Morgunblaðið - 21.10.1966, Page 28

Morgunblaðið - 21.10.1966, Page 28
28 MORGUNBLADIÐ Föstutfaeur 21. okt. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðalag strákur. Maður hafði skotið á hann þremur skotum. Hvaða mismun gérði það, hvort þarna var þjófur á ferð eða maður með morð í huga? Hann hafði skotið þremur skotum, og þar með búið. Jæja, einhvernveginn var það nú samt ekki alveg sama .... — Við skulum þá byrja á því, sem rétt núna var að gerast, sagði Haki ofursti. Hann hafði sýnilega gaman af þessu. — Eftir því, sem Kopeikin segir mér, sáuð þér alls ekki manninn, sem skaut á yður. — Nei, það ge.'ði ég ekki. Það var aldimmt í herberginu. Kopeikin greip nú fram í. — Hann skildi eftir skothylki. Það var 9mm skot, sem hafði verið skotið úr sjálfvirkri byssu. — Það er nú lítið gagn í því. Þér tókuð ekki eftir neinu ein- kennilegu á honum, hr. Graham. — Því miður, er ég hræddur um. Þetta gekk svo fljótt fyrir i sig, og hann var farinn áður en ég gæti áttað mig. — En senriilega hefur hann verið búinn að vera þarna inni nokkra stund, að bíða eftir yð- ur. Þér tókuð væntarlega ekki eftir neinum ilmi í herberginu? ; — Ég fann ekkert nema púð urlyktina. — Hvenær komuð þér til Istambul. — Um klukkan sex e.h. — Og þér komuð ekki í gisti húsið yðar fyrr en klukkan þrjú um nóttina. Segið mér, hvað þér höfðust að í millitíðinni? I — Sjálfsagt. Ég var með hon- um Kopeikin. Hann hitti mig á stöðinni og við ókum í leigu- ( vagni til Adler Palace, þar sem ég skildi eftir töskuna mína og þvoði mér. Við fengum síðan eitthvað að drekka og borðuð- ; um svo kvöldverð. Hvar var það, sem við fengum okkur að drekka Kopeikin? — í Tumca Bar. — Já, stendur heima. Svo fórum við í Pera Palace til að borða. Og þaðan fórum við svo rétt fyrir ellefu í Jockey Caba- ret. * j — Jomkey Cabaret! Nú er ég hissa! og hvað gerðuð þið þar? — Við dönsuðum við arabiska stúlku, sem hét Maria og horfð- um á skemmtiatriðin. — Við? Voruð þið þá tveir um eina stelpu? — Ég var nú orðinn þreyttur og langaði ekkert sérlega til að dansa. Seinna drukkum við með dansmey þarna, sem Josette heitir, í búningsherberginu henn ar. Graham fannst sjálfum þetta vera eins og yfirheyrsla í hjóna skiinaðarmáli. — Er það góð steipa þessi Josette? — Já, mjög svo girnileg. Ofurstinn hló, eins og læknir, sem er að reyna að hafa sjúkl- inginn sinn kátann. — Er hún dökk eða ljós? — Ljós. — Haha! Ég verð svei mér að fara að koma þarna. Ég hef misst af miklu. Jæja, hvað gerð ist næst? — Við Kopeikin fórum. Við gengum til Adler Palace og svo skildi Kopeikin við mig, til þess að fara heim til sín. Ofurstinn glotti. — Svo að þið skilduð þá við þessa dans- mey svona alveg formálalaust, og án þess að hafast neitt að? — Já, það var ekkert frekar aðhafzt. — Já, þér hafið líka sagt mér, að þér hafið verið þreyttur. Hann snarsneri sér allt í einu i stólnum og beint tii Kopeikins. — Þessar kvensur — Araba- stelpan og Kosette — hvað vit- ið þér um þær? Kopeikin strauk hökuna. — Ég þekki hann Serge, gestgjaf- ann í Jockey. Hann kynnti mig Josette fyrir nokkru. Hún er ungversk, að ég held. Og ég veit ekkert, sem getur verið henni til foráttu. En arabiska steipan er úr húsi í Alexandríu. — Gott og vel. Við athugum þær seinna. Hann sneri sér til Grahams. — Jæja, hr. Graham, við skulum nú athuga, hvers við getum orðið vísari um þennan óvin yðar. Þér voruð þreyttur, segið þér. — Já. — En þér hafið nú samt haft augun hjá yður? — Það vona ég. — Já, við skulum vona það. En þér gerið yður ljóst, að þér hafið verið eltur alla leiðina frá Gallipoli? — Það hafði ég