Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 10
!C MORCUNBLAÐID Fostudagur 21. okt. 1966 Leikarinn Clift- on Webb látinn Hann var frægastur fyrir Belvedere- myndir sínar Kviktnyndaleikarinn Clifton Webb, „frægasta barnabía heims“ eins og bann var stund um nefndur, lézt sl. laugardag af hjartaslagi á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu. Leikferili hans spannaði hálfa öld, og hann kom m. a. fram í óperum, söngleikjum og kvik myndum. Webb var þrívegis meðal þeirra, sem til greina komu við úthlutun Oscars- verðlauna. Mesta frægð sína öðlaðist Clifton Webb í hinum vin- sælu „Mr. Belvedere“ kvik- myndum, en hin fyrsta þeirra var „Sitting Pretty“. í einu atriði þeirrar mynd- ar, sem mörgum mun minnis- stætt, skvetti tveggja ára barn hafragrautsspón á hina ströngu og vii'ðulegu barna- píu, leikna af Webb." „Mr Belvedere" gerði sér lítið fyrir og svaraði með því að hella úr grautarskál sinni yfir höfuð barnsins. Á eftir þessari mynd komu myndirnar „Mr. Belvedere Goes To College“ ( sem raun ar var sýnd í Keflavíkursjón- varpinu sl. þriðjudagskvöld og verður aftur sýnd á föstu- dag) og „Mr. Belvedere Rings The Bells“. Þessar þrjár mynd Clifton Webb í kvikmyndinni „Mr. Belvedere Goes To Coll ege“. ir öfluðu mikils fjár, en Webb hætti að leika Belvedere engu að síður til að snúa sér að öðrum hlutum. „Belvedere var stórkostleg persóna, og ég er honum þakk látur“, sagði Webb um það leyti „En ég get ekki haldið áfram að leika sama hlutverk i’ð til æviloka“. Einhvern veginn fór það svo, að Clifton Webb erfði það orð, sem fór af W. C. Fields, að vera barnahatari. Það kom því mörgum á ó- vart er hann tók að sér aðal hlutverk í myndinni „Cheap er By The Dozen“, en hún fjallaði um mann, sem átti 12 börn. Webb, sem var maður ein- hleypur alla ævi, ságði eftir að kvikmynduninni var lokið, að hann ætti ekki skilið hat- ursbarnaorðsporið. „Börnum og mér hefur á- vallt komið vel saman, sagði hann. „Ég umgengst þau sem jafninga. Það versta, sem hægt er að gera, er að vera föðurlegur“. Webb var fæddur í Indiana polis, Indiana, og var raun- verulegt nafn hans Webb Parmelee Hollenbeck. Hann hóf feril sinn sem söngvari í barnæsku árið 1903. Hann varð síðar meðlimur ó- peruflokksins Alborn Opera Company í Boston, og söng þar mörg hlutverk í óperum, m. a. í „Tosca“, „La Bohéme", „Mignon“ og „Hans og Gréta". En hann var ekki lakari dansari en söngvari og kom fram sem slíkur í ýmsum söng leikjum á Brodway, m. a. You Never Know“ og „A Thousand Cheers“. Hann lék og í gamanleikjum Noel Cow ards „Blithe Spirit“ og „Pres- ent Laughter", áður en hann hélt til Hollywood. Webb lék í fyrstu kvik- mynd sinni 1944, og þá hlut- verk hins orðhvassa gagnrýn anda í „Laura“. Fyrir leik sinn þar kom hann til greina við úthlutun Oscars-verðlauna fyrir beztan leik í aukahlut- verki. Hann var aftur -tilnefnd ur ti'l verðláuna sem bezti aukaleikari 1946 fyrir leik sinn * í myndinni „Razor’s Edge“. 1948 kom hann tii greina við Oscarsverðlaunaút hlutun fyrir bezta aðalhlut- verk ársins, en varð að víkja fyrir Laurence Olivier og leik hans í „Hamlet“. I LANDAMÆRI fsrael liggja á 590 mílna löngu svæði með- fram Iandamærum Araba- þjóðanna og hefur þar löng- um verið róstusamt. Flest hafa átökin átt sér stað á 47 mílna svæði, sem liggur með- fram SV hluta Sýrlands, en «þar hafa hermdarverkamenn úr E1 Eatah hreyfingunni, sem nýtur stuðnings sýrlenzku stjórnarinnar æ ofan í æ Iæðsi yfir til ísrael, komið þar fyrir plastsprengjum og jarð- sprengjum og síðan horfið til baka. ísraelsmenn hafa jafn- oft gripið til hefndaraðgerða og síðan hefur annarhvor aðilinn kært málið fyrir öryggisráði S.