergi Franks. Hún
var ringluð og blóðug og blóðið
draup á sloppinn hennar. Rétt
sem snöggvast missti hún með-
vitundina. Hún stóð upp, en
heyrði ekkert og gat ekki greint
BIFFiEIÐAEIGENDUR
Anhast viðgerðir á rafkerfi bifreiða, gang- og
tnótorstillingar, góð niælitæki. — Reynið viðskiptin.
Rafstilling
Suðurlandsbraut 64 — Simi 32385.
(Múlahverfi).
Iðnskólinn í Reykjavík mun starfreekja námskeið
fyrir
starfsfólk á teiknistofum
ef næg þátttaka fæst.
A. Dagnámskeið fyrir fólk þcgar starfandi
á teiknistofum. Kennt verður tvisvar
í viku.
B. Kvöldnámskeið fyrir þá er hyggja á slík
störf. Kennt verður þrisvar í viku.
Innritun fer fram í skrifstofu skólans og eru þar
veittar nánari upplýsingar. Innritur iýkur fimmtu-
daginn 13. þ.m. Kennsla hefst mánudaginn 17. okt.
Skólastjóri.
Raðhus
Til sölu raðhús í smíðum, við H’’nuntungu í
Kópavogi. — Húsið stendur á mjög faJjegum stað.
Skip og fasteignir
Austurstræti 18 — Simi 21735
neitt, sem hún sá.
En þá heyrði hún klór og
ýlfur hinumegin hurðarinnar.
Sjónin lagaðist og hún gat séð
Tony, sem kom til hennar, með
hörkusvip og kreppta hnefana.
Ýlfrið færðist í aukana og eitt-
hvað skelltist á hurðina. Hún
seildist til og opnaði.
Þegar Tony nálgaðist hana,
rykkti hún upp hurðinni. Græn-
landshundurinn kom í loftköst-
um inn í herbergið, stökk á
Tony og varpaði honum til jarð-
ar.( Edith heyrði grimmilegt urr
og sá tennur hundsins læsast að
hálsinum á Tony.
— Láttu hann hætta þessu!
öskraði Tony.
Edith reyndi að hreyfa sig, en
hún var algjörlega máttlaus af
skelfingu. Hún reyndi að æpa
upp, en ekkert hljóð kom úr
hálsi hennar. Hún gat aðeins
horft á hundinn halda áfram að
misþyrma Tony, sem var gjör-
samlega máttlaus.
Loksins kom hún upp orði: —
Hættu, Duke!
Ópið varð að öskri. Hjálp!
Henry. Einhver! Komið og hjálp
ið mér!
25.
— Einkennilegt mál, sagði
Johnson höfuðsmaður. — Fjand-
ans undarlegt mál!
Hann sat í skrifstofunni í
Morðdeildinni, og Jim Hobbson
sat andspænis honum við borðið.
Jim var mjög órólegur og hlust-
aði varla á húgleiðingar John-
sons um það, sem gerzt hafði í
Lorcahöllinni.
— Fyrst missir frúin mannirn
sinn, sagði Johnfeon. — Svo
frernur systir hennar sjálfsmorð.
Svo er þessi golfmaður, sem hef-
ur sýnilega verið viðhaldið
hennar og lætur hund drepa
sig. Óhugnanlegt! Manstu mörg
dæmi þess, að hundar drepi full-
orðið fólk? Ertu að hlusta á mig
Jim?
— Hvað? Já, auðvitað, sagði
Jim, viðutan.
— Það litur ekki út fyrir, að
þú sért að hlusta.
— Afsakaðu, Chuck. Ég er
bara dálítið utan við mig. Ég
hef unnið frameftir öllu, síðustu
vikurnar. Hvað varstu að segja?
- Ég var að segja, að þetta
væri allt óhugnanlegt mál. En
við getum víst ekkert gert annað
en úrskurða það dauða af slys-
förum. Við höfum enga mögu-
leika á að sanna, hún hafi sigað
á hann hundinum. Jafnvel þótt
svo væri, gæti það verið rétt-
lætanlegt. Það sá á henni eftir
barsmíð. Þjónustufólkið segir.
að hann hafi verið þarna að
flækjast og valda vandræðum.
Hann átti sér enga glæpaskrá, að
undanteknum einhverjum
bernskubrekum þarna í San
Pedro. Hann varðist vandræð-
um, enda þótt ýmsa eiginmenn
hafi sennilega langað til að kála
honum. Hann hlýtur að hafa haft
eitthvað við sig, eða hvað Jim?
— Jú, líklega.
— Og að minnsta kosti hefur
frú de Lorca verið eitthvað
hrifin af honum. Hvað gizkarðu
á, að þessir skartgripir hafi
verið mikils virði?
— Það getur nú verið erfitt að
meta þá til söluverðs eða endur-
kaupsverðs. En að minnsta kosti
hefur það hlaupið á þúsundum.
— Og hann virðist hafa átt
skartgripina?
— Já, ég spuiði hana að því,
hvort hún hefði gefið honum þá.
Hún kvað svo vera. Vitanlega
var hann þarna viðstaddur, og
hún getur hafa verið hrædd við
hann. En hún sýndi þess engin
merki, að hann hefði pínt grip-
ina út úr henni.
— Svo að þá getur ekki verið
um neina ákæru að ræða, sagði
Johnson ákveðið.
— Ég veit ekki, Chuck, svar-
aði Jim, eins og í vafa.
Johnson leit á hann meðaumk-
unaraugum. — Ég veit, hverju
þú hefir orðið fyrir, Jim. Þú
getur ekki vanizt þeirri hugsun,
að Edie sé dáin. Þessi frú de
Lorca minnir þig svo á hana, og
er að gera þig vitlausan. Hættu
að hugsa um það. Jim. Þú hefur
ekki neitt gott af því. Og heldur
ekki deildin. Þú getur ekki haft
fulla dómgreind gagnvart máli,
sem þú ert svona nákominn.