ekki gert mér ljóst. — Það hlýtur nú samt að vera. Þeir hafa vitað um hótelið yðar og herbergið þar. Þeir biðu eftir að þér kæmuð heim. Þeir hljóta að hafa fylgzt með hverri yðar hreyfingu, síðan þér komuð hingað. Hann stóð snöggt upp og gekk að skjalaskáp í horninu og tók út úr honum stórt, gult umslag. Hann lét það falla á borðið fyr ir framan Graham. — í þessu umslagi munuð þér finna ljós- myndir af fimmtán mönnum. Sumar þeirra eru skarpar, en flestar meira og minna þoku- kenndar og ógreinilegar. Þér verðið að taka á yðar bezta til að þekkja nokkra þeirra. Nú vil ég, að þér hugsið yður um aftur í tímann, alveg frá því að þér fóruð frá Gallipoli í gær, og reyna að rifja upp fyrir yður hvert andlit, sem þér hafið séð síðan, jafnvel þótt ekki hafi ver- ið nema rétt í svip, og alveg fram til klukkan þrjú í morg- unn. Svo vil ég, að þér lítið á þessar myndir, og sjáið til, hvort þér kannizt við nokkurt andlit- ið. Hr. Kopeikin getur skoðað þær á eftir en ég vil, að þér lít- ið á þær fyrst. Graham opnaði umslagið. í því voru mörg hvít spjöld, sem tóku alveg út í umslagiiý, en á hvert spjaid var límd ljósmynd efst. Myndirnar voru allar af sömu stærð, en höfðu sýnilega verið teknar eftir misstórum frummyndum. Ein var stækkun af hópmynd af mönnum, sem stóðu undir tré. Undir hverri mynd var einhver texti á tyrkn- ' esku, vélritaður — líklega ein- hverskonar lýsing á hlutaðeig- andi manni. Flestar myndirnar voru ógreinilegar, eins og ofurstinn Ihafði sagt. Eitt eða tvö andlitin voru í rauninni ekki annað en gráir þokuhnettir, með dekkri blettum fyrir augu og munn. Þær, sem greinilegar voru, virt Iust helzt vera fangelsismyndir. Mennirnir á þeim störðu ólund arlega á kvalara sína. Ein var af negra með tyrkjahúfu og gal opinn munninn, rétt eins og i hann hefði verið að æpa að ein- hverjum, til hliðar við mynda- vélina. Graham fletti spjöldun- um, hægt og vonleysislega. Jafn | vel þótt hann hefði einhvern tíma séð þessa menn, gat hann að minnsta kogti ekki komið þeim fyrir sig. En svo tók hjartað í honum allt í einu kipp. Hann var að horfa á mynd af manni með harðan stráhatt, sem hafði ver- ið tekin í miklu sólskini. Mað- urinn stóð fyrir framan eitthvað sem virtist vera búð, og leit um öxl til myndavélarinnar. Hægri handleggurinn og neðri hluti líkamans höfðu ekki komið með á myndina, en það sem á henni var, sýndist skakkt — og auk þess bar myndin það með sér að hafa verið tekin fyrir að minnsta kosti tíu árum — en það var samt ekki hægt að vill- ast á þessu deigkennda, svip- lausa andliti, munninum með kvaladráttum í kring og litlu djúpstæðu augunum. Þetta var maðurinn í kukluðu fötunum. — Jæja, hr. Graham! — Það er þessi maður. Hann var þarna í Jockey. Það var Arabastelpan, sem vakti athygii mína á honum, meðan við vor- um að dansa. Hún sagði, að hann hefði komið inn, rétt á eftir okk ur Kopeikin, og væri alltaf að horfa á mig. Hún varaði mig við honum. Henni leizt þannig á hann, að hann mundi reka í mig hníf og hirða síðan veskið mitt. — Þekkti hún hann? — Nei, en hún sagðist þekkja þessa manntegund. Haki ofursti tók við spjaldinu og lagði það á borðið fyrir fram an sig. — Þetta var greindar- legt af henni. Sáuð þér þennan mann, Kopeikin? 