Þ. Spennan á þessum stöðv- Bifreið israelsku landamæravarðanna eftir sprenginguna. „Dúfurnar" fóru auðsjáanlega með sigur af hólmi, því að Eshkol ákvað að leggja málið fyrir S.Þ. öryggisráðið kom saman tfl fundar í sl. viku, þrátt fyrir mótmæli arabísku sendinefnd arinnar, og hlýddi á ræðu Abba Ebans, utanríkisráð- herra ísrael, sem krafðist þess að árásaraðgerðir Sýr- lendinga yrðu einróma og kröftuglega fordæmdar. Ekki er búist við að ráðið taki kröfur Ebans til greina, er það kemur saman á ný í næstu viku, en ísraelsmenn virðast vona að umræðurnar muni draga kjark úr hermd- arverkamönnum til frekari aðgerða, að minnsta kosti um einhvern tíma. Mikil spenna á landamær- um fsraels og Sýrlands um magnaðist skyndilega í sl. viku, er fjórir ísraelskir landamæraverðir biðu bana er bifreið þeirra ók yfir jarð- sprengju, sem hermdarverka- menn höfðu komið fyrir. Þetta er mesta manntjón sem þarna hefur orðið, og um tíma leit út fyrir að til alvarlegra átaka kynni að koma milli þjóðanna tveggja. Levi Eshkol, forsætisráð- herra ísrael, aðvaraði sýr- lenzku stjórnina um að hún yrði að halda E1 Eatah í skefj um, eða að öðrum kosti myndu ísraelsmenn grípa til róttækra gagnaðgerða þegar þeim bezt hentaði. Sýrlenzki forsætisráðherr- ann, Yussef Zayen svaraði um hæl, að stjórn sín hefði alls ekki í hyggju að hefta starf- semi hreyfingarinnar, því að Sýrlendingar væru engir verðir um öryggi ísrael. „Þvert á móti, sagði forsætis- ráðherrann, mun Sýrland styðja frelsisstyrjöld skæru- liðanna gegn ísrael, og ef ísrael grípur til gagnárása munum við bera eld að svæð- inu og gera það að gröf ísraelskrar heimsvaldastefnu og heimsvaldasinna." Hér áður fyrr var litið á glikar hótanir sem orðagjálf- ur, en á seinni árum hafa frak og Egyptaland styrkt hern- aðarstöðu sína með stöðugum mnflutningi sovézkra MIG- þota og skriðdreka. Þessi hernaðaraðstoð Rússa hefur komið af stað mörgum orð- rómi um fyrirætlanir þeirra, m. a. að Sovétmenn hafa bein- línis hvatt Sýrlendinga til að ráðast á ísrael. Leyniþjónustur á Vestur- löndum hafa vísað þessum orð rómi á bug, þrátt fyrir að Rússar fara ekki dult með stuðning sinn við Arabaríkin. Sovézki sendiherrann í ísrael sagði eftir atburðinn í síðustu viku, að Sovétstjórnin myndi líta hverskonar hefndarað- gerðir alvarlegum augum. Bandaríski sendiherrann reyndi einnig að halda aftur af ísraelsmönnum. Þannig var málum háttað, er Eshkol kallaði stjórn sína saman til skyndifundar. Heim ildir herma, að „Haukarnir“ hafi krafizt þungra hefndar- aðgerða gegn Sýrlandi, en Abba Eban, utanrikisráð- herra ísrael. Tilraun Ebans var vel þess virði, því að meðan ástandið í Mið-Austurlöndum er jafn ótryggt og það er nú, er mjög ólíklegt að hægt væri að ein- skorða deilur ísrael og Sýr- lands við þau lönd ein, því að hætt er við að írak, Jór- danía og Saudi Arabía fynd- ust þau skuldbundin til að sameinast i baráttunni gegn ísraeL Hussein Jórdaníukonungur sagði í sl. viku „Ef til styrj- aldar' kemur, mun Jórdanía berjast gegn ísrael", en hann bætti fljótlega við „Ég held að þjóðir heims myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir slíka sprengmgu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.