— Gott og vel, en gerðu bá
nokkuð fyrir mig. Ég sagði þér
frá arseníkinu, sem fannst í íbúð
inni hans Collins. Ég fylgdi mál-
inu eftir og það stóð heima, að
vallarvörðurinn sagði, að Coll-
ins hefði fengið eitthvað af því.
En hefurðu ekki sagt mér sjálf-
ur, að það liggi margir eigin-
menn í gröf sinrn fyrir arseník-
eitrun, þegar dánarvoþtorðið
hljóðar upp á hjartabilun? Og
hvað segirðu um það, að Collins
þaut af stað til Evrópu daginn
fyrir jarðarförina? Er það ein-
hver tilviljun?
— Ég skal játa, að það lítur
tortryggilega út.
— Já, það gerir það svei mér.
Ég sting upp á, að þú látir grafa
hann upp þegar í stað.
— Gott og vel, Jim. Við skul-
um gera okkar bezta.
18
26.
Edith hreyfði sig varla þegar
Henry opnaði dyrnar í hálf-
dimmu herberginu og gekk hljóð
lega þangað sem hún sat. Hún
hafði haldið sig í herberginu síð-
an lögreglan og blaðamennirnir
komu, daginn áður. Hún talaði
við engan, hitti engan og hafðist
ekki annað að en sitja í stólnum
og horfa út í myrkrið í herberg-
inu.
Henry leit á ósnertan matar-
bakkann og ræskti sig. — . Frú,
sagði hann lágt, — Hobbson lið-
þjálfi er niðri. Hann heimtar að
fá að tala við yður.
Edith svarði engu.
— Hobbson liðþjálfi er hér að
spyrja eftir yður, endurtók
Henry. — Hann segir, að það sé
áríðandi.
Edith rótaði sér eitthvað. —
Jim? spurði hún.
— Hobbson liðþjálfri, frú.
— Segðu honum, að ég skuli
tala við hann.
—• Já, frú, sagði Henry og fór.
Edith reis seint á fætur og
gekk út að glugganum. Hún dró
tjöldin frá og fékk strax glýju
í augun af síðdegissólinni. Hún
deplaði augunum og gekk að
snyrtiborðinu, þar sem hún tók
að greiða sér eins og Margaret
hafði gert. Síðan gekk hún inn í
fataherbergið og tók fram tvo
eða þrjá kjóla af Margaret, og
valdi sér einn úr rauðu silki.
Hún gekk aftur inn í svefnher-
bergið, setti á sig spennu með
gimsteinum á, setti á sig svo-
lítið ilmvatn og leit svo í spegil-
inn áður en hún gekk út.
— Góðan daginn, Hobbson
liðþjálfi, sagði hún er hún kom
inn í bókastofuna.
— Jim stóð upp og horfði
nokkra stund á hana, áður en
hann svaraði: — Góðan daginn.
— Henry sagði mér, að bér
ættuð eitthvert erindi við mig.
— Já, frú de Lorca, ég þyrfti
að tala við yður um þessa skart-
gripi.
— Ég hélt, að þeir hefðu verið
úttalað mál, sagði hún kulda-
lega.
— Já, að vísu, en ég þurfti
bara að vita, hvort þér hefðuð
einhverju gleymt eða þyrftuð að
breyta einhverju.
— Ég hef engu ^ð breyta. Ég
sagði yður allt, sem máli skipti.
— Ur því að skartgripirnir
voru í hans vörzlu þegar hann
dó, verða þeir að ganga til erf-
ingja hans, ef þér gerið enga
kröfu til þeirra.
— Ég skil. Var það nokkuð
fleira?
— Ég ........ Jim stamaði og
það var auðséð. að hann var í
mestu vandræðum. — Ég vil
ekki vera persónulegur, en eg
get ekki að því gert. Við systir
yðar .......
— Ég var að spyrja, hvort þér
ættuð nokkurt frekara erindi?
greip Edith fram í fyrir honum.
— Jú, það á ég Collins sagði
að þér hefðuð gefið honum
skartgripina „fyrir auðsýnda
þjónustu".
Nú varð hún hörð á svipinn
eins og Margaret. — Ég fæ ekki
séð, hvað það kemur við rann-
sókn yðar á málinu. En ég get
vel sagt yður það samt. Tony var
elskhugi minn. Ég var nógu
raunsæ til þess að sjá að eini
vegurinn til að halda í hann. var
að útvega honum nóga peninga.
En.þar sem ég gat ekki snert við
búi mannsins míns sáluga, var
eina ráðið að gefa honum þessa
skartgripi. Ég gekk út frá. að
hann hefði einhver ráð með að
selja þá.
Jim starði á hana, móðgaður
og tortrygginn. — Ég vænti, að
hann hafi ekki verið að kúga fé
af yður?
Hún hló kuldalega. — Til
hvers hefði það átt að vera.
Samband okkar var á allra vit-
orði.
— Og áður en maðurinn yðar
dó?
Hún -hikaði ofurlítið en svar-
aði síðan: — Já, áður en hann
dó.
Jim þagði, án þess að geta
komið fram með raunverulegu
ástæðuna til þangaðkomu sinn-
ar. Edith horfði á hann með
óþolinmæði.
— Var það nokkuð fleira?
spurði hún.
— Já, .frú.
— Hvað var það?
— ' Lík mannsins yðar var
grafið upp í morgun .
— En hversvegna? Hvaða
hugsanlega ástæða var til þess?