8 í uppfmnmgaraouneytinu: — Eg hef fundið upp plastik, sem brotn- ar fyrr en nokkuð annað plastik. Kopeikin skoðaði myndina og hristi síðan höfuðið. — Gott og vel. Þið þurfið þá ekki að skoða fleiri myndir, herr ar mínir. Ég veit nú það, sem ég vildi fá að vita. Þetta er sú eina þeirra, sem vekur nokkurn áhuga. Hinar hafði ég með henni bara til þess að vita, hvort þér gætuð þekkt rétta manninn. — Hver er hann? — Hann er Rúmeni að upp- runa. Hann er talinn heita Petre Banat, en annars er Banat nafn- ið á einu héraði í Rúmeníu. Mér finnst trúlegast, að hann hafi aldrei átt sér neitt ættarnafn, Sannast að segja vitum við mjög lítið um hann. Hann er atvinnu- morðingi. B’yrir tíu árum fékk hann fangelsisdóm fyrir að hafa hjálpað til að sparka mann til bana, og sat þá inni í tvö ár. Skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsinu, gekk hann í Járn vörðinn hans Codreanu. Árið 1933 var hann dæmdur fyrir að hafa drepið lögregluembættis- mann í Bucova. Svo virðist sem hann hafi gengið inn í hús em- bættismannsins, síðdegis á sunnudegi, skotið manninn til bana, sært konu hans og síðan gengið út, hinn rólegasti. Hann er nú varkár, en vissi þarna, nð sér mundi óhætt. Réttanhaldið var ekki annað en skrípaleikur. Réttarsalurinn var fullur af Járnvörðum með skammbyssur. sem hótuðu að skjóta dómarann og alla sem að réttarhöldunum stæðu, ef Banat fengi sektardóm. Hann var sýknaður. Það voru mörg réttarhöld af þessu tagi í Rúmeníu um þær mundir. Seinna iramdi Banat að minnsta kosti fjögur morð þar í landi. Þegar Járnvörðurinn var leyst- ur upp, slapp hann samt úr landi og hefur ekki komið síðan. Svo var hann eitthvað í Frakklandi, eða þangað til franska lögregl- an vísaði honum úr landi. Þá fór hann til Belgrad. En þar braut hann eitthvað af sér, og síðan hefur hann verið á flæk- ingi um Austur-Evrópu. — Það eru til menn, sem eru morðingjar að eðlisfari, Banat er einn þeirra. Hann hefur gam an af fjárhættuspilum og er alltaf í fjárkröggum. Einhvern j tíma sagði hann, að hann tæki ekki meira fyrir að drepa mann en fimm þúsund franka og ferða kostnað. — En þér hafið nú engan áhuga á þessu, hr. Graham. Að alatriðið er, að Banat er hér í Istambul. Ég skal taka það fram, að við fáum reglulegar skýrslur um þennan mann, Möller, i Sofiu. Fyrir um það bil viku var okkur sagt, að hann hefði ver- ið í sambandi við Banat, og Banat hefði síðan farið frá Sofiu. Ég skal játa, að ég lagði ekkert upp úr þessu þá. Sannast að segja var það annar þáttur starfsemi njósnarans, sem átti allan áhuga minn um þær mund ir. Það var ekki fyrr en Kopei- kin hringdi, að ég mundi eítir Banat og fór að brjóta heilann um, hvort hann mundi nú kannski kominn til Istambul. En nú vitum við að hann er hér. Við vitum líka, að Möiler hitti hann, rétt eftir að fyrri morð- tilraunin við yður fór út um þúf ur. Ég tel ekki nokkurn vafa á því leika, að það hafi verið Ban- at, sem beið yðar í herberginu yðar í Adler Palace. Graham reyndi að láta eins og honum brygði ekkert við þetta. — Hann leit ósköp meinleysis- lega út, sagði hann. — Það segið þér nú bara af því að þér þekkið hann ekki, sagði Haki. — Sá raunverulegi morðingi er ekki eintómt villi- dýr. Hann getur verið tilfinn- inganæmur maður. Hafið þér nokkuð stundað geðveiki-sálar- fræði? — Nei, því miður ekki. — Það er mjög skemm'ileg grein. Ef frá eru taldir reyfara, eru Kraft Ebbing og Stekel mín uppáhaldslesning. Ég hef mínar eigin kenningar um menn eins og Banat. Ég heid, að þeir séu geðsjúklingar með einhverja nauðungarskoðun á föður sínum, sem þeir setja ekki í samband “ við karlmannlegan guð, heldur við sinn eigin ónytjungshátt. Þegar þeir drepa menn, eru þeir í rauninni að drepa sinn eigin | ófullkomleika. Ég held það sé enginn vafi á því. 0 0 NVJUNG I NJDLKIIRIONHfll SYBfl AVflKTHMJOm Sýrð mjólk • ekta jarðaberjasafi • sykur meira namm....... MJOLKURSAMSALAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.